Morgunblaðið - 22.12.1994, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Landbúnaðarráðherra setur upp skrifborð
Hannesar Hafsteins á skrifstofu sinni
Hyggst leita leynihólfs
í borðinu um jólin
SKRIFBORÐI Hannesar Haf-
steins,_skálds og fyrsta ráð-
herra íslands, hefur verið
komið fyrir á skrifstofu Hall-
dórs Blöndals, landbúnaðar-
ráðherra, ásamt gömlum stól
sem gæti verið frá tíma Hann-
esar. Gunnlaugur Briem sat á
stólnum við borðið þá tíð sem
hann gegndi stöðu ráðuneytis-
sljóra í ráðuneytinu.
Skrifborðið var í Stjórnar-
ráðinu í tíð Hannesar sem
gegndi embætti ráðherra 1904
til 1909 og 1912 til 1914. Þeg-
ar atvinnumálaráðuneytið
flutti í Arnarhvál, fylgdi borð-
ið Gunnlaugi Briem, sem var
ráðuneytisstjóri í atvinnumála-
ráðuneytinu um áratuga skeið
frá 1947, og var hans skrif-
borð. Eftir að hann lét af störf-
um, sat Sveinbjörn Dagfinns-
son, ráðuneytisstjóri frá 1973,
við borðið þangað til landbún-
aðarráðuneytið flutti í hús
Byggðarstofnunar við Rauð-
arárstíg. Borðið var þá sett í
geymslu.
Sýn til Engeyjar
„Eftir að við fluttum síðan
hingað á Sölvhólsgötu langaði
mig að sitja við borðið og bað
um að það yrði sett inn til
mín,“ segir Halldór Blöndal.
„Borðið er rnikill kjörgripur
og mikil list að loka skúffum
þess og verða þær ekki dregn-
ar út nema borðið sé opnað
með lykli. I því er án efa leyni-
hólf, og er ég að hugsa um að
nota hátíðirnar til að finna
það. Mér líður mjög vel við
borðið og ekki spillir fyrir að
borðinu er þannig fyrir komið
að Engey blasir við hér úti á
firðinum. Meðan ég sit í land-
búnaðarráðuneytinu verður
það borð ráðherra."
Bændur héldu fylktu liði á
fund ráðamanna árið 1905 til
að andmæla áformum Hannes-
ar um lagningu sæsímans til
íslands og ritsímans um
byggðir landsins. Nú situr ráð-
herra landbúnaðar og sam- •
göngumála við borð þessa
forna andstæðings bænda.
Aðspurður um hvort Hannes,.
eða hinir mörgu andstæðingar
hans í stétt bænda á sínum
tíma, myndu veita núverandi
staðsetningu borðsins blessun
sína, kveðst Halldór telja svo
vera.
„Hannes var mjög örlátur
maður og ég hygg að hann
myndi vera mjög ánægður með
að vita að borð hans er enn
notað, það sé enn höfuðprýði
og að þeim manni sem við það
situr líður vel. Honum fyndist
það vart verra, að mér þykir
mjög vænt um mörg af ljóðum
hans og tel að hann sé á með-
al höfuðskálda okkar íslend-
inga, bæði sem gamansamt
skáld, baráttuskáld, viðkvæmt
skáld og brautryðjanda.
Símamálið var auðvitað
mjög umdeilt á sínum tima, og
það er rétt að þjóðin skiptist
í tvo flokka, en þeir sem leggja
stund á stjórnmál verða ævin-
lega að búast við að þar komi
sitthvað upp sem ekki nýtur
allra hylli. Eg held að sapan
hafi sýnt að Hannes hafi haft
rétt fyrir sér í því máli.“
Skólastjóri Austurbæjarskóla fór offari
Uppsögnin
dregin til baka
STARFSMANNAHALD Reykja-
víkurborgar og borgarlögmaður
hafa komist að þeirri niðurstöðu
að skólastjóri Austurbæjarskóla
hafi farið offari þegar hann sagði
upp starfskonu skóladagheimilis
skólans. Að sögn Viktors Guð-
laugssonar, forstöðumanns Skóla-
skrifstofu Reykjavíkur, verður
uppsögnin dregin til baka og
starfskonunni boðið starf aftur.
Starfsmannahald hafði til at-
hugunar ásakanir á hendur for-
stöðukonu skóíadagheimilisins,
sem fram voru bornar af konunni
sem sagt var upp, um að vinnu-
framlag starfsmanna heimilisins
væri ekki í samræmi við vinnu-
skýrslur. Vinnuskýrslurnar eru
staðfestar af skólastjóranum, eig-
inmanni forstöðukonunnar.
Ósamræmi staðfest
Að sögn Viktors Guðlaugssonar
hefur sú athugun leitt í ljós að
einkum fyrri hluta haustannar
hafi gætt ósamræmis milli vinnu-
framlags og þess sem vinnuskýrsl-
ur sögðu til um en eftir að skóla-
skrifstofan hafði afskipti af málinu
um miðja önn hafi þetta verið lag-
fært og misræmið verið mun
minna síðari hluta annarinnar.
Þá segir Viktor að starfsmanna-
hald og borgarlögmaður Kti svo á
að brottvísun starfskonunnar sam-
ræmist ekki stefnu og venju
Reykjavíkurborgar um starfs-
mannahald og of geyst hafi verið
farið. „Ef málið snýst um ósætti
á heimilinu, eins og skólastjóri vill
vera láta, þá hefði átt að með-
höndla það með öðrum hætti áður
en til uppsagnar kom, leita sátta
eða veita áminningu. Brottvikning
var ótímabær,“ sagði Viktor.
Skólastjórinn hefur
uppsagnarrétt
Hann segir álit borgarlögmanns
og starfsmannastjóra að skóla-
stjóri hafi rétt til að segja upp
starfsmönnum skóladagheimilis-
ins en að þessari umræddu upp-
sögn hafi ekki verið staðið með
eðlilegum hætti. Því sé gert ráð
fyrir að uppsögnin verði dregin til
baka og starfskonan endurráðin.
Viktor segir að þáttur forstöðu-
manns hafi ekki verið skoðaður,
meiri tíma þurfi til þess.
----♦■■♦ ♦--
Fossvogsskóli
Varaðvið
tilburðum
manna
FORELDRA- og kennarafélag
Fossvogsskóla hefur sent öllum
foreldrum barna í skólanum bréf,
þar sem vakin er athygli á að ung
börn í skólanum hafi lýst einkenni-
legum tilburðum manna, sem geti
flokkast sem kynferðislegir, í ná-
grenni skólans. Guðríður Stefáns-
dóttir, formaður félagsins, segir
að lýsingar barnanna hafi verið
mjög óljósar, en félagið hafi viljað
vekja foreldra til umhugsunar. Þá
hafi lögreglan verið látin vita af
þessum málum.
Lýsingar óljósar
Guðríður Stefánsdóttir segir að
um tvö tilfelli í september-október
hefði verið að ræða, en börnin
hefðu ekki minnst á þetta síðan.
„í þessum tveimur tilfellum var
um mjög ung böm að ræða. Lýs-
ingarnar vom mjög óljósar og það
er jafnvel talið að unglingar hafi
verið að stríða börnunum. Hins
vegar fannst okkur að það væri
ástæða til að vekja fólk til um-
hugsunar.“
Talið hægt að staðfesta GATT-samkomulagið þótt fyrirkomulag innflutnings búvara liggi ekki fyrir
Innflutningur
mætti ekki dragast
Hugsanlegt er að staðfesta GATT-samkomulagið
fyrír áramót en draga í einhveijar vikur að ganga
frá innflutningi landbúnaðarafurða. Ólafur Þ.
Stephensen segir að það gæti hins vegar leitt til
gagnaðgerða annarra ríkja að draga það um of.
SKYLDUR og réttindi íslands sam-
kvæmt GATT-samkomulaginu
frestast, eðli málsins samkvæmt,
verði samkomulagið um stofnun
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO) ekki fullgilt á Alþingi fyrir
áramót. Þetta á bæði við um rétt
til tollajækkana á útflutningsmörk-
uðum íslendinga og um t.d. inn-
flutning landbúnaðarafurða til ís-
lands, en menn líta sjálfsagt ýmist
á hann sem rétt eða skyldu, eftir
því hvaða afstöðu þeir hafa til land-
búnaðarmála. Hins vegar þarf það
ekki endilega að fresta gildistöku
samkomulagsins þótt ekki hafí ver-
ið gengið frá fyrirkomulagi inn-
flutnings.
GATT-samkomulagið gerir ráð
fyrir að ríki, sem ekki gerist stofn-
aðili, geti engu að síður haldið rétti
sínum til að sitja fundi WTO-ráðins
og nefnda stofnunarinnar með mál-
frelsi og tillögurétt, en ekki atkvæð-
isrétt. Island myndi sömuleiðis hafa
aðgang að gögnum frá WTO, þótt
það yrði ekki stofnaðili. Þessi rétt-
indi falla hins vegar niður, hafi ríki
ekki staðfest GATT-samkomulagið
1. ágúst á næsta ári.
Jafnframt gildir gamla GATT-
samkomulagið frá 1947 ekki nema
í ár eftir gildistöku þess nýja. Það
fellur því úr gildi í ársbyijun 1996
og þar með réttindi og skyldur, sem
ríki njóta samkvæmt því.
Tollalækkanir myndu frestast
íslendingar fengu umtalsverðar
tollalækkanir í ýmsum viðskipta-
löndum sínum með GATT-sam-
komulaginu. Þannig er talið að sam-
komulagið hafí í för með sér um
80 milljóna króna tollalækkun í
Bandaríkjunum og 70 milljóna
lækkun í Japan. íslendingar munu
ekki eiga lögvarðan rétt til þessara
tollalækkana fyrr en þeir hafa stað-
fest GATT-samkomulagið. Þó er
ekki víst að helztu viðskiptaríki
okkar muni gera greinarmun á því
til að byija með hvort Islendingar
eru aðilar að WTO eða ekki, ef al-
mennt er búizt við því að samkomu-
lagið verði fullgilt.
íslendingar njóta heldur ekki
nýrra ákvæða GATT-samkomu-
lagsins um skilvirka lausn við-
skiptadeilna nema staðfesta samn-
inginn. Þannig ættu íslenzkir hags-
munaaðilar ekki sama rétt og ella,
kæmi til dæmis upp deila varðandi
innflutning á físki á einhveijum
útflutningsmarkaði þeirra.
Hugsanlegt að fresta
innflutningi um skamman tíma
Hvað hinn takmarkaða innflutn-
ing landbúnaðarafurða, sem GATT-
samningurinn kveður á um, eru
uppi mismunandi túlkanir á því í
nefnd fímm ráðuneyta hvort opna
beri fyrir hann strax og samkomu-
lagið tekur gildi eða hvort hægt sé
að draga það í einhveijar vikur eða
mánuði. Þetta tengist skilyrðum ein-
stakra þingmanna um að fyrirkomu-
lag innflútningsmála liggi fyrir, áður
en hægt sé að staðfesta GATT.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur bent á að hægt sé að stað-
festa GATT-samkomuiagið milli
jóla og nýárs og ganga frá fyrir-
komulagi þessara innflutningsmála
eftirá. Forsætisráðherra bendir
réttilega á að þannig standi til að
gera það í Noregi. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins er mjög
ólíklegt, meðal annars vegna deilna
í stjórnarliðinu og á milli landbúnað-
arráðuneytis og utanríkisráðuneyt-
is, að það takist að ganga frá fyrir-
komulagi innflutningsmálanna fyrir
áramót og þess vegna gæti þetta
orðið eina leiðin til að fá GATT-
samninginn staðfestan.
Það mætti þó tæplega dragast
of lengi að uppfylla skilyrði GATT
um innflutning án þess að það teld-
ist vanefndir á samningnum, enda
gerir hann ráð fyrir að ákvæði hans
komi strax til framkvæmda. Fyrir-
komulag innflutnings yrði að af-
greiðast á því þingi sem nú situr,
að áliti embættismanna, sem Morg-
unblaðið hefur rætt við. Annars
væri hætta á því að önnur ríki
gætu tekið málið upp í WTO-ráðinu
og farið fram á aðgerðfr gegn ís-
lendingum.
Slíkt væri í rauninni í samræmi
við raunverulega framkvæmd fjöl-
margra alþjóðasamninga. Samn-
ingstexti er eitt og framkvæmd
annað og oft er séð í gegnum fing-
ur við ríki, sem eiga einhverra hluta
vegna í ákveðnum erfiðleikum með
að uppfylla skilyrði alþjóðasamn-
inga um skamman tíma. Ef tregða
íslendinga við að samþykkja inn-
flutning landbúnaðarvara færi hins
vegar að hafa áhrif á t.d. hagsniuni
grænmetis- eða smjörútflytjenda á
meginlandi Evrópu — og það myndi
hún fljótlega gera — er ekki ósenni-
legt að málið yrði tekið upp á vett-
vangi WTO.
Flest vestræn ríki
stofnaðilar WTO
Nærri öll vestræn ríki, þ.e. aðild-
arríki Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar (OECD) hafa lýst því
yfir að þau muni staðfesta GATT-
samkomulagið fyrir áramót. Þijú
ríki, Sviss, Liechtenstein og Kýpur,
hafa reyndar tilkynnt að þau verði
að fresta staðfestingu, en sú frestun
er af stjórnskipulegum ástæðum en
ekki pólitískum.
Telja má líklegt að það verði litið
skilningsríkari augum í hópi ann-
arra vestrænna ríkja að ísland stað-
festi GATT-samkomulagið og gangi
frá fyrirkomulagi á innflutningi
landbúnaðarafurða á fyrstu vikum
nýja ársins, fremur en að ísland
verði ekki stofnríki Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar.