Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 44

Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 44
44 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska j 'fe"# ( Éqsendí honum sir»l Xttnf úftr a.U£ sen>'eq\ j C 'lrft ftoC 17 enn'þcí ai>^\ JOjkernK. berast ?/J Ferdinand Smáfólk I M SORRV..SNOOPV CAN'T 60 OUT T0 PLAY RIGHT NOU)... HE'S READIN6.. UUELL, HE'S 5ITTIN6 IN THERE H0LPIN6 A 0OOK.. THERE'S NO WAT IN THE UJORLP THAT ANNA KARENINA ANP COUNT VRONSKY COULQ EVER Því miður, Snati getur Hundar kunna Nú, hann situr þarna inni og Það er ekki nokkur mögu- ekki komið út að leika ekki að lesa... heldur á bók... leiki að Anna Karenína og þessa stundina... hann er Vronsky greifi geti nokkru að lesa... sinni orðið hamingjusöm... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 DÆMA á kynferðisafbrotamenn til þyngstu lögleyfðrar refsingar. Viltu hjálpa barni? Frá Guðlaugu Karvelsdóttur: ÉG VIL vekja máls á glæp sem ég tel ganga næst morði en það er kynferðisleg svívirða gagnvart bömum. Guðrún Jónsdóttir og fleiri góðar konur í Stígamótum hafa dregið þennan glæp fram í dagsljós- ið hér á landi og neytt þjóðfélagið til að horfast í augu við hann. Allir vita að hvert bam sem fæð- ist verður að fá vemd og leiðsögn í uppvextinum til að ná andlegum þroska svo það geti tekist á við líf- ið.Inni á heimili barnsins þar sem það á að vera ömggast og það elsk- ar og treystir öllu heimilisfólkinu, er því kannski mest hætta búin, því jafnvel faðir, bróðir, afi eða frændi þess gæti verið glæpamaðurinn. Hvemig getur bam varið sig, það hefur hvorki þroska né skilning á að verið er að bækla sálina en græt- ur af líkamlegum sársauka og hræðist hótanir og pukur. Margir þolendur kynferðislegs ofbeldis hafa öðlast hugrekki, með hjálp Stígamóta, til að segja frá kvöl sinni. Nú síðast var slík frá- sögn í helgarblaði DV 22.10. sl. þar sem tveir bræður bams og tveir frændur misnotuðu það frá sex ára aldri. Fólk verður svo skelfíngu lostið af að heyra um svo ótrúlega glæpa- mennsku að það getur varla hugsað né talað um það. En við verðum að sýna viðbrögð, láta í okkur heyra og fordæma misnotkun á bömum. Sérstök skólaskoðun Höfum við hugsað út í þá ofboðs- legu hættu sem börn em í og alveg sérstaklega stúlkubörn, samkvæmt könnunum? Gæti skylduskoðun læknis eða hjúkrunarfræðings, t.d. við skólaskoðun, hjálpað einhveiju bami út úr vítahringnum eða athug- ul móðir, fóstra eða kennari barns? Ótrúlega fáir karlmenn hafa látið í sér heyra varðandi þennan glæp og er það furðulegt þar sem af- brotamennimir eru karlmenn frá kjmþroskaaldri. Hefur kirkjan tekið á þessu máli? í nauðgunarmálum almennt fínnst mér flestir dómarar bregðast skyldu sinni alveg ótrúlega. Það er eins og þeir dæmi til þyngri refsing- ar fyrir þjófnaði. Hvað em peningar — dauðir hlutir — í samanburði við mannslíf? Það hvarflar að mér hvort karlkyns dómari sé hæfur í svona máli. Dómarar ættu að skiptast til helminga eftir kyni er þeir dæma slík mál. Krefst þyngstu lögleyfðrar refsingar Ég sé aðeins eina leið til að hamla á móti þessum glæp, aðeins eina leið. Dómarar eiga að dæma af- brotamennina til þyngstu lögleyfðr- ar refsingar. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að þolendur verða að segja frá hver það var sem særði líkamann og bæklaði sálina svo skelfílega, alveg sama hversu mörg ár hafa liðið frá verknaðinum. Látum okkur skiljast að skömmin er aðeins gerandans, einskis ann- ars, ekki konu hans, barna né ætt- menna, og aldrei þolandans. Slík er spillingin í þjóðfélagi okk- ar að þessu leyti að mér finnst ég þurfa að þakka Guði fyrir að hafa komist til fullorðinsára án þess að hafa orðið fyrir kynferðislegri mis- beitingu. Sem þakklæti fyrir það læt ég mig varða þessi mál. GUÐLAUG KARVELSDÓTTIR, Norðurstíg 5, Njarðvík. Er breytinga að vænta? Frá Einari Erlingssyni: MARGA er farið að lengja eftir að sjá forystusveit þá, er ganga mun fram með Jóhönnu Sigurðardóttur til næstu kosninga. Með það í huga fínnst manni margt sammerkt kart- öflubændum og þeim er rækta stjómmálaflokka. Báðir þurfa út- sæði. Nú bíða allir spenntir. Hvernig er útsæðið hennar Jóhönnu? Eru þetta gamlar kartöflumæður sem skiluðu sínu í fyrra eða er þetta gott og nýtt útsæði sem bfður spír- unar og vorsins? Það skiptir miklu máli að fólk fái að vita þetta og eins hvort sett verði niður í hið gamla garðstæði Alþýðuflokksins og þá hvort einhver verði til að reita arfann, því ekki kemst aumingja Jóhanna yfir það einsömul. Við höfum einn stjórnmálaflokk sem aldrei hefur getað ákveðið sig, hvort hann ætti að leggja frá sér prjónana og setja útsæðið niður að vori eða bíða haustsins og sjá hvað hinir fá upp. Hann dugar okkur alveg. EINAR ERLINGSSON, bifreiðastjóri, Langholtsvegi 63, Reykjavík. Allt efni sem birtist [ Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef eifki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.