Morgunblaðið - 22.12.1994, Page 6

Morgunblaðið - 22.12.1994, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ - Nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Stofnlánadeild taki milljarð vegna skuldbreytinga MEIRIHLUTI efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis leggur til hækkun á lántökuheimild Stofn- lánadeildar landbúnaðarins um níu hundruð milljónir króna vegna skuldbreytinga rekstrarlána bænda. Þá er einnig lagt til að heimila fjármálaráðherra að ábyrgjast lán- tökur nokkurra hitaveitna vegna skuldbreytinga og greiðsluflæðis- jöfnunar að upphæð 3.590 millj. kr. og vélamiðstöð Vegagerðarinn- ar er heimlað að yfirtaka skuldir Ekiðá hross FÓLKSBIFREIÐ ók á hross á Skógarströnd á Snæfeils- nesi um ellefuleytið á þriðju- dagskvöld. Aflífa þurfti hrossið en bíll- inn skemmdist mikið að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi. Hópur hrossa hafði sloppið úr girðingu og var á veginum fyrir neðan hæð nokkra. Fljúgandi hálka var þegar atvikið átti sér stað að sögn lögreglu. Hríseyjarhrepps vegna kaupa á ferjunni Sæfara. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar vegna lánsfjárlaga fyrir árið 1995. Þar kemur fram að hækkun á lántökuheimild Stofn- lánadeildarinnar nær aðeins til breytinga á lausaskuldum bænda í föst lán vegna fjárfestinga í bú- rekstri á jörðum þeirra, svo og vegna lausaskulda sem þeir hafa stofnað til vegna jarða-, véla-, bústofns- og fóðurkaupa, en ekki til neinna annarra lána svo sem neyslulána. Gert er ráð fyrir að Stofnlánadeildin semji tillögur að reglum um framkvæmd lánveit- inga sem ráðherra staðfesti. Þá er fjármálaráðherra heimilað að ábyrgjast lántökur Hitaveitu Akraness og Borgamess, undir- búningsfélags orkubús Borgar- fjarðar, Innhneimtustofnunar sveitarfélaga, Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Bæjarveitu Vest- mannaeyja vegna skuldbreytinga og greiðsluflæðisjöfnunar. Sam- tals nemur hækkun vegna þessa tæpum 3,6 milljörðum. Nefndin leggur ennfremur til að Vélamiðstöð Vegagerðarinnar verði heimilað að yfirtaka skuldir Hríseyjarhrepps vegna kaupa á ferjunni Sæfara. Skuidirnar nema samtals 102,6 millj. kr. Fyrirspurn á Alþingi um ferðir ráðherra til útlanda Ferðakostnaður nemur tæpum 68 millj. frá febrúar 1992 FORSÆTISRÁÐHERRA lagði í gær fram á Alþingi svar við fyrir- spum Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns um ferðakostnað ráðherra. Óskað var eftir upplýsing- um um ferðakostnað hvers ráðherra af ferðalögum til útlanda fyrir tíma- bilin frá 25. febrúar til 31. desem- ber 1992, árið 1993 og 1. janúar til 31. október 1994. Heildarkostnaður vegna ferða ráðherra og maka þeirra til útlanda á þessu tímabili nemur tæplega 68 milljónum króna. Þar með talinn er kostnaður vegna ferða sam- starfsráðherra Norðurlanda. Ráðuneyti Forsætisráðuneyti Utanríkisráðuneyti Fjármálaráðuneyti Menntamálaráðuneyti Sj ávarútvegsráðuneyti Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Samgönguráðuneyti Landbúnaðarráðuneyti Umhverfisráðuneyti1 Félagsmálaráðuneyti2 Iðnaðarráðuneyti3 Viðskiptaráðuneyti4 Heilbr,- og tryggingamálam.5 Samstarfsráðh. Norðurlanda6 Heildar- Þar af v. Fjöldi kostnaður maka ferða 6.240.234 491.149 22 12.419.056 2.912.214 36 4.104.242 512.478 18 6.103.292 409.658 24 3.110.556 377.573 12 1.687.683 338.268 5 3.556.258 1.069.785 13 3.394.349 434.821 11 5.032.182 387.794 11 2.086.064 171.222 9 3.678.900 885.137 10 4.868.140 881.548 13 7.319.899 1.076.909 18 4.270.625 731.304 Eiðs Guðnasonar nam 2.750.010 kr. Þar af vegna maka 387.794 kr. í ráðherratíð Össurar Skarphéðinssonar nam kostnaður 2.282.172 kr. Þar af vegna maka 0 kr. 2. Kostnaður í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur nam 1.354.458 kr. Þar af vegna maka 0 kr. í ráðherratíð Guðmundar Árna Stefánssonar nam kostnaður 731.606 kr. Þar af vegna maka 171.222 kr. 3. Kostnaður í ráðherratíð Jón Sigurðssonar nam 1.973.231 kr. Þar af vegna maka 371.444 kr. í ráðherratíð Sighvats Björgvinssonar nam kostnaður 1.705.669 kr. Þar af vegna maka 513.693 kr. 4. Kostnaður í ráðherratíð Jón Sigurðssonar nam 2.657.378 kr. Þar af vegna maka 311.324 kr. Kostnaður í ráðherratíð Sighvats Björgvinssonar nam 2.210.762 kr. Þar af vegna maka 570.224 kr. 5. Kostnaður í ráðherratíð Sighvats Björgvinssonar nam 3.551.821 kr. Þar af vegna maka 538.180 kr. Kostnaður í ráðherratíð Guðmundar Árna Stefánssonar nam 3.768.078 kr. Þar af vegna maka 538.729 kr. 6. Kostnaður í ráðherratíð Eiðs Guðnasonar nam 2.315.695 kr. Þar af vegna maka 185.916 kr. Kostnaður í ráðherratíð Sighvats Björgvinssonar nam 1.954.930 kr. Þar af vegna maka 545.388 kr. Morgunblaðið/Albert Kemp ÞÓRARINN Bjarnason á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, til vinstri við hann er Guðný Ragnarsdóttir, starfsmaður á hjúkrunardeildinni, og hægra megin Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Þórarinn Bjarnason frá Borg 100 ára á Þorláksmessu FRÉTTIR Las jólaguðspjallið sem ungur maður við grútartýru í flósinu Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið. Þórarinn Bjarnason frá Borg, Fáskrúðsfirði, verður 100 ára gamall á morgun, föstudaginn 23. desember. Þórarinn man tímana tvenna og sagði eitt sinn í samtali við fréttaritara að sem ungur maður hefði hann lesið jólaguðspjallið við grútartýru eða kertaljós og þá gjarnan úti i fjósi þar sem ylur- inn var frá kúnum. Þórarinn er nú vistmaður á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Þrátt fyrir að hann sé nú rúmliggjandi er hann vel ern og fylgist vel með og segir hann að það sé dekrað við hann þarna á heimiiinu. Hann er fæddur í Kirkjubóls- seli á Stöðvarfirði og alinn upp í Löndum á Stöðvarfirði. Hann naut kirkjufræðslu sem undirbún- ings undir fermingu en las allar bækur sem komist var yfir. Þórar- inn var bóndi á Grund á Stöðvar- firði en flutti þaðan að Búðum í Fáskrúðsfirði og byggði íbúðar- húsið Borg sem hann hefur verið lengst af kenndur við. Síðan var hann bóndi á Höfðahúsum í Fá‘ skrúðsfirði en 1952 flyst hann að Borg að nýju og vann almenn störf til sjós og lands. Þórarinn kvæntist þann 16. maí 1923 Dagbjörtu Sveinsdóttur, húsmóður, f. 7. október 1896, en hún lést 14. mars 1990. Þau hjón- in eignuðust þijár dætur og eru afkomendur þeirra orðnir 65 tals- ins. ! Samband sveitarfélaga mótmælir umsýslugjaldi Illa rökstuddur skatt- ur á húseigendur SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur ítrekað mótmæli sín við upp- töku svokallaðs umsýslugjalds til Fasteignamats ríkisins og lagt til að lögfestingu þess verði frestað. Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambandsins, segir að umsýslu- gjaldið sé ekkert annað en nýr skatt- ur sem lagður sé á alla húseigendur 'í landinu, án nokkurra viðhlítandi raka. Frumvarp ríkisstjómarinnar um breytingar á nýlegum lögum um brunatryggingar húsa var lagt fram til að tryggja lagagrundvöll álagn- ingar umsýslugjaldsins og fleiri áforma sem fram komu í umdeildri reglugerð heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Heilbrigðis- og trygginganefnd þingsins hefur nú afgreitt frumvarpið frá sér og legg- ur til að það verði samþykkt. Áætl- að er að umsýslugjaldið skili Fast- eignamatinu 35-40 milljónum kr. á ári. Eðlilegra að innheimta þjónustugjöld Samband sveitarfélaga telur gjaldið aðeins illa rökstuddan árleg- an skatt á húseigendur, án tillits til þess hvort þeir æskja þjónustu frá Fasteignamatinu og telur að eðli- legra hefði verið að heimila stofnun- inni að auka tekjur sínar með þjón- ustugjöldum frá þeim sem nytu sér- stakrar þjónustu stofnunarinnar. Vilhjálmur segir að engin viðhlít- andi rök fyrir gjaldtökunni komi fram í áliti nefndarinnar og þau hafi heldur ekki komið fram hjá ráðuneyti eða Fasteignamati. Þau verkefni sem gjaldið eigi að standa undir séu þegar unnin af FMR og fráleitt að þau þurfi að auka kostn- að um tugi milljóna. Vilhjálmur seg- ir að framlag sveitarfélag til Fast- eignamatsins hafi aukist mjög á síð- ustu tveimur árum og greiði þau nú jafnmikið og ríkið til þessarar starfsemi. „Svo virðist sem ríkið ætli að láta íbúana greiða sinn hlut og losa sig út úr þessari starfsemi," segir Vilhjálmur. Breytingar á skráningu atvinnufyrirtækja í símaskránni Símanúmer ekki í nafnaskrá MEÐAL breytinga sem verða á nýju símaskránni sem væntanleg er fyrir 3. júní næstkomandi, er að nöfn at- vinnufyrirtækja verða skráð í nafna- skránni en ekki símanúmerið. Gústav Arnar yfirverkfræðingur Pósts og síma segir að með þessu sé verið að venja símnotendur á tví- skipta símaskrá. Þá hefur verið ákveðið að bláu síðurnar eða stjórn- sýsluskráin hverfi og verða síma- númer opinberra fyrirtækja sett í stafrófsröð með öðrum fyrirtækjum í atvinnuskránni. „Takmarkið er að aðgreina alveg nafnaskrá frá atvinnuskrá," sagði Gústav. „Símanúmerum atvinnufyr- irtækja í nafnaskrá verður sleppt, en nöfn fyrirtækjanna verða í skránni með tilvísun í atvinnuskrána. Með þessu erum við að vona að fólk venji sig á að fletta strax upp í atvinnu- skránni þegar um fyrirtæki er að ræða en þó þannig að þeir sem ekki fletta oft upp í símaskránni átti sig á að númerið er að finna í atvinnu- skránni þegar þau eru ekki í nafna- skránni." Auglýst í báðum skrám Auglýsingar verða áfram í báðum símaskránum en verð fyrir hveija auglýsingu er mismunandi. „Lang- tíma stefnan er að auglýsingar hverfi að mestu úr nafnaskrá og yfír í at- vinnusRrá, sem verður þá alhliða atvinnu og þjónustuskrá,“ sagði Gústav. Odyrast er að auglýsa á gulu síðunum í atvinnuskránni. Verð fyrir auglýsingu á hvítu síðunum í atvinnuskránni er 10% hærra og enn hækkar verðið um 10% ef auglýst er í nafnaskrá. Gústav.sagði að áfram yrði unnið að skraningu farsima einstaklinga við heimasíma og atvinnusíma en það hafi misfarist að nokkru á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.