Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 31

Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 31 AÐSENDAR GREIINIAR frummælendur á lokuðum fundi Vinnuveitendasambands íslands og Verslunarráðs íslands 14. október sl. Þar voru saman komnir helstu forstjórar landsins, flestir úr Sjálf- stæðisflokknum. Samkvæmt heim- ildum undirritaðs var einn þeirra Vilhjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri Verslunarráðs og alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins. Vil- hjálmur er einnig varamaður í ut- anríkismálanefnd Alþingis, og hef- ur því verið bundinn trúnaði úm innihald skýrslunnar frá Sjávarút- vegsstofnun HÍ. Þar sém Einar hefur gagnrýnt það að skýrslurnar hafi verið kynntar á ráðstefnu Alþýðuflokks- ins, þá hlýtur hann að telja það ámælisvert að Vilhjálmur Egilsson ijúfi trúnað sinn og boði til leyni- fundar með helstu forstjórum landsins og taki þar sjálfur þátt í umræðum. Vilhjálmur hlýtur að fá bágt fýrir hjá flokksráðinu. Forsæt- isráðherra hefur lýst því yfir, með- al annars á Alþingi, að ekki eigi að ræða skýrslurnar fyrr en þær verði fullbúnar. Hann telur að ekki verði nein vitræn umræða um ESB fyrr en endanlegar skýrslur liggi fyrir. Það hefur þá varla verið nein vitræn umræða í gangi á leyni- fundi VSÍ og Verslunarráðs? Leynifundur Nú hefur það einnig verið upp- lýst að á meðan Einar K. Guðfinns- son var í þagnarbindindi vestur í Ósvör, var Davíð Oddsson á leyni- fundi með vini sínum Carl Bildt norður í Tromsö. Þar upplýsti ís- lenski forsætisráðherrann hinn nor- ræna kollega sinn um það að Evr- ópusinnar skyldu nú ekki útiloka að það kæmi ESB-umsókn frá ís- landi á næstunni. A blaðamanna- fundi sagði Davíð að það gæti vel verið að hann skipti um skoðun í ESB-málinu eftir svona tvö ár. A milli funda brá Davíð sér í mót- mælagöngu nei-hópsins í Noregi og lét Einar í Bolungarvík vita af því. Greinilegt er að Sjálfstæðis- flokkurinn vill banna alla umræðu um ESB. Þrátt fyrir að mikill meiri- hluti kjósenda flokksins sé hlynntur ESB-umsókn er málið viðkvæmt á landsbyggðinni, sérstakléga fyrir Einar K. Guðfinnsson. Hann er ekki að kalla eftir skýrslum HÍ til þess að kynna þær almenningi, heldur til þess að pukrast með þær í skúmaskotum. Sjálfstæðismenn gagnrýna Alþýðuflokkinn fyrir að beita sér fyrir opinni og skynsam- legri umræðu um ESB, en standa sjálfir fyrir lokuðum forstjórafund- um um sama málefni. Þannig hafa þeir ráðist að tjáningarfrelsi al- mennings, á sama tíma og formað- ur flokksins lofar ESB-umsókn á leynifundum í útlöndum. Hvílíkir þingmenn, hvílík flokksforysta, hvílíkur flokkur! Höfundur situr í framkvæmda- sljóra Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks ísiands. Bætt lífskjör til framtíðar Friðrik Sophusson MEÐAN fsland var bundið á klafa hafta, boða og banna ríktu um margt sérstök lögmál í efnahagslífi hér á landi. Þessi tími er sem betur fer liðinn. Nú ríkir frelsi á flestum sviðum við- skipta hér á landi líkt og í flestum helstu við- skiptalöndum okkar. í tíð núverandi ríkis- stjómar hafa mikilvæg skref verið stigin í átt til aukins fijálsræðis og opnari viðskipta við önnur lönd. Hér má nefna EES-samninginn við Evrópusambandið, nýtt GATT-samkomulag, frelsi í fiár- magnsviðskiptum við önnur lönd o.fl. 011 þessi atriði hafa leitt til þess að nú ríkja hér á landi sömu efna- hagslögmál og annars staðar. Þannig veldur samdráttur í framleiðslu hér innanlands minni hagvexti og skerð- ingu á kaupmætti þjóðarbúsins. At- vinna minnkar og atvinnuleysi eykst. Jafnframt minnkar káupmáttur al- mennings og telqur ríkissjóðs skreppa saman. Auknar atvinnuleys- isbætur og minni tekjur ríkisins hafa þannig óhjákvæmilega í för með sér aukinn halla á ríkissjóði, nema gripið sé til sérstakra ráðstafana. Á árunum 1990-1.993 einkenndist efnahagsástand á alþjóðavettvangi af stöðnun og jafnvel samdrætti. Verulega dró úr hagvexti í flestum ríkjum heims. I kjölfarið jókst at- vinnuleysi og halli á ríkissjóði fór vaxandi. Jafnframt fóru vextir hækkandi. Það er því ekki að ósekju að þessi vandamál hafa verið fyrir- ferðarmikil í efnahagsumræðu á al- þjóðavettvangi undanfarin misseri. Almenn samstaða um grundvallaratriði í hagstjórn Það sem vekur ef til vill mesta athygli í þessari umræðu er hversu sammála menn eru um grundvallar- atriði í hagstjóm, hvort sem um er að ræða fulltrúa svokallaðra hægri eða vinstri flokka. Menn eru sam- mála um orsakasamhengið, þ.e. að minni hagvöxtur valdi auknu at- vinnuleysi og meiri halla á ríkissjóði sem aftur leiði til hærri vaxta og dragi enn frekar úr fjárfestingum og hagvexti og koil af kolli. Almenn samstaða ríkir einnig um hvaða leiðir séu heppilegastar til þess að bregðast við þessum vanda- málum. Þetta kom glöggt í ljós á fundi Ijármálaráðherra Norðurlanda sem haldinn var fyrr í þessum mán- uði í Tromso. Ráðherrarnir voru allir sammála um að nú þegar rofaði til í efnahagsmálum væri meginvið- fangsefni hagstjórnar að nýta efna- hagsbatann til þess að draga úr halla ríkis- sjóðs. Það sé forsenda lægri vaxta, nýrrar fjárfestingar í atvinnu- lífinu og aukins hag- vaxtar og þar af leið- andi skilyrði fyrir auk- inni atvinnu og minnk- andi atvinnuleysi. Mikilvægt er að vekja enn og aftur at- hygli á þessum sjónar- miðum og þeirri al- mennu samstöðu sem ríkir um þau í efnahags- umræðu á alþjóðavett- vangi. Þetta eru sömu sjónarmið og núverandi ríkisstjórn hefur haft að leiðarljósi. Ríkisstjómin féllst á að tímabundinn útgjaldaauki og skattalækkanir væru réttlætanlegar til þess að greiða fyr- ir kjarasamningum á tímum sam- dráttar og stöðnunar í efnahagslíf- inu. Nú hefur rofað til og því er mikilvægt að.einbeita sér að því að ná niður hallanum á ríkissjóði. Ný vaxtarskilyrði hafa skapast Margt bendir til þess að nú hafi orðið ákveðin þáttaskil í efnahags- málum hér á landi. Langvinnt tíma- bil stöðnunar og samdráttar virðist að baki og framundan hillir undir hægfara efnahagsbata. Orsakir þeirra erfiðleika sem íslenskt efna- Langvinnt tímabil stöðnunar og samdrátt- ar virðist að baki, segir Friðrik Sophusson, og framundan hillir undir hægfara efnahagsbata. hagslíf hefur gengið í gegnum á þessu stöðnunartímabili eru margvís- legar. Til viðbótar við óhjákvæmilegar skerðingar á aflaheimildum bættist að um árabil hafði verið vanrækt að treysta undirstöður heilbrigðs at- vinnulífs. Ekki var hugsað nægilega um að bæta almenn rekstrarskilyrði atvinnulífsins heldur var áherslan um of á sértækum stuðningsaðgerðum við éinstakar atvinnugreinar og jafn- vel einstök fyrirtæki. Jafnframt tókst ekki að hemja verðbólguna og efna- hagslífið einkenndist af miklum óstöðugleika. Framleiðni - sem er undirstaða verðmætasköpunar - var því lítil. Forsendur varanlegs hag- vaxtar voru því einfaldlega ekki fyr- ir hendi. Þetta kom berlega í ljós þegar að kreppti í sjávarútvegi. Núverandi ríkisstjóm hefur gjör- breytt um stefnu. í stað forsjár- hyggju og ríkisafskipta hefur hún beitt sér fyrir margvíslegum aðgerð- um til þess að bæta almenn rekstrar- skilyrði atvinnulífsins. Hún hefur lækkað skatta atvinnulífsins og stuðlað að stöðugleika í efnahags- málum og jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Afgangur er á viðskiptajöfnuði . og erlend skuldasöfnun hefur verið stöðvuð. Vextir hafa lækkað og eru lægri en verið hefúr um árabil. Rekstrargrundvöllur atvinnulífsins hefur styrkst og störfum fer nú aftur fjölgandi, Jafnframt hafa ríkisútgjöld verið lækkuð verulega og heildar- skattbyrði er lægri en verið hefur síðan 1987. Á krossgötum íslenskt efnahagslíf stendur nú á krossgötum. Margt bendir til þess að langvinnt erfiðleikatímabil sé að baki og framundan efnahagsbati. Við þurfum að draga réttan lærdóm af reynslunni og treysta með öllum tiltækum ráðum þann árangur sem nú hefur -náðst. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum hverfa aftur til tíma óstöðugleika, óðaverðbólgu og erlendrar skulda- söfnunar. Við þurfum að horfa til framtíðar sem mun einkennast af vaxandi samkeppni. Til þess að standast þá samkeppni þarf íslenskt atvinnulíf að búa við svipuð og jafn- vel betri rekstrarskilyrði en erlendir keppinautar. Langvarandi halli á ríkissjóði hækkar vexti og í kjölfarið dregur úr fjárfestingu og hagvöxtur minnk- ar. Við þurfum að nýta efnahagsbat- ann til að minnka halla ríkissjóðs og snúa þessari þróun við. Skammtíma- hagsmunir verða að víkja fyrir mikil- vægari markmiðum til lengri tíma. Meginatriðið er að lækka erlendar skuldir, auka atvinnu og treysta var- anlegan hagvöxt. Það er forsendan fyrir bættum lífskjörum til framtíðar. Höfundur er fjármálaráðherra. ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. nóvember 1994 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir(grunnlífeyrir) 12.329 'h hjónalífeyrir 11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 22.684 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 23.320 Fleimilisuppbót 7.711 Sérstök heimilisuppbót 5.304 Barnalífeyrir v/ 1 barns 10.300 Meðlag v/1 barns 10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 1.000 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja bama 5.000 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða 15.448 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða 11.583 Fullur ekkjulífeyrir 12.329 Dánarbæturí8ár(v/slysa) 15.448 Fæðingarstyrkur 25.090 Vasapeningarvistmanna 10.170 Vasapeningarv/ sjúkratrygginga 10.170 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.052,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 526,20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri . 142,80 Slysadagpeningareinstaklings 665,70 Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri .. 142,80 Enginn tekjutryggingarauki er greiddur í september og eru bætur því lægri nú en í júlí og ágúst. ISLENSKT MAL Kominn er ég heill á húfi heim að dyrum; eftir það mig enginn spyr um. Þessa afhendingu orti Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum fyrir skemmstu (92 ára) heim kominn úr daglegri gönguför sinni um Bótina. Hvað er svo í raun að vera heill á húfi? sagði hann við mig, þegar við mætt- umst í Brekkugötunni. Og nú leitar umsjónarmaður í nýlega bók dr. Jóns G. Friðjónssonar, Mergur málsins, svo að allt sé hér á hreinu. Húfur er skipsbógur eða hlið skips. Að vera heill á húfi kem- ur fyrir í gömlu máli í merking- unni að vera óskaddaður. í Sörla sögu sterka segir: „Sigldi hann nú heim til Noregs og hitti brátt föður sinn, frændur og vini heila á húfi.“ Líkingin er sennilega dregin af mönnum sem bjargast höfðu úr sjávarháska. Skylt er þó að geta þess, að afbrigðið að vera heill á hófi kemur einn- ig fyrir. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 772. þáttur og nú eru ekki svo fátíð meðal enskumælandi manna kvenheit- in Faith (= trú), Hope (= von) og Charity (= kærleikur). Svo heita t.d. þríburar enskir, og eru þær konur nú mjög aldri orpnar. Eg er að velta því fyrir mér hvort kvenmannsnafnið Frið- semd hafi verið búið til í Kjósar- sýslu á 17. öld. Ekkert dæmi er um nafnið fyrr en í manntalinu 1703, en hins er að gæta, að fyrir daga manntala og kirkju- bóka var kvenna sjaldnar getið í skráðum heimildum en karla. En hvað um það. Árið 1703 var Friðsemd Einarsdóttir, 35 ára húsfreyja í Gufuneskoti, ein síns nafns í heiminum. Þetta sérkennilega nafn lifði svo á suðvestanverðu landinu og lifir enn. í þjóðskránni 1990 eru níu. Mig minnir að ein þeirra sé Frið- semd Thorarensen, ung afreks- kona í fijálsíþróttum. Þögnin er best. Þarf maður nokkuð að segja? Menn biðja ekki um frest, búinn er sérhver að deyja. Hvaðeina sést, þó langt sé frá landi til eyja. (Þetta er þú lest, alstaðar garmarnir geyja.) (Fannst í rusli, höf. óþekktur, en sagðist hafa verið að „reyna að stæla B. Th.!“.) ★ Fátítt var það hérlendis, að hugtakaheiti væru gerð að skírnarnöfnum. En forfeður okkar tóku þó við latnesku nöfn- unum Fídes og Karítas = trú og kærleikur. Vonin (Spes) fékk að fljóta með í sögum. Englend- ingum var tamara að þýða þetta, Hlymrekur handan kvað: Hindústan heitir víst ríki harla fá eru þar síki, sjaldgæfar mýrar og svarðlendur rýrar. Það er hálent í Hindústanríki. ★ Elsa E. Guðjónsson hélt að í fyrra hefði verið kveðið niður hið leiðinlega og óíslenskulega slagorð: íslenskt, já takk, en nú hljómar það með endurnýjuð- um krafti. Elsu þykir framtakið gott, en orðalagið óviðkunnan- Iegt. Hún vill miklu heldur: ís- lenskt að sjálfsögðu eða ís- lenskt auðvitað. Umsjónarmaður man til þess að hann studdi hið síðara í fyrra og hefur ekki skipt um skoðun. En erfitt mun að breyta þessu héðan af. Fréttamaður komst að orði á þessa leið: Hann tók ekki dýpra í árinni en svo að segja, að bylt- ing hefði orðið ... Hér átti annaðhvort að vera: Hann tók ekki grynnra í árinni en svo... eða: Hann tók svo djúpt í árinni að segja o.s.frv. Sýnu alvarlegri er þó sú sljóa málkennd sem fram kemur í eftirfarandi setningu úr útvarps- fréttum: „Ekki allir atvinnurek- endur vilja styðja þennan mál- stað.“ Þarna er rétt orðaröð: Ekki vilja allir atvinnurekend- ur eða Atvinnurekendur vilja ekki allir o.s.frv. Enda þótt orðaröð í íslensku sé býsna fijáls, er hægt að fara yfir mörk- in. Við getum ekki sagt: *Ég ekki vil þetta. Þarna þarf annað- hvort að vera Ég vil þetta ekki eða (og þá ef til vill með öðrum hljóm) Ekki vil ég þetta. Sú brenglaða orðaröð, sem dæmi var tekið af hér, er líklega aðkomin, og þarf að bregða við hart, áður en þetta nær að spilla útfrá sér. Sjá t.d. The Econom- ist, nr. 7886: „Not everyone has agreed with Bagehot." Skilríkir menn hafa sagt mér að á einhverri útvarpsstöð, lík- lega Bylgjunni, hafi verið sagt frá því að ógæfusöm kona í Bandaríkjunum og ekki sann- sögul, hafi fallið „á lyijaprófi". í annan stað las glöggur maður í blaði að „þrumu hefði slegið niður“. Þetta þótti okkur um- hugsunarefni. Við vitum að eld- ingu getur slegið niður og mér getur slegið niður, ef ég rýk t.d. of snemma á fætur úr flensu. En getur þrumunni slegið niður? Auk þess „skuku“ jarðhræring- ar Grindavík „í gærnótt". (Stöð II, 11. nóv.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.