Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ferdinand Smáfólk BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Ein vitleysan býð- ur annarri heim Frá Valtý Guðmundssyni: VINUR vors og blóma, Páll Berg- þórsson, ritaði grein í Morgunblaðið hér á dögunum er bar fyrirsögnina „Leikur við dauðann“ ef ég man rétt, hið ágætasta skrif. Þá höfðu blessuð stjórnvöldin nýlokin setningu laga um fugladráp. Ég hlustaði raunar álengdar, en skildist þó að flestar tegundir okkar dýrðlegu sumargesta væru brátt komnar í dauðans greip, því margir hafa svo undur gaman af að láta saklaust blóð renna dag og nótt, árið út og árið inn. Flestar endur eru réttdræpar vítt um land eftir þessum lögum, þótt vargfuglinn megi hins vegar ræna eggjum og drepa hvern unga sem fæðist í lágsveitum norðaustanlands og víðar. Skyldi þá ekki lóan — og sólskríkjan hans Páls Ólafssonar skálds — verða fyrir byssukjöftun- um næst? Spyr sá sem ekki veit. Alþingishúsið, hvað er það? Fá- vitahæli? Nei, ekki alveg því þar situr gott fólk í og með, en fær litlu áorkað til hins betra. „Þeir sem eru minni máttar/ mega sín aldrei neitt“ sagði Davíð. Rjúpan! Nokkurskonar „gleði- kona“ í hugum margra, á að nefna hana? Jú, aðeins, hún gengur aftur við hvem skothvell sem bergmálar í fjöllunum, að sögn fræðimanna. Ekkert blávatn sú litla — og þess vegna má drepa hvem einstakling hundrað sinnum án þess að sjáist högg á vatni. En ætti að trúa öllu sem þeir segja sem bækumar hafa og klæddir em vísdómi ofan frá og niður úr, eða bara þar til Sankti Pétur lítur í doðrantinn. Er grágæsin skaðvaldur á gróðri? Svo em það gæsimar, þær vom taldar nú fyrir skömmu, líka þær sem lágu í valnum særðar til ólífis. Þar skeikaði engu til eða frá. Nei, nei, allt upp á punkt og prik. Samt held ég að nú að Pétri og Páli hafi eitthvað glapist sýn varðandi grá- gæsina, því henni mun hafa fækkað til muna hin síðari ár, a.m.k. hér um slóðir. Þó telja sumir að grágæs- in sé til óþurftar gróðri á hálendinu norðan jökla og jafnvel í Þjórsárver- um líka, ég veit það ekki. A þessu verður að taka með ein- hveijum hætti. Þó ekki með skot- vopnum heldur fækkun eggja, t.d. mætti taka um helming, það skipti sköpum að mínum dómi. Páll Bergþórsson vék að því í grein sinni að fullvita menn ættu ekki að „leika sér við dauðann" og það em sannarlega orð í tíma töluð. Nógu oft þurfum við öll að horf- ast í augu við þá aflraun sem dauð- anum fylgir, bæði á láði og legi, þó ekki sé það gert að gamni sínu. Að gamni sínu, endurtek ég, því hvað varðar ijúpuna er engin þörf á maraþonhlaupi upp um fjöll og heið- ar til þess eins að bæta i fleytifullar frystikistumar þegar heim kemur. VALTÝR GUÐMUNDSSON, Sandi, Aðaldal, S-Þing. Mokveiðin getur reynst dýrkeypt Frá Anne Inge Bretsen ÉG ER íslensk kona sem hef ver- ið búsett í Noregi í nærri 50 ár og það hefur ávallt verið gott að vera Islendingur í Noregi. Enn þannig er því ekki lengur farið - hinn venjulegi Norðmaður er svo vonsvik- inn og reiður vegna framkomu ykk- ar, að ég segi ekki Jengur að ég sé frá Sögu-eyjunni. Ég hlusta oft á umræður í útvarpi og sjónvarpi og það er óþægilegt að verða vitni að því hvemig talað er um íslendinga. Vitanlega eru Norðmenn reiðir vegna þess að íslendingar em að eyðileggja þorskstofninn í Barents- hafi, alveg eins og þið hafið eyðilagt ykkar eigin stofn. Það vita allir að vel fiskast í dag en hvað um morgundaginn? Ég kem oft til íslands og þekki lífsmátann vel. Hann einkennist af lífskjörum sem era í engu samræmi við náttúraauðlindir landsins og engin þeirra er ótæmandi, ekki held- ur fískurinn sem við þurfum öll á að halda. Blöðin hér skrifa mikið um ævin- týralega mokveiði í Smugunni og óhagstæðan viðskiptajöfnuð - og Norðmenn em öskuillir. Þegar ís- lendingar háðu þorskastríðin við Breta nutu þeir stuðnings fjölmargra ríkja. Svo er ekki nú, um allan heim er gengið á auðlindir og það er ekki líklegt til vinsælda að ætla að fara sínu fram án tillits til annarra. Þegar til lengri tíma er litið getur þessi mokveiði reynst ykkur dýr- keypt. Ég held að áhöfnin á Óðni hafí fundið það þegar þeir komu til hafnar - venjulegu fólki fannst ekki rétt að selja þeim mat. Eitthvað mun gerast bráðlega. Þegar ég hlusta á umræðuna hérna fínn ég að stjómmálamenn munu ekki leysa þessa deilu - vegna þess, eins og hér er haldið fram, að það er ekki lengur ríkisstjórnin á íslandi sem stjómar heldur útgerðarmenn- irnir. Eg óttast afleiðingarnar og hef áhyggjur af íslendingum. ANNAINGEBRETSEN Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar telj- ast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.