Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Engar varúðarmerkingar eru við Gullfoss ' : * Sp Wmm Morgunblaðið/Kristinn VÍÐA leynast hættur í ægifögru landinu. Samkeppnin lækkar verð Ferðafólk utan stíga áeigin ábyrgð ENGAR varúðarmerkingar eru við Gullfoss eða á svæðinu um- hverfis hann sem vara ferðalanga við hættunni á skreipum gljúfra- bökkum eða fallhæð niður fossinn og í Hvítá, að sögn Arnþórs Garð- arssonar, formanns Náttúru- verndarráðs, sem hefur umsjón með svæðinu. Arnþór segir að göngustígar umhverfis fossinn hafi verið afmarkaðir með köðl- um til að leiðbeina ferðafólki og gangi fólk eða príli utan þeirra, sé það í raun á eigin ábyrgð. „Fólk getur farið sér að voða á tiltölulega löngum kafla í kring- um Gullfoss og erfitt að girða að fullu fyrir slysahættu. En öll til- vik, eins og t.a.m. hugsanlegt fall ítalska ferðamannsins í fossinn, kalla á að við endurskoðum það sem búið er að gera á svæðinu og mér f innst ekki ólíklegt að við setjum einhvers konar yfirlýsingu þótt þær nái sjaldnast til allra,“ segir Amþór. Treyst á skynsemi fólks Hann segir þá ferðalanga ekki í hættu sem fylgja göngustígum á svæðinu eða standa á bílastæð- um sem eru tvö við fossinn. Öðru máli gegni um þá sem teygja sig út á brúnir eða fari um blauta staði í brekkum sem liggja niður að ánni. „ Við reiðum okkur á al- menna skynsemi fólks, þar sem alls staðar við þverhnípi og háa staði er augljóslega hætta fyrir hendi og hið sama á við um Gull- fosssvæðið, sem er mjög hættu- legt. Mannheldar girðingar koma ekki til mála, en kannski má fara betur yfir núverandi göngustíga og setja upp skilti sem ítreka ógnina. Vandinn er sá að ögn erfitt er að ná til allra ferða- manna, margir þeirra lesa ekki skilti sem sett eru upp eða að skiltin eru á tungumálum sem hin mörgu þjóðabrot sem sækja fjöl- sótta ferðamannastaði, skilja ekki til fulls," segir Arnþór. Bregðast þarf við breytingum í ferðaþjónustu GÆÐAMÁL í víðustu merkingu þess orðs verður að taka fastari tökum, sölukerfi íslenskrar ferðaþjónustu verður að endurskoða á næstu árum, ekki síst vegna áhrifa EES-samn- ingsins, og vinna verður nánar að vöruþróun í íslenskri ferðaþjónustu, sagði Magnús Oddsson ferðamála- stjóri m.a. í erindi sem hann flutti á ráðstefnu, sem haldin var í tengsl- um við Vestnorrænu-ferðakaup- stefnuna, sem nú stendur yfir í Kaplakrika. Hana sækja um 500 manns. Magnús segir að íslensk ferða- þjónusta hafi verið að vakna upp við það sama og verið hefur að gerast FULLTRÚARÁÐ framsóknarfélag- anna í Reykjavík ákvað á fundi í fyrradag að viðhafa prófkjör innan fulltrúaráðsins fyrir næstu kosningar og fer það fram 5. og 6. nóvember nk. Að sögn Valdimars K. Jónsson- ar, formanns fulltrúaráðsins, er frestur til að gefa kost á sér til 8. október, en þegar hafa fjórir tilkynnt um það. Það eru Finnur Ingólfsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Hallur Magnússon og Ólafur Örn Haraldsson, en hann hefur ekki áður sóst eftir sæti á lista flokksins. um heim allan. Þrátt fyrir aukningu í magni á þessu ári virðast tekjur ekki vaxa í sama hlutfalli. „Með aukinni samkeppni lækkar verð. Við höfum séð þetta gerast í flugi um allan heim og síðan í gistiþættinum. Við hljótum því að verða að búa okkur undir enn frekari samkeppni með enn lækkandi verði.“ Fjöldi erlendra ferðamanna hefur vaxið jafnt og þétt. Árið 1950 sóttu rúmlega fjögur þúsund erlendir ferðamenn ísland heim, en tæplega 160 þúsund í fyrra. Að sögn Magn- úsar á íslensk ferðaþjónusta alla möguleika á því að verða einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar ef rétt er á málum haldið. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu hafa rúmlega tvöfaldast á síðasta áratug, en þær námu í fyrra um 11% af gjaldeyrisöfiun þjóðarinnar. Ólafur Öm hefur undanfarin tvö ár sinnt ýmsum ráðgjafarverkefnum og verið framkvæmdastjóri sérverk- efna, en áður rak hann Gallup á ís- landi. Hann s'agði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði verulegan áhuga á að taka þátt í starfí Fram- sóknarflokksins þar sem hann teldi flokkinn vera þann trausta grunn sem fólk vildi hafa í stjómmálum. Úrslit í prófkjörinu eru bindandi fyrir fjögur efstu sætin, en kjörnefnd stillir síðan upp í önnur sæti á fram- boðslista flokksins í Reykjavík. Fulltrúaráð framsóknarfélaga í Reykjavík j Prófkjör í nóvember Engar viðræður enn vegna fyrirtækis um innanlandsflug Flugleiða Óvissaum mannaráðn- ingar erfið Hálfdán Erla Tryggvi Hermannsson Hatlemark Baldursson Engar viðræður hafa farið fram við félög flugmanna, flugfreyja og flugvirkja vegna mannaráðninga til sér- staks fyrirtækis um inn- anlandsflug Flugleiða. Anna G. Ólafsdóttir talaði við formenn fé- laganna þriggja. Tryggvi Baldursson, formaður Féjags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), segir núgildandi samninga koma í veg fyrir að flugmenn festist annað hvort í innan- eða millilanda- flugi. Því verði ekki breytt nema með sérstöku samkomulagi við félagið. Hann telur brýnt að efna til við- ræðna fyrr en seinna enda líki engum óvissa. Tryggvi sagði núverandi fyrir- komulag gera ráð fyrir að flugmenn væru bundnir ákveðnum flugvélateg- undum. „Hafi þeir til að mynda ver- ið þjálfaðir á Fokker 50 eru þeir aðeins í innanlandsflugi og því milli- landaflugi sem flugvélin er notuð í til Grænlands og Færeyja. Menn eru sem sé bundnir ákveðnum tegundum í ákveðinn tíma. Byrjendur eru ráðn- ir sem flugmenn innanlands. Síðan hafa þeir færst til í starfi og orðið flugmenn í millílandaflugi, en komið síðan aftur til baka sem flugstjórar innanlands og endað sem flugstjórar í millilandafluginu," sagði Tryggvi. Hann sagði núgildandi samninga koma i veg fyrir að flugmenn festust annað hvort í innanlands- eða milli- landaflugi. Því yrði ekki breytt nema í samningum við Flugleiðir. Honum þætti alls ekki sjálfgefið að breyting yrði á. „En Flugleiðir hafa óskað eftir viðræðum. Þar verða væntan- lega viðraðar einhveijar hugmyndir. Annars er alls ekki sjálfgefið að breyting verði á enda ljóst að innan- landsfélagið mun þurfa að kaupa ýmsa þjónustu af móðurfyrirtækinu. Sá möguleiki er því fyrir hendi að þáð kaupi þessa þjónustu flugmann- anna,“ sagði Tryggvi. Hann sagði dálítið persónubundið hvort flugmenn kysu fremur að starfa við innan- eða millilandaflug. „En þar sem allir byija í innanlands- flugi hafa flestir þegar að þeim hef- ur komið flust í millilandaflugið. Vinnan þar er öðruvísi og til lengri tíma litið býst ég við að fleiri vilji vera þar. En innanlandsflugið getur verið skemmtilegt líka og flugmenn eru þá meira með fjölskyldum sínum en ella.“ Flugfreyjur og flugþjónar Ekki sagðist Tryggvi vita til að flugmenn hefðu áhyggjur af stöðu sinni. „En engum líkar óvissa því er betra að efna til viðræðna fyrr en seinna,“ sagði hann. Stefnt er að fundi með Flugleiðum á næstunni. Fiugmenn ráða hins vegar ráðum sín- um á félagsfundi á mánudag. Erla Hatlemark, formaður Flug- freyjufélags íslands, sagði að flug- freyjur og flugþjónar gengju vaktir í innan- og millilandaflugi. Reynt væri að raða vöktunum jafnt niður og ekki væri sérstaklega tekið tillit til starfsreynslu. Taldi hún einstakl- ingsbundið hvort félögum þætti betra að starfa við innan- eða millilanda- flug. Hvað stofnun hins nýja félags varðaði sagðist hún hafa verið látin vita að til stæða að leggja tillöguna fyrir stjómarfund. Hins vegar væri enn stutt síðan ákvörðun hefði verið tekin og ekkert væri farið að ræða við félagið um breytingar á samning- ura við Flugleiðir. Starfsmenn væra ráðnir til þess og ekki hægt að skikka þá til nýs fyrirtækis. Hún sagðist ekki hafa fundið fyrir ótta meðal félagsmanna vegna stof- unar hins nýja fyrirtækis. Þó veltu menn auðvitað hlutunum fyrir sér. En enn væri ekki hægt að svara spumingum þeirra. Flugvirlqar Hálfdán Hermannsson, formaður Fluvirkjafélags íslands, sagði að móðurstöð flugvirkja Flugleiða væri í Keflavík. Þar væri á annað hundrað flugvirkja og níu félagar þeirra væru alla jafna í Reykjavík. Hins vegar væri náið samstarf þarna á milli. Sendir væra flugvirkjar til aðstoðar við skoðun í Reykjavík og þegar þörf væri á aðstoð vegna annarra verkefna hlypu þeir undir bagga. Hann sagðist hafa afar litlar upp- lýsingar um hvað forsvarsmenn Flugleiða hyggðust gera varðandi starfsamannaráðningar til hins nýja fyrirtækis. Um slíkt yrði væntanlega að semja. En ekki hefði verið boðað til fundar enn. Hann sagðist ekki boða til félagsfundar fyrr en hægt væri að leggja einhveijar hugmyndir frá Flugleiðamönnum á borðið. Sjálf- ur kvaðst hann halda að breytingin yrði ekki jafn mikil hjá flugvirkjum og t.d. flugmönnum. Hún yrði meira af formlegum toga. Hlautheið- ( urslaun ; Tónvakans ÞORKELL Sigurbjörnsson tónskáld hlýtur í ár heiðurslaun Tónvakans. Þetta er í þriðja sinn sem Ríkisút- varpið veitir þessi verðlaun. Tón- vakaverðlaunin eru tvískipt, og eru annars vegar veitt verðlaun til sigurvegara Tón- vakakeppninnar, en hins vegar er veitt heiðursfé til starfandi tónlist- armanns sem þykir eiga þann heiður skilinn vegna áralangra starfa í þágu ís- lensks tónlistarlífs. Tónvakakeppnina sem haldin var í sumar sigraði 24 ára sópransöng- kona, Guðrún Maria Finnbogadóttir. Heimir Steinsson útvarpsstjóri af- Þorkell hendir Tónvakaverðlaunin á sérstök- um hátíðartónleikum sem haldnir verða 13. október, og verður þeim útvarpað um Norðurlönd og Eystra- saltsríkin. 254 milljóna < kr. gjaldþrot | 522 þúsund komu til úthlutunar til kröfuhafa í þrotabúi Meðferðar hf., sem rak meðferðarheimili á Fitjum, en heildarkröfur námu um 254 millj- ónum króna. Fyrirtækið varð gjaldþrota í ágúst 1991. Forgangskröfur voru 21,7 milljónir króna og upp í þær greidd- ust 522 þúsund krónur eða 2,3%. Hins vegar greiddist ekkert upp í | almennar kröfur, sem voru 160,3 ■ milljónir, né upp í kröfur utan skulda- * raða, sem voru 72,1 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.