Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D 271.TBL.82.ÁRG. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sveinki heimsækir Haítí JÓLASVEINAR eru óvenju snemma á ferðinni en þeir eru komnir á kreik í Karíbahafi. Heimsótti einn slíkur bandarískar hersveitir á Haítí í gær. Snjór sést aldrei þar í landi og því ekki hægt að brúka hestasleða. Her- jeppi kom því að góðum notum en myndin var tek- in er sveinki ók inn í Warrior-herstöðina í Port-Au-Prince. Sókn Serba að Bihac veldur ofsahræðslu Zagreb. Reuter. Reuter OFSAHRÆÐSLA greip um sig meðal íbúa Bihac-borgar í gær þeg- ar serbneskir hermenn héldu áfram sókn sinni að „griðasvæðinu" um- hverfís hana. Aðeins 300 múslimsk- ir hermenn eru eftir í borginni til að verja hana. Sjúkrahúsið í Bihac er fullt af særðu fólki og engin matvæli eru lengur fáanleg á mörkuðum og í verslunum. Enginn hættir sér leng- ur út á göturnar og fólk grætur af ótta á heimilunum, að sögn Monique Tuffelli, starfsmanns Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna sem var í miðborginni í gærmorgun. Spenna gífurleg „Allt er með kyrrum kjörum í miðborginni en spennan er gífur- leg,“ sagði hún. „Fólkið er örvænt- ingarfullt, grætur og lætur tilfinn- ingar sínar ákaft í ljós.“ Bosnískir stjómarhermenn sögðu að íbúar þorpa í grenndinni væru að flýja til Bihac-borgar og lík lægju eins og hráviði um vegina. Talið er að um 70.000 manns séu í borginni. Sir Michael Rose, yfirmaður frið- argæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að vopnahlé hefði tekið gildi á svæðinu í gærmorgun. Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, sagði að serbneskar hersveitir hefðu þó hafið árásir á Bihac að nýju. Flugvélar NATO sveimuðu yfír Bihac í gærkvöldi vegna sprengju- árása Serba á borgina en gripu þó ekki til loftárása á stöðvar þeirra. ■ Tillögunum vísað til/24 Major íhugar þjóðar- atkvæði London. Daily Teiegraph. JOHN Major forsætisráðherra og ríkisstjórn íhaldsflokksins íhuga að efna til þjóðaratkvæðis um afstöðu Breta til Evrópusambandsins (ESB) til þess að sameina flokkinn á ný. Ihaldsmenn hafa verið andvígir þjóðaratkvæði en hugmyndin er nú rædd ítarlega á bak við tjöldin vegna tilrauna Majors og forystumanna í þingliði flokksins til að koma í veg fyrir að frumvarp stjórnarinnar um aukin útgjöld til ESB verði fellt er það kemur til atkvæða á mánudag. Falla frá andstöðu Margt þótti benda til þess í gær- kvöldi að Evrópuandstæðingar myndu falla frá andstöðu við frum- varpið. Hins vegar var ekki útilokað að þeir myndu reyna að knýja fram nýtt leiðtogakjör. Góð frammistaða Sir Nicholas Bonsor í kjöri um formann 1922-nefndarinn- ar þykir ýta undir líkur á því en heimildir herma að einungis hafi munað 15-35 atkvæð- um á honum og Sir Marcus Fox sem náði endurkjöri sem formaður nefndarinnar. Major og Douglas Hurd utanrík- isráðherra eru sagðir hafa í aðalat- riðum fallist á þjóðaratkvæði ef það getur orðið til þess að skapa ein- ingu í flokknum og afstýra nýju leiðtogakjöri. Kenneth Clarke fjár- málaráðherra, sem hefur verið harðasti andstæðingur þjóðarat- kvæðis, er einnig sagður hafa látið af andstöðu sinni. Hurd sagði í samtali við útvarps- stöðina BBC í gær að það væru mistök að útiloka þjóðaratkvæði um afstöðuna til ESB og niðurstöður ríkjaráðstefnunnar sem hæfíst 1996. ■ Undirbúa kröfu um nýtt/22 Gro Harlem Brundtland í kappræðum um ESB-aðild ESB verður mikil- vægara en NATO Ósló. Morgunblaðið. GRO Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, segir að í framtíð- inni verði Evrópusambandið (ESB) mikilvægara fyrir öryggishagsmuni Noregs en Atlantshafsbandalagið (NATO). „Með ESB-aðild hafa Sví- þjóð og Finnland meiri áhrif á ör- yggismál í Evrópu en við,“ sagði Brundtland í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna í Norska ríkissjónvarpinu í gær- kvöldi. Talið er að umræðurnar, sem eru þær síðustu fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna um ESB-aðild á mánu- dag, geti haft afgerandi áhrif á afstöðu þeirra, sem enn hafa ekki gert upp hug sinn. Deildu um ESS Umræðurnar einkenndust nokk- uð af snörpum orðaskiptum Brundt- land og Anne Enger Lahnstein, for- manns Miðflokksins. Brundtland sakaði Lahnstein um lygar þegar sú síðarnefnda hélt því fram að fjár- málaráðherrar ESB hefðu fyrir Fylkingar hníf- jafnar í könnun Scan-Facts hálfum mánuði samþykkt að gera atlögu að réttindum launafólks. Konurnar tvær deildu einnig um EES-samninginn. „Mér þykir leitt að segja það, en ég hef þegar feng- ið skýrslur frá evrópskum höfuð- borgum um að valdhafar í ESB- ríkjum vilji taka upp mál, sem tengjast EES-samningnum, standi Norðmenn utan ESB,“ sagði Brundtland. Lahnstein sagðist telja að EES- samningurinn væri ekki í hættu. Hún væri hins vegar ekki hrifin af honum. „Ef þessi samningur gagn- ast okkur ekki eða ekki verður stað- ið við hann, eins og Verkamanna- flokkurinn heldur fram, þá segi ég að við getum tekið því með fullkom- inni rósemi, því að við höfum þenn- an markaðsaðgang," sagði hún og vísaði þar til fríverzlunarsamnings Noregs við ESB frá 1972. Lahnstein neitaði að svara spurn- ingum um það hversu stóran meiri- hluta þyrfti ESB-aðild í vil til að flokkur hennar legðist ekki gegn aðildarsamningnum i Stórþinginu. Brundtland sakaði hana og aðra ESB-andstæðinga hins vegar um að nota stjórnarskrána gegn þegn- unum, sem henni væri ætlað að þjóna. Lítil breyting í skoðanakönnunum Niðurstöður skoðanakannana, sem birtar voru í gær, benda til lít- illa breytinga. I könnunum Gallup og MMI töpuðu stuðningsmenn einu prósentustigi, en bættu einu við sig í könnun Scan-Facts, sem sýnir að fylkingarnar séu hnífjafnar. Sé tek- ið meðaltal kannananna njóta stuðningsmenn rúmlega 46% fylgis og andstæðingar tæplega 54%. ■ Er munurájá-og/28 Reuter Tekinn af dauða- skránni NAFN kóreska lautinantsins Cho Chang-ho var afmáð við athöfn af skrá yfir hermenn sem taldir voru hafa fallið í Kóreustríðinu 1950-53. Kom í ljós að hann var lifandi er honum tókst að flýja frá Norður-Kóreu í síðasta mán- uði, 64 ára að aldri. Hann var tekinn til fanga 1951 af Kínverj- um sem börðust við hlið Norðan- manna og hafður í fangabúðum í 13 ár. Þá tók við þrælkunar- vinna í námu í önnur 13 ár eða til ársins 1977. Akvað hann fyrir tveimur árum að flýja til þess að þurfa ekki að deyja og verða grafinn í Norður-Kóreu. Komst hann úr landi á fleka og var bjargað um borð í suður-kóresk- an varðbát undan hafnarborg- inni Kunsan. Cho, sem stendur hér við töfluna með nöfnum fall- inna hermanna í þjóðargrafreitn- um í Seoul, var hækkaður í tign í gær úr undirlautinant í yfirlaut- inant. Þá snæddi hann hádegis- verð með Kim Young-sam for- seta sem sæindi hann æðstu heið- ursorðu sem veitt er hermönn- um. Cho verður afmunstraður úr hernum við hátiðlega athöfn í dag, laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.