Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter „Leigubílastríð“ í SUÐUR-Afríku geisar blóðugt stríð á milli leigubílstjóra, sem berjast um viðskiptin með því að vega hver annan og stundum far- þegana líka. í bænum Hamman- skraal skammt frá Pretoríu féllu fimm menn í gær í átökum af þessu tagi en að minnsta kosti 30 menn háfa fallið á árinu. Var þá meðal annars kveikt í þessari smárútu. Engin skýring á ung- mennamorði í Svíþjóð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ENGIN skýring hefur komið fram á því hvers vegna tveir bræður, sextán og sautján ára, drápu fímmt- án ára félaga sinn í sænska bænum Bjuv á sunnudagskvöldið. í fréttum hefur komið fram að bræðumir hafí talað um það undanfama mán- uði að drepa drenginn, sem þeir þekktu, en umgengust ekki mikið. í hominu á skólalóðinni, þar sem lík hins fimmtán ára drengs fannst liggja blómavendir innanum logandi kerti. Piltinum virðist hafa verið ráðinn bani með steini og var and- lit hans svo illa skaddað að nokk- um tíma tók að bera kennsl á líkið. Foreldrar hans eru skildir þegar hann kom heim til hvorugs þeirra á sunnudagskvöldið, hélt hvort um sig að hann væri hjá hinu. Líkið fannst svo á mánudagsmorgun og vom bræðumir þá settir í gæslu- varðhald vegna gruns um morðið. Svo virðist sem bræðumir hafi rætt í nokkra mánuði um að drepa piltinn og meðal annars reynt að kaupa byssu til ódæðisins. Haft er eftir skólastjóra skólans, þar sem drengimir þrír vom við nám, að þeir hefðu allir verið venjulegir drengir frá venjulegum heimilum. Sænskir læknar og skólafólk, sem rætt hefur verið við em sam- mála um að ofbeldi fari vaxandi meðal ungmenna og umgengnis- venjur gerist harðneskulegri. Andstæðingar Johns Majors hugsa honum þegjandi þörfina Undirbúa kröfu um nýtt leiðtogakj ör London. The Daily Telegraph, Reuter. ÖRUGGT má heita, að John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hans beri sigur úr být- um í atkvæðagreiðslunni á mánu- dag um aukin framlög til Evrópu- sambandsins, ESB. Evrópuand- stæðingarnir í íhaldsflokknum kæra sig ekki fremur en aðrir íhaldsmenn um kosningar nú eins og Major hótar verði frumvarpið fellt en þeir em ævareiðir vegna hótunarinnar og hyggja á hefndir. Segjast þeir vera nálægt því að tryggja sér stuðning 34 þing- manna, tíunda hluta þingflokks- ins, sem þarf til að krefjast nýs leiðtogakjörs, og em fréttir um, að hugsanlega muni Norman Lam- ont, fyrrverandi fjármálaráðherra, bjóða sig fram gegn Major. Þessar væringar í íhaldsflokkn- um, svo alvarlegar sem þær em, eru þó líklega aðeins forsmekkur- inn af því, sem koma skal þegar Evrópusambandsríkin taka Maastricht-samninginn til endur- skoðunar 1996. „Það er líklegt, að nú komi til mótframboðs gegn Major,“ sagði einn Evrópuandstæðinganna, þingmaðurinn Bill Walker, í gær og þingmaðurinn Iain Duncan sagði, að Major myndi fá að gjalda þess að neyða Evrópuandstæðing- ana til að samþykkja aukin fram- lög til ESB. Er Norman Lamont nefndur sem hugsanlegur mótframbjóð- andi gegn Major þótt hann segist JOHN Major ásamt Normu, eiginkonu sinni. sjálfur ekki hafa neitt slíkt á pijón- unum. 1922-nefndin íhaldsflokkurinn hefur aðeins 14 sæta meirihluta á þingi og því taldi Major að ekki væri um annað að ræða en lýsa yfír, að atkvæða- greiðslan um ESB-frumvarpið væri jafnframt traustsyfírlýsing á stjómina. Samþykktu allir ráð- herramir að segja af sér yrði fmm- varpið fellt og boða til nýrra kosn- inga. Þeim myndi flokkurinn ör- ugglega tapa. A fímmtudag vann Major mikil- vægan sigur í stríðinu við ESB- andstæðingana þegar stuðnings- maður hans, Sir Marcus Fox, stóðst áhlaup ESB-andstæðings- ins Sir Nicholas Bonsors á form- annsembættið í hinni áhrifamiklu 1922-nefnd. Sér hún um mál, sem snerta leiðtogakjör í flokknum, og til hennar verða ESB-andstæðing- ar að snúa sér fyrir nk. miðviku- dag ætli þeir sér að skora Major á hólm. í gær hafði Fox ekki fengið neitt erindi þess efnis og hann gerði lítið úr möguleikum ESB- andstæðinga á að fá nógu marga til að krefjast leiðtogakosninga. Hæðast að Lamont Stuðningsmenn Majors gera heldur ekki mikið úr hugsanlegu framboði Norman Lamonts gegn forsætisráðherranum. „Norman „vonlausi“ á ekki minnstu mögu- leika,“ sagði Terry Dicks, stuðn- ingsmaður Majors, og bætti því, að forsætisráðherrann ætti að beija niður andstöðuna innan flokksins með harðri hendi. „Það, sem hann ætti að gera, er að gefa þessum mönnum vel úti látið spark í afturendann og koma þeim í skilning um, að þeir eigi ekki heima í flokknum." Ríkisstjórn íhaldsflokksins var hætt komin í júlí 1993 þegar deilt var um staðfestingu Maastricht- samningsins og hann verður endurskoðaður 1996. Þá verða ESB-andstæðingamir annaðhvort að hrökkva eða stökkva og hugs- anlega eru deilurnar nú eins og lítill gustur miðað við storminn, sem þá mun bresta á. Þingmaðurinn Alessandra Mussolini hefur enn á ný beint athyglinni að fjölskyldu afa síns London. The Daily Telegraph. ALESSANDRA Mussolini, þingmaður nýfas- ista á ítalska þinginu og sonardóttir Benitos Mussolini, tilkynnti fyrir skömmu að hún væri bamshafandi. Víst er að eignist hún dreng, fær hann nafnið Benito, enda hefur Alessandra minningu afa síns í heiðri. Hún hefur meira að segja bijóstmynd af honum í svefnherbergi sínu. Þetta hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvað varð af öðmm meðlimum Mussolinifjölskyldunnar eftir að fjölskyldufaðirinn Benito var skotinn 28. apríl 1945 ásamt ástkonu sinni, Clöru Petacci. Mussolini átti fímm böm með eiginkonu sinni Rachele; Eddu, Vittorio, Bruno, Romano og Önnu Mariu. Þá átti hann nokkur böm með hinum fjölmörgu ástkonum sínum en lítið sem ekkert er vitað um þau. Árið 1945 reyndi Rachele að flýja til Sviss en var tekin höndum og haldið í fangelsi í sjö mánuði. Eftir að hún var látin laus, opn- aði hún, eins og svo margir ítalir, lítið hótél og matsölustað í Carpena, skammt frá Rim- ini. Á matseðlinum var boðið upp á rétti á borð við Svartstakkaspagetti og Benitobuff. Varð staðurinn fljótlega nokkurs konar helgi- staður fasista. Matsölustaðurinn naut þó ekki meiri vin- sælda en svo, að árið 1968 óskaði frú Mussol- ini eftir því að ríkið greiddi henni eftirlaun, þar sem maður hennar hefði starfað fyrir hið opinbera í rúm tuttugu ár. Hún fékk greitt sem svarar tveimur milljónum kr. og 24.000 kr. á mánuði. Hún lést árið 1979, 83 ára. Flug og jass Tvö barna Mussolinis dóu ung. Bruno, sem erft hafði flugáhuga föður síns, fórst með sprengjuflugvél sinni árið 1941. Anna Maria, sem fékk lömunarveiki er hún var barn, gift- ist síðar sjónvarpsþul og eignaðist með hon- um tvær dætur. Hún lést árið 1968. Faðir Alessöndru, er Romario, 67 ára, yngsti sonur Benitos. Móðir hennar er Maria Scicolone, systir Sophiu Loren. Romario hef- ur engan áhuga á stjómmálum en hlaut tón- listaráhugann í arf frá föður sínum, sem lék á fíðlu, og er hann jasstónlistarmaður. Sagt Hvað varð um afkomendur Mussolinis? BRÚÐKAUP Eddu Mussolini og Gale- azzo Ciano greifa. Benito Mussolini Iét síðar taka greifann af lífi. hefur verið um Romario að hann sé jafngóður tónlistarmaður og faðir hans var síæmur. Romario skildi við móður Alessöndru á áttunda áratugnum, giftist fljót- lega aftur og eignaðist aðra dótt- ur, sem er lögfræðingur. Blaðamaður í S-Ameríku Elsti sonur Mussolinis er Vitt- orio, sem hafði mikinn áhuga á flugi eins og Bruno bróðir hans. Hann tók þátt í loftárásum sem gerðar voru á Abbyssiníu, er nú heitir Eþíópía, á ámnum 1935-37 og sagði það „góða skemmtun“ að varpa sprengjum á konur og börn. Hann var for- Alessandra Mussolini. MUSSOLINI-fjölskyldan 1930. Rachele með Önnu Mariu, Romano í fangi föður síns, Bruno, Edda og Vittorio. ingi í ítalska flughemum í heimsstyijöldinni síðari. Eftir að Mussolini var drep- inn, fór Vittorio huldu höfði, fékk sér gerviskegg og flúði til Suður-Ameríku. Komst hann um borð í skip sem var á Ieið til Úrúgvæ og komst til Argent- ínu á fölsuðu vegabréfí. Fljótlega komst upp um hann og í maí 1947 hafði The Daily Telegraph eftir honum að hann væri auralaus. Honum var leyft að dvelja áfram í landinu eftir að hafa greitt sekt og gekk í hin og þessi störf áður en hann gerðist blaðamaður, fréttaritari fasistablaðsins II Secolo d’Italia. Vittorio sneri aftur til Ítalíu árið 1959 þar sem hann var ákærður fyrir liðhlaup á stríðs- tímum en var sýknaður. Ástæða þess var sú að árið 1943 sneri hann ekki aftur úr leyfí, heldur fór á fund Adolfs Hitlers í Þýska- landi, til að biðja hann um að bjarga föður sínum. Hitler varð við þeirri ósk. Árið 1970 fluttist Vittorio aftur til Ítalíu, þar sem hann hefur búið síðan. Hann gaf út bók um konumar í lífi föðurs síns árið 1973. Vittorio er tvígiftur, á tvö börn og býr nú í Carpena. Hann er 78 ára og hefur látið nokkuð í minni pokann fyrir elli kerlingu. Dóttirin orðuð við Juan Peron forseta Argentínu Edda, elsta dóttirin, fæddist árið 1910. Hún giftist Galeazzo Ciano greifa, utanríkis- ráðherra í stjórn Mussolinis. Ciano sveik tendaföður sinn í valdaráni árið 1943 og þegar Mussolini komst aftur til valda með aðstoð Þjóðveija,'" fyrirskipaði hann að tengdasonurinn yrði tekinn af lífi. Edda fyrirgaf föður sínum aldrei og hún giftist ekki aftur. Hún var þó orðuð við Juan Peron, forseta Argentínu. Edda á þijú börn, tvö eru enn á lífi. Hún á við áfengisvanda að stríða. Hvað varð af auðnum? ítalir virðast ekki hafa lagt mikið hatur á afkomendur Benitos Mussolini. Raunar nýtur flokkurinn sem Alessandra Mussolini situr á þingi fyrir, meiri stuðnings en flokkur for- sætisráðherrans, Silvios Berlusconis. Skýringin á þessu er að hluta sú að ítalir báru ekki ábyrgð á Helförinni og Mussolini var ekki eins mikill gyðingahatari og Hitler. Ein eftirlætis ástkona hans var raunar gyð- ingur, Margherita Sarfatti. Þá var eina lífs- von gyðinga í Frakklandi í heimsstyijöldinni síðari sú að vera í suð-austurhéruðunum, sem ítalir réðu. Enginn veit hins vegar hvað varð af auðæfum Mussolinis. Fullyrt er að er hann náðist á flótta árið 1945, hafi hann haft meðferðis vagnfylli af gullstöngum. Ef litið er til þess hversu lítið böm hans hafa borist á, verður að teljast afar ólíklegt að þau hafi komist yfír nokkurn hluta auðæfanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.