Morgunblaðið - 22.12.1994, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Boðið í stofu
BÖKMENNTIR
Ljóð
Nú eða niðurlag ljóðsins Gaml-
árskvöld:
Nú árið er liðið
SAGÐIMER ÞOGNIN
eftir Kristinn Gísla Magnússon
Félagsprentsmiðjan, 1994 — 88 bls.
UNDRANDI, sæll og glaður las
eg þessi ljóð. Eg hafði búizt við,
af 72 ára höfundi, að vera með í
höndum baming, svona í gamla
ungmennafélagsandan-
um, en það reyndist alls
ekki rétt. Hér er höf-
undur sem leikur sér
að háttum, nýjum,
gömlum, allt eftir því
hver búningur hæfir
hugsun. En mest er um
vert, að í ljóðum sínum
er skáldið að spyija lífið
um tilgang jarðvistar.
Svar hans er afdráttar-
laust: Það er kærleikur-
inn til lítilmagnans sem
öllu varðar. Skáldið
finnur hann í trú, sem
menn þó fylgja með
hálfum huga; fínnur
hann í gælum við landið
er við eigum; menning-
ararf þjóðar. Víst finn-
ur höfundur til hvernig
hálfsannleik er kropið,
en samt er alltaf stutt í glettnina,
stutt í hláturinn yfír tilburðum okk-
ar við að sýnast menn. Undarlega
oft minnir kímni hans mig á spek-
inginn Stein Steinar, eins og Krist-
inn hafi numið biturt háðið af hon-
um:
Svo kyssa allir
alla -
eftir sviðalykt
frá útbrunnu ári.
Lífsreynslu
svo:
sinni lýsir skáldið
Mér finnst lífið frekar flatt,
ferkantað og bogið.
Vinir hafa sagt mér satt -
sumir einnig logið.
Við kertalogið sitt
segir Kristinn:
Kertalog mér lýstu,
líða dagur fer.
Birtu hjá mér hýstu,
hverful veröld er.
Guð mig ætíð geymi
þá gangan létt er mín.
Draum mig væran dreymi
til dags sem aftur skín.
Eftir hvem vetur er vor á ný,
þá vermir sólin oss björt og hlý.
Kristinn G.
Magnússon
Já, Kristinn leikur
á hörpuna sína, og
kann lögin mörg.
Lífsreynd, þroskuð sál stráir sind-
rum um þig og þér líður vel við
lestur þessarar bókar. Mig snart
ljóðið „Vega orð“ mest, myndrænt,
einfalt, hnitmiðað, satt:
Ég keypti hálfan hektar
af fóstuijörð minni -
næstum hundrað kílómetra
frá malbiki stórborgarinnar
Reykjavík -
svo ég sjái umhverfið
í radíusi víðáttunnar
kringum mig
og ég eignist persónubundinn rétt
til að stinga niður fæti
í gras og mold tilverunnar
Eignast ég helmingi meiri
sveitasælu
fyrir heilan hektara?
Gamall maður
fer blíðum
orðum
Slær í borðið
ungur hnefi
Kynslóðabil
Hafi Kristinn þökk fyrir að
bjóða okkur til stofu sinnar, og
veitingarnar er hann ber fram.
Sig. Haukur Guðjónsson.
Sígild vara
Gjafavara - borðbúnaður - listmunir
Sérpöntunarþjónusta
Póstsendum
Verslunin
Laugavegi52 • Sími5624244
LISTIR
Hundur, sveit
og borgarbörn
KVIKMYNDIR
II áskólabíú
LASSIE - VINÁTTA VARIR
Að EILÍFU („Lassie") ★ ★
Leikstjóri Daniel Petrie. Aðalleik-
endur Lassie, Tom Guiry, Helen Slat-
er, Richard Famsworth, Frederic
Forrest. Bandarisk. Paramount
1884.
VERKTAKINN Turner flyst með
fjölskyldunni úr stórborginni Balti-
more uppí sveitahéruð Virginiu-
fylkis. Við lítinn fögnuð táningsins
Matt, sonar hans. A leiðinni slæst
collie-tíkin Lassie, fríð, greind og
fönguleg, í hópinn. Fyrir hennar
tilstili öðru fremur sest Turner-fjöl-
skyldan að í dreifbýlinu og snýr sér
að kvikfjárrækt.
Satt best að segja hélt ég að
kvikmyndaframleiðendur sam-
tímans Iétu ekki sér til hugar koma
að gera gamaldags fjölskyldumynd-
ir, þær gengju ekki lengur í múg-
inn, forhertann af síbylju ofbeldis-
mynda, manndrápstölvuleikja og
síkólnandi mannlegra samskipta.
En viti menn, enn finnast kjark-
menn í Hollywood sem hætta fé í
gerð sannkallaðra barnamynda, þar
sem gömul og góð gildi ráða ferð-
inni. Myndin Lassie ljallar um hin
bráðnauðsynlegu kynni barna af
dýrum og guðsgrænni náttúrunni.
Ekki annað hægt en að mæla með
henni þó að hér beri fyrir flestar
þær klisjur sem einkennt geta slík
ævintýri. Systkinin sem vilja ekki
yfirgefa hlaupabretti borgarinnar,
hálfumkomulaus í nærveru nýju
konunnar hans pabba, mamma dá-
in; uppgötvun besta vinar mannsins
og sælu sveitarinnar. Manngæsk-
una sem að lokum verður yfirsterk-
ari hjá virginískum fjárbónda og
illa innrættum sonum hans, ná-
grönnum hinna nýfluttu. Mann-
dómsraunir í bæjarlæknum þar sem
borgardrengurinn bjargar granna
sínum, hundurinn húsbónda sínum;
Einbjörn togar í Tvíbjörn. Lassie
er falleg og holl barnamynd, þar
sem tíkin skoskættaða stelur gjör-
samlega senunni af heldur linjuleg-
um leikhóp. Landslagið í Shenando-
ah-dalnum fræga er fagurt og bú-
sældarlegt.
Sæbjörn Valdimarsson.
Ófarir í
Afríku
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
GÓÐURGÆI
(“GOOD MAN'j * '/2
Lcikstjóri Bruce Beresford. Hand-
rit William Boyd. Kvikmyndatöku-
stjóri Andrzej Bartowiak. Aðalleik-
endur Colin Friels, Sean Comiery,
John Lithgow, Lou Gossett, Jr.,
Joanne Whalley-Kilmer, Diana
Rigg. Bresk-Suður Afrísk. Capitol
Films 1994.
EKKI er allt sem skyldi í guðsvol-
aðri, flestum gleymdri nýlendu
Hennar hátignar niður í Afríku. Þar
starfar allsherjarreddarinn Leafy
(Colin Friels) undir stjórn uppskafn-
ingsins Fanshaw (John Lithgow).
Vinnudagur hans fólgin í skítverk-
um, frítíminn fer í kvenfólk og
brennivín. Hinn spillti foringi inn-
fæddra. Adekunle (Louis Gossett,
Jr.), gerir Leafy lífið leitt, sömuleið-
is Murray læknir (Sean Connery),
eini ærlegi maðurinn á staðnum,
sama máli gildir um heimsókn
drottningarfrænku, hindurvitni
frumbyggja, margsnúin kvennamál
samfara lekandasmiti.
Það þarf einfaldlega meira til að
fá menn til að brosa en geta hand-
ritshöfundar leyfir. Hráefnið til stað-
ar en matseldin slöpp. Skást tekst
honum upp að gera grín að forstokk-
uðum hugsunarhætti Breta gagn-
vart íbúum Þriðja heimsins, snobbi
fyrir konungsfjölskyldunni og úrsér-
genginni nýlendustefnu. Því miður
er árangur einn sjaldan meiri en
bros útí annað. Leafy er að vissu
leyti fyndin persóna, sömuleiðis
ýmsar uppákomur í kringum hann,
en það vantar bagalega gamla
herslumuninn til að hann nái sér
almennilega á strik, þar bregst
myndin. Friels er ekki um að kenna,
frekar kemur hann á óvart með
góðum leik og Bandaríkjamaðurinn
Lithgow er farábærlega snobbuð,
hábresk fígúra. Connery er ofaukið
í fáránlegu hlutverki og kvenhlut-
verk öll frekar niðurlægjandi. Góður
gæi er hálfgert klúður sem stendur
ekki undir væntingum þegar leik-
stjórinn og leikhópurinn er háfður í
huga, þó svo að af henni megi hafa
nokkurt gaman og kvikmyndataka
Bartowiaks standi fyrir sínu sem
endranær.
Eitthvað virðist málsmekkur þýð-
enda vera að breytast. Til þessa
hefur „djúpur skítur“ (í merkingunni
slæm vandræði) þótt vond íslenska.
Hér er klifað á ambögunni - þó svo
að orðatiltækið komi aldrei fyrir á
enskunni.
Amerískir
svefnsófar
Glæsilegir sófar sem
breytast meö einu hand-
taki í hjónarúm. 12 cm
þykk springdýna frá Sealy.
Grind hátt frá gólfi.
Geföu gestum
þínum góðan IVlRrCO húsgagnaverslun,
Langholtsvegi 111, sími 91-680 690.
Sæbjörn Valdimarsson