Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 24

Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þegar ljóð anda Vetrarsólhvörf í Ráðhúsinu í TILEFNI dagsins eru hátíðartjöld í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur til sýnis gestum og gangandi. Á tjöldunum eru silfurspeglar og endurspegla þeir vetrarsólstöður sem eru stysti sólargangur, endir og jafnframt upphaf nýs sólarárs. Verkið var útfært 1992. Höfundar þess eru Erla Þórarinsdóttir og Gerla Geirsdóttir. BOKMENNTIR L j ó ð a b 5 k BÍTLAR eftir Steinar Vilhjálm. Skákprent, " 1994 — 92 síður. FYRIR sex árum gaf Steinar Vilhjálmur út fyrstu ljóðabók sína af þremur. Þar örlaði á sérstæðum tón hjá ungu skáldi, sem gaf góðar vonir. í ljóðabókinni Bítlar er þessi tónn ekki leng- ur óljós í hug lesanda. Hann er afgerandi — hreinn og veitir skáld- inu ögun er það fléttar saman ytri veruleika og innri sýn. Aldrei mun ég gleyma þeirri ■ nótt. Aldrei skal ég gleyma þeirri stjömu. Skógardís bruggar mér seyð. Þegar sólin er sest bak við íjallið og eldurinn logar. er hún mitt eina ljóð. í heild eru ljóðin nokkurs konar ferðasaga um Austurlönd, blönduð ljúfum minningum frá bernsku skáldsins. Draumsýn vitjar þess oft þegar veruleiki daganna er að baki. /Verndarengillinn minn birtist /mér í draumi./ Líkami hans var í dum- brauðum kyrtli.../ í ijóðunum felst lotningarfullt lít- illælti gagnvart stórfengleik austur- lenskrar náttúru, lífsháttum þar og ekki síst gagnvart almættinu, sem virðist hafa búið um sig í vitund skáldsins: /Drottinn/ ekki leggja þessa byrði á /herðar okkar /sem þú lagðir á herðar þeirra /er á und- an fóru. Steinar Vilhjálmur er einnig skáld vellyst- inga og ástar og nýtur lífsins þegar því er að skipta: /Það er af græðgi sem ég skrifa /um skugga næturinn- ar. /Ég var í leit ævin- týra við dularfulla götu ... / Ljóðin 1 bókinni eru nafnlaus, en þeim er skipt niður með fyrir- sögnum. Skáldinu tekst að fanga lesánda, ef til vill með ívafi þess dul- vísa við hlið hversdags- lega líf. Og það sem mikils er vert, í ljóðunum birtist vel gerður per- sónuleiki — góður maður. Orð eru dýr og stundum bregst Steinari Vilhjálmi notkun þeirra. /Hún er fallegsti hlutur sem /ég hef nokkurn tíma séð. /Hárið svo ein- kennilega hvítt... /. Þrátt fyrir margt áður sagt á skáldið ýmislegt ólært, en trú á góð- um framförum skapar eftirvæntingu til framtíðar. Jenna Jensdóttir Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Þó hvereinn megni smátt. Saga Atvinnufélags Hafnarverkalýðs á Hornafirði 1929-1942. Bókin er fyrra bindi af tveimur um sögu verkalýðs- hreyfíngar í Austur-Skaftafells- sýslu. Það er Verkalýðsfélagið Jökull sem stendur að útgáfunni. Höfundur bókarinnar, Gísli Sverrir Árnason, er forstöðumaður Sýslusafns Austur-Skaftafells- sýslu og hefur skrifað greinar í blöð og tímarit en sendir nú frá sér fyrstu bók sína. í kynningu útgefanda segir: „Bókin segir á lifandi og fræð- andi hátt frá lífi og störfum al- þýðufólks á Hornafirði á fyrri hluta þessarar aldar. Atvinna í Hafnarkauptúni var af skornum skammti lengi framan af og þá varð smábúskapur og garðrækt til þess að halda lífinu í fólki. Félags- skapur fátækra verkamanna var umdeildur frá upphafi og eftir að ýmsir ráðamenn á staðnum höfðu fengið inngöngu þar, svo sem kaupfélagsstjórinn og presturinn, snerist félagsstarfið um margt annað en að stuðla að hærra kaupi og meiri atvinnu.“ Þá er í bókinni sérstakur kafli með æviskrám allra félagsmanna Atvinnufélags Hafnarverkalýðs og ljósmynd af hveijum og einum. Bókin Þó hvereinn megni smátt er 250 blaðsíður í stóru broti og hana prýða rúmlega 400 ljós- myndir stórar og smáar. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Hornafjarð- ar og bundin á bókbandsverkstæði Sigurðar Magnússonar á Hofi í Öræfum. Hér er um að ræða um- fangsmesta verk sem þessir aðilar hafa ráðist í að vinna. Bókin fæst í bókaverslunum Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn, Fagurhólsmýri, Auði Ágústs- dóttur, bókaverslun Sigbjörns Brynjólfssonar íFellabæ og bóka- verslunum Máls og menningar og Eymundsson íReykjavfk. Einnig er hægt að panta hana hjá versl. Nesjum og Verkalýðsfélaginu Jökli áHöfn. Steinar Vilhjálmur Handskrifuð bók BÓKMENNTIR L j ó ð FJÖRBROT eftir Bjarka Bjamason. Bókaútgáfan Frá hvirfli til ilja, 1994. LJÓÐABÓKIN Fjörbrot eftir Bjarka Bjarnason er prentuð á mjög fallegan pappír og geymir þijár ágætar myndir eftir Magnús Kjart- ansson. Hún er handskrifuð með rauðbrúnum stöfum og þó það gæti orðið óþægilegt að lesa hand- skrifaða bók þá verður það hér mjög sjarmerandi ásamt þykkum gráum pappírnum. Bókin verður nákomin manni og persónuleg (þökk ljóðunum) en allir eftirfarandi þættir, pappírinn, skriftin, liturinn á blekinu, myndimar og ljóðin, hafa þau áhrif að manni þykir sem mað- ur kíki inn í eða stelist í bók í einka- eigu. Bók sem aldrei kom út. Best gæti ég trúað að höf- undur hafi viljað ná þessum áhrifum fram og ef svo var þá tókst honum það. Sum ljóðin í bókinni hefðu mátt missa sín en flest þeirra eru fal- leg og sár. fötin ein/yfirgefin/á gólf- inu/bíða þess/að hlaupa/af stað/á morgun//bíð líka Ljóð sem ort eru til barns: lofa/að passa þig/alltaf/kúra hjá þér/alltaf/svík þig/um leið/og þú sofnar/þú læðist/inn í drauma/Iöndin/ég burt/á tánum Maður gæti óskað sér að vera sonur eða dóttir þess sem yrkir svona: sígræn grein/á snjóhvítu leiði/og spurning/pabbi/hver á að fá/þetta jólatré. Mest óttast ég að í þessu samhengi hér, stödd í ókunnugum rit- dómi, missi ljóðin marks. Af því að ég geti ekki séð þessa bók nema sem einn pakka, sem myndverK, þarsem áðurnefndir þættir (enn nefni ég pappír- inn, skriftina, blekið, myndirnar og svo auð- vitað og ekki hvað síst ljóðin) fara saman sem ein heild með áður- nefndum áhrifum fyrir lesandann: að vera með_ handrit í einka- eigu í höndum. Á þann hátt opnast verkið til manns og verður fallegt. Ef ætti að tína ljóð og ljóð út hryn- ur hluturinn, skoppast í sundur og tvístrast eins og slitin perlufesti í gólfið. Kristín Ómarsdóttir Bjarki Bjarnason Flæði ástarinnar BÖKMENNTIR Ljóðabók ÞÁ VAXA RÓSIR eftir Brynju Bjamadóttur. Skák- prent, 1994 — 87 síður. BRYNJA Bjamadóttir er ekki nýgræðingur í skáldskap. Árið 1991 kom út Ijóðabók hennar: Úr poka- horninu og hún var meðal fímm skálda sem viðurkenningar hlutu í Ijóðasamkeppni Menningarsamtaka Sunnlendinga á þessu ári. í ljóðum sínum þræðir skáldið lífsferlið í samfélagslegum mynd- um. Lætur til sín taka jafnt á er- lendum sem innlendum vettvangi: Strið Hatur, hungur og tár ógeðslegar skotgrafir, skítur og blóð. Frávita börn í rifnum skóm klæðlaus og köld. Sitjandi yfír lemstruðum líkum móðurinnar. Flest virðast ljóðin úr nánasta umhverfi skáldsins. Oft hug- leiðingar, mildar og jákvæðar. Ástin á sér öruggt rúm og hrifn- ing skáldsins á ást- artjáningum og til- finningalegu hugar- róti þess sem elskar er eins og rauður þráður gegnum fiest ljóðin: / ... Leyf mér gefa þér unað /leyf mér gefa þér lífið /leyf mér drukkna við bijóst þitt /í brennandi ást. /Vertu ástin mín hjá mér /með- an vornóttin vakir. /Þú fyllir upp líf mitt, /ég elska þig enn./ Það er mikil hlýja í þessum ljóðum, ástin á lífinu, umhverfir.u, samferðafólkinu og öllu því er lífsanda dregur veldur líka ótta og sárs- auka í firrtu samfélagi. Þá verða átökin í skáld- skapnum áþreifanleg — dýpri. /Hvers vegna? /Alein í tilviljunar- kenndu /miskunnar- leysi /engist sál þín . . . /. Það mætti með sanni kalla Brynju Bjarna- dóttur skáld ástarinnar. Ljóð henn- ar verma í skammdeginu og lífga upp í myrkri veröld. Jenna Jensdóttir. Bryiya Bjarnadóttir Lífsreynsla mat- ráðskonunnar BOKMENNTIR Skáldsaga GUNSUKAFFI Skáldsaga eftir Andrés Guðnason Höfundur gefur út. Reykjavík 1994 Á KÁPUSÍÐU segir að Andrés hafi skrifað mikið í blöð og tímarit og gefið út bók sem hét í öðrum löndum en þetta sé fyrsta skáldsag- an sem birtist eftir hann í fullri lengd. Sögusviðið í upphafi er Reykjavík á kreppu- tímanum milli 1930 og 1940 og aðalpersónan Guðný Ketilsdóttir er leidd fram og kynnt, sögð á henni deili. Hún er gerðarleg stúlka og mikill dugnaðarforkur og setur á laggirnar matsölu og tekur kost- gangara. Hún býr til staðgóðan og hollan mat og Gunsukaffi eins og staðurinn er kallaður fær á sig hið besta orð. Þangað sækja ýmsir fastagestir sem njóta heimilislegra rétta og ræða um dag- inn og veginn. Fáir eru nefndir með nafni heldur einkenndir með kyni og við hvað þeir vinna eins og „mað- ur sem vann á skattstofunni", „námsmaður með gieraugu," og þess háttar. Stúdent nokkur sem ekki er nefndur með nafni vingast við Guðnýju og á hans vegum er Siggi nokkur sem er drykkfelldur með vafasamt orð og áður en við er litið er hann farinn að skipta Guðnýju nokkru máli - gegn vilja hennar að því er virðist. Það endar með því að þau rugla saman reitum sín- um og lýkur þar með fyrri hluta sögunnar á því að Guðný flytur norður í land til að gerast hús- freyja á ættaróðali hans. Andrés hefur augljóslega gaman að því að skrifa og á hægt með það. Hann er nákvæmur í lýsingum á umhverfi, matargerð og mörgu smálegu og tekur eftir og tæpir á ýmsu í kringum persónurnar. Á hinn bóginn er ákefðin á stund- um fullmikil svo að frásögnin verð- ur ekki nógu vandvirknislega unnin, hún verður án tilbreytni og tilþrifa og stundum er farið skotfljótt yfir sögu og stundum staðnæmst um of við atriði sem kannski skipta ekki ýkja miklu máli. í seinni hlutanum sem gerist tíu árum síðar hefur ýmislegt drifið á daga Guðnýj- ar. Hún hefur skilið við Sigurð sem reynd- ist hinn óbjörgulegasti eiginmaður og hún kemst í kynni við stúdentinn aftur sem er nú orðinn spreng- lærður læknir. Hann minnist Guðnýjar að öllu góðu og hjálpar henni að láta draum: inn rætast; að setja að nýju upp matstofu. Þessi saga er í ætt við vel gert uppkast. Það hefði átt að vinnast betur og byggja frásögnina upp svo hún sé ekki svona snubbótt og oft flatneskjuleg. Persónur eru heldur óljósar og í fjarlægð frá lesanda. Það er hins vegar ekki ástæða til að draga í efa að Andrés getur skrifað og umfram allt er augljóst hvað hann hefur mikla ánægju af því. Það er ágætt svo langt sem það nær. En stundum er álitamál hvort það eigi erindi í bók. Jóhanna Kristjónsdóttir. Andrés Guðnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.