Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 43 FRÉTTIR Likamsræktar- og hæfileikakeppni kvenna Atta stúlkur keppa LIKAMSRÆKTAR- og hæfileika- keppni kvenna verður haldin í fyrsta skipti hér á landi sunnudaginn 27. nóvember. Keppnin er bland af feg- urðar-, þol- og formkeppni. Hún skiptist í þtjár lotur sem dæmdar eru hver fyrir sig og gilda allar jafn mikið. í fyrstu lotunni koma keppendur fram á kvöldkjólum og halda stutta ræðu. Í annarri lotu koma keppend- ur fram á bikini-fatnaði. Þar dæma dómarar heildarsamræmi í líkams- byggingu með tilliti til hæfilegrar líkamsfitu og vöðvabyggingar. í þriðju og síðustu lotunni koma keppendur fram í leikfimisfatnaði að eigin vali. Þá gera keppendur 60-90 sekúndna rútínu sem er blanda af þolfimi, dansi, leikfimi og styrktaræfingum að eigin vali. Keppnin verður haldin á Hótel íslandi sunnudaginn 27. nóvember nk. Boðið verður upp á heilsuhlað- borð fyrir matargesti kl. 19 og keppnin hefst síðan kl. 20.30. Kepp- endur eru átta talsins og á milli atriða í keppninni verður þolfimiat- riði, rokkdans og vaxtarræktaratr- iði þar sem nýkrýndir íslandsmeist- Morgunblaðið/Rúnar Þór ANNA Sigurðardóttir verður einn keppenda í líkamsrækt- ar- og hæfileikakeppninni á Hótel íslandi. arar, Magnús Bess og Guðmundur Bragason, koma fram svo eitthvað sé nefnt. Kynnir verður Magnús Scheving. Jólabasar Kvennakórs Reykjavíkur KVENNAKÓR Reykjavíkur held- ur sinn fyrsta jólabasar laugardag- inn 26. nóvember í húsnæði sínu á Ægisgötu 7 (rétt fyrir ofan Slippinn). Húsið verður opnað kl. 15. Til sölu verður jólapappír, slauf- ur, merkimiðar, jólastjörnur, jóla- kort kórsins, konfekt o.fl. Kaffi og pipakökur verða á vægu verði. ----♦-------- Kringlan komin íjolafotm AÐ undanfömu hefur Kringlan verið að klæðast jólafötunun. Jóla- skreytingar eru komnar upp á göngugötum og hjá fyrirtækjum. Að þessu sinni eru nýjar jóla- skreytingar í göngugötum. Ýmsar uppákomur og áritanir verða í Kringlunni um helgina. Meðal annars tekur SSSól lagið fyrir Kringlugesti og áritar hljóm- disk hljómsveitarinnar kl. 14 í dag, laugardag. I desember verða breytingar á afgreiðslutíma Kringlunnar og þá verður opið alla daga fram að jól- um. Afgreiðslutími Kringlunnar í dag, laugardag, er frá kl. 10-16. .----♦ ♦ ♦--- Mánaðarlegir Phoenix-fundir ÞÁTTTAKENDUM í Phoenix námskeiðunum „Leiðin til árang- urs“ gefst nú kostur á eftirfylgni og viðhaldi á efni námskeiðsins með því að sækja Phoenix klúbb- fundi, sem haldnir verða mánaðar- lega síðasta mánudag í hveijum mánuði kl. 20 á Hótel Loftleiðum. Þátttaka í klúbbfundum, eftir- fylgni, upprifjun og viðhald á þeim fræðum sem kynnt eru á nám- skeiðinu eru þeim sem sótt hafa Phoenix-námskeið að kostnaðar- lausu. Næsti klúbbfundur verður haldinn 28. nóv. í Hótel Loftleiðum kl. 20. Skoðað verður myndband með Brian Tracy og ákveðið með tilhögun næsta Phoenix-klúbb- fundar í desember, segir í fréttatil- kynningu frá Fanný Jónmunds- dóttur, umsjónarmanni námskeið- anna. Doktor í fiskeldi JÓNAS Jónasson varði doktorsrit- gerð sína í fiskeldi með sérsvið í kynbótum (stofnerfðafræði) við Landbúnaðar- háskólann á Ási í Noregi þann 16. ágúst sl. Rit- gerðin heitir „Selection Ex- periments in salmon Ranc- hing“ og fjallar um möguleika á því að auka arð- semi í laxhafbeit með kynbótum. Sýnt var fram á erfðabreytileika í endurheimtum úr hafbeit milli laxafjölskyldna, þar sem sleppt var 247.000 merkustu laxaseiðum ýmissa laxastofna frá Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði og öllum helstu hafbeitarstöðvum landsins. Auk þess er sýnt fram á að hægt sé að auka endurheimtur í hafbeit með úrvali þar sem lax úr úrvals- fjölskyldum var notaður til undan- eldis. Jónas er fæddur 1956 og lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1977 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands árið 1981 og starfar nú sem deilar- stjóri í fiskeldisdeild Veiðimála- stofnunar. Foreldrar Jónasar eru Jónas Bjarnason, fyrrverandi yfírlæknir í Hafnarfirði, og frú Jóhanna Tryggvadóttir, forstjori. Jónas er giftur Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttur og eiga þau tvær dætur, Guðbjörgu Oddnýju og Helgu Dagnýju. ------♦■■■■♦■" ♦--- ■ JAFNRÉTTISLÖGIN - ekki pappírsins virði er yfirskrift laugardagskaffis Kvennalistans 26. nóvember. Þar mun Kolfinna Baldvinsdóttir ræða um jafnrétt- islögin, breytingar á þeim og hvaða gildi þau hafa fyrir kvenna- baráttu í dag. Kaffíð hefst kl. 11 á Laugavegi 17. Allir velkomnir. ------♦■■♦■♦------- ■ / ÁLYKTUN aðalfundar Ferðamálafélags Skagafjarðar og Siglufjarðar sem haldinn var 19. nóvember sl. er lýst yfir þung- um áhyggjum vegna yfirvofandi niðurfellingar á áætlunarflugi til Siglufjarðar. Skorað er á sam- gönguráðuneytið að beita sér fyrir viðunandi lausn á þessu máli. Dr. Jónas Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.