Morgunblaðið - 06.11.1994, Side 1

Morgunblaðið - 06.11.1994, Side 1
£|J MMU £ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 BLAÐ B Börnin settu jafnan svip á heimsóknir forsetans Georgia og Sveinn Björnsson ó efri órum Íbúar á Neskaupslað fogno þjóðhöfðingjanum ÞRIR STUTTIR KAFLAR UR ÆVISOGU • • SVEINS BJORNSSONAR FORSETA EFTIR GYLFA GRÖNDAL Forlagið sendir nú frá sér ævisögu Sveins Björnssonar forseta eftir Gylfa Gröndal, en hann tiefur áður skrifað bækur um forsetana Kristján Eldjárn og Ásgeir Ásgeirsson. Sveinn Björnsson er sannkallaður brautryðjandi, og fáir hafa gerst frumkvöðlar á jafn mörgum og mikil- vægum sviðum í íslensku þjóðlifi. Hann hafði forystu um stofnun ís- lenskra þjóðþrifafyrirtækja, eins og til dæmis Eimskipafélags íslands; hann vai- annar tveggja fyrstu hæstaréttarlögmanna hér á landi; hann var fyrsti og lengi eini sendi- herra íslands; hann var ríkisstjóri — og loks fyrsti forseti íslands. Slíkur maður hlýtur að skipa háan sess í sögu þjóðarinnar. Morgunblaðið birtir hér á eftir þijá stutta kafla úr sögu Sveins Bjömsson- ar frá þremur skeiðum ævi hans: Frá þeim tíma er hann var ungur lögfræð- ingur í Reykjavík, frá sendilterraárum hans og loks forsetatíð; Á tímabili heimastjórnar hefst öld framfara og nýjunga á íslandi. Sam- tímis eru bláðadeilur illvígari og per- sónulegri en löngum fyrr og síðar, og málaferli vegna meiðyrða þar af leiðandi tíðari. Björn ritstjóri hefur í hendi sinni einn beittasta penna landsins, svo að ekki líður á löngu, þar til Sveinn Björnsson fær það hlutverk að ann- ast slík mál fyrir hönd föður síns. Þorsteinn Gíslason, ritstjóri Lög- réttu, er ekki síður hvassyrtur í skrif- um sínum en Björn í ísafold. Hinn 19. febrúar 1908 skrifar hann eftir- farandi í blað sitt um skáldið Guð- mund Friðjónsson frá Sandi: „Hann er að verða einhver leiðasti blekbullari landsins. Hann ræpir og ræpir hvar sem hann kemst að, bull- ar og bullar út í allt, hvort hann ber nokkuð skynbragð á það eða ekki neitt. Tvær greinar flutti „Eimr.“ nýlega eftir hann um dána merkis- menn, hvort bullið öðru verra, nema það sem var tínt upp eftir öðrum. Og „Skírnir" flutti eina nýlega litlu betri. Þó tekur blaðavaðall hans út yfir allt. Þarna tvístígur hann í „ísa- fold“ og_„Norðurlandi“, hleinagleiður SJÁ BLS. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.