Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 7

Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson Sólstafir við Hvalsnes ÞEGAR sólin er lágt; á lofti geta margar kynjamyndir birzt við samspil sólar og skýja. Sólstafirnir við Hvalsnes nú í desember eru dæmi um það, því venjulega vísa sólstafirnir til jarðar en ekki himins. Aðvörun um þagnar- rétt getur kallað refs- ingu yfir saklausa NÝJAR breskar reglur um þagnar- rétt sakborninga eru það torskildar að margir menntaskólanemar leggja ekki réttan skilning í þær, að því er fram hefur komið í rannsókn Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings í Bretlandi. Blaðið Independent skýrði frá niðurstöðum hans fyrir skömmu. í þeirri viðleitni að sporna við vaxandi ofbeldi og glæpum, breyttu bresk stjórnvöld réttarfarsreglum fyrr á árinu. Var réttur meintra sak- borninga til þéss að þegja við lög- regluyfirheyrslur nánast afnuminn. Breytingin er í því fólgin, að það getur talist bera vitni um sekt sak- bornings ef notuð eru fyrir rétti rök eða efnisatriði m&ls sem hann minnt- ist ekki á við yfirheyrslur. Nýju reglurnar eru hins vegar það flóknar, að samkvæmt rannsóknum Gísla á menntaskólanemum er það niðurstaða hans, að þær geti beinlín- is stuðlað að því að dómstólar kom- ist að rangri niðurstöðu. Samkvæmt annarri rannsókn Gísla og samverkamanna hans, eru langflestir meintra sakamanna, sem komast í hendur lögreglu, með greind undir meðallagi. Þar sem ein- ungis 40% menntaskólanema skilja hvað við er átt með viðvöruninni um þagnarréttinn er ráð fyrir því gert að fæstir meintra sakborninga geti gert sér grein fyrir stöðu sinni. í bréfi til breska innanríkisráð- herrans um nýju reglurnar, sem In- dependent getur um, heldur Gísii Guðjónsson því fram, að ekki ein- ungis geti fjöldi saklauss fólks auð- veldlega sakbent sjálft sig vegna misskilnings, heldur gætu sakamenn sloppið við refsingu á tækniiegum forsendum ef veijendur þeirra geta sýnt fram á að skjólstæðingur þeirra hafi ekki skilið viðvörunina. Segir í Independent, að Gísli hafi lagt til við breska innanríkisráðherr- ann, að orðalag viðvörunarinnar verði stórlega einfaldað til þess að draga úr hættu á réttarmorði. Hætt við skattá staðar- uppbót EKKI verður breyting á skattameð- ferð staðaruppbótar starfsmanna utanríkisþjónustunnar erlendis, nái tillaga efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis fram að ganga. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt gerði ráð fyrir að staðaruppbótin yrði skattlögð. Utanríkisráðuneytið mótmælti fyrirhugaðri breytingu harðlega og sagði slíkt fyrirkomulag hvergi þekkjast á Norðurlöndum eða í öðr- um vestrænum ríkjum svo vitað væri. Vegna frumvarpsins um breyt- ingar á lögum um tekju- og eigna- skatt sendi utanríkisráðherra fjár- málaráðherra bréf hinn 16. desem- ber, þar sem segir, að breytingin hafi ekki hlotið umfjöllun milli þess- ara ráðuneyta, sem eðlilegt hefði verið. „Ég fer þess því á leit að til- lagan verði felld úr frumvarpinu," segir utanríkisráðherra í bréfinu. Stríðir gegn vinnurétti Þá segir einnig, að telja verði ófært að færa ákvörðunarvald um kjör starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar frá utanríkisráðuneytinu og utanríkismálanefnd yfir til ríkis- skattstjóra. „Einnig er óeðlilegt að gera breytingu af þessu tagi án frekari undirbúnings og samráðs við þá starfsmenn sem í hlut eiga. Bent skal á að einhliða aðgerðir sem hafa áhrif á kjör stríða gegn megin- reglum íslensks vinnuréttar. Ef breytingin næði í gegn þyrfti að stórhækka launalið ráðuneytisins, sem ég tel varla raunhæft eins og sakir standa," segir utanríkisráð- herra í bréfi sínu. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins sendi einnig bréf um mál- ið þann 19. desember til ráðuneytis- stjóra íjármálaráðuneytisins, for- sætisráðuneytisins og formanna utanríkismálanefndar og efnahags- og viðskiptanefndar. Þar voru sjón- armið utanríkisráðuneytisins ítrek- uð. Eins og fyrr sagði lagði efna- hags- og viðskiptanefnd þingsins til í gær, að ekki yrðu gerðar breyt- ingar á skattameðferð staðarupp- bótar. gæðanmziegna! að sjálfsögðu! Gleðileg íslensk jól _í/í í/i /u> * ^llll MBwBffr'"i' eae&i s. - * ^—- * ■ '"^jhbhbbi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.