Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 13
AKUREYRI
STEINN Símonarson fékk að smakka á hákarli hjá Sigurði
Kristmundssyni í Smugunni, nýrri fiskbúð á Dalvík þar sem
óskir viðskiptavinanna eru í fyrirrúmi.
Fiskisúpa
skólastjórans
SIGURÐUR Kristmundsson í
Smugunni, nýrri fiskbúð á Dal-
vík, lagði mikið á sig til að gleðja
skólasljórann í grunnskólanum
á Dalvík, Þórunni Bergsdóttur,
í gær. Hann lagði af stað fyrir
allar aldir, kl. hálf fjögur um
morguninn, áleiðis til Ólafsfjarð-
ar til að ná í glænýja smálúðu.
Astæðan var sú að kennarar
voru í óðaönn að undirbúa árleg-
an föndurdag skólans og hefur
sú hefð skapast að skólastjórinn
setur upp svuntuna og útbýr
feikigóða fiskisúpu sem kennar-
ar snæða saman í hádeginu.
Hráefnið í súpuna er það besta
fáanlega hveiju sinni, en Þórunn
hafði nefnt við Smugumenn
hvort þeir gætu útvegað smál-
úðu í þetta sinn. Brugðust þeir
lipurlega við bóninni og var
skólastjórinn hinn ánægðasti
með viðskiptin og ekki er vafi á
að kennurum hefur orðið gott
af súpunni.
Morgunoiaoio/Kunar x>or
ÞÓRUNN Bergsdóttir skólastjóri syngjandi
sæl og glöð við eldamennskuna.
Morgunblaðið/Rúnar Þðr
Áhugamannaleik-
félag stofnað
EFNT verður til stofnfundar
áhugamannaleikfélags á Bjargi,
Bugðusíðu 1, á morgun, sunnu-
dag, kl. 14. Fyrirmyndin er sótt
til Hala-leikhópsins í Reykjavík
sem starfað hefur á þriðja ár.
Leikfélagið er opið öllu áhugafólki
og mun starfa undir slagorðinu:
„Leiklist fyrir alla.“ Guðmundur
Magnússon, leikari og aðalhvata-
maður Hala-leikhópsins, hefur
framsögu á fundinum. Stefnt er
að því að efna sem fyrst til leiklist-
arnámskeiðs og í framhaldi af því
verður unnið að uppfærslu leikrits.
Leikfélagið mún starfa sjálfstætt
en í tengslum við Sjálfsbjörg á
Akureyri.
Sýning
Sýning á verkum eftir nemend-
ur á myndlistarnámskeið hjá Erni
Inga Gíslasyni myndlistarmanni
verður á vinnustofu hans í JCletta-
gerði 6 á Akureyri á morgun,
sunnudaginn 27. nóvember, frá
kl. 14 til 18. Nemendurnir voru
17 talsins og áttu margir um lang-
an veg að fara, en þeir komu
m.a. frá Dalvík og Kópaskeri. Á
sýningunni eru ljósmyndir, vatns-
litamyndir, teikningar, pastel-
myndir og olíumálverk. Hús verð-
ur opið og boðið upp á kaffi og
kökur, en auk þess verða 100
fyrstu eintökin af nýju blaði sem
Orn Ingi hefur gefið út til sölu á
staðnumi.
Kökubasar
í tengslum við unglingameist-
aramót Tennis- og badmintonsfé-
lags Akureyrar, TBA, sem haldið
verður í dag, laugardaginn 26.
nóvember verður kökubasar til
fjáröflunar barna- og unglinga-
starfinu í Kaffiteríu íþróttahallar-
innar og hefst hann kl. 14.00.
Framsóknarflokkur
Nýr fram-
bjóðandi
á Norður-
landi eystra
INGUNN St. Svavarsdóttir
sveitarstjóri á Kópaskeri lýsti
því yfir á flokksþingi Fram-
sóknarflokksins í gær að hún
gæfi kost á sér í 2.-3. sæti á
framboðslista flokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Framsóknarflokkurinn
hefur nú þrjá þingmenn í
kjördæminu en búist er við
að þeim fækki um einn í
næstu kosningum vegna þess
að eitt þingsæti flyst frá kjör-
dæminu til Reykjaneskjör-
dæmis.
Guðmundur Bjarnason
skipaði 1. sæti framboðslist-
ans fyrir síðustu kosningar.
Valgerður Sverrisdóttir var í
2. sæti og Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson í 3. sæti. Þau
keppa bæði að 2. sæti listans
nú en það verður ákveðið á
kjördæmisráðsþingi sem
haldið verður innan skamms.
Messur
AKUREYRARPRESTA-
KALL: Sunnudagaskólinn fer
út í Stærri-Árskógskirkju á
morgun, lagt af stað frá Ak-
ureyrarkirkju kl. 10.30.
Messað verður í Akureyrar-
kirkju kl. 14.00 sunnudag.
Siguður Arnarson cand. the-
ol. prédikar, hann er í starfs-
fræðslu í Akureyrarpresta-
kalli. Kór Menntaskólans á
Akureyri syngur undir stjóm
Ragnheiðar Ólafsdóttur.
Guðsþjónusta verður á Seli
kl. 14.00. Æskulýðsfundur
verður í kapellunni kl. 17.00.
Biblíulestur verður í Safnað-
arheimili á mánudag kl.
20.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Hjónanámskeið í dag frá
10.00 til 17.00. Samkoma í
umsjá ungs fólks kl. 20.30 í
kvöld. Vakningasamkoma kl.
15.30 á sunnudag. Ræðu-
maður Rúnar Guðnason. Bibl-
íulestur kl. 20.00 á miðviku-
dag, eldrisamvera kl. 16.00 á
fimmtudag, Kristileg krakka-
samtök kl. 17.15 og bæna-
samkoma kl. 20.30 á föstu-
dag.
KAÞÓLSKA KIRKJAN; Eyr-
arvegi 26, messa kl. 18.00 á
laugardag og sunnudag kl.
11.00.
Landpóstar gagnrýna útboðsstefnu Pósts og síma á landpóstaleiðum
t||boð stöð>|gjð með-
an málið er skoðað
Viðbót við
flugstöð
STARFSMENN bygginga-
fyrirtækisins Hyrnu byijuðu í
vikunni að steypa upp viðbygg-
ingu við flugstöðina á Akur-
eyrarflugvelli, en félagið átti
lægsta tilboð í verkið, um 21
milljón króna.
Órn Jóhannsson hjá Hyrnu
sagði að þeir yrðu að fram á
vorið, en þá á húsið að vera
tilbúið undir tréverk. Viðbót-
arbygging við flugstöðina bæt-
ir mjög alla aðstöðu á Akur-
eyrarflugvelli.
Flugstöðin er gömul og fyrir
löngu of lítil en þar er oft set-
inn Svarfaðardalur einkum í
tengslum við sívaxandi beint
flug frá útlöndum.
MARGIR þingmenn hvöttu til þess
á Alþingi á mánudag að málefni
landpósta verði tekin til sérstakrar
skoðunar en landpóstar kvarta
sáran yfir samskiptum sínum við
Póst- og símamálastofnun í kjölfar
þess að farið var að bjóða út land-
póstaleiðir fyrir tveimur árum.
Bæði samgönguráðherra og for-
maður samgöngunefndar Alþingis
sögðu að málið yrði kannað og
verða útboð leiðanna stöðvuð á
meðan.
Félag íslenskra landpósta hefur
sent samgöngunefnd Alþingis
greinargerð þar sem kemur fram
landpóstar búi við öryggisleysi í
starfi sínu og þeir hafi ekki áunn-
ið sér ýmis félagsleg réttindi sem
aðrir launþegar hafa.
Vaðið áfram
Póst- og símamálstofnun fékk
leyfi samgönguráðherra fyrir
tveimur árum til að bjóða út. tvær
til fjórar landpóstaleiðir í tilrauna-
skyni. í greinargerðinni segir að
P&S hafi algerlega brotið það lof-
orð að engum fastráðnum land-
pósti yrði sagt upp störfum. Stofn-
unin hafi vaðið áfram með útboð
og ekki hikað við að segja upp
landpóstum sem hafi þjónað stofn-
uninni í 10-20 ár. Lægstu tilboðum
í leiðimar hafí verið tekið og einum
landpósti hafi orðið að hafna eftir
mánaðarstarf.
Guðni Ágústsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, hóf umræðu
um málið utan dagskrár á Alþingi
á mánudag og sagði að launakjör
og réttindi landpósta væru mjög
slæm því þeir væru ekki ríkis-
starfsmenn heldur verktakar. Þá
hefði Póstur og sími sett ýmis
aukaverk á þá án þess að bjóða
þeim bætt kjör. Þar væri um að
ræða pakkaflutning frá fyrirtækj-
um, lyf og nú síðast birtingarvott-
orð sem hingað til hefur verið hlut-
verk stefnuvotta eða hreppstjóra.
Guðni sagðist hiklaust telja að
landpóstar ættu inni greiðslur fyr-
ir þessi störf, því Pósti og síma
væri væntaillega greitt fyrir óm-
akið.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði það ótvírætt að þeir
flutningar sem Guðni nefndi féllu
undir almenna þjónustu P&S. Þá
hefði P&S ekki ávallt tekið lægsta,
tilboði í landpóstaleiðir. En Halldór
sagðist síður en svo vera andvígur
því að þessi mál yrðu tekin til
endurskoðunar og sjálfsagt væri
að verða við þeirri beiðni að stöðva
útboð á landpóstaleiðum á meðan.
Pálmi Jónsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks ög formaður
samgöngunefndar Alþingis, sagði
að nefndin myndi fara yfir málið
í framhaldi af erindi Félags land-
pósta og leita upplýsinga frá Pósti
og síma og senda samgönguráð-
herra greinargerð í kjölfarið.
Margir þingmenn lands-
byggðarkjördæma, bæði í stjórn
og stjórnarandstöðu, hvöttu sam-
gönguráðherra til að láta þetta
mál til sín taka og bæta stöðu og
hag landpósta.