Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 29
28 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 -29
flirrpmM&Mí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÁTÖKIN UM
ÍRSKA HÓLFIÐ
DEILURNAR iiinan Evrópusambandsins um veiðar
spænskra skipa í írska hólfinu svonefnda sýna glögg-
lega þær hremmingar, sem fiskveiðistefna þess er í. Hags-
munaárekstrar blossa upp í sífellu og ætti það reyndar
ekki- að koma á óvart jafnólíkir og hagsmunir fólks við
sjávarsíðuna eru. Stjórnkerfi ESB er svo þungt í vöfum,
að illmögulegt er að bregðast með skjótum hætti við breytt-
um aðstæðum.
Átökin um írska hólfið eru dæmigerð. Samkvæmt samn-
ingum hafa Spánverjar rétt til veiða upp að 12 mílna
mörkum í írlandshafi og umhverfis Irland frá 1. janúar
1996. Um það var samið við aðild Spánveija að ESB. En
aðstæður hafa breytzt mjög síðan.
Þótt írar viðurkenni þennan rétt Spánverja benda þeir
á, að brýn nauðsyn sé að skera niður veiðiheimildir vegna
ástands fiskistofna, um allt að 40% í sumum tegundum.
Aðgangur Spánverja að miðunum við þær aðstæður þýði
einfaldlega niðurskurð hjá írskum og brezkum sjómönnum,
sem leggja upp aflann í fiskiþorpum á ströndinni. Fólkið
í landi missir vinnu sína.
Auk þess hafa írar megna vantrú á því, að Spánveijar
fari að settum reglum við veiðarnar. I samningaviðræðun-
um í Brussel er því lögð höfuðáherzla á það af hálfu íra
og Breta, að Spánverjar sæti ströngum skilyrðum við veið-
arnar, bæði hvað varðar magn og tegundir, svo og tilkynn-
ingaskyldu.
Þungamiðjan í átökunum um fiskveiðistefnu ESB felst
í ummælum Joe Maddocks, formanns samtaka írskra út-
gerðarmanna, sem segir: „Okkar rök eru þau, að strand-
ríki eigi að hafa forgang í eigin lögsögu, þar eigi bátar
og skip með heimahöfn þúsundir sjómílna í burtu ekki að
fá að valsa um að vild og sigla heim með aflann.“ Friður
mun ekki takast um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins
fyrr en þessi rök verða ofan á.
SKREF í ÁTT AÐ LAUSN
BARENTSHAFSDEILU
ANDREI Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, og Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra íslands,
ákváðu á fundi sínum í Moskvu fyrr í vikunni að efna til
viðræðna um veiðar í Barentshafi milli sérfræðinga ríkj-
anna um miðjan janúar. Hér er um að ræða efndir á fyrra
samkomulagi ráðherranna, sem gert var í Tromsö í septem-
ber. Jafnframt var ákveðið á fundi þeirra að efna til þrí-
hliða viðræðna um fiskveiðimál með þátttöku Noregs í lok
janúar.
Það er mikilvægt skref í rétta átt að lausn deilunnar
um fiskveiðar í Barentshafi að viðræður komist á milli
íslendinga og Rússa. Morgunblaðið hefur áður bent á að
deilan um veiðar íslendinga í Smugunni svokölluðu verður
ekki leyst nema með heildarsamkomulagi fiskveiðiþjóða
við Norður-Atlantshaf, sem tekur ekki einvörðungu tillit
til þorskveiða í Barentshafi, heldur einnig síldveiða í Síldar-
smugunni og karfaveiða á Reykjaneshrygg, svo dæmi séu
tekin.
Það er jákvætt í þessu samhengi að utanríkisráðherrarn-
ir fóru yfir vítt svið í samræðum sínum og ræddu um
aðra stofna en þorskinn í Barentshafi. Jafnframt ber það
vott um samkomulagsvilja Rússa, eins og Jón Baldvin
Hannibalsson hefur bent á, að þeir hafa fallizt á að koma
til viðræðna við íslendinga án skilyrða um að íslenzkir
togarar hverfi á brott úr Smugunni.
Rússar eru vissulega mikilvægur viðsemjandi í fiskveiði-
málum og jafnframt greiðir það áreiðanlega fyrir heildar-
lausn af áðurnefndu tagi að Rússar, íslendingar og Norð-
menn setjist allir saman að samningaborði. Hins vegar ber
á það að líta að embættismanna- og sérfræðingaviðræður
geta aldrei skilað nema takmörkuðum árangri. Lykillinn
að lausn á Barentshafsdeilunni er að stjórnmálamenn setj-
ist niður og leys'i málin. Þar hefur einkum strandað á vilja
norskra stjórnvalda að ræða við íslendinga í alvöru.
íslenzk stjórnvöld hljóta áfram að kalla eftir slíkum við-
ræðum við Norðmenn. Því verður tæplega trúað að þeir
vilji ekki ræða við eina af nánustu samstarfsþjóðum sínum
— þeim mun nánari sem ísland og Noregur eiga nú meiri
sameiginlegra hagsmuna að gæta sem einu EFTA-ríkin í
EES — um jafnmikilvægt hagsmunamál.
ÞING ALÞJÓÐASKÁKSAMBANDSINS FIDE
Campomanes
og- Kasparov
tóku höndum
saman
Fullar sættir FIDE og atvinnumannasambandsins
KASPAROV og Karpov. Átök þeirra utan skákborðsins hafa oft
ekki verið síðri en barátta þeirra á hvítum reitum og svörtum.
PCA virðast nú blasa við eftir afar sögulegt þing
Alþjóðaskáksambandsins sem haldið var í Moskvu
samhliða Ólympíumótinu. Margeir Pétursson, sem
tefldi í Moskvu, rekur gang mála.
RÚSSINN Makarov t.v., Florencio Campomanes t.h., á
milli þeirra er Jungwirth, forseti Evrópusambandsins.
EIR Florencio Campomanes,
forseti FIDE frá 1982, og
Gary Kasparov, heims-
meistari PCA, gerðu með
sér afar óvænt bandaiag á þingi Al-
þjóðaskáksambandsins og Campo-
manes var kjörinn ‘forseti áfram til
fjögurra ára. Hins vegar lenti sjálfur
FIDE-heimsmeistarinn, Anatólí
Karpov, úti í kuldanum og hann sagði
það vera fulltrúa rússnesku mafíunnar
sem náð hefðu yfirhöndinni. Tveir
heimsmeistarar eru í skákheiminum í
dag, en haldi samkomulag Campoma-
nesar og Kasparovs má ætla að heims-
meistarakeppnirnar verði sameinaðar
eigi síðar en 1996:
Þessar óvæntu sættir voru vægast
sagt umdeildar á FIDE-þinginu og
margar vestrænar þjóðir, þ.á m. Norð-
urlandaþjóðirnar, vildu ekki styðja
þetta óvænta bandalag.
Aðdragandinn
Það hefur mikið gengið á í FIDE
undanfarin tvö ár. í fyrra ákváðu
Kasparov, þáverandi FIDE-heims-
meistari, og Nigel Short áskorandi
hans, að halda heimsmeistaraeinvígi
sitt á eigin vegum. Þetta var mikið
áfall fyrir Campomanes 0o- FIDE og
ekki tók betra við. Samkvæmt
lögum FIDE var haldið heims-
meistaraeinvígi staðgengla Ka-
sparovs og Shorts. Því lauk með
því að Anatólí Karpov sigraði Jan
Timman og varð þar með nýr
heimsmeistari FIDE. En samn-
ingar Campomanesar um verð-
launafé til einvígisins reyndust
staðlausir stafir og varð FIDE
sjálft að bæta keppendum tjónið
að hluta. Annað áfall kom þegar
ný grísk ríkisstjórn stóð ekki við
samninga fyrri stjórnar við FIDE
um styrk til samtakanna sem
höfðu þá flutt aðalstöðvar sínar
til Aþenu. í kjölfar þess svipti
FIDE gríska skáksambandið
Ólympíuskákmótinu 1994 enda
höfðu Grikkir á engan hátt
tryggt framgang þess.
Þá kom Rússinn Makarov til sög-
unnar, sem er mikill vinur Kasparovs.
Fyrr á árinu höfðu þeir tveir sölsað
undir sig völdin í rússneska skáksam-
bandinu, með svikum að sögn Karpovs
og fleiri . rússneskra áhrifamanna.
Rússneska sambandið ræður yfír mikl-
um fasteignum í miðborg Moskvu svo
sú barátta er ekki einungis um vegtyll-
ur og völd heldur eru gífurlegir fjár-
munir í húfí.
Skemmst er frá því að segja að
Makarov tók að sér að tryggja fram-
gang Ólympíumótsins og náði FIDE
þar með að bjarga andlitinu, en mótið
hefur aldrei fallið niður eftir seinni
heimsstyijöldina.
Forsetaframbjóðendumir
Eftir öll þau áföll sem dunið höfðu
yfír FIDE á síðasta kjörtímabili
Campomanesar ákvað hann að draga
sig í hlé og þegar framboðsfrestur
rann út í júní voru þrír listar í boði.
Höfuð þeirra voru Grikkinn Makropou-
los, Frakkinn Kouatly og Durao frá
Portúgal. Grikkinn hafði áður þótt
öruggur krónprins, en eftir að gríska
ríkisstjórnin hætti stuðningi sínum
hljóp snurða á þráðinn. Campomanes
gekk þá til stuðnings við Kouatly, sem
virtist um tíma nærri öruggur sigur-
vegari. Varaforsetaefni hans var Mort-
en Sand, forseti norska skáksam-
bandsins. íslendingar og aðrar Norð-
urlandaþjóðir voru í hópi dyggustu
stuðningsmanna Kouatlys.
En þegar til Moskvu var komið brá
mönnum I brún. Campomanes söðlaði
nú um einu sinni enn og sagðist ætla
að gefa kost á sér enn um hríð þar
sem sín væri sárlega þörf til að sam-
eina FIDE og PCA. Hann aflaði sér
enn á ný stuðnings Makropoulosar sem
dró sig í hlé, enda rúinn trausti eftir
áföll FIDE í Grikklandi.
En Campomanes átti við það vanda-
mál að stríða að framboðsfrestur var
runninn út og tveir þriðju hlutar aðild-
arlandanna 150 þurftu að samþykkja
að forsetinn yrði í kjöri eftir að frestur-
inn væri runninn út. En hann var sjálf-
ur fundarstjóri í Moskvu og það efað-
ist í raun aldrei neinn um það að
Filippseyingnum myndi einhvern veg-
inn takast að túlka lög FIDE þannig
að honum dygði einfaldur meirihluti.
Þetta gekk eftir og þótt Morten
Sand og fleiri lögfræðingar efuðust
mjög um túlkun FIDE-forsetans end-
aði mikið málþóf með því að Campo-
manes lét þingið greiða atkvæði um
það þar sem einfaldur meirihluti réði,
hvort hann þyrfti tvo þriðju til að fá
að vera í kjöri! Þetta var vægast sagt
mjög frumleg leið til að komast hjá
67% reglunni og var harðlega mót-
mælt af lögfróðum mönnum.
Atkvæðagreiðslan
Kouatly og stuðningsmönnum hans
þótti að vonum komið aftan að sér
með þessu háttalagi. Frakkinn hafði
ferðast víða um lönd og eytt miklum
tíma og peningum í að kynna stefnu-
skrá sína og framboð. Þótti honum
erfitt við það að una að leikreglunum
væri breytt á síðustu stundu.
Helstu atkvæðagreiðslumar urðu
þijár. Fyrst var kosið um það hvort
hinar skyldu vera leynilegar. Þetta var
mikilvægt fyrir Kouatly því vitað var
að fulltrúar fyrrum Sovétlýðvelda og
fleiri myndu ekki þora að kjósa gegn
Kasparov, Makarov og Campomanesi
í heyranda hljóði af ótta við hefndir.
Svo fór að samþykkt var að atkvæða-
greiðslur yrðu leynilegar með 69 at-
kvæðum gegn 68. Munaði því að full-
trúi Kasakstan kaus óvart með leyni-
legri atkvæðagreiðslu og hlaut fyrir
óbótaskammir Makarovs. Reyndi hann
að fá atkvæði sínu breytt en það kom
ekki til greina. Mannaumingi þessi
bjargaði síðan skinninu með því að
sýna Makarov atkvæðaseðil sinn í
leynilegu atkvæðagreiðslunum því til
sönnunar að hann hefði kosið rétt.
Það lifnaði mjög yfir Kouatly og
félögum eftir þennan fyrsta sigur, en
þetta reyndist þó ekki duga til. I kosn-
ingunni um það hvort Campomanes
þyrfti tvo þriðju hluta til að geta boð-
ið sig fram töpuðu Kouatly og
félagar 68-70. Þar með voru
úrslitin ráðin. Durao dró síðan
framboð sitt til baka og í lokaat-
kvæðagreiðslunni voru eingöngu
þeir Campomanes og Kouatly í
framboði. Forsetakosningin sjálf
fór síðan 78-66 Campomanesi í
vil.
Hótanir og rússneska
mafían
Kouatly, stuðningsmenn hans
og Anatólí Karpov, FIDE-heims-
meistari, sögðust snemma á
mótinu hafa orðið fyrir hótunum
sem voru orðaðar þannig að ekki
væri hægt að ábyrgjast öryggi
slíkra mótþróaseggja í jafn-
hættulegri borg og Moskvu. Ka-
sparov og félagar sýndu á hvern
þann hátt sem þeir gátu hver hefði
völdin. Karpov tók sér herbergi á
Ólympíuhótelinu Kosmos til að geta
unnið dag og nótt að áróðri gegn
Kasparov og Campomanes. En það
voru ekki liðnir nema nokkrir klukku-
tímar frá því hann hafði fengið inni
þar til hótelstjórinn hringdi og sagði
mistök hafa orðið. Ekkert herbergi
væri laust og búið hefði verið að leigja
herbergi Karpovs út. FIDE-heims-
meistarinn varð því að gera sér að
góðu að sofa á sófa í fundarherbergi
Kouatlys.
Á þinginu sjálfu taldi Karpov að
Makarov hefði ógnað sér með handa-
hreyfíngu. Hann kom upp í ræðustól
og krafðist þess að sér yrðu fengnir
lífverðir af mótshöldurunum vegna
fjölmargra hótana. Karpov lá heldur
aldrei á þeirri skoðun sinni að Ka-
sparov og Makarov hefðu fengið fé í
Olympíumótið og þinghaldið frá rússn-
esku mafíunni.
Það var hins vegar ekkert annað
sem benti til þess að skipulögð glæpa-
samtök hefðu hönd í bagga með þeim
félögum. Það virðist fremur sem lýð-
ræðishefðin þarna eystra sé svo
skammt á veg komin að menn telji
öll meðul leyfíleg, t.d. þau sem notuð
voru á Kasakstanann. Framganga
Kasparovs var svipuð og þegar hann
eyðilagði stórmeistarasambandið
GMA fyrir fimm árum. Þá beitti hann
bæði fortölum og hótunum, fékk ekki
öllu sínu framgengt og ákvað þá að
snúast gegn samtökunum og eyði-
leggja þau.
Framtíð FIDE
Marga grunar að samstarf Kasp-
arovs og Campomanesar sé ekki kom-
ið til af góðu. FIDE er í miklum fjár-
kröggum eftir áföll tveggja síðustu
ára og talið er ólíklegt að PCA nái
að framlengja samning sinn við tölvu-
fyrirtækið Intel. Þar með var grund-
völlur brostinn fyrir starfseml atvinnu-
mannasambandsins svokallaða, sem
reyndar var aldrei neitt annað en
einkafyrirtæki Kasparovs og náinna
samstarfsmanna hans. Gata Kamsky,
Karpov og fleiri hafa ásakað stjórn-
endur PCA fyrir að hafa tekið sér him-
inhá umboðslaun en svikið samninga.
við skákmennina sjálfa.
Að fenginni reynslu af Kasparov
og Campomanes má telja nokkuð víst
að samstarf þeirra fari einvörðungu
eftir því hvernig þeim gangi að þjóna
sínum einkahagsmunum. Flokka-
drættir í FIDE eru því engan veginn
liðin tíð en skákáhugamenn hljóta að
fagna því að aftur verði einn óumdeild-
ur heimsmeistari. Það er líka hæpið
að til klofnings komi. Campomanes
og Kouatly féllust í faðma að kosning-
unni lokinni og Frakkinn þáði emb-
ætti aukaforseta í sárabót, en það er
að vísu valdalaust.
Einar S. Einarsson svæðisforseti
Síðan Friðrik Ólafsson var felldur
úr embætti forseta FIDE af Campo-
manesi árið 1982 hefur ísland engin
áhrif haft í FIDE. Það_ hefur verið
stefna Skáksambands íslands und-
anfarin tvö ár að á því verði breyting.
Með dyggum stuðningi Finna og Fær-
eyinga tókst að fá Einar S. Einarsson
kjörinn sem svæðisforseta Norður-
landa til næstu fjögurra ára þrátt fyr-
ir að sitjandi forseti, Svíinn Christer
Waneus, hafí ætlað að sitja áfram.
Það er greinilegt að Campomanes
hyggur gott til samstarfs við Einar
S. Einarsson þvi að Ólympíumótinu
loknu var Einar heiðraður sérstaklega
fyrir störf sín. Hann var sá eini sem
hlaut slíka viðurkenningu auk Mak-
arovs, forseta rússneska skáksam-
bandsins, sem bjargaði mótinu.
EINAR S. Einarsson, BACHAR
svæðisforseti. Kouatly féll.
4
Sjúkraliðar hafa verið í verkfalli í 6 vikur
Verkfallið er próf-
mál fyrir aðrar stéttir
Sjúkraliðar eru almennt þeirrar skoðunar að
niðurstaðan úr verkfalli þeirra muni ráða miklu um
þær launahækkanir sem samið verður um fyrir
*
aðrar stettir. Þeir segja í samtali við Egil Olafsson
að þetta sé meginástæðan fyrir því hversu illa
hefur gengið að semja. Sjúkraliðarnir segja að
verkfallið hafi staðið lengur og verið erfiðara en
þeir áttu von á þegar það hófst. Þeir sögðust hafa
búist við að þeim yrði boðið meira af hálfu
samninganefndar ríkisins.
Fjöldauppsagnir lækna
Samið áður en upp-
sagnir tóku gildi
Heilbrigðisstéttir í vinnudeilum 1981-94
Verkfall Félags háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga
126 dagar
Verkfall Félags háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga
Fjöldauppsagnir aðstoðarlækna
Samið áður en upp-
sagnir tóku gildi
Sjúkraliðar gengu út
Fjðldauppsagnir rðntgentækna
| 2 dagar
Fjöldauppsagnir Ijósmæðra
og hjúkrunarfræðinga
22 dagar
Samið áður en upp-
sagnirtóku gildi
Verkfall Meinatæknaf. ísl.
Verkfall Sjúkraliðaf. (sl.
46 dagar
22. des. 43 dagar
Morgunblaðið/Þorkell
Anna Harðardóttir og Ægir Þór.
Anna Harðardéttir
Væri illa stödd
án stuðnings úr
verkfallssjóði
„ÉG HEF fengið úr verkfallssjóði, tíu
þúsund krónur á viku. Án þessara
peninga væri ég illa stödd," sagði
Anna Harðardóttir sjúkraliði, sem
vinnur hjá Sjálfsbjörg. Anna, sem er
einstæð móðir, sagði að það væri erf-
itt fjárhagslega að standa í svona
löngu verkfalli. „Þetta hefur bjargast,
enda þarf ég ekki að borga leigu
meðan ég bý heima hjá mömmu. Eg
var búin að fá úthlutað íbúð i félags-
lega kerfinu, en ég hætti við að taka
hana. Það var reyndar ekki bara út
af verkfallinu. Þetta er dýrt og í verk-
falli getur maður alls ekki staðið í að
borga af miklum lánum.“
„Mér finnst þetta tilboð upp á 4%
launahækkun hlægilegt. Við erum
búnar að vera það lengi í verkfalli að
mér finnst ekki ástæða til að vera að
samþykkja svona. Ég lít á okkar bar-
áttu sem prófmál fyrir aðrar stéttir
sem eiga eftir að semja. Ég held að
þetta sé viðhorf flestra okkar.“
- Hvaða vonir gerir þú þér um að
komi út úr þessu verkfalli þegar upp
er staðið? Um hvað heldur þú að verði
samið?
„Mér fínnst krafa okkár mjög rétt-
lát og raunar fínnst mér að það megi
ekki fara niður fyrir hana. Okkar
meginkrafa er að hver launaflokkur
hækki um 5.500 krónur. Það er ekki
rétt að krafa okkar feli í sér að allir
sjúkraliðar hækki um 20%. Sumir fá
minna, en aðrir ná því kannski að
fara upp í þetta. Mér finnst ekki borga
sig eftir þetta langa verkfall að fara
fram á eitthvað minna.“
Anna sagðist vera reiðubúin til að
vera í verkfalli fram yfir jól, en sagði
jafnframt að hún vildi gjarnan að
þessu færi að ljúka.
Kristjana Guðbergsdóttir
Erfiðara
verkfall en við
áttum von á
„ÉG HELD að það hafi enginn búist
við svona erfiðu verkfalli. Eg hugsa
að fáir hafi átt von á svona mikilli
óbilgirni af hálfu viðsemjenda okkar,
að það yrði hreinlega ekkert boðið.
Það er með ólíkindum," sagði Krist-
jana Guðbergsdóttir sjúkraliði, sem
starfar á krabbameinsdeild Landspít-
ala. Deildin er undanþágudeild og
starfar því með eðlilegum hætti í verk-
fallinu. Kristjana hefur því fengið laun
að undanförnu.
„Við erum búnar að berjast í verk-
falli í meira en einn mánuð. Okkur
hefur verið boðin 4% hækkun, sem
er náttúrlega ekki neitt. Ríkið bauð
okkur 3% hækkun í upphafi þannig
að verkfallið hefur enn sem komið er
ekki skilað okkur nema 1% hækkun.
Við beijumst ekki í heilan mánuð fyr-
ir 1%,“ sagði Kristjana og taldi ekki
koma til greina að ganga að tilboði
ríkisins.
„Við höfum verið samningslausar
í 19 mánuði og erum í rauninni síðast-
ar til að semja af heilbrigðisstéttum,
en þetta virkar eins og við séum fyrst-
ar. Við erum notaðar sem próf fyrir
allar hinar láglaunastéttirnar sem
koma á eftir. Það er þjóðfélaginu til
skammar að hafa okkur á svona lág-
um launum."
Kristjana sagðist ekki sjá að bar-
áttuandinn væri neitt að dofna þrátt
fyrir langt og erfitt verkfall. Hún
sagði að sjúkraliðar væru enn mjög
duglegir að mæta á félagsfundi, sem
haldnir hafa verið nær daglega frá
því verkfallið hófst 10. nóvember.
Hrafnhildur Árnadóttir
Verður að sam-
ræma launin
„MÉR finnst nauðsynlegt að sam-
ræma laun sjúkraliða þannig að við
fáum svipuð laun og þeir sjúkralið-
ar sem starfa úti á landi. Við erum
með talsvert lægri laun en þeir.
Sjúkraliðar í Vestmannaeyjum fá
t.d. aðgang að barnaheimili, niður-
greitt húsnæði og miklu hærri iaun.
Mér finnst að það verði að samræma
þetta þannig að það sé mögulegt
fyrir sjúkraliða, sem standa einar
fyrir heimili, að lifa af laununum,"
sagði Hrafnhildur Árnadóttir, sem
starfar við heimahjúkrun við Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur.
Hrafnhildur sagðist hafa tekið
nokkrar undanþáguvaktir síðan
verkfallið hófst. Sú vinna væri unn-
in á tímakaupi þannig að upphæðin
sem greidd væri út í laun væri mjög
lág. Hún sagðist tvívegis hafa feng-
ið greitt úr verkfallssjóði. Greitt er
eftir starfshlutfalli úr sjóðnum og
fær Hrafnhildur rúmlega 5.000
krónur á viku þar sem hún er i um
50%_ starfí.
„Ég er með fyrirvinnu þannig að
ég er vel sett að þvl leyti. Við erum
ekki skuldug þannig að þetta verk-
fall setur okkar fjármál ekki úr lagi.
Það munar hins vegar um þetta.
Verkfallið kemur auðvitað við mann
sérstaklega þegar það stendur í
svona langan tíma.“
Hrafnhildur sagðist ekki hafa átt
von á að verkfallið yrði svona langt.
Hún sagðist telja að ástæðan væri
sú að samningur sjúkraliða yrði
notaður sem fordæmi fyrir aðra
samninga sem yrðu gerðir síðar.
Hrafnhildur sagði að það kynni að
vera rétt sem sumir hefðu bent á
að sjúkraliðar hefðu farið í verkfall
á röngum tíma. Hún benti hins veg-
ar á að sjúkraliðar hefðu verið með
lausa samninga í 19 mánuði.
„Ég er svo sem ekkert sátt við
þetta verkfall, en við verðum samt
að gera eitthvað. Við erum þessi
dæmigerða kvennastétt sem hefur
lág laun.“
Halldóra Kristjánsdóttir
Tilboð ríkisins
er út í hött
„ÉG VIL að það hlutfall sem var á
milli okkar og hjúkrunarfræðing^ _
haldist. Ég byijaði að vinna serrf *
sjúkraliði fyrir rúmum 20 árum og
ég álít að störfin mín séu ekki verð-
minni en þau voru þegar ég byrj-
aði. Það er ekki gerð minni krafa
til mín núna en fyrir 20 árum,“
sagði Halldóra Kristjánsdóttir sem
vinnur á hjartadeild Borgarspítal-
ans. Hún hefur unnið í verkfallinu.
„Hækkun um 4% er svo fjarri
því sem við getum sætt okkur við.
Það er út í hött að ætlast til þess
að við samþykkjum þetta. Mér
finnst að það hafi verið komið fram^
við okkar af lítilsvirðingu.
Þetta er búið að vera harðara og
erfiðara verkfall en ég átti von á.
Ég átti von á meiri samningsvilja
hjá ríkinu. En ég finn fyrir því að
fólk úti í þjóðfélaginu styður okkur
í baráttunni enda erum við líka að
beijast fyrir það fyrir bættum kjör-
um.“ *