Morgunblaðið - 16.09.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 16.09.1994, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ivan PTÍmmi II. íMÍR ANNAR hluti kvikmyndar Sergeis Eisensteins „Ivan grimmi“ verður sýndur í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, nk. sunnu- dag 18. september kl. 16. Eisenstein byijaði að vinna að kvikmynd sinni um Ivan fjórða (1533-1584), fyrsta valdhafa Rússlands sem kall- aði sig keisara, á árinu 1941. Átti myndin upphaflega að vera í þremur hlutum. Vegna innrásar Þjóðveija í Sovétríkin og styijaldarátakanna voru höfuðstöðvar Mosfilm-kvik- myndaversins í Moskvu fluttar til Alma-Ata í Kazakhstan, og þar lauk Eisenstein við fyrsta hluta myndarinnar 1944. Ann- ar hlutinn var svo fullgerður í Moskvu 1945, en verkið hlaut svo harða gagnrýni, m.a. af hálfu stjórnvalda, að áformin um 3. hluta kvikmyndarinnar voru lögð á hilluna. Og reynd- ar var þessi 2. hluti „Ivans grimma“ ekki sýndur opinber- lega í Sovétríkjunum fyrr en á árinu 1958. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. EITT verkanna á sýning- unni í Gallerí Greip. Snæfríð Þor- steins sýnir í Galleríi Greip SNÆFRÍÐ Þorsteins opnar sýningu í Gallerí Greip á morg- un, laugardag, kl. 17. Snæfríð stundaði nám í iðnhönnun í ESDI í París þar sem hún hefur verið búsett undanfarin ár. Hún sýnir hér verk í gra- fískri hönnun og iðnhönnun sem hún vann, með þemað um ritlistina að leiðarljósi. Þetta er fyrsta einkasýning Snæfríðar, en hún hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum og hlaut verð- launin „Coup de coeur“ fyrir lokaverkefni sitt í iðnhönnun. Sýningin er opin alla daga vikunnar nema á mánudögum frá kl. 14-18, en henni lýkur 28. september. íslenska leikhúsið á leikferð Býr íslend- ingur hér ÍSLENSKA leikhúsið er nú á leikferð um landið og verður næsta sýning í Sindrabæ á Höfn í Homafírði á morgun, laugardag,_ kl. 20.30. Sýning íslenska leikhússins á verkinu er unnin upp úr sam- nefndri bók Garðars Sverris- sonar sem kom út 1988, þar sem segir frá Leifi Muller, sem hélt til Noregs á skólabekk þegar hann var 18 ára. Þjóð- veijar hernámu Noreg og varð Leifur innlyksa þar. Hann var svikinn í hendur Gestapó og eftir illa meðferð í Noregi var hann sendur í útrýmingarbúð- ir. Leikarar í sýningunni eru tveir, Pétur Einarsson, sem leikur Leif Muller, og Halldór Björnsson, sem leikur lækni hans. _________LISTIR_______ Söngvar æskublóma LEIKLIST Ilótcl íslandi KLÍSTRAÐ Söngsmiðjan: Grease er málið. Höf- imdar: Jim Jacobs og Warren Casey. Leikstjóri: Elfa Gísladóttir. Hljóm- sveitarstjóri: Magnús Kjartansson. Leikmynd og búningar: Helga Rún Pálsdóttir. Söngur og tónlist: Esther H. Guðmundsdóttir. Dansstjóri: Jó- hannes Bachmann. Leikendur, söngvarar: Sýningarhópur söng- leikjadeildar Söngsmiðjunmu-. Hótel íslandi. ENGILSAXNESKIR söngleikir njóta vinsælda hér á landi þessi misserin. Hárið sló í gegn í sumar og enn hvert kvöld sem það liðast um sviðið á Gamla Bíói. Verslingar settu Jesús Krist Súperstjörnu upp á Hótel íslandi í fyrra og fengu góðar viðtökur. Von er á Sögum úr Vesturbænum á fjalirnar síðar á leikárinu. Söngsmiðjan hefur nú tekið sig til og klístrað Grease á dansgólfið á Hótel íslandi. Þeim hefur sem betur fer ekki orðið hált á því. Þessir söngleikir lýsa hver um sig æskublóma Bandaríkjanna á tilteknu umbrotaskeiði í sögu landsins. Hárið lýsir hippatímabil- inu. Saga úr Vesturbænum á sér bakgrunn i hverfapólitík og innflytj- endablöndun stórborgarinnar. Enda þótt sögusvið Súperstjörnunnar sé heimaslóðir Krists fyrir þúsund árum er siðfræði þess verks öll til orðin fyrir ungæðislega stórmark- aðshyggju amerískrar alþýðuhugs- unar: Ef hluturinn er framleiddur í nógu fallegum umbúðum og risa- upplagi er hægt að fá hann fyrir lítið. Söngleikurinn Grease, sem á að gerast undir 1960, er hins vegar svo hreinskilinn í gorkúlulegri til- vist sinni að hann lætur þjóðfélags- lega og siðferðislega skírskotun lönd og leið. Hér er allt heimilda- kjaftæði látið róa. Einu vandamálin sem ungmennin í þessum hópi beij- ast við eru hjólkoppar og meyjar- höft. Syndafallið er órafjarri þessu fólki. Einfeldningslegt sakleysið er allsráðandi. Enda eru allir fijálsir til að fylgja hormónastarfseminni í stríðöldum hamborgarakroppunum og nota óspart til þess mjaðmagrind og barka. Og þegar hvolpaástin verður að hvolpatrega, þá brá Oliv- ía Newton-John í kvikmyndinni um Feiti á sígilt ráð sem dugir vel til að brúna kartöflur ekki síður en áhorfendur: að hella nógu miklum sykri á pönnuna. En burt með allt gáfumannatal. Sýningu Söngsmiðj- unnar verður að fjalla um á hennar eigin forsendum. Þessi sýning er Iífleg, en geldur sumpart ómark- vissrar leikstjórnar. Elfa Gísladóttir leikstjóri nær stundum að skapa sýningunni heildstæðan blæ, og nýtur ekki síst til þess ágætrar aðstoðar Magnúsar Kjartanssonar og hljómsveitar hans, Helgu Rúnar Pálsdóttur, sem sér um litríka bún- ingana, svo og hárgreiðslumeistara karlanna. En sýningin dettur oft niður milli atriða, og þótt Hemmi Gunn (sem verður alltaf Hemmi Gunn þótt hann klæðist hér bleikum brókum, gulri hárkollu og heiti Fontaine) reyni að fylla í eyðurnar dugir það ekki til. Feiti er fyrst og fremst tónlist en ekki framvinda. Leikatriðin á milli laga eru ekkert annað en kynning. Ef til vill hefði sýningin orðið hraðari, hnitmiðaðri ef þeim hefði verið sleppt og kynn- ir komið í þeirra stað. Elva hefur valið að láta flytja Feitina á þremur tungumálum: ensku, íslensku, og ísensku Hemma. Það er vanhugsað og sýningin gliðnar nokkuð fyrir vikið. Guðjón Sigvaldason, sem þýddi textann upphaflega, hefur sýnt það og sannað að hann hefur næmt eyra fyrir blæbrigðum óheftr- ar íslensku og þanþoli hennar. Gam- an hefði verið að heyra alla Feitina á því ylhýra. Það hefði samræmt hana og fært sakleysi hennar nær okkur. Unga Söngsmiðjufólkið á sviðinu er hreyfiglatt, lífsglatt og skilar á þann hátt megininntaki þessa græskulausa ameríska ung- lingagamans, sýndarmennskunni. Söngvararnir eru misöruggir á refil- stigum laglínunnar eins og gengur, en sumir sýna þó talsverð tilþrif. Nuno Miguel hefur bæði góða rödd og ágæta framkomu á sviði. Sumir dansarnir voru vel útfærðir, einkum þegar taktfastar, snöggar, bersýni- lega kynferðislegar hreyfingar eiga í hlut. Á ísensku heitir það að vera tuff. Atvinnumenn sem að þessu verki koma skila sínum hlutverkum vel. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar er ballastin sem uppsetningin flýtur á. Hemmi Gunn er yndislega græskulaus. Mikinn aga þarf til að skila þeirri útgeislun að manni hafi aldrei orðið andlega misdægurt. Edda Björgvinsdóttir er óaðfinnan- leg sem frú Lynch: heimulleg, blaut, bæld. Esther Helga Guðmundsdótt- ir á þakkir skildar fyrir að drífa unga fólkið í Söngsmiðjunni upp á svið. Það skemmti sér prýðilega í klístraðri sýndarmennskunni. Suma áhorfendur langaði jafnvel upp í ljósin til þeirra. Tvist og sjake. Þess- ir hormónar láta ekki að sér hæða. Guðbrandur Gíslason Akranes á tvenn- um vígstöðvum ATRIÐI úr frönsk/rúmensku myndinni Trahir sem sýnd verður í Regnboganum dag kl. 17. Kvikmyndahátíð Amnesty í dag TONLIST Sclfosskirkja ORGELTÓNLEIKAR Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri. 13. september kl. 20.30. Á MEÐAN knattspyrnumenn- irnir frá Akranesi voru að tapa 4:0 fyrir Kaiserslautern, sigraði listin í Selfosskirkju með Hauk við orgelið. Þó ekki þannig að Haukur hafi lagt tónskáld tónleikanna að velli, því í listinni sigra tónskáldið og flytjandinn sameiginlega, eða að báðir tapa. í tilfellinu í Selfoss- kirkju stóðu báðir uppréttir eftir, tónskáldið og flytjandinn. í raun er þó ekki alltaf rétt að flétta höfund og flytjandann saman í eitt, því góður flytjandi gefur dauðum táknum á hvítu blaði líf, ef hann á annað borð hefur eitt- hvað að segja og það hefur Hauk- ur og breytir þá engu þótt ekki séu allir sammála endursköpun- inni. Haukur hlífði sér við tæknilega erfíðum verkefnum að þessu sinni, leyfði sér meira að segja að velja vinsælt sönglag til flutnings, sem undirrituðum finnst lítið erindi eiga sem sjálfstætt orgelverk á tónleikapall, en svo er um það gullfallega lag Páls ísólfssonar, Máríuvers, úr Gullna hliðinu. Lag- ið nýtur sín engan veginn í þessum búningi og ástæðunni fyrir valinu er ósvarað. Sama má segja um Sieiliano-ið úr annarri flautusó- nötu Bachs, sem þó var nær því að njóta sín á orgel. Akurnesingurinn og Eyrbekk- ingurinn Haukur fyllti nær því kirkjuna áheyrendum og var það ánægjuleg sjón. Stundvísi er dygð sem leikhúsin, kirkjan og bíóín geta státað af, og svo kirkjulega stundvís var söngmálastjóri að ég missti af fyrsta sálmforleiknum „Es ist das Heil uns kommen her“ eftir Piutti og Bach-forleikurinn úr Orgelbúchleín, „Wenn wir in höchsten Nöten (Nöthen) sein“, hljómaði í fallegu jafnvægi þegar ég kom í kirkjuna. Þá kom fyrr- nefnt Máríuvers og að því loknu Tokkatan og fúgan í d-moll eftir Bach. Ef hægt er að tala um róman- tískan orgelleik, þá á það við Hauk. Tokkötuna lék hann í óvenju hægu tempói og af þeirri línu brá hann aldrei. Á sama hátt var fúgan í hægara lagi en mátti líta á sem eðlilegt framhald af Tokkötunni, fullkomin ryþmísk ró var yfír fúgunni og það sem mesta ánægju vakti var, að hér var um persónulega túlkun að ræða, í þessu margspilaða og ódauðlega verki. Andantið úr f-moll Fantasíu Mozarts hljómaði einfalt og blátt áfram eins og austurrísk heima- hagamúsík. Dansinn úr flautusó- nötu Bachs naut sín betur á orgel- ið en margrætt Máríuvers, enda valdi Haukur Andantínóinu heppi- legar raddir. Síðasta verk kvöldsins var Got- neska svítan eftir Boellmann. Hér olli flutningurinn mér nokkrum vonbrigðum. Þetta rómantíska og gagnsæja verk þolir illa mjög róm- antíska og einhliða túlkun. Menu- ettinn í það al-hægasta, bænin, í sínu a,b,a-formi fékk tæplega þá reisn sem hún á og Tokkatan afar hæg og varð því þunglamaleg í stað þess glæsileiks sem hún býr yfír. Ánægjulegt er alltaf að heyra Hauk leika, eins þótt hann sé kannski ekki enn kominn í fulla æfingu, en ómögulegt er að vera honum alltaf sammála í framsetn- ingu. Ragnar Björnsson KVIKMYNDAHÁTÍÐ Amnesty hefst í Regnboganum í dag, föstu- dag 16. september. Þijár myndir verða sýndar í dag. Fransk/rúmenska myndin Trahir verður sýnd kl. 17. Hún fjallar um kjör rithöfunda og ann- arra manna undir ógnarstjórn kommúnista og afhjúpar þær að- ferðir sem einatt var beitt til að ná tangarhaldi á fómarlömbunum. Argentínska myndin Tango Feroz verður sýnd bæði klukkan 17 og 23. Hún segir sögu nokk- urra ungra hugsjónarmanna í Bu- enos Aires í lok sjöunda áratugar- ins og kynna þeirra af alþjóðlegum mótmælum gegn stríðinu í Víet- nam og tónlistarbyltingunni í kjöl- far Bítlanna. Myndin er vitnis- burður um, hvernig nota má orð og tónlist æskunnar til að beijast gegn kúgunaröflum. Reporting on Death frá Perú verður sýnd kl. 21. Myndin er byggð á mannskæðri uppreisn sem gerð var í fangelsinu E1 Sexto í Perú 1984. í beinni útsendingu horfðu millj- ónir sjónvarpáhorfenda á hvernig æstir fangar pynduðu gísla sína. Þetta atvik vakti upp spurningar um hlutverk sjónvarps í ofbeldis- hneigðu samfélagi. * :■ * HP DeskJet 500C. Góður litaprentari. 300 dpi* (svörtu eöa lit. 3 siður á mfn. HP DeskJet 310 ereinn sá sniðugasti á markaðnum. Fyrirferöalítill, vandaður, hljóöláturog auðveldur I notkun. Álitlegur kostur meðal litaprentara. Öll verö eru staðgreiðsluverð meö vsk. 46.900.- HP DeskJet 550C. Samslða svört og litaprentun. Góður I út- prentanirm.a. á glærur. Munið staðgreiðslusamninga Glitnis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.