Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 15 ERLENT Brotlending Boeing 737-300 þotu USAir í Pittsburgh Bilun í knývendi ekki lengur talin orsök Pittsburgh. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR öryggisstofn- unar bandarískra samgöngumála (NTSB) eru orðnir fráhverfir fyrri kenningu sinni um að bilun í kný- vendi hafi valdið því að Boeing 737-300 þota bandaríska flugfé- lagsins USAir fórst í aðflugi að alþjóðaflugvellinum í Pittsburgh fyrir viku. „Við höfum fundið nýjar vís- bendingar í braki þotunnar sem styðja ekki lengur þessa kenn- ingu,“ sagði Michael Benson, tals- maður NTSB. Hann sagði að rann- sókn slyssins væri flókin vegna aðstæðna. Brakið hefði að mestu verið flutt í flugskýli og vonast væri til að raunverulegar orsakir kæmu í ljós þegar því hefði verið raðað saman til frekari rannsókn- ar. Benson sagði að hlutar úr brak- inu, sem fundist hefðu á þriðjudag, bentu til þess að knývendar hægri hreyfíls þotunnar hefðu ekki farið í gang á flugi eins og í fyrstu var talið. Sömuleiðis þætti nú fullvíst að festingar, sem halda hreyflinum undir vængnum, hefðu ekki brost- ið. Um tíma var álitið að vendik- nýr, öfug verkan hægri hreyfíls, hefði valdið því að þotan varð stjómlaus í 6.000 feta hæð og steyptst í jörðina. „Við höfum í sjálfu sér ekki úti- lokað neina hugsanlega orsaka- þætti ennþá. Það eru þó stöðugt settar fram nýjar tilgátur og leitað að vísbendingum til að kanna gildi þeirra," sagði Benson. Stjórnendur USAir hafa ákveðið að reyna kaupa skóglendið þar sem þotan hrapaði til þess að reisa þar minnisvarða um fórnarlömb slyss- ins. Reuter Bílabann í Aþenu ÖLL umferð einkabíla um miðborg Aþenu var bönnuð í gær vegna gífurlegrar mengunar, sem var langt yfir hættu- mörkum. Liggur mengunarskýið eins og teppi yfir borg- inni og miklir hitar gera ástandið enn alvarlegra. Hér hefur lögreglan stöðvað ungan mann, sem sinnti ekki bann- inu, og er að skrifa sektarmiðann. Danskir íhaldsmenn freista kjósenda jafnaðarmanna Vara við rauðri framtíð fyrir áhrif sósíalista Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. Uffe ved «fu» hvordu har... KOSNINGABARÁTTAN í Danmörku birtist í ýmsum myndum. Hér getur að líta póstkort sem Venstre, flokkur Uffe Ellemanns Jensens gefur út. Þar stendur: Þú veist hvar þú hefur Uffe. YSTU flokkamir í danska flokks- skalanum era notaðir á báða bóga til að hræða kjósendur fyrir þing- kosningarnar í næstu viku. Jafnað- armenn hafa um hríð hrætt kjósend- ur í miðjunni til að veita sér stuðn- ing til að hindra að Framfaraflokk- urinn komist til valda í gegnum stjórnarsamstarf með íhalds- og Vinstriflokknum. Nú hafa báðir síð- astnefndu flokkamir svarið af sér slíkar áætlanir og Hans Engell for- maður íhaldsflokksins auk þess var- að kjósendur við að Jafnaðarflokkur- inn muni leita eftir stuðningi Sósíal- íska þjóðarflokksins við stjórnar- myndun. Jafnaðarmenn með Poul Nyrap Rasmussen forsætisráðherra í far- arbroddi hafa verið óþreytandi við að vara við áhrifum Framfaraflokks- ins í samstarfi við borgaraflokkana tvo, íhalds- og Vinstriflokkinn, þar sem miðjuflokkamir, Kristilegi þjóð- arflokkurinn, mið-demókratar og Róttæki vinstriflokkurinn muni áfram kjósa stjómarsamstarf við jafnaðarmenn. Þar með geti borg- araflokkarnir ekki leitað til mið- flokkanna þriggja um stjórnarsam- starf eins og áður í tíu ára borgar- legri stjórn, en verði að leita til Framfaraflokksins. Róttæki vinstri- flokkurinn hefur svarið af sér allar hugleiðingar um samstarf við borg- araflokkana, meðan kristilegir og mið-demókratar eru ekki alveg eins afdráttarlausir. Hafnar Framfaraflokki Hans Engell hefur nú svarað þess- um bollaleggingum hreint út og seg- ir að Framfaraflokkurinn muni ekki komast til neinna áhrifa í borgara- legri stjóm. í þeim málaflokkum, þar sem flokkarnir þrír séu sam- mála, svo sem í skatta- og atvinnu- málum, geti íhalds- og Vinstriflokk- urinn leitað stuðnings Framfara- flokksins, en ekki komi til greina að mynda stjórn þessara þriggja flokka. Efst á blaði sé stjórnarmynd- un borgaraflokkanna tveggja. Poul Nyrap Rasmussen hefur alla tíð vísað samstarfí við sósíalista á bug, en Engell hrósar honum fyrir að hafa náð undir sig öllum flokkum, allt frá sósíalistum til mið-demó- krata. Jafnframt bendir hann kjós- endum á að vegna þess að kristilegi flokkurinn og mið-demókratar eigi á hættu að detta út af þingi, muni jafnaðarmenn neyðast til að leita til Sósíalíska þjóðarflokksins. Þar sem Nyrup hefur sniðgengið þá hingað til, séu sósíalistar orðnir langeygðir í stjórnmálaáhrif og muni ekki láta sér nægja að veita stjórn jafnaðar- manna stuðning, án verulegra áhrifa. Framundan sé því rauða hættan í dönskum stjórnmálum, með ófyrirsjáanlegum áhrifum á danskt efnahagslíf. Harður endasprettur Með þessum orðum er Engell tví- mælalaust að höfða til mögulegra kjósenda jafnaðarmanna, þar sem þeir spanna mjög breytt bil í Dan- mörku. Þar sem bilið milli stjórnar- flokkanna og borgaraflokkanna hef- ur farið minnkandi má búast við hörðum endaspretti á báða bóga. Einangra arfbera brjósta- og eggjastokkskrabbameina Washington. Thc Daily Telegraph, Rcuter. BANDARÍSKIR vísindamenn segj- ast hafa einangrað einn af arfber- unum, sem valda ákveðnum tegund- um krabbameins í bijóstum og eggjastokkum. Er vonast til, að það geti leitt til betri meðferðar og stundum komið í veg fyrir sjúkdóm- inn, sem oft er banvænn. „Þessi árangur mun veralega auka skilning okkar á þessum flókna sjúkdómi," sagði Carl Barrett, einn vísindamannanna, en hann og aðrir lögðu áherslu á, að enn ætti eftir að þróa aðferðir til að fínna hvort t.iltekin kona sé með arfberann. Dr. Harold Varmus, forstöðumað- ur bandarísku heilsufræðistofnunar- innar, sagði á blaðamannafundi, að krabbamein í brjóstum og eggja- stokkum væri ákaflega flókinn sjúk- dómur, sem líklega mætti rekja til nokkurra ólíkra umhverfís- cg erfðafræðilegra þátta. Ein af hveijum 20 konum fær bijóstakrabbamein. Á milli fimm og tíu prósenta tilfellanna era af erfða- fræðilegum ástæðum. Vonast er til, að brátt finnist aðferðir til að greina hættulegu arfberana og í framhaldi af því hvað konur, sem þá hafa, eigi að forðast sérstaklega, til dæm- is reykingar. Seinna gæti komið til svokölluð arfberameðferð en þá yrði komið fyrir arfberum til að leiðrétta gallaða arfberann. Arfberinn, sem nú um ræðir, BRCAl, var raunar uppgötvaður 1990 en það er fyrst nú, sem tekist hefur að staðsetja hann á ákveðnum litningi. Honum og öðram arfbera, BRCA2, virðast hætt við stökk- breytingu og þá aukast um leið lík- umar á þeir valdi krabbameini. Þjóðargjaldþrot vofði yfir Finnum Helsinki. MorgunblaOiö. FYRIR tæpum tveimur áram, síðla hausts 1992, stóðu Finnar á barmi þjóðargjaldþrots. Þessar upplýsingar birtast í fyrri hluta endurminninga Maunos Koivistos, fyrram Finnlands- forseta. Iiro Viinanen fjármálaráð- herra viðurkenndi í viðtali við fínnska ríkisútvarpið á þriðjudag, að æðstu embættismenn fj ármálaráðuneytis- ins og Finnlandsbanka hefðu verið farnir að undirbúa neyðarráðstafanir undir forystu forseta. Ef til þessa hefði komið, hefði lík- lega verið sett á laggimar utanþings- stjórn þar sem ráðherrar hefðu verið valdir úr hópi æðstu manna Finn- iandsbanka. Efnahagsmálunum, ut- anríkisviðskiptum og fleiru hefði þá verið stjómað með harðri hendi. Árið áður, eða 1991, hafði erlend skulda- söfnun ríkisins farið algerlega úr böndunum og á sama tíma var gengi finnska marksins fellt um þriðjung miðað við erlenda gjaldmiðla. Haustið 1992 hófu forsetinn, fjár- málaráðherra og æðstu menn Finn- landsbanka og fjármálaráðuneytisins að undirbúa aðgerðir þar sem hætta þótti á, að erlendir lánardrottnar lok- uðu fyrir peningastreymi til lands- ins. Ráðstafanirnar fyrirhuguðu líkt- ust einna helst stjórnarháttum á stríðstímum. Róttækur niðurskurður ríkisútgjalda hefði verið meðal fyrstu aðgerða. Þar að auki hefði komið aðhald í innflutningi og frysting allra launa. Að sögn Tiros Viinanens fjár- málaráðherra hefði þetta valdið dæ- malausum afturkippi í fínnsku efna- hagslífi enda væru allir fegnir því að til aðgerðanna var aldrei gripið. IMEDEEN Fró örófi aida hefur maðurinn leitað ieiða til að sporna við öldrun húðarinnar IMEDEEN húðarinnar innan frá. IMEDEEN er bætiefni sem byggir upp og endurnýjar húðina auk þess að sporna við hrukkumyndun. IMEDEEN inniheldur nátt- úrulegt prótein úr sjávar- ríkinu og önnur mikilvæg uppbyggingarefni sem eru undirstaða endurnýjunar og rakamyndunar húðarinnar. j úð okkar er eitt mikilvægasta líf- færi líkamans. Eftir því sem við eldumst verður húð okkar þynnri og þurrari. Nú hafa vísindamenn þróað náttúrulegt bætiefni sem vinnur gegn öldrun iGÍIsuhúsiö Skólavörðustíg 4, simi 22966, Kringlan.'sími 689266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.