Morgunblaðið - 26.11.1994, Side 27

Morgunblaðið - 26.11.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 27 LISTIR Ovenjulegnr kvartett TONLIST llljómdiskur CLUSTER ENSEMBLE Mikael Helasvuo, flautur, Pekka Savijoki, saxófónar, Jukka Savijoki, gítar, Timothy Ferchen, slagverk. ONpiNE digital ODE 808-2, dreifing Japis. HÉR ER um að ræða hljómdisk sem rík ástæða er til að vekja at- hygli á. Cluster Ensemble er mjög svo óvenjulegur kvartett — ekki vegna þess að hann flytur nútímatón- list, heldur vegna hljóðfæraskipunar (flautur, saxófónar, gít- ar, slagverk), sem veld- ur því að mörg (kannski flest) verkanna á efnis- skrá kvartettsins eru beinlínis samin fyrir hann, og á því er ekki undantekning hér. Þessi finnski kvartett var stofnaður 1978 og hefur haldið konserta vítt og breitt um Skand- inavíu; í Hollandi, Bret- landi og Japan. Hljóð- færaleikaramir eru í einu orði sagt frábærir, enda „sólóistar" á sín Atli Heimir Sveinsson hljóðfæri, en sem einn maður í samleik. Tónskáldin sem eiga verkin á þessum hljóm- diski eru Miklós Maros (Clusters for Cluster), Jouni Kaipainen (Far from Home), Atli Heim- ir Sveinsson (Karin Mánsdotters vaggvisa för Erik XIV), Usko Meriláinen (Simultus for four), Erik Berg- man (Mipejupa) og Ka- ija Saariaho (Adjö). Ég ætla mér ekki þá dul að fara hér í tónfræði- legar vangaveltur (enda stórhættu- legtí), tónlistin er býsna dæmigerð fyrir það sem var að gerast „á fremstu víglínu" eftir seinna stríð og fram á okkar daga — svosem margumræddur „minimalismi", „ser- ial“-tónlist, en þó fyrst og síðast hljómstúdía og pælingar um kyrr- stöðu og hreyfmgu, oft út frá ströng- um forsendum. Oftast þykist ég samt fínna útúr slíkri músík hvort hún er skandinavísk eður ei, og svo er einn- ig að þessu sinni. Miklos Maros, sem fæddur er Ungverji en býr og starfar í Finnlandi, iðkar hér einhvers konar minimalisma með skemmtilegum árangri, og kannski mætti heimfæra verk Kaipainens að einhveiju leyti undir serial-músík í nokkuð frjálsleg- um og skáldlegum anda. Verk Atla Heimis (frá 1979) er byggt um ljóðl- ínur eftir Z. Topelius (Sofðu, storm- hrakta hjarta, sofðu -), þar sem tón- ar og orð tvinnast saman í hljómvoð sem ofin er úr „statískum" þáttum og hreyfingu — með næstum ex- pressionískum áhrifum. Fallegt verk og sterkt í mjög góðum flutningi sópransöngkonunnar Eevu-Liisa Sa- arinen. — Ek. „smáfuglaleikur", stundum nokkuð æsilegur, á takt- föstum — en „statískum" — grunni einkennir verk Meriláinen meðan Erik Bergman .byggir á meira frelsi — og fer stundum geyst. Verk Kaiju Saariaho er samið fyrir sópran (Tu- ula-Maria Tuomela), flautu og gítar. Hér er allt þétt ofið, tónar og litir. Verkið hefst í angist og endar í lausn og gáttir standa opnar. Þetta er m.ö.o. hljómdiskur fyrir áhugafólk um nútímatónlist. Oddur Björnsson Lúðrasveit Reykjavíkur Aðventu- tónleikar í Ráðhúsinu LÚÐRASVEIT Reykjavíkur hefur staðið fyrir mánaðarleg- um fjölskyldutónleikum í Ráð- húsi Reykjavíkur á ári fjöl- skyldunnar. Sunnudaginn 27. nóvember verða þriðju fjöl- skyldutónleikarnir og verða þeir tileinkaðir bömum og öðru söngglöðu fólki. Börn úr Arbæjarskóla munu syngja, spila og „stjórna" hljómsveit- inni. Fjórðu fjölskyldutónleikar lúðrasveitarinnar á starfsárinu verða haldnir laugardaginn 4. desember og verða sérstakir aðventutónleikar. Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Hafnarfjarðar munu leika saman þekkt hátíðalög og jóla- lög. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Guðmundur Norðdahl. Báðir tónleikamir hefjast kl. 15. Aðgangur verður ókeypis og allir velkomnir. Ikonasýning í Hallgríms- kirkju KRISTÍN Gunnlaugsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á íkonum í Hallgrímskirkju á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 15:30. Sýningin er haldin í boði Listvinafélags Hallgríms- kirkju. íkon þýðir ímynd Guðs og eru íkonar trúarleg og guð- fræðileg list. Þeta em helgi- myndir málaðar á tré og verða íkonamálarar að styðjast við mjög ákveðnar reglur og lög- mál. íkonamálun lærði Kristín í klaustri Fransiskussystra í Róm, hjá systur Patriciu Pe- arce. Systir Patricia lést í des- embermánuði 1992 og tileinkar Kristín þessa sýningu minn- ingu hennar. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Henni lýkur 18. des- ember. Gallerí Greip Síðasta sýn- ingarhelgi Ingimars SÝNINGU Ingimars Ólafsson- ar Waage sem nú stendur yfir á Gallerí Greip lýkur á morgun sunnudag. Á sýningunni eru málverk og teikningar. FORM INNRÉTTINGAR Ný lína í innréttingum t»að má nota mörg orð til þess að lýsa FORM imiréttingum en sjón er sögu ríkari. FORM innréttingar eru umfram allt stílhreinar og vandaðar. Hvort sem þig vantar iimréttingar í nýiu íLniðina eða ætlar að endumýja þær gömlu átt þú erindi til okkar. Otal möguleikar í samsetningu eininga, allt; eftir óskum og aðstæðuin hvers og eins. ISLENSK FRANILEIÐSLA í glæsilegum sýningarsal að Smiðjuvegi ó, Kópavogi, má sjá nokkrar uppsettar FOR/V\ eldhúsinnréitingar, baðinnréttingar.og fataskápa. I tengslum við sýningarsalinn er húsgagnaverslun Tréforms hf en þar fæst úrval vandaðra húsgagna á góðu verði. INNRÉTTINGAR FORM innréttingar eru hannaðar af arkitektunum Birni Skaptasyni og Hildi Bjarnadóttur. Þau reka saman ATELIER teiknistofuna í Reykjavík. SmiSjuvegur 6, Kópavogur. Sími 44544 SÝNING UM HELGINA! OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG kl. 11-16 Gestum iboð/ð upp á rjúkandi RÍÓ kaffi og FRÓN kex og Egils appelsín og Freyju sælgæti fyrir börnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.