Morgunblaðið - 22.12.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 23
LISTIR
í ljósi trúarinnar
BOKMENNTIR
Trúarbrögd
TRÚARBRÖGÐ
MANNKYNS
eftir Sigurbjörn Einarsson biskup.
377 bls. Skáiholtsútgáfan. Prentun:
Steindórsprent - Gutenberg.
Reykjavík, 1994. Verð kr. 2.980.
BÓKIN Trúarbrögð mannkyns
er nú komin út í þriðja sinn. Höf-
undur lætur þess getið að hann
hafi aukið við texta sinn. Einkum
hafi hann gert nokkru fyllri kafl-
ann um íslam. Tvær
kveður hann meginá-
stæður þess. í fyrsta
lagi hafi íslömsk ríki
látið mikið að sér
kveða á seinni árum,
mun meira en áður.
Og svo eru »nokkrar
milljónir íslamskra
innflytjenda í Evrópu
og láta æ meira á sér
bera.« í Evrópu vilja
þeir hlíta eigin lögum,
að minnsta kosti hvað
trúna varðar. Árekstr-
ar þeirra hluta vegna
hafa oftar en einu
sinni orðið fréttaefni.
En það er »líflátssök
að reyna að snúa
múslíma til annarrar trúar og sá
er dauðamaður, sem fellur frá ísl-
am.«
Múhameðstrú var það jafnan
kallað í kennslubókum á árum
áður og sýndist jafn fjarlægt og
sandauðnir Arabíu og borgin
Mekka. Sú tíð er heldur betur liðin.
En það eru fleiri trúarbrögð sem
hafa haft áhrif á Vesturlöndum.
Guðspekingar, sem voru talsvert
áberandi í menningarmálaumræð-
unni um og upp úr aldamótunum
síðustu, horfðu mjög til indverskra
trúarbragða og heimspeki. Orð
eins og karma og maya voru hent
á lofti manna á meðal. »Allt líf
er maya,« sögðu spakvitringar
sem töldu sig hafa höndlað hinn
endanlega sannleika. Þótt guð-
spekin hafí haft nokkuð langæ
áhrif hérlendis, ef til vill varan-
legri en í nálægum löndum og
mikið hafí verið um hana skrifað,
hafa henni ekki verið gerð hlutlæg
skil á fræðilegan hátt enn sem
komið er. En í bók þessari er far-
ið grannt ofan í indversk trúar-
brögð, uppruna þeirra og þróun
aldirnar í gegnum og skyggnst inn
í hugarheim Indveija sem og áhrif
trúarinnar á daglegt líf þar í landi.
það mun hafa verið hið fjarlæga
og dulúðuga sem snart evi ópska
og ameríska guðspekinga, auk
þess sem þeir töldu sig finna í
indverskum trúarbrögðum þá
manngildishugsjón og þann friðar-
boðskap sem þeir leituðu að.
Öðrum Austurlandatrúarbrögð-
um eru líka gerð ítarleg skil, einn-
ig trúarbrögðum fornþjóðanna og
frumstæðra þjóða. Grísk og róm-
versk trúarbrögð áttu þátt í að
móta menningu Vest-
urlanda, einkum
grísk. Goðsögurnar
grísku ganga eins og
rauður þráður gegn-
um bókmenntir Evr-
ópu. Jafnvel enn þann
dag í dag eru skáld
að skírskota til þeirra.
Trúarbrögðin endur-
spegla sálarástand
þjóðar á hveijum tíma.
Grísku goðin voru
gáskafull og léttúðug
og laus við strang-
leika. Goðsögurnar
spruttu fram úr hug-
arfylgsnum þjóðar
sem var bæði víðsýn
og umburðarlynd.
Grikkir sigldu um öll höf sem þá
voru þekkt og námu land allt í
kringum Miðjarðarhaf. í okkar
augum eru goðsögur þeirra tákn-
rænar fremur en trúarlegar. Að
Grikkir hafi ekki haldið fast við
trú sína má gerst marka af því
að »það var gömul regla Grikkja
að tigna guði þess lands, sem þeir
gistu. Þeirri reglu fylgdu þeir,
þegar þeir settust að í Austurlönd-
um og tóku við metorðum þar,«
eins og höfundur kemst að orði.
En hann bætir við að grísk trúar-
brögð hafi eigi að síður haft áhrif
á trúarbrögð hinna framandi þjóða
þar sem þeir settust að.
Rómversku goðin voru form-
fastari, alvarlegri og stjórnsamari
í samræmi við þróun og sögu
heimsveldisins. Valdsvið hvers
goðs um sig var skýrt afmarkað
eins og embættismanna ríkisins
og laut að smáu sem stóru. Eitt
goðanna hélt t.d. verndarhendi
yfir mykjudreifíngu. Höfundur
minnir á að rómversk trúarbrögð
hafí orðið fyrir hellenískum áhrif-
um, eins og reyndar rómversk
menning yfírleitt.
Það kann að orka tvímælis að
gyðingdómur og kristin trú skuli
vera undanskilin í þessu yfirgrips-
mikla riti. Höfundurinn, sem var
þjónandi prestur, síðan kennari í
guðfræði og að lokum biskup ís-
lensku þjóðkirkjunnar hefur ekki
talið sig geta gert henni skil á
hlutlausan hátt við hliðina á öðrum
trúarbrögðum.
Trúarbrögð mannkyns er hvergi
auðveld bók. Aftan við textann er
skrá yfír nöfn og atriðisorð, ellefu
síður, þéttprentaðar. Það gefur til
kynna hvað lesandi má leggja á
minnið ef hann hyggst nema fræði
þessi til hlítar. Það má telja kost
eða galla, allt eftir því hvernig á
það er litið, að höfundur einskorð-
ar sig sem mest við trúarbrögðin
sjálf en tengir sögu þeirra lítt við
skyld efni, t.d. almenna menning-
arsögu.
Höfundur telur að trúarbrögðin
séu sterkasti þátturinn í sögu
mannkyns. Ekki verður því mót-
mælt hér. En þættir sögunnar eru
margir og slitróttir og fléttast
saman með ýmsu móti svo erfitt
getur reynst að greina einn frá
öðrum. Trúarbragðastyijaldir hafa
oft verið háðar. Ekki hefur þó allt-
af verið barist um trú þótt hún
hafí verið höfð að yfirvarpi, líklega
sjaldnast. Hins vegar hefur þögul
trúartilfinning kynslóðanna aldrei
verið skráð á spjöld sögunnar.
Sagnfræðin nemur ekki skóhljóð
aldanna nema hælum sé slegið.
Margt bendir til að áhugi á trú-
arbrögðum hafi ekki farið minnk-
andi á síðari árum og áratugum,
jafnvel þvert á móti. Þar við bæt-
ist að heimurinn hefur þjappast
saman - eða minnkað eins og
sumir vilja orða það. Ekkert er
lengur fjarlægt í sama skilningi
og áður. Fólkið í næsta húsi er
ef til vill langt að komið og hefur
flutt trúna með sér. Þekkingin
leiðir til skilnings. Og skilningur-
inn stuðlar að friði á jörð. Eða svo
mæla vitrir. Líkast til er okkur
hollt nú á komandi hátíð ljóssins
að glæða skilningsljósið sem alltof
oft blaktir á veiku skari. Þessi trú-
fræði okkar aldna biskups getur
örugglega hjálpað okkur til þess.
Erlendur Jónsson
Sigurbjörn
Einarsson biskup
- kjarni málsins!
CBS fjallar um Kristján Jóhannsson
„Kannski ekki mesti
tenór heims,
en sá sterkasti“
Boston. Morgnnblaðið.
ÞÓTT ekki séu allir á eitt sáttir
um hæfileika Kristján Jóhanns-
sonar óperusöngvara er ljóst að
á bandarísku sjónvarpsstöðinni
CBS er hann talinn í fremstu
röð. Fjallað var um Kristján í
tfu mínútna innskoti í frétta-
tengdum þætti CBS á sunnu-
dagsmorgun með þeim orðum
að þegar fjallað væri um óperur
kæmi mönnum sjaldnast eyja
ein í miðju Atlantshafi fyrst í
hug, en tenór nokkur frá Akur-
eyri væri vel á veg kominn með
að breyta því.
Bandarískir sjónvarpsáhorf-
endur fengu að fylgjast með
Kristjáni frá sviði Leikfélags
Akureyrar til Milanó og Lýrísku
óperunnar í Chicago, sjá hann
fagna móður sinni opnum örm-
um og hefja hendur til himins
í óperunni Tosca.
Dregin var upp n\jög persónu-
leg mynd af Kristjáni og farið
um hann lofsamlegum orðum.
CBS er ein þriggja stærstu sjón-
varpsstöðva Bandaríkjanna og
umfjölluninni um Kristján var
sjónvarpað um allt land. í þess-
ari athygli felst ákveðin viður-
kenning og hlýtur umfjöllun af
þessu tagi að vera lyftistöng
fyrir hvaða listamann sem er.
í þættinum sagði að Kristján
hlyti að hafa átt sér drauma:
„í hinum litla bæ Akureyri, þar
sem hann ólst upp, voru kostirn-
ir fáir: búskapur, sjómennska,
eða vinna við höfnina ... en
Kristján Jóhannsson hafði aðra
hluti í huga.“
Kristján talaði í þættinum um
það þegar hann vann erfiðis-
vinnu, þar á meðal við logsuðu
í slippnum á Akureyri, og bætti
við: „Ég er kannski ekki mesti
tenór heims, en ég er sá sterk-
asti.“
Hann lýsti einnig taugatitr-
ingnum þegar hann fyrst steig
á svið í Leikfélagi Akureyrar,
horfði yfír áhorfendasalinn og
sagði: „Nú virðist þetta svo lítið."
Svo var sýnt atriði frá þjóðhá-
tíðartónleikum Kristjáns í sum-
ar og sagt að nú gæti hann feng-
ið þrjú þúsund Islendinga til að
rísa úr sæti með söng sínum.
Nú er Kristján að vinna að
uppfærslu á Aidu í Chicago. List-
stjórnandi Lýrísku óperunnar
þar, Bruno Bartoletti, hafði um
langt skeið augastað á Kristjáni
og undanfarin ár hefur hann
sungið þar reglulega.
„Hann er góður tenór, hann
er góður tónlistarmaður og
hann hefur fallega rödd,“ sagði
Bartoletti í samtali við CBS. „Ég
veit ekki hvað er hægt að biðja
um rneira."
Ekkert, mætti ætla af um-
fjöllun CBS. í lok kaflans um
Kristján sást hann syngja Ness-
un Dorma úr óperunni Turand-
ot við undirleik Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og sú spurning
vaknaði samstundis hvort þessi
söngur hefði verið valinn til að
bera saman við margfrægan
flutning Placidos Domingos,
Joses Carrera og Lucianos Pa-
varottis á sömu aríum á Rómar-
tónleikum þeirra fyrir fjórum
árum.
SSíSíS 1
mfeð drifi
Einn þekktasti
rithöfundur Kanada
á þessari öld,
Laura Goodman
Salverson, var dóttir
íslenskra innflytjenda
í Manitoba. Einstök
innsýn í kjör og
adbúnaölanda okkar
í Vesturheimi og
óvenjuleg þroska-
og reynslusaga
konu.
á öllum
Sveinn Einarsson
tvinnar hér 20. öldina
meistaralega saman
viö þjóösögur og
ævintýri í sögunni af
drengnum Tryggva,
sem liggur á sjúkra-
húsi. Sagan vakti
mikla athygli þegar
hún var lesin í
útvarpinu síðast-
liðið sumar.
Allt um jeppa
í íslenskri náttúru,
hvernig á aö bera sig
aö, hvaö á aö varast.
í bókinni er geysi-
mikill fróðleikur
samankominn fyrir
alla þá sem halda á
fjöll, sumar sem
vetur. Omissandi
handbók fyrir alla
jeppaeigendur.
anenvaclóttvu'
ORMSTUNGA
AusturströnU 3, 170 Seltjnrnnrnes
Sími: 561 0055 Fax: 561 0025