Morgunblaðið - 16.09.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 16.09.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 29 Kennararnir sem útskrifuðust 1948 minnast Brodda með þakk- læti og virðingu. Broddi Jóhannesson var óvenju- legur maður. Hann var allt í senn, íslenski bóndinn með amboðið, heimsborgarinn, menntamaðurinn, handverksmaðurinn með hamar- inn, spekingurinn, fræðarinn, sálu- sorgarinn. Hann var náttúruunn- andi og náttúruverndarmaður löngu áður en það komst í tísku og kallaði síðar meinlaust það sem aðrir kölluðu umhverfisvænt. Ef til vill hefur honum fundist nýyrð- ið tilgerðarlegt, en tilgerð var eitur í hans beinum. Þegar Broddi tók við stjórn Kennaraskólans var það fámennur skóli í föstum skorðum á ótil- greindu gagnfræða/menntaskóla- stigi. Tímarnir voru að breytast og menntunarkröfur að aukast. Engu að síður var það ótrúlegt afrek að níu árum síðar skyldi hann setja Kennaraháskóla Islands í fyrsta sinn. Var það frumkvæði hans og atorku að þakka að slík stökkbreyting varð á svo skömm- um tíma og á þeim árum þegar dagleg skyldustörf voru meiri en nokkrum manni er bjóðandi. Hann vildi losa skólann undan því að kenna menntaskólagreinar og fá þannig betri tíma með þroskaðra fólki til að búa það undir kennara- starfið. Hans hugsjón var kennara- stétt sem gerði kröfu um „... traust hugmyndasvið og hugmyndasnið trausta starfssiðfræði og starfssiðgæði ...“ og væri jafnan „síviðbúin í menntun og kunnustu, í hugarfari, í aðbúð og vinnubrögð- um“ eins og hann sagði sjálfur, því stéttin „gerði sér það að lifi- brauði að bera daglega ábyrgð á mannslífum umfram aðrar stéttir." Og hann lét í ljós þá skoðun að kennarar yngstu nemendanna ættu gjarnan að vera betur launað- ir en aðrir vegna þess að þar væri ábyrgðin mest. Skólastjóraár Brodda voru með eindæmum erfið vegna þess skil- yrðislausa valdboðs menntamála- ráðuneytisins að öllum skyldi veitt skólavist sem fullnægðu inntöku- skilyrðum. Af því leiddi að svo mjög fjölgaði í skólanum að 1966 voru nemendur orðnir 650 og áður en yfir lauk urðu þeir næstum eitt þúsund í rúmlega hálfbyggðu skólahúsi sem fullbyggt skyldi rúma um 350 nemendur. Jafn- framt voru stöðvaðar fjárveitingar til að halda áfram smíði hússins. Hugsjónir áttu erfitt uppdráttar. Dagleg umsvif voru með ólíkindum sumar jafnt og vetur, sumarfrí engin, erillinn endalaus. Helsta hvíld frá daglegu amstri var að fara í gönguferð utan borgarmark- anna, gjarnan upp á eitthvert fellið. Smiðurinn og náttúruunnandinn Broddi átti sér athvarf í Sumarhús- um í Silfrastaðalandi. Þegar um hægðist voru gömlu Sumarhúsin úr sér gengin. Broddi brá þá á það einstaka ráð að telgja til nýtt hús inni í stofu hjá sér, flytja það norð- ur og setja saman í skógarlundin- um sem þar hafði verið gróðursett- ur. Þar hafa þau hjón, Friðrika og Broddi, notið sumardvalar sem lengdist þegar bæði voru hætt í föstu starfi. Þaðan kvaddi hann Skagafjörðinn í sumar þótt dvölin væri stutt vegna veikinda hans. Margt er ósagt hér. Minnast mætti á virðingu hans fyrir hand- verkinu og áhuga á að það félli ekki úr kennaranáminu. Frábær tök hans á íslensku máli sjást á ritum hans sem engin skil eru gerð hér. Þó langar mig til að benda þeim sem ekki þekkja á Slitur, fágætlega vel gerða bók. Það var gott að hafa Brodda sem kennara og sem yfirmann þegar ég löngu seinna hóf kennslu við Kennaraháskólannn. En ekki var síður gott að eiga hann að vini og ráðgjafa í áratugi. Fyrir allt þetta er ég þakklát. Friðriku konu Brodda, börnun- um sex og öllum öðrum aðstand- endum sendi ég samúðarkveðjur. Þuríður J. Kristjánsdóttir. EINAR SKAFTI EYLEIFSSON + Einar Skafti Ey- leifsson var fæddur á Lögbergi á Akranesi hinn febrúar árið sonur hjónanna Sig- ríðar Sigmundsdótt- ur frá ívarshúsum á Akranesi og Eyleifs fsakssonar, skip- stjóra frá Dals- mynni á Akranesi, næstyngstur átta barna þeirra hjóna. Eftirlifandi eigin- kona hans er Guðný Erna Þórarinsdóttir frá Tungu í Sandgerði, dóttir Daða Þórarins Þorkelssonar bifreiðasmiðs frá Tungu og Hansínu Hjartardóttur úr Reykjavík. Einar Skafti og Erna eignuðust fjögur börn: 1. Drengur, nefndur Svanþór, er lést nokkurra daga gamall. 2. Einar Öm, tónlistar- maður og organisti við Keflavíkur- kirkju. 3. Marta Est- er, fiskverkakona hjá H.B. & Co. á Akranesi. 4. Elmar Björgvin, vélvirki hjá Þorgeiri og Ell- ert á Akranesi. Barnabarn Einars og nafni; Einar Þór, er sonur Mörtu Est- erar og sambýlis- manns hennar, Gunnars Rúnars Gunnarssonar. Fyrir hjónaband átti Einar Skafti dóttur, Björk, sem er búsett í Hrunamannahreppi. Einar Skafti vann lengst af sem bif- reiðastjóri og þar af megnið af sinni starfsævi hjá Hval hf. í Hvalfirði. Útför Einars verður gerð frá Akraneskirkju í dag. í DAG er kvaddur hinstu kveðju góðvinur okkar og samstarfsmaður um árabil, Einar Skafti Eyleifsson bifreiðarstjóri. Hann lést í Sjúkra- húsi Akraness að kvöldi 8. sept. síð- astliðinn, eftir skamma en þunga sjúkdómslegu. Hann var aðeins á 62. aldursári þegar hann varð að lúta í lægra haldi fyrir þeim mikla vágesti, krabbameininu, einum skæðasta sjúkdómi mannkynsins, sem læknavfsindin hafa ekki enn sigrast á. Með Einari er hniginn til foldar mikilhæfur og traustur starfsmaður, er hvergi hlífði sér við störf sín. Hann vann í Hvalstöðinni í Hvalfirði í rúm 27 ár og átti tíðum langan og strangan vinnudag við akstur vörubifreiða. Hann stundaði það starf af miklum dugnaði og áhuga, enda alla tíð farsæll í starfi sínu, ávallt var það kappsmál hans að fara vel með tæki sín og öll umhirða þeirra var með slíkum ágætum, að enginn gekk þess dulinn að þar fór saman mikil snyrtimennska, dugn- aður og samviskusemi hans. Vinnu- þrek og iðjusemi hlotnaðist Einari í vöggugjöf. Auk bifreiðaakstursins tók hann iðulega að sér línubeitningu og fiskaðgerð í aukavinnu. Hann og eiginkona hans, Erna Þórarinsdóttir, komu sér upp fallegu heimili á Laugarbraut 25 á Akra- nesi, og bjuggu þar alla tíð. Börnin þeirra eru öll uppkomin og mikið mannkostafólk, eins og foreldramir. í tómstundum sínum reisti Einar sér veglegan sumarbústað við Langá á Mýrum, og þar nutu þau hjónin hverrar stundar er tími gafst til, og voru þau mjög samhent við gróður- störf og annað er prýði varð að. Allur frágangur þar bar vott um snyrtimennsku og framtakssemi þeirra hjóna. En nú hefur sorgin kvatt dyra og haldið innreið sína á þetta fallega heimili. Ástríkur eiginmaður og fað- ir er hrifinn burt. Viðbrigðin eru mikil og söknuðurinn sár. Vinur okkar Einar hefur nú kvatt okkur og hina jarðnesku tilveru. EDDA BORG STÍGSDÓTTIR + Edda Borg Stígsdóttir var fædd í Keflavík 18. september 1945. Hún lést á sjúkra- húsi i Drammen i Noregi 7. septem- ber síðastliðinn. Hún var dóttir Vil- borgar Jónsdóttur og Stígs Guðbrands- sonar og á fjóra bræður á lífi. Þeir eru Jón, Heimir, Dagbjartur og Þór- hallur. Edda giftist í maí 1966 Magnúsi Óskari Magnússyni frá Hafnarfirði. Þau eignuðust tvær dætur, Gerði Ósk, f. 1962, og Herdísi Erlu, f. 1970. Edda og Magnús bjuggu i Hafnar- firði, þar ráku þau Innrömmun Eddu Borg til ársins 1978 er þau fluttu búferlum til Noregs. Út- för hennar verður gerð í Noregi í dag. ÞAÐ var 7. september sl. að sú harmafregn barst frá Noregi að vin- kona mín hefði látist þann sama dag. Þó vitað væri að hún berðist við alvarlegan sjúkdóm kom kallið á óvart svo fljótt. Kynni okkar Eddu eru frá því ég fór fyrst að muna eftir mér. Við erum báðar fæddar og uppaldar á Vallargötunni í Keflavík. Á þessum árum var Keflavík minni og á marg- an hátt skemmtilegri bær en í dag. Þegar ég sá mynd Friðriks Friðriks- sonar, Bíódaga, rifjuðust upp minn- ingar um allar bíóferðir okkar Eddu. Þetta var á þeim tíma er ekki þurfti að hafa áhyggjur af öðru en hvernig fjár- magna skyldi næstu bíóferð. Edda var aldrei í vandræðum með það. Hún átti fjóra eldri bræður er voru mjög örlátir við litlu systur sína. Síðan naut ég góðs af. Draumaprinsinn hennar, Magnús Óskar Magnússon, kom frá Hafnarfirði. Þau voru jafnaldrar og 17 ára gömul urðu þau foreldr- ar, er dóttirin Gerður Ósk fæddist í okt. 1962. Síðar stofnuðu þau heimili í Hafnar- firði og þar fæddist önnur dóttir, Herdís Erla, í júní 1970. Edda var einlæg og vinur vina sinna og frið- arsinni. Ég minnist ekki að hún hafi staðið í illindum við neinn. Þó hafði hún ákveðnar skoðanir og var víðlesin. í 16 ár hafa þau verið búsett í Noregi. Það hefur verið vík milli vina en aldrei hefur sambandið rofnað. Okkur Birgi var það mikil ánægja að hafa Eddu og Magnús á heimili okkar er þau komu til landsins í til- efni af 30 ára fermingarafmæli Eddu 1989. Engan óraði þá fyrir að þetta yrði hennar hinsta ferð til landsins. Það er sárt að kveðja góða vin- konu á besta aldri. Við Birgir þökk- um henni vináttu og tryggð í gegn- um árin. Kæri Magnús, Gerður, Dísa og Jóakim Magnús. Við vitum að ykkar missir er mestur og sendum innileg- ar samúðarkveðjur til Noregs. Stella Olsen. Hann hefur ekið vagni sínum á leið- arenda með mikilli reisn. Bifreiðinni hans hefur verið læst. Með þessum fáu kveðjuorðum viljum við þakka honum langa og trausta samvinnu og góðar samverustundir. Við minn- umst stundvísi hans og áreiðanleg- heita í starfínu gegnum öll árin er við nutum samvista hans, sem vissu- lega hefðu þurft að vera fleiri. Nú, þegar sæti hans er orðið autt og hann er horfinn á vit hins ókunna sviðs, bak við móðuna miklu, biðjum við Guð að geyma hann í höndum sér um eilífð aila. Megi góður Guð styrkja hina ástríku eiginkor.u hans og afkomendur þeirra í hinni miklu sorg. Minningin um góðan dreng geymist í hugum okkar um ókomin ár. Þakkir færum við Ernu, eigin- konu hans, sem stóð löngum stund- um við sjúkrabeð hans í hinni þungu og erfíðu sjúkralegu, er háð var síð- ustu ævidagana, þar til yfír lauk. Blessuð sé minning Einars Skafta Eyleifssonar. Fyrir hönd starfsfélaga í Hval- stöðinni í Hvalfirði, Magnús D. Ólafsson. „Allir vegir drottins eru elska og trúfesti." Dav. 25-10. Þessi ritningarorð má sjá fagur- lega rituð úr hendi sr. Jóns M. Guð- jónssonar, sóknarprests á Akranesi, í sálmabók fremingardrengsins Ein- ars Skafta á Lögbergi árið 1947. Þremur árum áður hafði drengurinn kynnst hlífðarhendi Guðs, þegar hann var fluttur nær dauða en lífi með sprunginn botnlanga frá Akra- nesi til Reykjavíkur með ms. Lax- fossi í aftakaveðri. Skipið strandaði við Kjalarnestanga. Við erfiðar að- stæður var öllum bjargað og drengn- um var auðið lengri lífdaga, en fað- ir hans Eyleifur vék ekki frá sjúkra- beði hans í ellefu sólarhringa. Hálfri öld síðar siglir ms. Akra- borg þessa sömu leið, en til baka frá Reykjavík, heim á Akranes. Um borð er sami sjúklingur í sjúkra- körfu, eins og í Laxfossi forðum. Siglt er í ljúfu leiði, í veðri eins og það gerist fallegast. En nú er ferð- inni heitið heim, til að deyja. Það er erfítt að sjá sína nánustu beijast við erfíð veikindi. Gott er þó að geta gripið til þeirrar hlýju og umhyggju sem svo takmarkalaust var okkur gefin frá föður okkar, og gefið eitthvað til baka. Sá kærleikur sem hann veitti okkur endist langt út yfír gröf og dauða. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd okkar barnanna. Ekki var sá metnaður mældur í titlum þessa heims, heldur að við fengjum á okk- ur orð fyrir heiðarleika og skiluðum vönduðum verkum. Fjölskyldan var honum allt. Við höfum svo óendan- lega mikið að þakka. Uppspretta hjarta hans var í einlægri trú á Guð. Vegur hans var varðaður elsku og trúfesti eins og fermingartextinn hans sagði. í sömu elsku og trúfesti leggjum við hann á beðinn hans hinsta. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans . og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Elsku mamma, við viljum af alhug þakka þér þínar löngu stundir við sjúkrabeðinn hans. Það var honum ómetanlegt. Eins viljum við þakka starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyr- ir fádæma fagra og ljúfa aðhlynn- ingu og nærgætni í garð okkar allra, sem virkaði eins og smyrsl á sárin. Megi algóður Guð blessa ykkar störf. Davíðssálmurinn sem fermingar- texti föður okkar var tekinn úr hefst á þessum orðum: „Til þín hef ég sál mína, Drottinn Guð minn.“ I þeirri bæn kveðjum við kæran föður okk- ar, full af þakklæti og virðingu. Fyrir hönd systkinanna, Einar Örn Einarsson. ÓLÖF JÓNSDÓTTIR +Ólöf Jónsdóttir var fædd á ísafirði 26. febrúar 1910. Hún lést á Droplaugarstöðum 9. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Halldórsdóttir og Jón Einarsson sjó- maður. Árið 1913 drukknaði faðir hennar og var hún þá send í fóstur til hjónanna Guðrúnar og Einars Einarsson- ar, á Búðarnesi í Súðavík. Eina systur átti hún, Maríu, sem var yngri, en hún lést árið 1974. Hinn 24. maí 1930 giftist Ólöf Hans Kr. Eyjólfssyni bakarameistara og síðar móttökusljóra í Sljómar- ráðinu. Þeim varð þriggja barna auðið, Lára, sem er kennari, Braga, innkaupafulltrúa hjá Is- lenskum aðalverktökum og Grétars Magnúsar, bifvéla- virkjameistara. Barnabörn þeirra eru níu talsins. Útför Ól- afar hefur farið fram. svo mikill sólargeisli í hennar lífi, og Guð varð við þeirri ósk. Dóttir mín vildi heim- sækja langömmu sína á hveijum degi, en amma og afi tóku alltaf svo vel á móti okkur með brós á vör. Það leið ekki sá dagur að við hefðum ekki sam- band. og missirinn er því mikill. Þegar við mæðgur kvöddum ömmu 31. ágúst síðastliðinn, því við vorum á leið úr landi, bað ég Guð al- máttugan að taka hana ekki frá mér meðan við værum burtu, en við kvöddum hana þá í hinsta sinn. Með tregatárum kveð ég elsku hjartans ömmu mína, þessa yndis- legu konu, með kæru þakklæti fyrir þessi dýrmætu 34 ár, og kveð hana með erindi eftir Ólöfu Sigurðardótt- ur: Dýpsta sæla sorgin þunga ^ svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mái ei talar tunga, tárin eru beggja orð. ÉG VAR svo lánsöm að eiga ömmu mína í 34 ár, ekki bara sem ömmu heldur mikla vinkonu. Sem smábarn elti ég hana hvert fótmál. Þegar hún svæfði mig á kvöldin, sem hún gerði oft meðan foreldrar mínir voru er- lendis, söng hún alltaf fyrir mig „Lóan er komin“ og ég bað hana að fara ekki frá mér. Þessi orð átti ég oft eftir að segja við hana gegnum árin, því við vorum svo samrýndar. Við fórum í ferðalög saman um land- ið og gerðum svo margt saman og áttum alltaf góðar stundir, og einnig afí Hansi, þau hjón voru svo yndisleg hjón og fallegt par, og umfram allt góðar manneskjur. Elsku afí minn, við munum öll hugsa vel um þig og styrkja þig í þessari miklu sorg. Þegar dóttir mín fæddist, Ragn- heiður Sara yngri, fyrir fímm árum, sagði amma við mig að það væri hennar heitasta ósk að sjá hana verða fímm ára gamla, þar sem hún var Guð geymi þig, elsku amma mín. Ólöf Lára Hafsteinsdóttir. „Nú er hún amma Lóa dáin.“ Með þessum orðum heilsaði Kiddi mér eftir að hafa frétt um lát ömmu sinnar, Ólafar Jónsdóttur, sem and- aðist eftir erfið veikindi. Þau verða mér alltaf minnisstæð hjónin Hans Eyjólfsson og Ólöf Jóns- dóttir, það sópaði af þessu glæsilega fólki. Þau komu hingað oft til að heimsækja Kidda og vini hans hér á Tjaldanesi. Það var lærdómsríkt að sjá hvað þau höfðu mikið innsæi í heim þroskaskertra og brugðust skynsamlega við vandamálum þeirra. Við hér á Tjaldanesi sendum öllum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa Hans Eyjólfsson, sem hefur misst svo mikið. Þökkum allar ánægjustundir á Tjaldanesi í gegnum árin. Birgir Finnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.