Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 25 KRISTJANA Samper opnar sýningu í Spari- sjóði Reykjavíkur við Álfabakka á sunnudag. Kristjana Samper sýnir í SPRON í ÚTIBÚI Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis við Álfa- bakka 14 í Mjódd verður opnuð sýning á verkum Kristjönu Samper sunnudaginn 27. nóv- ember kl. 14. Kristjana stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1962-63, í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands á árunum 1974-79 og í Uni- versity of Arizona á árunum 1980-81. Kristjana hefur áður sýnt verk sín bæði hér heima og erlendis. Sýning Kristjönu í SPRON, Álfabakká, mun standa til 18. mars nk. og verður opin frá kl. 9.15 til 16 alla virka daga, þ.e. á opnunartíma útibúsins. Leiðsögn um sögusýninguna Leiðin til lýðveldis SÖGU SÝNINGU Þjóðminja- safns íslands og Þjóðskjala- safns íslands í gamla Morgun- blaðshúsinu í Aðalstræti 6 verður framhaldið til jóla. Á morgun, sunnudag 27. nóvem- ber, kl. 15 veita sérfræðingar leiðsögn um hana. Á sýningu þessari, sem er framlag safnanna beggja til hátíðahalda á afmælisári lýð- veldis á íslandi, er rakin saga sjálfstæðisbaráttunnar frá hugsjónastarfi Baldvins Ein- arssonar og Pjölnismanna fram til stofnunar lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Skjöl, munir og myndir eru sýnd í 17 afmörkuðum efnis- þáttum á tveimur hæðum hússins. Á fyrstu hæð þess er safnbúð Þjóðminjasafnsins þar sem til sölu eru ýmsar gjafa- vörur, bækur og kort. Sýningin og verslunin er . opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-17. Skúlptúr- sýningum að ljúka TVEIMUR sýningum í Lista- safni Kópavogs - Gerðarsafni lýkur nú um helgina. í vestursal safnsins sýnir Anna Sigríður Siguijónsdóttir 25 höggmyndir úr járni og steini. Verkin eru flest unnin á þessu ári og því síðasta. í austursal Gerðarsafns sýnir Anna Eyjólfsdóttir verk, sem unnin eru úr horðatrjám. Sýningamar eru opnar frá kl. 13-18 og lýkur þeim báðum á sunnudagskvöld. LISTIR Blásarakvintettinn í Listasafni Kópavogs BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur tónleika í Listasafni Kópavogs — Gerðarsafni sunnudaginn 27. nóvember kl. 16. Tónleikarnir koma í kjölfar skólatónleika í þessari viku, þar sem öllum grunnskólanemendum í Kópa- vogi hefur verið boðið að hlusta á tónlist og þeim sýnd hljóðfærin sem notuð eru. Blásarakvintettinn mun flytja tónlist eftir Hándel, Mozart, Hindemith, Berió og Gers- hwin. Kvintettinn skipa: Bern- harður Wilkinson á flautu, Daði Kolbeinsson á óbó, Einar Jóhannesson á klarinett, Jósef Ognibene á horn og Hafsteinn Guðmundsson á fagot. Laugardag og sunnudag Útisería, 40 ljósa m/spennubreyti margir litir Aðventuskreyting með 4 kertum risu ulu lrr qqq kr. 999 Kr* 999 Innisería, 20 ljósa margir litir kr. 299 Lærið réttu handtökin af fagfólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.