Morgunblaðið - 26.11.1994, Side 4

Morgunblaðið - 26.11.1994, Side 4
4 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Málþing um rit Sigurðar Nordals STOFNUN Sigurð- ar Nordals gengst í dag, laugardag, fyr- ir dagskrá í Nor- ræna húsinu og hefst hún kl. 14. Dagskráin er í til- efni þess að út eru komin þijú bindi í ritsafni Sigurðar Nordals, sem hafa að geyma ritsmíðar hans um fornbók- menntir. Dr. Jónas Krist- jánsson, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, dr. Gunnar Karls- þinginu Sigurður Nordal son prófessor og dr. Gunnar Harðarson lektor flytja erindi um Sigurð, verk hans og áhrif. Sér í lagi ijalla þeir um það efni sem nú hef- ur birst á prenti fyrsta sinni. Þá les Þorleifur Hauksson cand. mag. úr áður óbirtum drögum að 2. bindi íslenskrar menningar, en það kallaði Sigurður Fragmenta ultima. Óllum er heimill aðgangur að mál- á meðan húsrúm leyfir. Svanfríður Jónasdóttir gengur til liðs vlð Jóhönnu Lausnir flokkakerf- isins hafa ekki dugað Svanfríður Jónasdóttir Dómsmálaráðuneytið Aminningar sýslu- manns ógiltar DÓMSfyfÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur úrskurðað að fella úr gildi þrjár áminningar sem sýslumaðurinn á Akranesi, Sigurður Gizurarson, veitti sýslumannsfulltrúanum á Akranesi, Kristrúnu Kristinsdótt- ur, en sýslufulltrúinn kærði til ráðuneytisins þá ákvörðun sýslu- manns að veita kærumar. Auk áminninganna kærði sýslumaður- inn sýslumannsfulltrúann til Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna meintrar ofreiknaðrar yfirvinnu, og er sú kæra nú til meðferðar hjá ríkissaksóknara. Áminningamar sem sýslu- mannsfulltrúanum vora veittar vora í fyrsta lagi fyrir að rjúfa trúnað. við sýslumann með því að skrifa dómsmálaráðuneytinu bréf að honum forspurðum þar sem ósannar staðhæfingar um fjarvistir hans væru hafðar í frammi, í öðra lagi fyrir að hafa skrifað í apríl- mánuði sl. yfirvinnutíma ófijálsri hendi og í þriðja lagi fyrir að hafa sem staðgengill sýslumanns í ág- úst sl. skrifað án heimildar upp á yfirvinnutíma eins starfsmanna embættisins. Efnislegar ástæður ekki fyrir hendi í úrskurði dómsmálaráðuneytis- ins kemur fram að í engu þessara tilvika hafi efnislegar ástæður ver- ið til staðar til að veita sýslumanns- fulltrúanum áminningu og því fall- ist á kröfur fulltrúans um að fella þær úr gildi. SVANFRÍÐUR Jónas- dóttir, forseti bæjar- stjómar á Dalvík, vara- þingmaður og fyrrver- andi varaformaður Al- þýðubandalagsins, hefur sagt sig úr Alþýðu- bandalaginu og lýst stuðningi við Jóhönnu Sigurðardóttur. Svan- fríður segir að sú geijun sem sé í gangi í kringum Jóhönnu sé sterkasti vís- irinn að því uppróti sem eigi eftir að verða á næstunni. Gamla flokkakerfið staðnað „Ég geng til liðs við Jóhönnu Sig- urðardóttur vegna þess að mig lang- ar til að taka þátt í því sem mér fmnst vera að gerast í kringum hana. Jóhanna er einarður og rétt- sýnn stjómmálamaður sem á fullt erindi í íslenska pólitík, enda þótt gamla flokkakerfið rúmi hana ekki. Flokkakerfið gamla er orðið staðnað og það hefur sýnt sig að það nær ekki að takast á við þau mál sem helst brenna á í dag, sem era með- al annarra atvinnumál og þau sem snúa að velferð fólks og fjölskyldna. Þær lausnir sem menn hafa verið með hafa einfaldíega ekki dugað. Þess vegna hlýtur fólk eins og ég, með áhuga á stjórnmálum, að vilja taka þátt í og ýta undir þær bylgjur sem geta orðið til breytinga. Þetta snýst kannski fyrst og fremst um að nálgast mál með nýj- um hætti. Menn hafa verið að tala um breytingar og uppstokkun á þessum væng stjómmálanna og mér finnst sú geijun sem þama er í gangi vera sterkasti vísirinn að því uppróti sem við munum sjá á næst- unni,“ segir Svanfríður. Aðspurð að því livort hún telji sig ekki geta unnið að framgangi áður- Ólafur Ragn- ar Grímsson Jóhanna Sig- urðardóttir nefndra mála innan Alþýðubanda- lagsins sagði Svanfríður að sér sýndist að þar yrði gamli þingflokk- urinn aftur í framboði og að hann væri ekkert líklegri nú en fyrr til þeirra verka sem hún vildi sjá unnin. Alþýðubandalagsfólki fjölgar Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, segir að síð- an Svanfríður Jónasdóttir féll í vara- foiTnannskjöri á landsfundi Alþýðu- bandalagsins 1989. hafí hún af skilj- anlegum ástæðum ekki tekið mikinn þátt í flokksstarfinu, þó hún hafi aðeins komið inn á þennan vettvang aftur fyrir ári síðan. Það sé hins vegar margt gott um Svanfríði að segja og hún sé hin mætasta mann- eskja í alla staði. Hann segir að hver og einn hafi rétt á að ákveða hvar hann standi í pólitík. Staðreyndin sé engu að síður sú, að þrátt fyrir að þrír ein- staklingar hafí yfirgefíð Aiþýðu- bandalagið og það vakið athygli fjöl- miðla, þá hafí félögum í Alþýðu- bandalaginu fjöigað. Til dæmis hafí tæplega 40 manns gengið í Alþýðu- bandalagsfélagið í Suðurnesjabæ á síðustu vikum án þess að eitthvert átak hafí verið í gangi. Aðspurður hvort það sé ekki umhugsunarefni fyrir Álþýðubanda- lagið að virkir féiagar til margra ára velji að vinna hugsjónum sínum braut- argengi annars staðar, segir hann að það sé ein- kenni íslenskra stjóm- mála á síðustu tímum, eftir að þau ágreinings- efni sem hér áður skiptu flokkunum í harðar fylk- ingar hafi vikið til hlið- ar, eigi fólk auðveldara með að færast milli flokka en áður. Það gildi um alla flokkana. Forvitnilegt að sjá áherslur Ólafur Ragnar sagðist bíða með töluverðri forvitni eftir að sjá stefnuáherslu þessa stjórnmála- flokks sem Jóhanna væri að mynda. Þannig væri Ágúst Einarsson, sem gengið hefði til liðs við Jóhönnu úr Alþýðuflokknum, einn helsti veij- andi núverandi kvótakerfís í sjávar- útvegi, en Svanfríður hefði innan Alþýðubandalagsins eindregið gagnrýnt þetta sama kvótakerfi. Það eigi alveg eftir að skýrast á hvaða málefnagrundvelli þessi stjórnmálasamtök séu granduð, að öðra leyti en hvað snerti tilfínn- ingaástæður gagnvart þeim ágæta þingmanni Jóhönnu Sigurðardóttur. Öflugur liðsmaður Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maður, fagnaði þessari ákvörðun og sagði þáð ótvírætt að Svanfríður væri mjög öflugur liðsmaður. Að- spurð sagði hún að þær Svanfríður hefðu rætt saman. „Hún er stjóm- málamaður sem ég met mjög mik- ils, mjög kröftugur og hæfur stjórn- málamaður sem ég vænti mjög mik- ils af í þeim breytingum sem þessi nýja stjórnmálahreyfing er að boða,“ sagði Jóhanna. Hæstaréttarlögmenn um staðhæfingu Sævars Ciesielskis um afturköllun játningar STARFANDI lögmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær telja a4 það kunni að gefa tilefni til að rannsókn og dómar i Guðmund- ar- og Geirfínnsmálum verði skoðuð með til- liti til þess að ástæða kunni að vera til að endurapptaka dómana ef rétt reynist, sem Sævar M. Ciesielski heldur fram, að tii sé með gögnum málsins bréf sem Öm Höskulds- son, stjómandi lögreglurannsóknar málsins, sem jafnframt var á þeim tíma dómarafull- trúi við sakadóm, ritaði dómuram þeim sem dæmdu í málinu í héraði. í bréfinu sé viðurkennt að Sævar hafí í þinghaldi 11. janúar 1976 á fyrstu vikum rannsóknar þeirrar sem síðar varð Guðmund- ar- og Geirfínnsmálið, borið harðræði á rann- sóknarmenn og reynt af þeim sökum að bera af sér játningar sem hann hafði gefið 4. og 6. sama mánaðar fyrir lögreglu um að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Þetta hafí hins vegar ekki verið fært í dómsbækur við þetta tækifæri þar sem dómarafulltrúinn hafi talið sig vita betur. í dómi Hæstaréttar í málinu era játningar þessar lagðar til grandvallar sakfellingu fyrir morð á Guðmundi og aftur- köilun þeirra hafnað með vísan tii þess að þær hafí fyrst verið afturkallaðar í mars 1977, rúmu ári eftir að þær vora gefnar. „Ég man ekld til að hafa skrifað -------- sakadómi þetta bréf,“ sagði Örn Höskuld^son er Morgunblaðið spurði hann um bréf þetta í gær. „Það kann að vera en ég minnist þess ekki. Það væru þá 18 ár síðan þetta var. Hvemig ætti maður að muna eftir einu bréfí eftir 18 ár?“ Öm sagðist jafnan vísa blaðamönnum sem spyrðu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á saksóknaraembættið enda væra 16 ár síðan hann hefði hætt störfum hjá hinu opinbera. Örn starfar nú sem hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Páil A. Pálsson, sem var verjandi eins sak- Sé bréf af þessu tagi til krefst málið skoðunar Lögmaður taldi málin alltaf vera óupplýst bominganna í málinu, sagðist í gær ekki minnast þess að hafa séð bréf þetta í öllum þeim skjalabunka sem fylgdi málinu. Hann vildi að öðru leyti lítið segja um hugsanlega þýðingu þess eina bréfs fyrir hugsanlega endurapptöku málsins þar sem skjólstæðing- ur sinn hefði ekki óskað eftir því að málið yrði endurupptekið. Morgunblaðið ræddi að auki við fjóra lög- menn í Reykjavík í því skyni að kanna hvort þeir teldu að það gæti haft þýðingu á við- brögð við kröfu um endurapptöku málsins ef bréf þetta kæmi fram meðal gagna sem því tengjast. Einn hæstaréttarlögmannanna sagðí að það kynni að leiða tii þess að rétt yrði talið að endurupptaka málið en það yrði þó að vera háð mati á því hve sterk önnur sönn- „Mér fínnst að það hljóti að koma til alvar- legrar skoðunar hvort þetta er ekki fullnægj- andi til að málið verði endurupptekið," sagði þessi lögmaður. „Hins vegar er ekki hægt að leggja mat á það öðruvísi en að kynna sér öll sönnunargögnin sem lágu fyrir vegna þess að það er skilyrði fyrir endurupptöku dóms að fram komi sönnunargögn sem haft hefðu veralega þýðingu fyrir niðurstöðu máisins. En það kemur manni undarlega fyr- ir sjónir ef verið er að yfírheyra um sakar- giftir sem þessar og sakbomingurinn dregur til baka játningar sem þessar að ---------- þá sé það ekki bókað.“ unargögn, svo sem framburðir vitna og ann- arra sakborninga, hafi verið. Teljist þau gögn fullnægjandi til sakfelling- ar þrátt fyrir afturköllun á játningu gefi bréf- ið tæpast tilefni til endurupptöku en teldust önnur gögn vera veik gæti verið rétt að líta svo á að það hefði verulega þýðingu fyrir úrslit málsins. Eðlileg skoðun „Er þetta bréf til? Að gefnum þeim forsendum að svo sé, liggur fyrir að meðferð málsins er ekki í _ lagi og þá er efni til að taka upp rnálið," sagði annar hæstaréttarlögmaður. „Menn verða að átta sig á því að jafnvel þótt svo kunni að vera að minni líkur en meiri séu á því að sakfellingin hafí verið röng þá verður, miðað við almenn réttlætissjónarmið, að gefa máli mannsins eðliiega skoðun. Það liggur fyrir að það er margt aðfinnsluvert við rann- Rannsakandi og verjandi muna ekki eftir bréfinu sókn þessa máls. Ef þetta bréf er til þá tel ég full rök fyrir því að málið sé tekið upp á nýjan leik,“ sagði lögmaðurinn. „Menn verða að geta treyst því að þeir geti komið sannleikanum að fyrir dómi, það getur verið eina von saklauss manns. Ef dómarinn viðurkennir í bréfí að hafa ekki gefíð manninum færi á að koma að upplýsing- um um harðræði, sem hann segist hafa orð- ið fyrir, og bóka að hann dragi játningamar til baka vegna þess, þá á að taka málið upp,“ sagði annar lögmaður aðspurður um þetta. Hann sagði að hafa þyrfti m.a. í huga að allt framhald málsins kunni að hafa mótast af þessum játningum. Gæti gerst hér eins og annars staðar „Við megum ekki halda að það geti ekki gerst hér hjá okkur, sem hefur gerst í ríkjum sem við miðum okkur gjarnan við, eins og í Noregi og Bretlandi," sagði hæstaréttarlög- maður og vísaði til nýlegra mála í Noregi og Bretlandi. „Ef í ljós kemur að dómstóll hafí verið leyndur gögnum gefur það fullt tilefni til að taka málið upp.“ Meðal viðmælenda Morgunblaðsins, sem allir eru' starfandi lögmenn í Reykjavík og hafa komið nærri mörgum af umfangsmestu --------- dómsmálum seinni ára, gætti efa- semda um ýmis atriði í meðferð Guðmundar- og Geirfinnsmálsins á rannsóknar og dómstigi. „Þegar maður skoðar málið í heild þá er það slysalega unnið. En það var mikil hystería í þjóðfé- laginu á þessum tíma og allt hefur það haft áhrif að mínu viti,“ sagði einn hæstaréttar- lögmannanna. Annar tók dýpra í árinni: „Ég hef alltaf talið að Guðmundar- og Geirfinnsmálin væru óupplýst. Þegar ég las þennan dóm fann ég engan botn í að sekt þessa fólks væri talin sönnuð með fullnægjandi hætti.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.