Morgunblaðið - 26.11.1994, Side 32

Morgunblaðið - 26.11.1994, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ 82 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 AÐSEIVIDAR GREIIMAR Otrúleg skammsýni - eða bamaskapur forystu flokksins „Bara eitt atkvæði 1 Brussel,“ segir sjávarútvegsráðherra ÞEGAR úslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar í Svíþjóð um aðild að ESB lágu fyrir, kom sj ávarútvegsráðherra íslands, Þorsteinn Pálsson, fram í ríkis- sjónvarpinu og sagði: „Þessi niðurstaða breytir engu varðandi þá spurningu hvort við Islendingar eigum að leita eftir umsókn að ESB eða ekki. Fyrir mér er málið afskap- lega einfalt, þetta er spurningin um eitt at- kvæði í Brussel eða afsal á fískimiðunum í kringum landið.“ Þannig svarar sjáv- arútvegsráðherra íslands, þegar hann er spurður um eitt mikilvæg- asta málefni íslendinga í dag. Þetta er hið dæmigerða svar Sjálfstæðis- flokksins þegar fjallað er um ESB. Hjá þessum stærsta stjórnmála- flokki landsins er þetta mál ekki einu sinni á dagskrá. Hvað er að hjá þessum flokki? Menn hljóta að velta því fyrir sér hvað vakir fyrir forystu Sjálfstæðis- flokksins í ESB málinu. Formaður flokksins, Davíð Oddsson forsætis- tH’áðherra hrekst í þessu máli fram og aftur. Satt best að segja er ekki heil brú í málflutningi hans. Hann hefur þó lengst af hamrað á því að ESB-málið sé ekki á dagskrá. Hvað þýðir þessi dæmalausi frasi? í mínum huga hlýtur hann að þýða þá dapur- legu staðreynd, að forysta Sjálfstæð- isflokksins vill einfaldlega ekki leyfa þjóðinni að kjósa um það, hvort hún telur hugsanlega samninga, sem ef til vill nást við ESB, nægilega góða fyrir okkur. Við megum ekki einu sinni ræða það, hvort við eigum að sækja um aðild, til þess eins að kanna hverra kosta er völ fyrir okk- ur. Þetta er allt traustið sem forysta Sjálfstæðisflokksins ber til þjóðar- Jnnar. Hvað er að í Sjálfstæðis- "flokknum? Það hlýtur að enda með átökum Margir sjálfstæðismenn, einkum menn úr atvinnulífínu, eru farnir að hundskammast sín sín fyrir forystu flokksins. Sögur eru sagðar af ýms- um leynifundum sjálfstæðismanna þar sem stöðugt fleiri og fleiri hvetja mjög til þess að íslendingar sæki formlega um aðild að ESB. Á þess- um leynifundum er harkalega deilt á forystu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og hún sökuð um vinguls- hátt og þröngsýni. Margir hafa sagt, að afstaða for- ^,ystu Sjálfstæðisflokksins í ESB-mál- inu sé í sjálfu sér alveg eins fálm- kennd og ruglingsleg eins og þegar umræðan byrjaði um EES-samning- inn. Þá hafi forystan verið á móti samningnum á meðan flokkurinn var utan stjórnar, en eftir að Alþýðu- flokkurinn hafði komið vitinu fyrir forystu flokksins í núverandi ríkis- stjórn, söðlaði hún um og sam- þykkti samninginn. Athafnamenn í Sjálfstæðisflokkn- um munu ekki ætla sér að láta for- ystu flokksins komast upp með að þvælast öllu lengur fyrir í þessu *'máli og því mun sverfa til stáls inn- an skamms. Alitin ekki á vegum ríkisstjórnar Það er ekki einungis að forysta Sjálfstæðisflokksins sé komin í full- komna andstöðu við marga lykil- menn í flokknum heldur hefur hún 'neitað að gefa út álit hinna ýmsu deilda Háskóla íslands um kosti og galla aðildar að ESB. Þrátt fyrir að ríkis- stjómin hafi samþykkt að leita eftir áliti Há- skóla íslands á hinum ýmsu þáttum ESB, þá hefur forysta Sjálf- stæðisflokksins neitað að gefa þessi álit út, sem upplýsingarit á vegum ríkisstjómar- innar, heldur hefur heimilað hinum ein- stöku deildum að birta álitin í eigin nafni. Þannig reynir forysta Sjálfstæðisflokksins að gera niðurstöður Há- skóladeildanna tor- tryggilegar og að engu hafandi. Hægt að skipta um skoðun Forsætisráðherra hefur verið í Noregi síðustu daga og þar hefur hann fengið ýmsar spumingar varð- andi afstöðu íslenskra stjómvalda Sj álfstæðisflokkurinn virðist gæta sérhags- muna, segir Guðmund- ur Oddsson, fremur en heildarhagsmuna. til ESB. Hann reyndi í fyrstu að halda sig við þá kenningu sína að ESB væri ekki á dagskrá á íslandi fyrr en um aldamót. Þetta fannst erlendum fréttamönnum undarleg afstaða, einkum vegna hinnar miklu umræðu sem er um málið alls staðar á Norðurlöndum, og spurðu því hvort íslendingar ætluðu sér að einangrast frá öðmm Evrópuþjóðum. Sjálfsagt hefur forsætisráðherra lent í vandræðum með að svara nægilega trúverðugt, því nú hafa þær fréttir borist hingað frá Noregi og þær hafðar eftir Davíð Oddssyni „að hægt sé að skipta um skoðun eftir tvö ár“. Er nú svo komið fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann verður að fara til annarra landa til að sjá hve mikilvægt það er fyrir okkur Islendinga að sækja um aðild að ESB og úr því að hann er farinn að tala um 1996 í stað aldamóta, er þá ekki bara tímaspursmál hve- nær hann samþykkir að sækja um aðild sem allra fyrst? Davíð Oddsson er kominn á flótta í þessu máli, og því er ástæða til að hvetja alla framsýna menn til að reka þann flótta eftir af ákveðni. Alþýöuflokkurinn ávallt á undan Það ætlar að sannast í þessu máli eins og í mörgum öðrum í þessu stjómarsamstarfí, að Alþýðuflokk- urinn, undir forystu Jóns Baldvins, er ávallt skrefinu á undan þegar tekist er á um framfaramál Islend- inga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt sig í að vera íhaldsamur gamal- dags kerfisflokkur, sem hvorkj þorir né getur haft nokkurt frumkvæði í málum. Flokkurinn virðist alltaf vera að gæta einhverra sérhagsmuna, en forðast að líta á heildarhagsmuni þjóðarinnar. Að slíkur flokkur skuli vera stærsti stjómmálaflokkur á ís- landi er með ólíkindum. Viðsýni þeirra Jóns Baldvins og Davíðs er ólíkt, en við alþýðuflokks- menn höfum lengi mátt búa við það, að ryðja brautina, en síðan hafa hin- ir minni spámenn komið og sagt „nú get ég“. Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins íKópavogi. Guðmundur Oddsson Þú tryggir ekki eftir á - eða hvað? I. EINS og kunnugt er þá féll snjóflóð á útivist- arsvæði ísfirðinga í apríl sl. og eyðilagði m.a. skíðamannvirki. I kjölfarið gaf ríkisstjóm- in ísfirðingum fyrirheit um ijárstuðning til end- urreisnar ög uppbygg- ingastarfa eftir nátt- úruhamfarimar. Til að efna það fyrirheit sam- þykkti ríkisstjómin 6. september sl. að beita fyrir sér breytingum á lögum Viðlagatrygg- ingar íslands. Mark- miðið var m.a. að aftur- virkja lög tryggingarinnar þannig að hægt væri að bæta ísfirðingum að fullu tjón á þeim þremur skíðalyftum er eyðilögðust í snjóflóðinu, en Við- lagatrygging var aðeins bótaskyld að mjög litlu leyti vegna eyðileggingar á lyftunum. I fréttablaðinu B.B. sem gefið er út á Vestfjörðum er 7. september sl. vitnað í Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóra á ísafirði, í ofangreindu sam- bandi, þar sem hann segir: „Aðstoð ríkisins við endurbygginguna verður í því formi að lögum um Viðlaga- tryggingu Íslands verður breytt á næsta þingi, þannig að skíðamann- virki verða skyldutryggð og laga- breytingin verður afturvirk svo að ísfirðingar fá greiddar bætur vegna mannvirkjanna í Seljalandsdal eins og að þau hafi verið tryggð, það má því segja að skíðalyftumar sem eyði- lögðust í snjóflóðinu í vetur verði tryggðar eftir á!“ Enn er vitnað í Kristján og kemur þar fram að ekki sé búið að reikna út námvæmlega hver upphæðin sem Viðlagatrygging muni leggja til verði en ljóst sé að um rúmar 90 milljónir króna sé að ræða. En margt er skrítið í kýrhausnum. I fréttum Stöðvar 2 hinn 7. nóvember sl. sagði: „Is- firðingar byggja ekki aðeins fyrir tryggingafé. Svo stórhuga em þeir að þeir hyggjast bæta við íjórum skíðalyftum þannig að eftir uppbygg- ingu verða lyfturnar sjö talsins en ekki þijár eins og var fyrir snjóflóð og er áætlaður heildar- kostnaður verksins kr. 230 milljónir!" II. í hátt á annað ár hef ég ítrekað reynt að halda uppi málþófi vegna nokkurra ung- menna er slösuðust alvarlega fyrir gildistöku skaðabótalaga 1. júlí 1993 og enn eiga óuppgerðar skaðabætur. í því sambandi óskaði ég eftir að sá hluti skaðabótalaga er snéri að bótum til bama og ungmenna yrði afturvirk- ur á þeim forsendum að ævitekjur ofangreindra barna myndu hækka verulega og þau þar með njóta fullra mannréttinda og fá hjálp til endur- -reisnar og uppbyggingastarfa á lífi sínu eftir persónulegar náttúruhamf- arir. Á vegum dómsmálaráðuneytis- ins var málið sett í nefnd. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að lögin skyldu ekki afturvirk barnanna vegna og var ástæðan' fyrir því að trygg- ingafélögin sem haldið er gangandi með iðgreiðslum fólksins í landinu, myndu tapa á því. Með loforði ríkis- stjómarinnar við ísfírðinga hefur hins vegar komið í ljós að hægt er að afturvirkja lög ef markmiðið er að bæta fjárhagslegt tjón á leiktækjum fólks sem virðist fullfært um - ef marka má fréttir Stöðvar 2 - að sjá sjálft um sín mál. Skiptir þá engu máli þó þær skaðabætur séu greiddar Hægt er að tryggja skíðalyftur eftir á, en ekki alvarlega slösuð ungmenni. Svona gera menn ekki, segir Auður Guðjónsdóttir. af iðgjöldum þeim er fólkinu í landinu er gert að greiða til að halda Viðlaga- tryggingu íslands gangandi. Svo mikið er haft við vegna skíða- lyfta að sjálf ríkisstjórnin lofar að flytja stjórnarfrumvarp og kemur mér það spánskt fyrir sjónir að einn aðili að því loforði skuli vera Þor- steinn Pálsson, dómsmálaráðherra, en ég hef þurft að fara í tvígang bónleið til búðar hans í tilraunum mínum við að tryggja fjárhagslega framtíð fyrrnefndra ungmenna sem öll hafa misst hæfni til að sjá sjálfum sér farborða að hluta eða að öllu leyti. Skíðalyftumar á ísafirði voru tryggðar en ekki nægjanlega. Börnin voru tryggð en ekki nægj- anlega. Það fjárhagslega tjón sem hlaust af eyðileggingu skíðalyftanna verður bætt að fullu samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Það ijárhagslega tjón, sem börnin munu hljóta til 67 ára aldurs vegna eyðileggingar á starfsþreki þeirra, verður ekki bætt að fullu samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Ákvarðana- taka stjórnvalda í báðum tilvikum sýnir best á hvaða stigi verðmæta- mat stjórnanda þjóðarinnar er og hversu helsjúk af siðleysi þjóðarsálin er. Svona gera menn ekki. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Auður Guðjónsdóttir „Nú vildu allir Lilju kveðið hafa“ ÞAÐ ER réttlætismál að taka tillit til þess við álagningu skatta að foreldrar geti millifært persónuafslátt bama sinna 16 ára og eldri sem sannanlega em á framfæri þeirra. Þetta mál er nú í umræðu eftir að Jóhanna Sig- urðardóttir f.v. ráð- herra hefur lagt fram fmmvarp þess efnis á Alþingi. Frumvarp Kvennalistans Það er því rétt að rifja það upp að árið 1989 lögðu þingkonur Kvennalistans fram fmmvarp þess efnis að ein- stætt foreldri og bam þess ættu rétt á að telja fram og vera skattlögð sameiginlega eins og karl og kona í vígðri eða óvígðri sambúð. Með þessu væri einstæðum foreldmm gert kleift að nýta ónotaðan persónuafslátt barna sinna, sem eiga hjá þeim lög- heimili. Jafnframt var lagt til að nýta mætti millifæranlegan persónu- afslátt að fullu eða 100% en ekki 80% eins og nú er. Væri þar ekki gert upp á milli sambúðarforma. Þetta fmmvarp Kvennalistans var afgreitt á vorþingi 1990. Fjárhags- og viðskiptanefnd Alþingis fékk mál- ið til meðferðar. í áliti nefndarinnar segir: „Nefndin hefur fjallað um fmmvarpið og leggur meiri hl. til að gagngert mat fari fram á því hvaða kostnað breytt skipan tekjuskatts, samkvæmt þeirri tilhögun sem gerð er í fyrirliggjandi fmm- varpi, mundi hafa fyrir ríkissjóð.“ Sú máls- meðferð þýðir í raun að ríkisstjórninni er fal- in framkvæmd málsins. Málið svæft í ríkisstjórn Á vorþingi 1991, eða fyrir síðustu kosningar, var spurt um hvað liði þessari vinnu í fjár- málaráðuneytinu. Svarið var afar óljóst svo ekki sé meira sagt, og vitnað til að hér væri um víðtæka milli- færslu að ræða sem nær útilokuð sé í framkvæmd. Þar kemur þó fram að ónýttur persónuaf- sláttur framteljenda 16-20 ára sé um 2 milljarðar króna á verðlagi ársins 1991. Ekki kemur fram ,hve stór hluti þeirra tilheyrir einstæðum foreldrum. Allt í einu virðist það úti- lokað að framkvæma millifærslu í skattakerfinu, þegar það hentar þeim sem valdið hafa. Hvar voru þau þegar á reyndi? Síðan Kvennalistinn lagði fram þetta frumvarp hefur ekki bara þrengst hagur einstæðra foreldra, heldur á nú jafnvel fjölskylda þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi fullt í fangi með að láta enda ná saman og hjálpa börnum sínum til menntun- ar. Það er því augljóst að svo nauð- synlegt sem þetta mál var fyrir fimm árum er það enn brýnna nú. Nú hef- ur Jóhanna Sigurðardóttir tekið und- Þingmenn Kvennalista fluttu frumvarp þess- efnis að einstætt for- eldri og barn þess gætu talið fram saman til skatts, sem samþykkt hefði leitt til þess, að mati Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, að foreldrið hefði getað nýtt ónotaðan persónu- afslátt bamsins ir málflutning Kvennalistans hvað varðar millifæranlegan persónuaf- slátt barna og þingmenn Framsókn- arflokksins lagt fram þingmál um 100% millifæranlegan persónuafslátt hjóna og sambúðarfólks. Við kvenna- listakonur erum að sjálfsögðu fylgj- andi þessum málum þar sem við höfðum frumkvæði að flutningi frumvarps sama efnis árið 1989. Þá voru reyndar bæði Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur í ríkisstjórninni (Jóhanna var ráðherra). En eins og áður sagði er það ríkisstjórnar að sjá um framgang mála sem vísað er til hennar. Höfundur er þingkona Kvennalistans á Vestfjörðum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.