Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 26.11.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 37 MINNINGAR ÓLAFUR SKAG- FJÖRÐ ÓLAFSSON var ein brauðsneið eða stórsteik, allt var þetta listavel gert. Hún var bak- ari af guðs náð og stóð í bakstri fram á síðasta dag. Hún átti mjög gott með að sam- lagast hvaða aldurshópi sem var, þó hún hafi verið 80 ára gömul var hún ung í anda. Alltaf tók hún málstað þeirra sem minna máttu sín, og mátti ekkert aumt sjá. Börnum var hún sérlega góð og hændust þau mjög að henni, hún lék við þau, söng og spilaði á munnhörpuna sína. Henni fannst gaman að veiða og var mjög fiskin. í litla sælureitnum í Borgarfirði átti hún margar góðar stundir, og þangað var gott að koma, því amma var afar gestrisin og enginn fór svangur frá henni. En allt tekur enda um síðir. Elsku amma mín, minningarnar um þig eru bjartar og fagrar og ég hugsa ti! þess dags er við hittumst á ný. Hvíl þú í friði. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi.’ Bæn frá mínu bijósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Guð gefi okkur öllum styrk. Margrét Þóra Benediktsdóttir og fjölskylda. Nú hafa leiðir okkar ömmu skilið í bili. Hún lést skyndilega á heimili sínu í návist elsku afa sem hún unni svo mjög. Minningarnar streyma fram , minningar um glaða og káta ömmu, náttúrubarn sem naut þess að fara í veiði, jafnt silungs- sem sjóstangaveiði, og vildi helst hvergi annars staðar vera en í litla notalega sumarhúsinu sínu í Borgarfirði. Amma var afskaplega mikil húsmóð- ir og ávallt var slegið upp veislu ef einhver leit inn og alltaf var allt svo smekklega fram borið og girnilegt. Sama gilti hvort væri heima á Tjarn- argötunni eða í sumarhúsinu í Borg- arfirðinum og aldrei fannst henni nógu mikið borðað eða nógu mikið fram borið. Amma lifði lífinu lifandi og var mjög raungóð og bóngóð. Hún fylgd- ist vel með afkomendum sínum og var mikil barnagæla. Við sem unnum henni söknum hennar en minnumst þess jafnframt að elska hennar og umhyggja fyrir okkur í jarðvistinni mun fylgja okkur áfram og hún mun vaka yfir velferð okkar allra, þó sér- staklega yfir litla augasteininum sín- um henni Þóru Kristínu sem hún vildi allt fyrir gera. Við fengum að hafa hana hjá okkur hressa og káta og fyrir það skal þakka. Að leiðarlok- um vil ég kveðja hana með ljóði eft- ir Benedikt Gröndal og bið góðan Guð að geyma elskuna hana ömmu með þökk fyrir allt. Stjaman á himni heiðum hlæjandi vekur ljós, glóir á geisla leiðum glitrandi himinrós. Signhild. -4- Ólafur Skagfjörð Ólafsson * var fæddur 10. september 1971. Hann lést á Borgar- spítalanum 15. nóvember sl. Utför hans var gerð frá Stað- arhólskirkju í Saurbæ 24. nóv- ember. MÁNUDAGINN bárust mér þær harmafregnir að Ólafur Skagfjörð væri dáinn. Það var eins fjar- stæðukennt eins og mest gat verið. Óli, þessi fyrirmyndar drengur væri tekinn á brott í blóma lífsins. Er ég rifja upp mín fyrstu kynni við Ólaf var það þegar við hitt- umst á Laugum í Dalasýslu 7 og 8 ára gamlir eins og aðrir sveita- krakkar. Við þekktumst nú ekki mikið en vissum um hvor annan, en árin liðu og tókst vinskapur með okkur Óla er við urðum her- bergisfélagar í eldri deildinni. Fljótt komst maður að því hve mikinn persónuleika Óli Skag- fjörð hafði að geyma, rólegur og traustur og hafði góðan talanda. Honum gekk vel í skóla og hafði ekkert fyrir því að semja ritgerð- ir og kunni vel að koma vísum fram. Hann var fastur á sinni meiningu og vissi upp á hár hvað hann vildi og stóð eins og klettur ef eitthvað bjátaði á. Búskapur var honum ofarlega í huga og hann talaði mikið um búskapinn í Þurranesi, sem hann var stoltur af. Því búskapurinn var honum líka vel til sóma. Eins og allir + Edda Filippusdóttir fædd- ist í vesturbænum í Reykja- vík 22. mars 1934. Hún andað- ist á heimili sínu 18. nóv. síð- astliðinn. Útför Eddu var gerð frá Fossvogskirkju föstudag- inn 25. nóvember sl. LÁTIN er Edda Filippusdóttir, Lynghaga 7, Reykjavík, sextug að aldri. Edda tengdist Hagaskóla með þeim hætti að hún sá um ræstingar í mörg ár á vænu stykki. Starf sitt innti hún af hendi og kvartaði aldrei þótt stykkið væri oft erfitt, einkum eftir stórar skemmtanir í húsinu. Edda var alltaf tilbúin í óvænt útköll, órög til vinnu og vandvirk. Síðastliðið haust flutti hún sig í mötuneyti kennara og gerðist mat- ráðskona okkar. Hún gekk engan vita er fyrirmyndarbúskapur í Þurranesi. Hann undi sér vel við skepnur og var mikill hestaáhugamaður og einstaklega flinkur hestamaður því hann gat riðið hrossum sem aðrir gátu ekki setið og tók á þessu með lægni en ekki eins og þetta væri eitthvert vandamál. Það orð þekkti Ólafur ekki. Einhverra hluta vegna skildu leiðir okkar urri tíma, þó við hefð- um ákveðið að halda félagsskapn- um áfram þegar ég fór suður í nám og hann fór í nám á Hvann- eyri og nam búfræði, en vinskap- urinn endurnýjaðist þegar við unn- um saman í Fóðuriðjunni og voru þá oft rifjaðar upp gamlar minn- ingar frá Laugum. Minning Óla Skagfjörðs mun aldrei gleymast og megum við skólafélagar og gamlir vinnufélag- ar vera ánægðir að hafa kynnst Óla Skagfjörð, því persónuleiki hans var einstakur. Ég bið Guð að gefa Óla, Ing- unni, Sigrúnu, Sigurbjörgu, Jóni Inga og Steingrími styrk til að komast yfir sorgina. Far þú! friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Bogi Kristinsson. veginn heil til skógar en var þó jafnan mætt fyrst allra á morgn- anna og búin að hella uppá þegar aðrir mættu til vinnu. Þegar skammt var liðið á þetta ár kom í ljós að hún var með krabbamein á háu stigi. Hún tók þessum tíðindum með ótrúlegri stillingu, hvarf frá vinnu og var staðráðin í því að fá það sem hún gæti út úr lífinu meðan það entist. Edda var dugleg að heimsækja gamla vinnustaðinn sinn og við gátum glaðst með henni stutta stund í kennarastofunni í tilefni sextugsafmælis hennar í mars. Starfslið Hagaskóla vottar börn- um hennar og öðrum ættingjum innilega samúð sína. Minningin um glaðsinna og góða konu lifir. Hún hvfli í friði. Starfsfólk Hagaskóla. EDDA FILIPPUSDÓTTIR t Sonur okkar og bróðir, KRISTJÁN REYNIR GUÐMUNDSSON, Háteigsvegi 42, lést í Borgarspítalanum 24. nóvember. Dóra Reyndal, Guðmundur Guðmundsson, Edda Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir. t Elskuleg fraenka okkar, STEINUNN EINARSDÓTTIR frá Nýjabæ, áðurtil heimilis f Lönguhlfð 3, andaðist í Hafnarbúðum 24. nóvember. Fyrir hönd ættingja og vina, Ingveldur og Pálheiður Einarsdætur. t Þökkum innilega vinarhug og hluttekningu við andlát og útför ÞORGEIRS SIGURÐSSONAR trésmiðs frá Hólmavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Börn, tengdabörn, . barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, JÓNINNA ÞÓREY HAFSTEINSDÓTTIR, Sogavegi136, Reykjavfk, lést á heimili sínu fimmtudaginn 24. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Guðlaugsson, Laufey Ólafsdóttir, Ari Ólafsson. Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN MARTEINSDÓTTIR dósent í hjúkrunarfræði, Hraunbæ 84, lést á heimili sínu 24. nóvember. Fyrir hönd foreldra, systkina, barna og barnabarns, Haraldur Þór Skarphéðinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.