Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 25 KRISTJANA Samper opnar sýningu í Spari- sjóði Reykjavíkur við Álfabakka á sunnudag. Kristjana Samper sýnir í SPRON í ÚTIBÚI Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis við Álfa- bakka 14 í Mjódd verður opnuð sýning á verkum Kristjönu Samper sunnudaginn 27. nóv- ember kl. 14. Kristjana stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1962-63, í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands á árunum 1974-79 og í Uni- versity of Arizona á árunum 1980-81. Kristjana hefur áður sýnt verk sín bæði hér heima og erlendis. Sýning Kristjönu í SPRON, Álfabakká, mun standa til 18. mars nk. og verður opin frá kl. 9.15 til 16 alla virka daga, þ.e. á opnunartíma útibúsins. Leiðsögn um sögusýninguna Leiðin til lýðveldis SÖGU SÝNINGU Þjóðminja- safns íslands og Þjóðskjala- safns íslands í gamla Morgun- blaðshúsinu í Aðalstræti 6 verður framhaldið til jóla. Á morgun, sunnudag 27. nóvem- ber, kl. 15 veita sérfræðingar leiðsögn um hana. Á sýningu þessari, sem er framlag safnanna beggja til hátíðahalda á afmælisári lýð- veldis á íslandi, er rakin saga sjálfstæðisbaráttunnar frá hugsjónastarfi Baldvins Ein- arssonar og Pjölnismanna fram til stofnunar lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Skjöl, munir og myndir eru sýnd í 17 afmörkuðum efnis- þáttum á tveimur hæðum hússins. Á fyrstu hæð þess er safnbúð Þjóðminjasafnsins þar sem til sölu eru ýmsar gjafa- vörur, bækur og kort. Sýningin og verslunin er . opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-17. Skúlptúr- sýningum að ljúka TVEIMUR sýningum í Lista- safni Kópavogs - Gerðarsafni lýkur nú um helgina. í vestursal safnsins sýnir Anna Sigríður Siguijónsdóttir 25 höggmyndir úr járni og steini. Verkin eru flest unnin á þessu ári og því síðasta. í austursal Gerðarsafns sýnir Anna Eyjólfsdóttir verk, sem unnin eru úr horðatrjám. Sýningamar eru opnar frá kl. 13-18 og lýkur þeim báðum á sunnudagskvöld. LISTIR Blásarakvintettinn í Listasafni Kópavogs BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur tónleika í Listasafni Kópavogs — Gerðarsafni sunnudaginn 27. nóvember kl. 16. Tónleikarnir koma í kjölfar skólatónleika í þessari viku, þar sem öllum grunnskólanemendum í Kópa- vogi hefur verið boðið að hlusta á tónlist og þeim sýnd hljóðfærin sem notuð eru. Blásarakvintettinn mun flytja tónlist eftir Hándel, Mozart, Hindemith, Berió og Gers- hwin. Kvintettinn skipa: Bern- harður Wilkinson á flautu, Daði Kolbeinsson á óbó, Einar Jóhannesson á klarinett, Jósef Ognibene á horn og Hafsteinn Guðmundsson á fagot. Laugardag og sunnudag Útisería, 40 ljósa m/spennubreyti margir litir Aðventuskreyting með 4 kertum risu ulu lrr qqq kr. 999 Kr* 999 Innisería, 20 ljósa margir litir kr. 299 Lærið réttu handtökin af fagfólki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.