Morgunblaðið - 26.11.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 43
FRÉTTIR
Likamsræktar- og
hæfileikakeppni kvenna
Atta stúlkur keppa
LIKAMSRÆKTAR- og hæfileika-
keppni kvenna verður haldin í fyrsta
skipti hér á landi sunnudaginn 27.
nóvember. Keppnin er bland af feg-
urðar-, þol- og formkeppni. Hún
skiptist í þtjár lotur sem dæmdar
eru hver fyrir sig og gilda allar
jafn mikið.
í fyrstu lotunni koma keppendur
fram á kvöldkjólum og halda stutta
ræðu. Í annarri lotu koma keppend-
ur fram á bikini-fatnaði. Þar dæma
dómarar heildarsamræmi í líkams-
byggingu með tilliti til hæfilegrar
líkamsfitu og vöðvabyggingar. í
þriðju og síðustu lotunni koma
keppendur fram í leikfimisfatnaði
að eigin vali. Þá gera keppendur
60-90 sekúndna rútínu sem er
blanda af þolfimi, dansi, leikfimi
og styrktaræfingum að eigin vali.
Keppnin verður haldin á Hótel
íslandi sunnudaginn 27. nóvember
nk. Boðið verður upp á heilsuhlað-
borð fyrir matargesti kl. 19 og
keppnin hefst síðan kl. 20.30. Kepp-
endur eru átta talsins og á milli
atriða í keppninni verður þolfimiat-
riði, rokkdans og vaxtarræktaratr-
iði þar sem nýkrýndir íslandsmeist-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ANNA Sigurðardóttir verður
einn keppenda í líkamsrækt-
ar- og hæfileikakeppninni á
Hótel íslandi.
arar, Magnús Bess og Guðmundur
Bragason, koma fram svo eitthvað
sé nefnt. Kynnir verður Magnús
Scheving.
Jólabasar
Kvennakórs
Reykjavíkur
KVENNAKÓR Reykjavíkur held-
ur sinn fyrsta jólabasar laugardag-
inn 26. nóvember í húsnæði sínu
á Ægisgötu 7 (rétt fyrir ofan
Slippinn). Húsið verður opnað kl.
15.
Til sölu verður jólapappír, slauf-
ur, merkimiðar, jólastjörnur, jóla-
kort kórsins, konfekt o.fl. Kaffi
og pipakökur verða á vægu verði.
----♦--------
Kringlan komin
íjolafotm
AÐ undanfömu hefur Kringlan
verið að klæðast jólafötunun. Jóla-
skreytingar eru komnar upp á
göngugötum og hjá fyrirtækjum.
Að þessu sinni eru nýjar jóla-
skreytingar í göngugötum.
Ýmsar uppákomur og áritanir
verða í Kringlunni um helgina.
Meðal annars tekur SSSól lagið
fyrir Kringlugesti og áritar hljóm-
disk hljómsveitarinnar kl. 14 í
dag, laugardag.
I desember verða breytingar á
afgreiðslutíma Kringlunnar og þá
verður opið alla daga fram að jól-
um.
Afgreiðslutími Kringlunnar í
dag, laugardag, er frá kl. 10-16.
.----♦ ♦ ♦---
Mánaðarlegir
Phoenix-fundir
ÞÁTTTAKENDUM í Phoenix
námskeiðunum „Leiðin til árang-
urs“ gefst nú kostur á eftirfylgni
og viðhaldi á efni námskeiðsins
með því að sækja Phoenix klúbb-
fundi, sem haldnir verða mánaðar-
lega síðasta mánudag í hveijum
mánuði kl. 20 á Hótel Loftleiðum.
Þátttaka í klúbbfundum, eftir-
fylgni, upprifjun og viðhald á þeim
fræðum sem kynnt eru á nám-
skeiðinu eru þeim sem sótt hafa
Phoenix-námskeið að kostnaðar-
lausu. Næsti klúbbfundur verður
haldinn 28. nóv. í Hótel Loftleiðum
kl. 20. Skoðað verður myndband
með Brian Tracy og ákveðið með
tilhögun næsta Phoenix-klúbb-
fundar í desember, segir í fréttatil-
kynningu frá Fanný Jónmunds-
dóttur, umsjónarmanni námskeið-
anna.
Doktor í
fiskeldi
JÓNAS Jónasson varði doktorsrit-
gerð sína í fiskeldi með sérsvið í
kynbótum (stofnerfðafræði) við
Landbúnaðar-
háskólann á Ási
í Noregi þann
16. ágúst sl. Rit-
gerðin heitir
„Selection Ex-
periments in
salmon Ranc-
hing“ og fjallar
um möguleika á
því að auka arð-
semi í laxhafbeit
með kynbótum.
Sýnt var fram á erfðabreytileika
í endurheimtum úr hafbeit milli
laxafjölskyldna, þar sem sleppt var
247.000 merkustu laxaseiðum
ýmissa laxastofna frá Laxeldisstöð
ríkisins í Kollafirði og öllum helstu
hafbeitarstöðvum landsins. Auk
þess er sýnt fram á að hægt sé
að auka endurheimtur í hafbeit
með úrvali þar sem lax úr úrvals-
fjölskyldum var notaður til undan-
eldis.
Jónas er fæddur 1956 og lauk
stúdentsprófi við Menntaskólann í
Reykjavík vorið 1977 og BS-prófi
í líffræði frá Háskóla íslands árið
1981 og starfar nú sem deilar-
stjóri í fiskeldisdeild Veiðimála-
stofnunar.
Foreldrar Jónasar eru Jónas
Bjarnason, fyrrverandi yfírlæknir
í Hafnarfirði, og frú Jóhanna
Tryggvadóttir, forstjori. Jónas er
giftur Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttur
og eiga þau tvær dætur, Guðbjörgu
Oddnýju og Helgu Dagnýju.
------♦■■■■♦■" ♦---
■ JAFNRÉTTISLÖGIN - ekki
pappírsins virði er yfirskrift
laugardagskaffis Kvennalistans
26. nóvember. Þar mun Kolfinna
Baldvinsdóttir ræða um jafnrétt-
islögin, breytingar á þeim og
hvaða gildi þau hafa fyrir kvenna-
baráttu í dag. Kaffíð hefst kl. 11
á Laugavegi 17. Allir velkomnir.
------♦■■♦■♦-------
■ / ÁLYKTUN aðalfundar
Ferðamálafélags Skagafjarðar
og Siglufjarðar sem haldinn var
19. nóvember sl. er lýst yfir þung-
um áhyggjum vegna yfirvofandi
niðurfellingar á áætlunarflugi til
Siglufjarðar. Skorað er á sam-
gönguráðuneytið að beita sér fyrir
viðunandi lausn á þessu máli.
Dr. Jónas
Jónasson