Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 13 AKUREYRI STEINN Símonarson fékk að smakka á hákarli hjá Sigurði Kristmundssyni í Smugunni, nýrri fiskbúð á Dalvík þar sem óskir viðskiptavinanna eru í fyrirrúmi. Fiskisúpa skólastjórans SIGURÐUR Kristmundsson í Smugunni, nýrri fiskbúð á Dal- vík, lagði mikið á sig til að gleðja skólasljórann í grunnskólanum á Dalvík, Þórunni Bergsdóttur, í gær. Hann lagði af stað fyrir allar aldir, kl. hálf fjögur um morguninn, áleiðis til Ólafsfjarð- ar til að ná í glænýja smálúðu. Astæðan var sú að kennarar voru í óðaönn að undirbúa árleg- an föndurdag skólans og hefur sú hefð skapast að skólastjórinn setur upp svuntuna og útbýr feikigóða fiskisúpu sem kennar- ar snæða saman í hádeginu. Hráefnið í súpuna er það besta fáanlega hveiju sinni, en Þórunn hafði nefnt við Smugumenn hvort þeir gætu útvegað smál- úðu í þetta sinn. Brugðust þeir lipurlega við bóninni og var skólastjórinn hinn ánægðasti með viðskiptin og ekki er vafi á að kennurum hefur orðið gott af súpunni. Morgunoiaoio/Kunar x>or ÞÓRUNN Bergsdóttir skólastjóri syngjandi sæl og glöð við eldamennskuna. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Áhugamannaleik- félag stofnað EFNT verður til stofnfundar áhugamannaleikfélags á Bjargi, Bugðusíðu 1, á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Fyrirmyndin er sótt til Hala-leikhópsins í Reykjavík sem starfað hefur á þriðja ár. Leikfélagið er opið öllu áhugafólki og mun starfa undir slagorðinu: „Leiklist fyrir alla.“ Guðmundur Magnússon, leikari og aðalhvata- maður Hala-leikhópsins, hefur framsögu á fundinum. Stefnt er að því að efna sem fyrst til leiklist- arnámskeiðs og í framhaldi af því verður unnið að uppfærslu leikrits. Leikfélagið mún starfa sjálfstætt en í tengslum við Sjálfsbjörg á Akureyri. Sýning Sýning á verkum eftir nemend- ur á myndlistarnámskeið hjá Erni Inga Gíslasyni myndlistarmanni verður á vinnustofu hans í JCletta- gerði 6 á Akureyri á morgun, sunnudaginn 27. nóvember, frá kl. 14 til 18. Nemendurnir voru 17 talsins og áttu margir um lang- an veg að fara, en þeir komu m.a. frá Dalvík og Kópaskeri. Á sýningunni eru ljósmyndir, vatns- litamyndir, teikningar, pastel- myndir og olíumálverk. Hús verð- ur opið og boðið upp á kaffi og kökur, en auk þess verða 100 fyrstu eintökin af nýju blaði sem Orn Ingi hefur gefið út til sölu á staðnumi. Kökubasar í tengslum við unglingameist- aramót Tennis- og badmintonsfé- lags Akureyrar, TBA, sem haldið verður í dag, laugardaginn 26. nóvember verður kökubasar til fjáröflunar barna- og unglinga- starfinu í Kaffiteríu íþróttahallar- innar og hefst hann kl. 14.00. Framsóknarflokkur Nýr fram- bjóðandi á Norður- landi eystra INGUNN St. Svavarsdóttir sveitarstjóri á Kópaskeri lýsti því yfir á flokksþingi Fram- sóknarflokksins í gær að hún gæfi kost á sér í 2.-3. sæti á framboðslista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Framsóknarflokkurinn hefur nú þrjá þingmenn í kjördæminu en búist er við að þeim fækki um einn í næstu kosningum vegna þess að eitt þingsæti flyst frá kjör- dæminu til Reykjaneskjör- dæmis. Guðmundur Bjarnason skipaði 1. sæti framboðslist- ans fyrir síðustu kosningar. Valgerður Sverrisdóttir var í 2. sæti og Jóhannes Geir Sig- urgeirsson í 3. sæti. Þau keppa bæði að 2. sæti listans nú en það verður ákveðið á kjördæmisráðsþingi sem haldið verður innan skamms. Messur AKUREYRARPRESTA- KALL: Sunnudagaskólinn fer út í Stærri-Árskógskirkju á morgun, lagt af stað frá Ak- ureyrarkirkju kl. 10.30. Messað verður í Akureyrar- kirkju kl. 14.00 sunnudag. Siguður Arnarson cand. the- ol. prédikar, hann er í starfs- fræðslu í Akureyrarpresta- kalli. Kór Menntaskólans á Akureyri syngur undir stjóm Ragnheiðar Ólafsdóttur. Guðsþjónusta verður á Seli kl. 14.00. Æskulýðsfundur verður í kapellunni kl. 17.00. Biblíulestur verður í Safnað- arheimili á mánudag kl. 20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Hjónanámskeið í dag frá 10.00 til 17.00. Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Vakningasamkoma kl. 15.30 á sunnudag. Ræðu- maður Rúnar Guðnason. Bibl- íulestur kl. 20.00 á miðviku- dag, eldrisamvera kl. 16.00 á fimmtudag, Kristileg krakka- samtök kl. 17.15 og bæna- samkoma kl. 20.30 á föstu- dag. KAÞÓLSKA KIRKJAN; Eyr- arvegi 26, messa kl. 18.00 á laugardag og sunnudag kl. 11.00. Landpóstar gagnrýna útboðsstefnu Pósts og síma á landpóstaleiðum t||boð stöð>|gjð með- an málið er skoðað Viðbót við flugstöð STARFSMENN bygginga- fyrirtækisins Hyrnu byijuðu í vikunni að steypa upp viðbygg- ingu við flugstöðina á Akur- eyrarflugvelli, en félagið átti lægsta tilboð í verkið, um 21 milljón króna. Órn Jóhannsson hjá Hyrnu sagði að þeir yrðu að fram á vorið, en þá á húsið að vera tilbúið undir tréverk. Viðbót- arbygging við flugstöðina bæt- ir mjög alla aðstöðu á Akur- eyrarflugvelli. Flugstöðin er gömul og fyrir löngu of lítil en þar er oft set- inn Svarfaðardalur einkum í tengslum við sívaxandi beint flug frá útlöndum. MARGIR þingmenn hvöttu til þess á Alþingi á mánudag að málefni landpósta verði tekin til sérstakrar skoðunar en landpóstar kvarta sáran yfir samskiptum sínum við Póst- og símamálastofnun í kjölfar þess að farið var að bjóða út land- póstaleiðir fyrir tveimur árum. Bæði samgönguráðherra og for- maður samgöngunefndar Alþingis sögðu að málið yrði kannað og verða útboð leiðanna stöðvuð á meðan. Félag íslenskra landpósta hefur sent samgöngunefnd Alþingis greinargerð þar sem kemur fram landpóstar búi við öryggisleysi í starfi sínu og þeir hafi ekki áunn- ið sér ýmis félagsleg réttindi sem aðrir launþegar hafa. Vaðið áfram Póst- og símamálstofnun fékk leyfi samgönguráðherra fyrir tveimur árum til að bjóða út. tvær til fjórar landpóstaleiðir í tilrauna- skyni. í greinargerðinni segir að P&S hafi algerlega brotið það lof- orð að engum fastráðnum land- pósti yrði sagt upp störfum. Stofn- unin hafi vaðið áfram með útboð og ekki hikað við að segja upp landpóstum sem hafi þjónað stofn- uninni í 10-20 ár. Lægstu tilboðum í leiðimar hafí verið tekið og einum landpósti hafi orðið að hafna eftir mánaðarstarf. Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf umræðu um málið utan dagskrár á Alþingi á mánudag og sagði að launakjör og réttindi landpósta væru mjög slæm því þeir væru ekki ríkis- starfsmenn heldur verktakar. Þá hefði Póstur og sími sett ýmis aukaverk á þá án þess að bjóða þeim bætt kjör. Þar væri um að ræða pakkaflutning frá fyrirtækj- um, lyf og nú síðast birtingarvott- orð sem hingað til hefur verið hlut- verk stefnuvotta eða hreppstjóra. Guðni sagðist hiklaust telja að landpóstar ættu inni greiðslur fyr- ir þessi störf, því Pósti og síma væri væntaillega greitt fyrir óm- akið. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði það ótvírætt að þeir flutningar sem Guðni nefndi féllu undir almenna þjónustu P&S. Þá hefði P&S ekki ávallt tekið lægsta, tilboði í landpóstaleiðir. En Halldór sagðist síður en svo vera andvígur því að þessi mál yrðu tekin til endurskoðunar og sjálfsagt væri að verða við þeirri beiðni að stöðva útboð á landpóstaleiðum á meðan. Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks ög formaður samgöngunefndar Alþingis, sagði að nefndin myndi fara yfir málið í framhaldi af erindi Félags land- pósta og leita upplýsinga frá Pósti og síma og senda samgönguráð- herra greinargerð í kjölfarið. Margir þingmenn lands- byggðarkjördæma, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, hvöttu sam- gönguráðherra til að láta þetta mál til sín taka og bæta stöðu og hag landpósta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.