Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 56

Morgunblaðið - 26.11.1994, Page 56
MICROSOFT, einar ). WÍNDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐIB, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK HM áhugamanna í snóker í S-Afríku Jóhannes leikur til úrslita JÓHANNES R. Jóhannesson leikur í dag til úrslita á heims- meistaramóti áhugamanna í snóker. Hann sigraði Tælend- ing í undanúrslitum í gær og mætir Pakistana í dag. Jóhannes kvaðst nán- ast orðlaus þegar úrslit voru ljós í gær. „Ég er varla búinn að átta mig á hvað gerðist, þetta er svo yndislegt. Það er eins og ég sé í draumi," sagði hann. Jóhannes lenti 0:4 undir og síðar 5:7, en sigraði 8:7. ■ Jóhannes/Dl Jóhannes R. Jóhannesson Vinnslustöðin hf. fyrst fyrirtækja í Vestmannaeyjum á markað Morgunblaðið/Kristinn Aðventan gengur í garð FYRSTI sunnudagur í aðventu er á morgun og að venju verður margt um að vera í kirkjum lands- ins. Þau Elías Andri og Diljá Anna fagna aðventunni fyrir utan Nes- kirkju, en þar verður nýtt altari vígt í hátíðarmessunni, kl. 14. ■ Fyrsti sunnudagur/40 Lögboðnar brunatryggingar húsa Athugað hvort Húsa- tryg’gingar njóti opinberrar verndar EFASEMDIR eru um að starfsemi Húsatrygginga Reykjavíkur sé í samræmi við samkeppnislög og barst Samkeppnisstofnun nýlega fyrirspurn þess efnis frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga. Ný lög um brunatryggingar taka gildi um áramót og heimila þau öðrum tryggingafélögum en VIS og Húsa- tryggingum Reylq'avíkur að bruna- tryggja fasteignir. Uppsagnarfrest- ur er einn mánuður og því þarf að segja tryggingum upp innan þriggja virkra daga, ef ætlunin er að færa tryggingar til annars félags. Athugun verður flýtt Guðmundur Sigurðsson, yfirvið- skiptafræðingur hjá Samkeppnis- stofnun, sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrirspurn Sambands ís- lenskra tryggingafélaga snerist um það hvort Húsatryggingar Reykja- víkur störfuðu í skjóli opinberrar verndar vegna tengsla við Reykja- víkurborg og nytu þess vegna íviln- ana. „Málið er nýkomið til okkar og við byijum á að leita eftir sjónar- miðum þessara tveggja aðila. Þar sem ný lög um brunatryggingar taka gildi um áramót munum við reyna að flýta málinu eins og kost- ur er til að lyktir náist áður en lög- in taka gildi.“ Iðgjald brunatrygginga er það sama hjá öllum tryggingafélögun- um. Guðmundur Sigurðsson segir að Samkeppnisstofnun muni einnig huga að því máli og leita skýringa. ■ Flestir enn með/18 Pundum stolið úr bíl LÖGREGLUNNI var tilkynnt um innbrot í bíl sem stóð við Sundlaug- amar í Laugardal rétt fyrir kl. 20 í gærkvöldi. Úr bílnum var stolið tösku sem í voru ensk pund að upphæð um 70.000 íslenskra króna og 7.000 í íslenskum peningum. Ekki er vitað hver var að verki. Spilliefnabrennsla á Akranesi 10-15 athugasemdir HOLLUSTUVERND ríkisins hefur boðað til fundar á mánudag, þar sem þeim aðilum, sem gert hafa athugasemdir við umsókn Sements- verksmiðjunnar á Akranesi um leyfi til brennslu spilliefna, aðallega úr- gangsolíu frá olíufélögunum, verður gerð grein fyrir tillögum Hollustu- vemdar til úrbóta. Að sögn Ólafs Péturssonar, for- stöðumanns mengunarvama Holl- ustuvemdar, hafa 10-15 aðilar gert athugasemdir. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Haraldur Böðvars- son hf. á Akranesi em meðal þeirra og töldu nálægð hennar við fisk- vinnslu Haraldar Böðvarssonar skaða ímynd fyrirtækisins út á við. Miðbær opnar í dag MIÐBÆR, ný verslunar- og þjónustumiðstöð í umdeildu húsi í Hafnarfirði, verður opnuð í dag. Alls munu 28 verslanir og þjónustufyrirtæki verða opn- uð í dag. Myndin var tekin þeg- ar iðnaðarmenn og verslunar- fólk var á lokaspretti undirbún- ingsins. ■ Hér erkominn/12 300 milljóna króna hlutafjárútboð ákveðið EDDA Helgason, hjá Handsali, sem undirbúið hefur skráningu hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum á Verðbréfaþingi, segir að fyrsta hlutafjárútboð fyrirtækisins verði upp á 300 milljónir króna. Hluthafar, nýir og gamlir, hafa þegar skráð sig fyrir 235 milljónum króna þessa nýja hluta- §ár, að sögn Eddu. Sighvatur Bjamason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, segist .vonast til þess að þetta sé upphafið að almennri sókn fyrirtækisins. Morgunblaðið/Halldór Stjórn Verðbréfaþings mun fjalla um umsókn fyrirtækisins á fundi sín- um á mánudag, þar sem farið er fram á að félagið verið skráð á Verð- bréfaþingi íslands á fyrsta söludegi, sem úthlutað er af Seðlabanka Is- lands, og óskað er eftir að fyrsti söludagur verði 8. desember nk. Edda sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að í því lokaða hlutafjár- útboði sem staðið hefði nú í nóvem- ber væri fyrirtækið búið að tryggja sér sem næmi 235 milljónum króna, af þessum 300 milljónum króna. „Það eru nýir hluthafar sem staðfest hafa við okkur hlutafjárkaup, ásamt eldri hluthöfum að hluta, en okkur sýnist sem forkaupsrétturinn að þessu nýja hlutafé verði ekki nýttur nema að hluta,“ sagði Edda. Veruleg lækkun fjármagnskostnaðar „Með þessu erum við að sjá alveg nýjan flöt á rekstri fyrirtækisins. Verulega mikið nýtt fjármagn kemur inn í reksturinn, sem fyrirtækið þurfti nauðsynlega á að halda, og getur farið í að greiða skuldir fyrir- tækisins niður, umtalsvert," sagði Sighvatur Bjarnason. Sighvatur sagði að með þessu teldu stjómendur fyrirtækisins að lífslíkur fyrirtækisins hefðu glæðst til muna. „Við munum sjá verulega lækkun fjármagnskostnaðar, sem hefur verið aðalvandamál fyrirtækisins hingað til. Við erum mjög stoltir af því, að fólk skuli hafa þetta mikið traust á okkur, að það vilji veðja á okkur þeim fjármunum sem þegar eru komnir. Við erum fyrsta fyrirtækið í Vest- mannaeyjum sem fer á Verðbréfaþing og erum stoltir af. Við vonumst til þess að þetta sé bara upphafið að almennri sókn fyrirtækisins,“ sagði Sighvatur Bjarnason. Vinnslustöðin hf. hefur fengið stað- festingu ríkisskattstjóra á að kaup- endur hlutabréfa í félaginu geti nýtt sér kaupverð þeirra til frádráttar tekj- um samkvæmt reglum skattalaga. Féfang líklega samein- að Glitni Á STJÓRNARFUNDI í Fjár- festingarfélagi íslands hf. í gær var samþykkt að leggja til við aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 15. des- ember að það verði sameinað dótturfélagi sínu, Féfangi hf. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður milli Fjárfestingarfé- lagsins og íslandsbanka um að bankinn kaupi hið samein- aða félag en þar er fyrst og fremst um að ræða eignir og rekstur Féfangs. Samkomulag hefur nú náðst milli bankans og félagsins sem einnig verður lagt fyrir aðalfundinn. Fallist fundujinn á þessar tillögur mun Islandsbanki því eignast hið sameinaða félag að fullu, að sögn Guðmundar H. Garð- arssonar, stjórnarformanns Fj árfestingarfélagsins. Á 35% Fjárfestingarfélags íslandsbanki er fyrir stór hluthafí í Fjárfestingarfélag- inu með 35,5% en aðrir helstu hluthafar eru Burðarás hf. með 27,5% og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 10,6%. Fjárfestingarfélagið á hins vegar um 66,5% hlut í Fé- fangi, Tryggingamiðstöðin 10,7%, íslandsbanki 10,7% og Lífeyrissjóður verslunarmanna 10,7%. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er líklegt að íslandsbanki muni sameina Glitni og Féfang í eitt öflugt eignarleigufyrirtæki eftir að hlutabréfakaupin verða um garð gengin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.