Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNY ÞORGERÐUR ÞORGILSDÓTTIR + Guðný Þorgerð- ur Þorgilsdótt- ir, sem alltaf var nefnd Þorgerður, fæddist á Svínafelli í Öræfum 30. apríl árið 1900. Hún lést í Borgarspítalanum hinn 31. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Þorgils Guð- mundsson, f. 14. desember 1852, d. 27. apríl 1900, bóndi á Svínafelli, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir eldri, f. 10. maí 1858, d. 2. júní 1922. Systkini Þorgerðar voru Sigurður, f. 21. apríl 1890, d. 11. apríl 1910, Sigríður, f. 30. ágúst 1891, d. 8. ágúst 1978, veitingakona í Reykjavík, Guðmundur Páll, f. 23. desember 1895, d. 1982, bíl- stjóri í Reykjavík, kvæntur Kristínu Björnsdóttur og átti hann tvö börn fyrir hjónaband, Guðni Ólafur, f. 23. desember 1895, d. 17. janúar 1896, Guð- jón, f. 12. september 1897, d. 27. september 1897, Gunnar Kristinn, f. 21. nóvember 1898, d. 1957, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, kvæntur Guðnýju Helgadóttur og eignuðust þau fimm böm, auk þess sem hann átti eitt barn fyrir hjónaband, Jóhanna Þuríður, f. 27. ágúst 1883, en hún er látin, var gift Filippusi Jónssyni og áttu þau þrjú börn, og Þorgils Guðni, f. 2. desember 1885, sem einnig er látinn, kvæntur Láru Krist- mundsdóttur og eignuðust þau fimm syni. Þorgerður giftist 17. júní 1920 Jóni Jónssyni silfur- smið og síðar málmsteypumanni í Reykjavík, f. 6. ágúst 1889. Jón lést 6. maí 1957. Jón var sonur Jóns Þorsteinssonar bónda og formanns í Suður-Hvammi í Mýrdal, síðar kaup- manns í Vík í Mýr- dal og Guðríðar Bry nj ólfsdóttur. Þorgerður og Jón eignuðust fjögur börn: Sigrúnu, f. 19. ágúst 1921, kirkju- lega listakonu, var gift Sigurjóni Sig- urðssyni kaup- manni og eignuðust þau þijú börn: Ólaf Þóri, lækni í Sví- þjóð, Guðfinnu Svövu kennara, Sig- urð Vilberg lækni í Reykjavík. Síðar giftist Sigrún Ragnari Emilssyni arkitekt. Eignuðust þau tvö börn: Sigurborgu kennara og Emil Jón lækni. Síðar giftist Sigrún Thorsten Folin fyrrver- andi ofursta í sænska hernum. Þau eru barnlaus; Þorgrím, f. 25. apríl 1924, forsljóra í Reykjavík, _ kvæntur Guðnýju Margréti Ámadóttur og eiga þau fjögur börn: Báru hjúkrun- arfræðing,' Sigurð Trausta vél- fræðing, Jón Þór verkfræðing og Herdísi kennara; Hafstein, f. 23. mars 1931, iðnverkamann; Guðríði Bryndísi, f. 27. desem- ber 1936, starfsmann Alþingis, gift Jóni Björnssyni starfsmanni Pósts og síma, og eiga þau fjög- ur böra: Halldóru Björk snyrti- fræðing, Þorgerði skrifstofu- mann, Birnu kerfisfræðing og Björn Jón starfsmann hjá SVR. Fóstursonur og dóttursonur Þor- gerðar og Jóns er Sigurður Vil- berg Siguijónsson læknir, fædd- ur 12. október 1944. Hann var kvæntur Kristjönu Ellertsdóttur og eiga þau tvo syni: EUert laga- nema og Þór Snæ nema. Síðari kona Sigurðar er Lilja Ragnars- dóttir og eiga þau einn son, Sig- uijón. Utför Þorgerðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag. FLJÓTLEGA eftir að ég kynntist Þorgrími eiginmanni mínum lágu leiðir okkar Þorgerðar saman. Þetta var árið 1949. Einlæg vinátta mynd- aðist milli okkar sem hélst alla tíð, enda einkenndi það Þorgerði hvað hún var mikill vinur vina sinna. Við bjuggum í sama húsi frá árinu 1951. Fýrst 4 Laugamýrarbletti 32 og síðar 1957 á Rauðalæk 19, að frátöldu síðasta árinu sem hún lifði en þá dvaldi hún á Droplaugarstöðum. Þegar Þorgerður fæddist var ný- gengið í garð mikið erfíðleikatímabil hjá fjölskyldunni. Faðir hennar lést þremur sólarhringum áður. Bana- mein hans var lungnabólga sem var algeng dánarorsök áður fyrr. Þá stóð móðir hennar, Guðrún, ein með fímm böm og elsta bamið, Sigurður, var þá 10 ára. Henni tókst að halda fjöl- skyldunni saman til 1910 en það ár dó Sigurður eftir stutta legu. Dánar- orsök var talin heilabólga. Það var langt að vitja læknis til Hornafjarð- ar. Sigurður var látinn þegar læknir- inn kom. Svona tilfelli vom algeng í Öræfasveit þegar Öræfingar þurftu að sækja læknishjálp um langan veg. Árið 1911 hætti Guðrún búskap. Tvö elstu systkinin fóm í vinnu- mennsku, Sigríður að Núpstáð en Páll að Rauðabergi í Fljótshverfí. Guðrún fór til Sveins og Jóhönnu að Ásum í Skaftártungu og hafði með sér tvö yngstu börnin, þau Gunnar og Þorgerði. Þorgerður sagðist muna það vel þegar Sveinn og fylgdarmað- ur hans, Helgi á Núpum, komu aust- uraðsækjaþau 14. maí 1911. Sveinn og Þorgils, faðir Þorgerðar, vom systrasynir. Hjónin í Ásum vissu vel um hagi Guðrúnar og nutu hún og börnin mikiliar vinsemdar og hjálpar frá þessu ágæta fólki. Þorgerður minntist oft á þær gleðistundir sem hún upplifði í Ásum og þá traustu vinátta sem ætíð ríkti milli hennar og fólksins þar. Þorgerður fór ásamt móður sinni frá Asum 1915. Hún fór að Skammadai en móðir hennar settist að í Vík. í Skammadal var Þorgerður í eitt ár. Bóndinn jiar, Sigurður, var bróðir Jóhönnu í Asum. Henni líkaði vel í Skammadal, en hún vildi vera nær móður sinni. Hún réð sig að Suður-Vík og var þar í þrjú ár. Suð- ur-Vík var höfuðból. Þá bjuggu þar Halldór Jónsson kaupmaður og kona hans Matthildur Ólafsdóttir. Þetta var mannmargt heimili. Auk land- búnaðar rak Halldór útgerð frá Vík og var með umfangsmikinn verslun- arrekstur. Þetta tímabil sem Þor- gerður var í Suður-Vík var henni hugljúft í minningunni. Þar kynntist hún fólki sem hún bast vináttubönd- um sem héldust alla tíð. Svo lá leiðin til Reykjavíkur, það var árið 1919. Hugðist Þorgerður stunda nám við Kvennaskólann. Var reyndar búin að sækja um skólavist en það brást þegar til kom. Þá fór hún að vinna á Uppsölum, sem var matsölustaður. Þar lærði hún mat- reiðslu og vann kauplaust. Staðurinn var eftirsóttur vegna rómaðra veit- inga. Þetta var einmitt þann vetur sem sextán skáld voru í Menntaskól- anum. Sum þessara skálda komu alloft á Uppsali og var ánægjuleg stemmning sem fylgdi þeim. Þor- gerður talaði um að það hefði verið gaman að því að stundum, þegar starfsstúlkumar sneru við undirskál- unum, höfðu verið skrifuð á þær ljóð og vísur. Hér í Reykjavík kynntist Þorgerð- ur manni sfnum, Jóni Jónssyni silfur- smið, ættuðum úr Mýrdalnum. Hann hafði lært iðn sína hjá Gísla Gísla- syni, silfursmið frá Oseyrarnesi, en hafði starfað sem matsveinn bæði á innlendum og erlendum skipum. Um þessar mundir var hann matsveinn á varðskipinu Þór. Þau giftu sig-17. júní 1920 og ætluðu sér að setjast að í Reykjavík. Þau fengu lóð við Skólavörðustíg og voru búin að láta teikna hús og voru tilbúin að hefja byggingarframkvæmdir. En eins og Þorgerður orðaði það gripu forlögin í taumana og áætlanir breyttust. í stað þess að setjast að í Reykjavík fluttu þau austur og byggðu hús í Vík í Mýrdal. Húsið nefndu þau Uppsali. Hann setti þar upp verk- stæði og byggði sér smiðju. Jón var mikill hagleiksmaður. í Vík stundaði hann iðn sína og aðra vinnu sem til féll. Einnig ráku þau smá búskap. Voru með kú, nokkrar kindur og garðrækt. Það var mjög almennt að íbúar Víkurkauptúns væru með bú- skap því að allflestir höfðu ekki aðra vinnu en lausavinnu, en hún var mjög stopul. Þeim vegnaði allvel í Vík. Þau fluttu til Reykjavíkur 1938, álitu betri framtíðarmöguleika hér í Reykjavík, einkum fyrir börnin. Keyptu þau lítið hús við Hverfisgötu og bjuggu þar í nokkur ár. Arið 1944 keyptu þau hús inn við Laugar- nes, Laugamýrarblett 32. Þetta var einbýlishús. Því fylgdi stórt land, allt fullræktað ásamt stóru útihúsi. Þarna kom Jón sér upp smíðaverk- stæði og málmsteypu. Auk þess eign- aðist hann trillubát og stundaði hrognkelsaveiðar ásamt handfæra- veiðum. Þetta átti mjög vel við hann því þótt hann væri mjög hneigður til margskonar handverks og smíða var hann í eðli sínu afla- og aðdrátt- armaður. Þorgerður var ákaflega góð kona, frísk og hress í tali, hjálpsöm og vildi allt gera til að greiða götu annarra. Oft var komið við á fyrstu hæðinni til að segja fréttir þegar komið var úr vinnu eða útréttingum i bænum. Hún fylgdist vel með bömunum og bamabömunum, hvar þau voru hveiju sinni og eins mundi hún vel eftir öilum afmælisdögum í fjölskyldunni. Hún var svo lánsöm að vera heilsuhraust og fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hana fram að því síðasta. Hún vann úti þar til hún var áttræð, síðast við fatavörslu á Alþingi. Þorgerður hafði gaman af ferða- lögum. Fór í Baltikuferðina frægu. Þar vom farþegar Þórbergur Þórð- arson og Margrét, sem var hennar klefafélagi ásamt öðram. Hélst sú vinátta meðan þau lifðu. Þá fór hún í hópferð um íslendingabyggðir í Kanada og hafði mikið gaman af. Einnig fór hún nokkrum sinnum til Svíþjóðar. Þá var hún alltaf til í að fara með til Víkur ef einhver af henn- ar nánustu hugði á ferð þangað. Henni var sérstaklega minnisstætt þegar eitt bamabam hennar, Sigurð- ur Þór, bauð langömmu með sér aust- ur í Svínafell á æskustöðvamar. Sú ferð var henni til mikillar ánægju. Fékk hún hlýjar móttökur hjá hjónun- um í Svínafelli þeim Sigrúnu og Þor- steini og fjölskyldu sem vora henni svo kær. Þetta var síðasta ferð henn- ar austur. Ég og íjölskylda mín eigum svo margar góðar minningar um Þorgerði sem við varðveitum í hugum okkar. Við eram þakklát fyrir að hafa notið samvista við hana svona lengi, hressa og káta eins og hún var. Við erum þakklát öllum þeim sem hjúkraðu og önnuðust hana og fylgd- ust með henni f veikindum hen"ar síðustu sólarhringana sem hún lifði. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með Þorgerði og þá heil- steyptu vináttu og tryggð sem hún veitti mér alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Guðný Arnadóttir. Látin er hér í borg uppeldissystir okkar og vinkona, Þorgerður Þorgils- dóttir, á 95. aldursári. Við okkar sem elstar erum litum hana fyrst augum á vordögum árið 1911, þegar hún reið í hlað að Ásum þá 11 ára gömul. Faðir okkar, Sveinn Sveinsson í Ásum í Skaftártungu, hafði brugðið sér að heiman austur yfír vötn með marga til reiðar nokkr- um dögum áður og var nú kominn aftur ásamt fríðu föraneyti. Hann hafði sótt frá Svínafelli í Öræfum Guðrúnu ekkju Þorgils frænda síns og fjögur börn hennar. Þorgerður var yngst bamanna og varð okkur systranum fímm elsta systir og besta fóstra frá þeim degi. Hún dvaldist í Ásum til átján ára aldurs. Þorgerður leit alla tíð á föður okkar sem sinn föður en hún var skírð nýfædd við kistulagningu eigin föður á Svínafelli. Feður okkar voru systrasynir frá Hörgsdal á Síðu. Heima í Ásum var mannmargt og mjög gestkvæmt. Var tví- og þrísett í rúmum og var okkur systram ætlað- ur svefnstaður til fóta Þorgerði og Guðrúnu móður hennar sem sváfu saman í rúmi þegar við bjuggum í gamla bænum. Þorgerður varð því fóstra okkar þegar við vorum lagðar í rúm hennar hver af annarri þegar Jóhanna móðir okkar þurfti að sinna nýju og yngra barni. Þorgerður sleppti ekki af okkur hendinni þegar hún stofnaði eigið heimili í Vík með manni sínum Jóni Jónssyni silfur- smið, þá rúmlega tvítug. Hún var áfram vinkona okkar og systir þegar við fluttum úr sveitinni suður til Reykjavíkur. Þorgerður minntist oft á æsku- heimili sitt í Ásum og gestrisni og höfðingshátt fóstra síns. Hann mátti ekki jóreyk sjá í fjarska, þá reið hann á móti fólkinu, tók það heim að Ásum og veitti því beina og gist- ingu. Hún minntist sjaldnar á það að hún og við rekkjunautar hennar ásamt öðram systkinum urðum flest- ar sumarnætur að víkja úr rúmi fyr- ir gestum og liggja á loftinu. Ef við kvörtuðum yfír gleypugangi gesta, sussaði hún á okkur og bað okkur tyggja eigin mat betur. Þorgerður átti sjálf til að bera ómælda gest- risni og höfðingslund ekki síður en frændi hennar og fóstri. Þegar hún fluttist til Víkur var gott að eiga að gæsku hennar og gistivináttu í erfíð- um ferðum okkar yfír Mýrdalss- andinn, en faðir okkar hafði búskap á jörðum beggja megin þessarar eyðimerkur í ein tuttugu ár, í Ásum og á Fossi í Mýrdal sem hann kenndi sig seinna við. Þorgerður naut stuttr- ar skólagöngu í sveitaskólanum að Flögu, en hún þótti afbragðs nem- andi og sér í lagi var henni reikning- ur auðveldur. A 95. aldursári rifjaði hún upp fyrir okkur kveðskap Símon- ar Dalaskálds, en hann hafði ort vís- ur fyrir hvert okkar barnanna í Ásum þegar hann var eitt sinn sem oftar gestkomandi þar. Þetta voru tólf vís- ur sem Þorgerður hafði geymt í minni sínu í tæp 80 ár, en flestar okkar vorum búnar að gleyma. 13. vísuna vildi hún ekki muna. Það var vísan sem ort var fyrir þann elsta, en strákurinn hafði strítt gamla mann- inum lítils háttar og skáldið svarað fyrir sig með vísu sem Þorgerði féll ekki í geð. Hún vildi ekkert ljótt muna. Þorgerður vann á seinni áram sín- um og fram á níræðisaldur í fata- geymslu og anddyri Alþingishússins. Venja var að skrá skilaboð, svo sem símanúmer og fleira sem flytja þyrfti þingmönnum i þar til ætlaða bók. Þorgerður lagði öll skilaboð á minnið sem aldrei brást henni. Þótt hún nyti ekki langskólanáms frekar en aðrar konur og menn sem fædd vora á þessum tímum og við svipaðar að- stæður og hún, hefur hún orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fylgjast með þroska afkomenda sinna sem hún hefur skilað þjóðfélaginu en öll era þau þekkt fyrir listfengi og Iærdóm. Hún eignaðist góð böm sem hún bar gæfu til að koma til manns. Við kveðjum samferðakonu okkar og frænku og þökkum henni fyrir að hafa verið góð og lífsglöð fyrirmynd okkur systram. Systurnar frá Ásum, Gyðríður, Guðríður, Róshildur, Ingunn og Sigríður Sveinsdætur. Fleirí minningargreinar um Guðnýju Þorgerði Þorgilsdóítur bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móð- ur, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐARTH. HALLDÓRSDÓTTUR HESTIMES, Sæviðarsundi 35, Reykjavik. Erling Hestnes, Ingibjörg Lára Hestnes, Brynjólfur Sigurðsson, Halldór Hestnes, Hulda Gústafsdóttir, Guðlaug Hestnes, Örn Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar ÞORGERÐAR ÞORGILSDÓTTUR verður lokað eftir hádegi í dag, föstudag. Málmsteypa Þorgríms Jónssonar hf., Hyrjarhöfða 9, 112 Reykjavík. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar og fósturföður, TRYGGVA GUNNLAUGSSON AR, Bjarnhólastíg 22, Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Gunnlaugsdóttir, Sigvaldi Gunnlaugsson, Hákon Steindórsson, Jóhanna Jónsdóttir. Lokað Skrifstofa Kennarasambandsins, Laufásvegi 81, verður lokuð frá kl. 14.30 í dag, föstudaginn 16. september vegna útfarar BRODDA JÓHANNES- SONAR, fyrrverandi rektors. Kennarasamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.