Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 11 LANDIÐ Reykjadalur Nýr skóla- stjóri á Laugum Laxaraýri - Hjalti Jón Sveinsson, nýráðinn skólameistari framhalds- skólans á Laugum í Reykjadal, flutti setningar- ræðu við hátíð- lega athöfn í íþróttahúsinu að viðstöddum nem- endum aðstand- endum þeirra, starfsfólki og vel- unnurum skólans. í ræðu sinni lagði Hjalti m.a. áherslu á sér- stöðu heima- vistarskóla, sem í senn eru heimili og vinnustaður nemenda og þá miklu ábyrgð sem hvílir bæði á nemendum og kennurum að gera skólavistina að lærdómsríku og eftirminnilegu tímabili í lífi hvers einstaklings. Þá minntist skóla- meistari einnig á mótum mennta- stefnu og gildi þess að auka vægi verknámsbrauta í komandi fram- tíð. Breytingar á skipulagi Við Laugaskóla hafa verið gerð- ar nokkrar breytingar á skipulagi starfsins og hefur Steini Þorvalds- son verið ráðinn fjármálastjóri sem einnig mun hafa umsjón með verk- legum framkvæmdum. Því mun skólameistari geta varið kröftum sínum meir að faglegri stjórnun og samvinnu við nemendur. Nemendur skólans á haustönn eru 110, þar af 44 á fyrsta ári framhaldsskólans. KRISTINN E. Jónsson skipstjóri í brúnni á Ólafi Jónssyni GK 404. Með fullfermi af úthafskarfa til Sandgerðis Góð veiði í flottroll á Reykjaneshrygg Keflavík - „Veiðin gekk vel, við vorum 5 daga að fylla skipið og við munum halda strax út aftur þegar búið er að landa,“ sagði Kristinn E. Jónsson skipstjóri á togaranum Ólafi Jónssyni GK 404 sem kom með fullfermi eða um 235 tonn af úthafskarfa til Sandgerðis aðfara- nótt fimmtudags. Kristinn sagði að karfinn hefði veiðst í flottroll á Reykjaneshrygg um 300 sjómílur suðuvestur af Reykjanesi. Ólafur Jónsson var eini íslenski togarinn sem var á svæðinu en Kristinn sagði að þar hefðu verið um 18 til 20 erlendir togarar við veiðar. Hann sagði að karfin.n hefði veiðst á um 40 fermílna svæði og hefðu aflabrögð erlendu togaranna verið lítil miðað við Ólaf. Samskipti væru ekki mikil á milli manna þarna, en hann vissi að er- lendu skipin hefðu verið að fá mest um 8 tonn eftir daginn. Þeir á Ólafi fengu frá 30 uppí 70 tonn á dag og sagði Kristinn að þar hefði ein- göngu ráðið betri veiðarfæri og tækjabúnaður. Þarna hefði þó verið litháískur togari, Vydunas, sem væri gerður út af íslendingum og hefði hann einnig verið að fá mjög góðan afla enda með góðan búnað. Kristinn sagði að þeir á Ólafi Jónssyni hefðu ekki farið til veiða í Smugunni, þeir hefðu einbeitt sér að úthafskarfaveiðunum og náð Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞAÐ kom í þeirra hlut að binda skipið, en félagar þeirra stukku nánast í land með spottunum enda stoppað stutt. góðum árangri. Eitthvað mun hafa borið á að úthafskarfinn væri sýkt- ur sem lýsti sér í útvortissárum, en Kristinn sagði að lítið hefði verið um sýktan karfa núna. Þeir hefðu áður verið á veiðum í 2 daga en þá orðið að fara í land með 110 tonn vegna bilunar, þá hefði veiði- svæðið verið um 60 rnílum lengra frá landinu, þannig að karfinn væri að færa sig nær. Um 35 krónur fást fyrir kílóið af karfanum. Ættarmót Guðj ohnsenættar Morgunblaðið/Silli. MINNISVARÐI um Þórð Sveinbjörnsson Guðjohnsen afhjúpaður. Húsavík - Veglegt og virðulegt ættarmót héldu ættingjar Þórðar Sveinbjörnssonar Guðjohnsen á Húsavík helgina 10.-11. september sl., í tilefni af 150 ára minningu Þórðar, sem fæddur var 14. septem- ber 1844. Ættarmótið sóttu um 130 ættingjar víðsvegar að úr heimin- um, allt frá Danmörku til vestur- strandar Kyrrahafsins, því ættin hefur vítt teygt arma sína. í tilefni tímamótanna höfðu ætt- ingjar Þórðar látið gera um hann minnisvarða, sem gerður er af Helga Gíslasyni myndhöggvara og staðsettur í miðbæ Húsavíkur, vest- an við kirkjuna. Afhjúpunin fór fram að viðstödd- um hinum ijölmenna ættingjahópi og bæjarbúum. Hún hófst með ávarpi Aðalsteins Guðjohnsen raf- veitustjóra, en síðan tók til máls Sören Langvad verkfræðingur, sem er dóttursonur Þórðar og afhjúpaði hann listaverkið og afhenti Húsavík- urbæ það til varðveislu. Bæjarstjór- inn Einar Njálsson veitti minnisvarð- anum móttöku og þakkaði þá rækt- arsemi, sem ættingjarnir sýndu Húsavík og sagði að minnisvarðinn væri bænum til prýði og minnti á merkan þátt í sögu Húsavíkur. Hóf ungur verslunarstörf Við þetta tækifæri flutti Sæ- mundur Rögnvaldsson sagnfræð- ingur fróðlegan þátt um verslunar- stjórann og athafnamanninn Þórð Sv. Guðjohnsen. Hér skal aðeins drepið á nokkra kafla úr erindi sagnfræðingsins: Þórður var fæddur í Reykjavík 14. september 1844, og ólst þar upp, sonur Péturs Guðjohnsen org- anista og kennara í Reykjavík og konu hans Guðrúnar S. Knudsen. Aðeins 14 ára gamall hóf hann verslunarstörf í Reykjavík og varð síðar búðarmaður á Seyðisfirði, í Grafarósi og aftur í Reykjavík. Tuttugu og þriggja ára varð hann verslunarstjóri við verslun Svein- bjarnar Jakobsen í Reykjavík. Sum- arið árið 1870 varð hann kaupstjóri á seglskipinu Gránu, sem Svein- björn hafði á leigu en safnaði um leið vörum upp í hlutafjárloforð fyr- ir Gránufélagið um Norðurland. Um vorið 1871 var Þórði boðin staða verslunarstjóra fyrir Örum og Wulff á Húsavík, með því skil- yrði að hann drifi sig strax norður svo hann yrði til staðar þegar Iver- sen yfirkaupmaður kæmi með fyrsta skipi til Húsavíkur. Ef hann yrði ekki þar til staðar væri með skipinu maður, sem fengi stöðuna. Brá Þórður nú fljótt við og fór á hestum norður og var kominn norð- ur á Húsavík fyrir lok mars. Það er skemmst frá að segja að Þórður Guðjohnsen varð síðan verslunar- stjóri Örum og Wullfs á Húsavík næstu 30 árin en allt til ársins 1902 er hann fluttist til Danmerkur. Á Húsavík var ævistarf hans og þar var hugur hans upp frá því þrátt fyrir búsetu í Danmörku og segir hann eitt sinn í bréfi að hann fylg- ist með öllu „heima“ á Islandi, því þar séu rætur sínar og annars stað- ar verði hann aðeins gestur. Enda hvíla jarðneskar leifar hans á Húsa- vík. Þórður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans Halldóra Margrét Svein- björnsdóttir fluttist með honum til Húsvíkur en hún andaðist 1881 en síðar kvæntist hann Maríu Kirsten Sveinbjörnsson. Setti svip á samfélagið „Slíkur maður sem Þórður Guð- johnsen var hlaut að setja mark sitt á þetta litla samfélag hér nyrðra. Hann var um árabil hrepps- nefndarmaður, ... tók þátt í stofnun Sparisjóðs Húsavíkur og íshúss, byggði vatnsmyllu og var aðili að flestu því sem hér var brallað og of langt mál væri að telja. Hann hvatti menn til útgerðar og hóf að kaupa físk af mönnum strax og hann kom hér, á svipaðan hátt og hann hafði vanist syðra.“ Margt um manninn í Hraunsrétt Laxamýri - Þegar - Aðaldælingar komu heim úr þriggja' daga göngum var að venju réttað í Hraunsrétt og kom fjöldi fólks til þess að draga fé sitt og gera sér dagamun. Hraunsrétt sem byggð er úr hraunsgrjóti á árunum 1835-1840 er að eldri manna sögn aðeins svip- ur hjá sjón frá því sem áður var, því þar var hin eina réttarhátíð sem nokkuð kvað að í sýslunni. Þá komu stórir rekstrar frá öðrum réttum milli Skjálfandafljóts og Jökulsár og mest þó af Kelduhverf- isréttum og var fjársókn til réttar- innar úr Reykjada! og öðrum há- sveitum. Breyting varð á þessu þegar girt var milli Aðaldals og Reykjadals vegna fjárskipta. Frímerkjasýning norrænna unglinga Kjarvalsstöðum 16.-19. september Sérstakt pósthús opið á sýningunni étj» -Æ .NORDJUNEX94) $;\. ý5 Spurninua S ±4? Áv''X Smirmmga Okeypis A AðGANGUR >pm unglmga kl. lo a Ijingawljig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.