Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 48
Mem£d -setur brag á sérhvern dag! JMtotgunÞliifttfe MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 RRYKJAVÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAfNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Helgi Áss Grétars- son heimsmeistari Erfitt, en —svo vann ég þetta bara HELGI Áss Grétarsson vann heimsmeistaratitil í flokki skák- manna 20 ára og yngri þegar hann sigraði Gabriel frá Þýskalandi í síðustu umferð heimsmeistara- mótsins í Brasilíu í gærkvöldi. Helgi Áss er fyrstur íslendinga til að vinna heimsmeistaratitil í þess- — um flokkf og er þetta talinn einn besti árangur Islendings „Þetta var frekar erfitt og mað- ur er svolítið dasaður,“ sagði Helgi Áss. „Eg var með aðeins betra tafl allan tímann, en Gabriel átti stundum möguleika á jafn- tefli. Svo vann ég þetta bara!“ Stórmeistaratitiil Helgi Áss sagðist ekki alveg hafa átt von á þessum árangri en var mjög ánægður. Með sigrinum öðlast hann stórmeistaratitil og gefur það honum möguleika á að fara á laun sem slíkur. Hann er á öðru ári í Verzlunarskólanum og gerir ráð fyrir að ljúka því en ætlar síðan að athuga hvort hann íeggur námið á hilluna um sinn til að helga sig skákinni. Helgi Áss hlaut 9 V2 vinning. í 2. sæti varð Sofia Polgar með 9 vinninga og í 3.-7. sæti Gabriel, Mariano, Kumaran, Vescovi og Spangenberg með 8V2 vinning. Andrej Kozyrev utanríkisráðherra Rússlands um Smugudeiluna Draga ber úr veiðum með samvinnu, ekki átökum VIÐRÆÐUR við Norðmenn um Smugudeiluna og önnur fiskveiðimál munu hefjast 11. október næstkomandi. Þetta ákváðu utanríkisráðherrar íslands og Noregs, Jón Baldvin Hannibalsson og Bjorn Tore Godal, á fundi sínum í Tromsö í gær. Þeir áttu jafnframt fund með Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, og ákveðið var að íslendingar og Rússar settu upp sérfræðingahóp til að ræða um Smugudeiluna og fleiri mál á sviði sjávarútvegs. Kozyrev sagði á blaðamannafundi að loknum samræðum ráðherranna að Rússar hefðu áhyggj- ur af áhrifum veiða íslendinga úr Barentshafs- þorskstofninum, sem er sameiginlegur stofn Rússa og Norðmanna. „Það verður að draga úr veiðun- um, en ekki með átökum, heldur samvinnu," hafði Reuters-fréttastofan eftir Kozyrev. „Ég tel að Rætt við Rússa fljótlega — viðræður við Norð- menn hefjast 11. okt. íslendingar átti sig á eigin hagsmunum. Ef auð- lindimar eru þurrausnar veiðir enginn neitt." Friður og umburðarlyndi í fréttaskeyti frá Jan Gunnar Furuly, fréttarit- ara blaðsins í Noregi, segir að friður og umburðar- lyndi hafi sett svip á fundinn í Tromsö, eftir snörp orðaskipti íslenzkra og norskra ráðamanna sein- ustu vikur. „Það þjónar langtímahagsmunum allra að ræða saman, og ég vona að íslendingar haldi sig til hlés,“ sagði Bjorn Tore Godal eftir fundinn. Jón Baldvin Hannibalsson segir að það skilyrði hafí ekki verið sett af hálfu Norðmanna að ís- lenzk skip dragi sig til baka úr Smugunni þegar viðræður hefjist. Islendingar gangi til viðræðn- anna án fyrirframskilyrða. Rætt um úthafsveiðireglur Utanríkisráðherra segir að embættismannavið- ræður geti einna helzt skilað árangri varðandi þær hugmyndir að úthafsveiðireglum, sem fyrir liggi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Slíkar regl- ur vísi á framtíðarlausn á fiskveiðideilum. Grunn- hugmyndir liggi fyrir, en nauðsynlegt sé að ríkin ræði það, sem ekki sé samkomulag um. ■ Úthafsveiðireglur/4 Morgunblaðið/Kristinn I skemmtiferð á óvanalegu farartæki Flugleiðir Þotu bætt við flotann á næstu árum? SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, segir í viðtali við Reuters- fréttastofuna, sem hún sendi frá sér í gær, að félagið verði að bæta nýrri þotu við flota sinn á næstu tveimur til þremur árum. Væri það nauðsyn- legt til að ná því markmiði, að 15% af tekjum félagsins yrðu vegna flugs á leiðum innar. Evrópu. ■ í frétt Reuters er einnig haft eft- ir Sigurði Helgasyni að líklega muni rekstur Flugleiða skila hagnaði á þessu ári. Þakkar hann því samning- um sem náðst hafi við stórar ferða- skrifstofur á Norðurlöndum um Flórídaflug fyrr á árinu. Þá segir í fréttinni að Flugleiðir kanni nú möguleikana á flugi frá Glasgow til áfangastaða annars staðar í Evrópu. ■ Frekara flug/12 Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Hlífar um sameignar- og séreignasjóði Launþegnm mismunað með óiíkum reglum „OKKUR fínnst felast mismunun í því að sum félög geti haft lífeyris- sjóði sína sem séreignasjóði og verð- bréfafyrirtæki geti boðið fólki aðild að séreignasjóðum, en við fáum ekki tækifæri til að bjóða okkar félögum val um hvernig þeir veija lifeyrisiðgjöldum sínurn," sagði Valdimar Tómasson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Hlífar. Sjóðurinn sótti, líkt og fleiri sameignarsjóðir, um að fá að stofna séreignadeild, en fjármálaráðuneytið hafnaði því. Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri, sagði að löggjöf um lífeyris- sjóði væri ófullkomin og gæfi litlar vísbendingar um hvað mætti og hvað ekki. Dæmi eru um að lífeyrissjóðir einstakra félaga, til dæmis tækni- fræðinga og .verkfræðinga, séu sér- eignasjóðir. Þá hafa verðbréfafyrir- tæki sett á fót séreignasjóði, til dæmis rekur Skandia Fijálsa lífeyr- issjóðinn, Verðbréfamarkaður ís- landsbanka rekur Almenna lífeyris- sjóðinn og Kaupþing Lífeyrissjóðinn Einingu. Ýmsir sameignarsjóðir hafa lýst yfir áhuga á að stofna séreigna- deildir innan sjóðanna, „til að koma til móts við ítrekaðar óskir sjóðfé- laga okkar,“ að sögn Valdimars. Auk Lífeyrissjóðsins Hlífar má nefna Almennan lífeyrissjóð iðn- aðarmanna og Sameinaða lífeyris- sjóðinn, sem er fjórði stærsti lífeyr- issjóður landsmanna. Umsóknum þar að lútandi hefur verið hafnað af fjármálaráðuneytinu. „Vandi okkar er sá að löggjöf um lífeyrissjóði er ófullkomin og umdeilanlegt hvað á að líta á sem lífeyrissjóði. í tímans rás hafa verið heimilaðir séreignasjóðir ýmissa fé- laga, auk sérstakra sjóða, sem ekki eru bundnir við stéttir," sagði Ind- riði H. Þorláksson. Ólíkir sjóðir Indriði sagði að ástæða þess að reglugerð um Lífeyrissjóðinn Ein- ingu, sem Kaupþing starfrækir, hafi verið samþykkt væri sú, að annað hefði falið í sér mismunum, vegna fordæma sem til væru. Aðspurður um hvort ekki fælist mismunun í því að hafna umsóknum sameignar- sjóða um að stofna séreignadeildir svaraði Indriði að í þeim tilvikum væri þegar sjóður fyrir hendi. „Sam- eignarsjóður, sem er tryggingasjóð- ur, og séreignasjóður eru ólík fyrir- bæri,“ sagði hann. „Lögin kveða á um að menn eigi að greiða í lífeyris- sjóði sinnar starfsgreinar og litið er svo á að þar sé átt við þá sjóði sem fyrir eru, því menn geta ekki full- nægt tryggingaskyldunni með því að greiða í aðra sjóði eða sérdeildir. Ef menn greiddu í séreignasjóðinn sem hreina viðbót við lífeyrisiðgjöld sín, þá kynni annað að eiga við. Þar kemur hins vegar upp spurning um skattalega meðferð á eigninni sem myndast.“ Hús á leið í Hrafn- tinnusker BÍLAR á vegum Ferðafélags íslands fluttu nýjan skála að Hrafntinnuskeri norðan Mýr- dalsjökuls í gær. Húshlutarnir verða reistir á grind sem unnið hefur verið við að smíðáþar undanfarna daga. Eflaust eiga margir ferðalangar eftir að nota nýja skálann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.