Morgunblaðið - 22.12.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.12.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 11 HJÁLPARSTARF IIMNANLAIMDS Tugir milljóna króna í aðstoð fyrir jólin Forsvarsmenn líknarstofnana segjast ekki greina umtalsverða fjölgun á umsóknum um aðstoð nú miðað við jólin í fyrra. Flestir umsækjanda séu í fj árhagserfiðleikum vegna atvinnuleysis eða heilsubrests. Þörfin sé yfirleitt brýn en dæmi séu um misnotkun á náungakærleikanum. HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar og Reykjavíkurdeild RKÍ hafa sameinað hjálparstarf sitt fyrir þessi jól og útdeila, eins og Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðisherinn, matarpökkum og gjafakortum sem gilda í stórmörk- uðum, til þeirra sem líða skort um þessar mundir. Verðmæti matar- pakka og gjafakorta er um 2.500- 10.000 kr. að jafnaði hjá öllum þess- um aðilum, eftir aðstæðum umsækj- anda og fjölskyldustærð. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, kveðst telja að hjálparstarf af þessum toga innanlanda velti í heild sinni nokkr- um tugum milljónum króna á ári hverju. Á seinasta ári hafi andvirði matargjafa, gjafakorta og annars stuðnings frá Hjálparstofnun kirkj- unnar, numið um 3 millj. kr. og auk þess hafi um 3 millj. kr. runnið í beinhörðum peningum til aðstoðar þurfandi. RKI hafi varið 4-6 millj. til aðstoðar fyrir í jólin í fyrra og fyrir þessi jól sé þegar búið að sam- þykkja tveggja milijóna framlag. Andvirði aðstoðar þeirrar sem Mæðrastyrksnefnd veitti fyrir jólin í fyrra nam níu millj. kr., að sögn Unnar Jónasdóttur, formanns nefnd- arinnar, og svipuð upphæð rennur til bágstaddra nú. Daníel Óskarsson, yfirforingi Hjálpræðishersins á Is- land, segir að nú þegar hafi yfir ein milljón króna runnið til þurfandi. Betra eftirlits þörf Forsvarsmenn þessara líknar- stofnana segjast ekki greina umtals- verða aukningu á umsóknum nú samanborið við jólin í fyrra. Flestir þeirra sem sækja um aðstoð séu at- vinnulausir eða í fjárhagserfiðleikum og mikið sé um öryrkja. Stærsti hóp- urinn sé skipaður einstæðum mæð- rum, er eigi allt að 4-6 börn. Einfald- ast sé að vera með aðstoð í formi matargjafa, þar sem hættan á mis- notkun minnki stórlega. „Fólk er ekki spurt í þaula um aðstæður sínar, en óskað er eftir upplýsingum um fjölskyldustærð, laun og hversu háa húsaleigu fólk greiðir," segir Jónas. „Við höfum því miður ekki möguleika til að sann- reyna umsóknimar sem skyldi, og fyrir kemur að fólk gefur rangar upplýsingar eða leitar á marga staði. Þetta eru þó undantekningar, en þeim fer fjölgandi að mínu viti. Hættan er auðvitað sú sama og við hjálparstörf ytra, þ.e. að aðstoð skapi þurfandi í stað þess að leysa vanda. Þetta spillir fyrir þeim meirihluta umsækjenda sem á virkilega erfitt,“ segir hann. Aldrei hafa fleiri leitað til kirkjunnar Nokkrar kirkjur ráða yfir sjálf- stæðum líknarsjóðum sem fólk hefur leitað til. Séra Guðmundur Þorsteins- son í Árbæjarsókn, þar sem eru um 9.000 sóknarbörn, segir að aldrei hafi fleiri leitað til kirkjunnar en fyrir þessi jól. Aðrir sóknarprestar segi sömu sögu. Ómögulegt sé hins vegar að vita hvar þörfin sé brýnust í jafn stórum söfnuði, og því sé að- stoð bundin við þá sem leita eftir henni. Jónas segir erfitt að öðlast yfirsýn yfir fjölda þeirra sem leita á náðir sérsjóða kirkna og greiðslur úr sjóð- unum, sem þó sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fólk fari á milli sókna og hjálparstofnana til að leita aðstoðar, eins og dæmi séu um. Gera þurfí kröfu um betra eftirlit til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnot- að og hjálpa þá betur þeim sem þurfa í raun á aðstoð að halda. Daníel Óskarsson segir að yfir 200 manns hafi óskað aðstoðar fyrir þessi jól. Á aðfangadagskvöld snæði um 100 manns hjá Hjálpræðishernum, auk þess sem ýmsir einstæðingar, gamalmenni og fangar, fái jólaglaðn- ing. Einstakir þeirra sem leita á náð- ir Hjálpræðishersins hafi fengið einn- ig úrlausn hjá öðrum líknarfélögum, en aðstæður kunni hins vegar að vera svo bágar að fólk þurfi á aðstoð frá fleiri en einum aðila halda. Flest- ir hafi ríkar forsendur fyrir ósk um aðstoð. Daníel segir verðmæti þess sem HJÁLPARSTOFNUN kirkj- unnar, kirkjur landsins og líknarsamtök af margvísleg- um toga starfa ötullega að aðstoð við bágstadda fyrir þessi jól sem önnur, og er þörfin ótvíræð. þegar hafi verið úthlutað, heldur meira en safnast hefur og voni hann að betur muni „sjóða í pottunum" á næstu dögum. Minna hafi safnast í ár en í fyrra, sem bendi til að pyngja fólks sé léttari nú. Umsóknum fjölgað um 40% Eftirspurn eftir aðstoð frá Félags- málastofnun Reykjavíkur er mun meiri en í desember en aðra mánuði ársins, að sögn Láru Ragnarsdóttur, félagsmálastjóra. Eingöngu þeir sem hafi þegið fjárhagsaðstoð til lengri tíma fái styrk fyrir jólin, eða þeir sem hafi verið atvinnulausir í meira en þijá mánuði án bóta og hafa ekki aðrar tekjur en bætur frá stofnuninn. Einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, fái um 10.000 kr. og síðan hækki uppbótin í desem- ber eftir stærð fjölskyldu, en hæsti mögulegi styrkur sé 25.300 kr. handa þeim sem hafi sjö börn á sínu framfæri. Lára segir umsóknum um aðstoð hafa fjölgað gríðarlega hjá stofnuninni á tveimur árum, eða úr 2.500 beiðnum á ári 1992 til um 3.500 í ár samkvæmt áætlun, sem er 40% aukning. Unnur Jónasdóttir segir að geysi- legur fjöldi fólks hafi leitað til Mæð- rastyrksnefndar fyrir þessi jól. Ekki njóti færri stuðnings í ár en fyrra, þegar um 800 manns óskuðu aðstoð- ar. „Ástandið er mjög bágborið hjá mörgum og hingað hafa komið ein- stæðar konur með tvö eða þijú börn, sem hafa 40-50 þúsund krónur í tekjur á mánuði fyrir heilsdagsvinnu og greiða 30-35 þúsund krónur í húsaleigu, þannig að afgangur er ekki mikill. Sumar þurfa dagvistun fyrir börn sín sem kostar líka sitt,“ segir Unnur. »30% slattur af askrauti HAGKAUP fyrir fjölskylduna Skatthol frá kr. 28.000. Sófaborð í miklu úrvali frá kr. 23.000 Kommóður, náttborð, smáborð, símabekkir, bókaskápar, skrifborð' hornskápar á mjög hagstæðu verði. Opið í dag kl. 14-17. Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.