Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 20

Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 20
20 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 EVROPA MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Mikið saltað í Nes- kaupstað og á Höfn SÍLDARSÖLTUN á vertíðinni hef- ur gengið vel í haust. Alls hafði verið saltað í 107.000 tunnur í upphafi vikunnar. Mest hafði þá verið saltað af einstökum fyrir- tækjum hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, um 29.000 tonnur, en af einstökum stöðum hafði mest verið saltað á Hornafirði, í 29.120 tunnur. Það er Síldarútvegsnefnd, sem tekur saman upplýsingar af þessu tagi vikulega. 12% af söltun síðasta árs Samkvæmt samantekt Síldarút- vegsnefndar nam heildarsöltun á sama tíma í fyrra 56.707 tunnum, en þá var alls saltað í 95.624 tunn- ur. Söltunin nú er því þegar orðin 12% en heildarsöltunin í fyrra. Samkvæmt yfirliti Samtaka fiskvinnslustöðva vantaði því um 27.000 tonn upp á að kvótinn væri fullnýttur. Langt er komið með að frysta og salta upp í samn- inga, en ekki mátti þó bræða meira en um 16.000 tonn frá og með upphafi vikunnar, ætti að fást næg síld til söltunar og frystingar. Norðmenn um 105.250 tonn af frystri síld á síðasta ári og 10.700 tunnur af saltsíld. Mest af frystu síldinni fór til Póllands, þar sem hún er meðal annars þídd upp og söltuð. Um 40% af norsku saltsíld- inni fóru til Svíþjóðar. Hér fer á eftir yfirlit Síldarút- vegsnefndar yfir þá staði, þar sem mest hefur verið saltað af síld: Síldarsöltunin Síld Samtals önnur en flök Flökuð síld tunnur Vopnafjörður 3.837 173 4.010 Seyðisfjörður 14.412 0 14.412 Neskaupstaður 19.374 9.601 28.975 Eskifjörður 6.665 5.658 12.323 Reyðarfjörður 3.132 0 3.132 Breiðdalsvík 1.052 0 1.052 Djúpivogur 3.663 1.091 4.754 Hornafjörður 22.115 7.005 29.120 Vestmannaeyjar 3.392 2.957 5.449 Grindavík 422 2.535 2.957 Akranes 895 0 895 Samtals tunnur 78.959 28.120 107.079 Coldwater verðlaunað COLDWATER Seafood Corp. dótt- urfyrirtæki SH í Bandaríkjunum, er eitt þeirra fyrirtækja, sem nú hafa hlotið sér stök verðlaun fyrir mark- aðssetningu sjávarafurða þar vestra. Það er sjávarafurðatímaritið Seafood Business, sem nú veitti verðlaun af þessu tagi 10 árið í röð. Coldwater hefur áður unnið til þessara verðlauna. Nú hlaut Coldw- ater viðurkenningu fyrir markaðs- etningu á „sjávarafurðasaltati í brauðmylsnu" (Breaded Seafood Salads). Um er að ræða fimm teg- undir af sjávarafurðasalati, Waldorf Salad De Mar, Ceasar Seafood Salad, Santa Fe Seafood Salad, Antipasto Seafood Salad og Pesto Pesce Salad. Til að ljðka fyrir markaðssetningu þessara afurða voru sérstök upp- skriftakort gefin út og opnað grænt símanúmar, þar sem gefnar voru uppskiftir og upplýsingar um afurð- imar. Fimm mánaða markaðsátak jók söluna um 16%. Tímaritið veitir einnig innflytjendum, smásölum og örðum markaðsgeirum viðurkenn- ingar og nú fékk útflutningsráð sjáv- arafurða í Noregi viðurkenningu fyr- ir markaðskynningu á norskum þorski. Faxafeni v/Suðurlandsbraut, sínii 686999 Leiðtognm A- Evrópu ekki boðið til Essen Brussel. The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Austur-Evrópuríkj- anna, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, eru mjög sárir yfir að hafa ekki verið boðnir á leið- togafund ESB í Essen í Þýskalandi í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum innan ESB er helsta ástæða þess að leiðtogum Tékklands, Ungveijalands, Póllands, Slóvakíu, Búlgaríu og Rúmeníu var ekki boðið, það hversu hægt miðar með afgreiðslu aðildarumsókna þeirra. Það væri hreinlega „neyðar- legt“ fyrir sambandið ef austur-evr- ópsku leiðtogarnir kæmu til Essen. Þjóðveijar höfðu gert sér vonir um að þeir gætu lokið formennsku sinni í ráðherraráðinu með fundi þar sem ljóst værí að aðild þessara ríkja væri yfirvofandi. Var meðal annars rætt um að samþykkja fasta tímaáætlun varðandi aðildarviðræðurnar. Sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn með- al annarra aðildarríkja. Frakkar eru til að mynda mjög uggandi vegna stækkunar banda- lagsins. Óttast þeir að þegar stórt landbúnaðarríki á borð við Pólland fái aðild muni það annað hvort þýða endalok eða gjaldþrot hinnar sameig- inlegu landbúnaðarstefnu. Þar sem slíkt myndi hafa bein áhrif á franska bændur forðast franskir stjórnmálamenn umræðu um málið fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. A -Evrópuríkin eru mjög óánægð með hvemig miðar í samskiptunun- um við ESB. Þrátt fyrir að fríverslun- arsamningar hafi veríð gerðir við þau öll eru landbúnaðarafurðir undan- skildar. „Við höfum fengið fríverslun með ofurtölvur og gervitungl en erum útilokaðir frá öllu sem við get- um hagnast á. Er nema von að við- skiptajöfnuður okkur gagnvart ESB fari stöðugj; versnandi," sagði fyrrum ráðherra í Póllandi. Pólverjar eru æfir yfir því að jafn- vel „garðálfar" eru skilgreindir sem „viðkvæm vara“ sem ekki má flytja út til Vesturlanda. Leiðtogum ríkjanna hefur verið boðið að sækja leiðtogafund ESB næstkomandi júní í Cannes í Frakk- landi. ítalir sækja ekki um styrki • ÍTALÍR eru eina ESB-þjóðin sem ekki hefur sótt um aðstoð úr þróunarsjóðum sambandsins. Búið var að leggja til hliðar 2,6 trilljón- ir Iíra til handa fátækum svæðum á Suður-Italíu en enginn beiðni um styrkveitingu hefur borist. • ÞJÓÐVERJAR áttu mest við- skipti við önnur ESB-ríki á fyrstu sex mánuðum þessa árs. I frétt í Siiddeutsche Zeitung í gær kemur fram að 46,5% útflutnings þeirra hafi farið til annarra ríkja Evr- ópusambandsins. Þá kemur einnig fram i blaðinu að verð á þýskum Iandbúnaðarafurðum hafi lækkað um 1,9% á öðru ársfjórðungi þessa árs. ' • EIN af röksemdum andstæð- inga ESB-aðildar í Noregi er að ESB sé fjandsamlegt dýrum. ESB- andstæðingar efndu til fundar framan við Stórþingshúsið í Ósló í vikunni og á spjöldum þeirra stóð að miðstýring landbúnaðar- kerfisins myndi koma niður á að- stæðum húsdýra. Jafnframt myhdi lækkun matvælaverðs þýða meiri eftirspurn og þess vegna drápá fleiri dýrum. • ÞÓTT alþýðusamband Noregs, LO, hafi formlega tekið afstöðu gegn ESB-aðild, hafa formenn ýmissa landssambanda stéttarfé- laga lýst yfir stuðningi sínum við aðild. Þetta er talið styrkja stöðu Úrslit nýjustu skoðana- kannana um stuðning við ESB-aðild í Noregi Kosið verður 28. nóvember Scan-Fact, Gallup, 24. nóv. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra og formanns Verka- mannaflokksins, en ákvörðun LO varáfall fyrir hana á sínum tíma. • ÁFORM ESB um að setja kvótí á sjónvarpsefni frá ríkjum utan sambandsins sæta nú gagnrýni einmitt þeirra fyrirtækja, sem ætlunin er að vernda með aðgerð- unum. Hafa fyrirtækin Bertels- mann AG og Polygram látið í ljós áhyggjur af því að þessi vernd kunni að verða til þess að dragi úr fjárfenstingum í greininni. Breskir þingmenn óánægðir með rúmar áfengisreglur BRESK þingnefnd gagnrýndi í gær harðlega reglur þær sem gilda innan Evrópusambandsins um áfengis- og tóbaksinnflútning einstaklinga milli landa. Telur nefndin þær of rúmar. Samkvæmt reglunum getur fjögurra manna bresk fjölskylda komið heim með um 920 vínflöskur og fjögur þúsund vindlinga úr fríinu í Frakk- landi án þess að greiða nein gjöld, ef það er til einkaneyslu. Hefur þetta leitt til mjög tíðra ferða Breta yfir Ermarsund þar sem áfengi og tóbak er ódýrara en í Bret- landi. Þingnefndin segir hinar rúmu reglur vera hvatningu til innflutnings á þessum vörum í stórum stíl hvort sem að það sé til einkaneyslu eða ólöglegrar endursölu. Hvatti hún til að heimildimar yrðu þrengdar og að ferðamenn yrðu að geta sannað að vörumar væru ætlaðar til einka- neyslu. Breskir áfengisframleiðendur, krá- areigendur og tóbaksfyrirtæki eru mjög óánægð með þróunina og segj- ast hafa misst gífurleg viðskipti yfir til stónnarkaða í frönskum hafn- arborgum á borð við Calais vegna hins innri markaðar ESB. Samtök tollvarða segjast telja að varlega áætlað verði bresk stjómvöld af 150 milljónum punda í opinberum gjöldum á ári vegna þessa innflutn- ings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.