Morgunblaðið - 16.09.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 16.09.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 23 AÐSENDAR GREINAR Innihaldsleysi ÍSLENSKIR rithöf- undar njóta hefðarinn- ar, arfsins frá Snorra, Jónasi og Halldóri Laxness, þeirra for- skot er að þessu leyti mikið á sjónvarpið og kvikmyndirnar, sem eru afskaplega ungar greinar á íslandi. Og sú er líka raunin að bækur lifa góðu lífi á íslandi, miðað við það sem víðast hvar gerist annars staðar: í kring- um milljón eintök seld á ári, eða hvað það nú er, fjórar bækur á mannsbarn - þessar tölur vitna best um stöðu bókarinn- ar á Islandi. Óvenju rausnarlegir styrkir hins opinbera til rithöfunda eiga jafnframt sinn þátt í hérlendri stöðu bókmenntanna, auk þeirrar staðreyndar að það eru einfaldlega En hér komum við að kjarna málsins segir Einar Heimisson, gagnkvæmur hroki miðlanna er eitt af vandamálum menning- ar í nútímanum. ekki til peningar hérlendis til að búa til mikið af kvikmyndum og sjón- varpsmyndum. Þess vegna ráða bókmenntirnar á íslandi yfir mjög stórum hluta menningarinnar, mið- að við það sem sums staðar annars staðar gerist. Með öðrum orðum: íslenskar bókmenntir þurfa ekki að kenna öðrum miðlum eða greinum um eitt eða neitt, ekki bíóum, ekki leikhúsum, ekki dagblöðum, ekki tímaritum, ekki sjónvarpi eins og Friðrik Rafnsson ritstjóri Tímarits Máls og menningar kaus að gera í Mbl. 13. september, þar sem hann taldi „einhæfni og íhaldssemi sjón- varpsstöðvanna" valda því að bókin „ætti í vök að veijast hér á landi“ og þar með „gagnrýnin hugsun sem byggir á fjölbreyttri þekkingu". Sömu höfundar í sjónvarpi og bókmenntum Tengsl kvikmynda og sjónvarps annars vegar og hins vegar bók- mennta eru rík á íslandi. Rithöfund- ar sjálfir hafa undirstrikað þessi tengsl með afgerandi hætti með því að velja menntaða kvikmyndagerð- armenn til forystu í samtökum sín- um; því er þannig farið um bæði núverandi og fyrrverandi formann Rithöfundasambandsins, svo dæmi sé nefnt. Og annars staðar má sjá svipuð tengsl miðlanna. Ýmsir þekktir rithöfundar í Þýskalandi eru um leið sjónvarps- og kvikmynda- gerðarmenn eins og Doris Dörrie, Elke Heidenreich og Alexander Kluge svo dæmi séu nefnd, og hið sama gildir um Frakkann Alain Robbe—Grillet. „Bókin er ætluð einni sál í einu, hugsandi einstakl- ingi, en sjónvarpið er fyrir hópsál- ina, múginn" - „ekkert kemur áhorfendum á óvart“, segir ritstjóri TMM. Hann ætti að impra á þessum hugðarefnum sínum við fyrrnefnt fólk, spyija sem svo og birta svörin í tímariti sínu: Hvernig er fyrir ykkur sem rit- höfunda að fást við sjónvarp, ef það eru engir „hugsandi" ein- staklingar, sem horfa á það, heldur bara múg- ur? En annað efni væri líka hugsanlegt í TMM: forskotið góða, sem byggist á bókmennta- hefðinni - telji bók- menntamenn, eins og ritstjóri TMM, að hljómgrunnur bók- menntanna sé minni en áður, þá væri líka hugs- anlegt að líta í eigin barm í leit að ástæðum í stað þess að gægjast útundan sé ofaní barm annarra, og birta svo niðurstöðurnar af þeirri sjálfsrýni í tímaritinu. Miðlar sem lifa saman „Bókin er hógvær og hljóðlát, sjón- varpið ágengt og hávært,“ segir rit- stjóri TMM, og rökstyður ekkert, greinir ekki miðlana niður í einstaka, gjörólíka efnisflokka sína, heldur grípur sleggju í hamagangi sínum og dæmir með henni einni. En þessi sleggja er búmerang, hún slær þann sem slær: Ætlar ritstjórinn að rökstyðja það að sjálfumglöð ævi- saga poppstjömu sé endilega hóg- værari og hljóðlátari en sá sannleikur sem felst í sjónvarpsviðtali við mann- eskju, sem miðlar allri ævi sinni, reynslu, þjáningu, gleði í orðum sín- um og svipbrigðum, jafnvel gráti? En héma komum við einmitt að kjarna málsins: gagnkvæmur hroki miðlanna er eitt af vandamálum menningar í nútímanum. Sumir hafa nefnilega tilhneigingu til að hefja miðlana sem slíka til vegs og virðing- ar - og yfirleitt sinn eigin - en gera lítið úr öðmm. Það er miður. Því miðlamir eiga að lifa saman en ekki hver gegn öðmm: menningin snýst fyrst og fremst um inntakið, efnistökin, það sem menn hafa að segja - en ekki það hvaða miðil menn velja sér. Það er dapurlegt þegar menn beita fyrir sig innihaldslausasta rit- bragði sem til er, alhæfingunni, ein- mitt til að veija hið ritaða orð, og klykkja svo út með því að segja að íslendingar eigi bara tvo kosti, þeir geti valið um „að vera einsleit hjörð alvömeygðra sjónvarpsþræla eða samfélag kankvísra og tiltölulegra sjálfstæðra lestrargæðinga‘% Það er nefnilega nákvæmlega sama fólkið, sem les bækur og horfir á sjónvarp á íslandi, í þjóðfélagi þar sem bæk- ur höfða sannanlega til fólks, sam- kvæmt tölum: langflestir eru í senn sjónvarpsgæðingar og lestrarþrælar eða lestrargæðingar og sjónvarps- þrælar, þótt sóknin til miðlanna sé mismunandi hjá fólki eins og geng- ur. En órökstuddir fordómar eins og fyrrnefnd ummæli um sjónvarp vitna um eru dæmi um slæma beit- ingu orðanna, þeir eru ekki dæmi um „gagnrýna hugsun", sem bygg- ist á „fjölbreyttri þekkingu", heldur vitna þeir um innihaldsleysi og það er einmitt innihaldsleysi, sem er helstur óvinur miðlanna beggja, bókarinnar rétt eins og sjónvarpsins. Höfundur er sagnfræðingur og hefurfengist viðritstörf oggerð sjónvarpsmynda. Einar Heimisson Þrálát stórveldisremba MÉR hefur áður orðið tíðrætt um hve ung að árum og óreynd utanríkisþjón- usta íslands er miðað við aðrar þjóðir. Sér- staklega er nauðsyn- legt að hafa þetta í huga þegar fjallað er um Svalbarðasamn- inginn frá 1920. Utanríkisþjónusta Islands hófst með því að Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands, var skipaður sendi- herra í Kaupmanna- höfn í ágúst 1920. Hann var einasti sendiherra þjóðarinnar um tveggja áratuga skeið og leysti verk sitt mjög vel af hendi. Hann lét af störfum að eigin ósk 1924, einkum vegna þess hve honum fannst stjórnvöldum vaxa í augum kostnaður vegna sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Kóstnaður við utanríkisþjónustuna hefur alltaf vaxið skammsýnum mönnum í aug- um. Sveinn Björnsson var skipaður að nýju sendiherra 1926 og gegndi því starfi uns hann var kjörinn ríkis- stjóri. Orð Sveins Björnssonar Hálfu ári áður en Sveinn Björns- son hafði verið skipaður í fyrra sinnið, höfðu níu þjóðir gert með sér milliríkjasamning í París varð- andi sameign þeirra að Svalbarða (Spitzbergen). Danir voru meðal aðila samningsins, en létu íslands að engu getið og brugðust Danir þar illilega skyldum sínum við ís- lendinga. Sveinn Björnsson víkur lítillega að Svalbarðamálinu í endurminn- ingum sínum (bls. 147) m.a. með eftirfarandi orðum: „Ýmsir mætir Norðmenn voru þá byijaðir að fitja upp á nokkurs konar norskum stór- veldishugsunum. Norðmenn voru að tryggja sér umráð yfir Svalbarða (Spitzbergen), Grænlandsdeilan við Dani var að hefjast o.fl. Einn mæt- ur Norðmaður sagði við mig að Norðmenn yrðu að fá bætt það tjón, sem hlotist hefði af sögulegum ósannindum... Er ég þá sagði, hvort þetta ætti að skilja, að ef Norðmönnum tækist að ná yfirráð- um yfir Grænlandi, mundi röðin bráðlega koma að íslandi, reyndi hann að hugga mig með þessu: Vegna þess að það brot norsku þjóð- arinnar, sem ísland byggi, hefði varðveitt tungu og bjargað söguleg- um verðmætum, ættu íslendingar rétt á sérstöðu. Hvernig hann hugs- aði sér þá sérstöðu, hafði hann sýni- Sveinn Björnsson fyrsti forseti • lýð- veldisins. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 -16 Nybylavegi 12, simi 44433. lega ekki gert upp við sjálfan sig.“ Það er athyglisvert að fyrir nærri 75 árum var Sveinn Björnsson einna fyrstur íslend- inga til þess að benda á stórveldisdrauma norskra stjórnvalda. Þeir stórveldisdraumar stíga norskum stjórn- völdum enn mjög til höfuðs svo að þau verða sér þeirra vegna til minnkunar á alþjóða- sviði og eru ber að drottnunargirnd. Segja má að starf- semi utanríkisþjónustu íslands hafi á stundum verið haldin minnimáttarkennd, sem einkum lýsti sér í afstöðu til Norðmanna, en við töldum vist að þeir sýndu okkur meiri skilning en aðrar þjóðir vegna skyldleika og fornrar menningararfleifðar nor- rænna þjóða, sem íslenska þjóðin hefur varðveitt. Sú von hefur brugðist hrapallega. Merk bréf varðandi Jan Mayen Til eru tvö merk bréf frá árinu 1927, frá forsætisráðherrum ís- lands til utanríkisráðuneytisins í Kaupmannahöfn varðandi tilkall íslands til Jan Mayen. Undarlegt er að Sveinn Björnsson skuli ekki hafa vikið að Jan Mayen-málinu í endurminningum sínum. Telja má samt víst að Sveinn Björnsson hafi vakið athygli íslensku ríkis- stjórnarinnar á málinu og því sem Norðmenn væru að athafast varð- andi Jan Mayen. Sveinn hefur lík- lega talið vænlegra í stöðunni að Danir létu málið til sín taka í stað þess að hann léti það sig varða, þar sem hann væri aðeins sendi- herra til Danmerkur. Því hafi sú leið verið valin að óska eftir milli- göngu danska utanríkisráðuneytis- ins. Óskiljanlegt hvers vegna kröf- um íslensku ríkisstjórnarinnar gagnvart Jan Mayen var ekki fylgt eftir? Lögðu Danir á ráðin? Þetta er mikilvægt atriði, sem skylt er að grafast fyrir um. Þá þykir mér sá þáttur Dana í Salbarðasamn- ingsgerðinni furðulegur, að íslands skyldi að engu getið. Einmitt vegna þess finnst mér þeim bera skylda til að reyna að miðla málum í þessu réttmæta kröfumáli íslendinga, verði þess óskað. Milliganga Dana er að mínu mati helsta von um lausn á vandamálinu, ef það fer Við eigum þjóðréttar- legan rétt til veiða í Barentshafi, segir Gunnlaugur Þórðar- son, vegna legu landsins í Norður- Atlantshafi. ekki fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Eðlileg viðbrögð Fjöldi kunningja minna hefur þakkað mér skrif mín um Sval- barðadeiluna hér í blaði 18. f.m. Einstaka hafa fundið að því, að það væri of mikil heiftrækni hjá mér að vilja kalla sendiherra okkar í Noregi heim. Þessum viðkvæmu mönnum er því til að svara að fram- koma norskra stjórnvalda í garð íslensku þjóðarinnar er óafsakan- leg. Norsk stjómvöld líkja sjómönn- um okkar við innbrotsþjófa og ræn- ingja þegar þeir neyta réttar síns. Norsk herskip skjóta úr fallbyssum á varnarlausa sjómenn og eru með digurbarkalegar hótanir og aðfarir við sér miklu fámennari, vopnlausa þjóð. Þá er ámælisvert að reyna í sjálfumgleði stórveldisrembu á all- an hátt að hafa af íslensku þjóðinni æruna. Rétta svarið við slíku er að kalla sendiherra íslands í Noregi heim þegar í stað, ekki síst þar sem sendiherrann virðist illa upplýstur í málinu. Sú staðreynd birtist m.a. í því að hann veit ekki að við eigum sögulegan rétt til veiða í Barents- hafi og umfram allt þjóðréttariegan til veiða vegna legu landsins í Norð- ur-Atlantshafinu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Þriggja rétta kvöldverður kr. 1.190 ¥ —D iatorant c— \s æn r>i Suðurlándsbraut 14 sími 811844 V Borgarkringlunni, sími SSTS20 TILBOÐSDAGAR Þegar þú kaupir eina skyrtu eba blússu, þá færbu næstu skyrtu eða blússu á HÁLFVIRÐI. Gildir til 27. sept. nk. 'N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.