Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 35 „ AÐSENDAR GREINAR I ljósi staðreynda MIKIÐ hefur verið rætt og ritað að undan- fömu um starfsemi skrifstofu menningar- fulltrúans í Lundúnum og hafa ýmsar hugleið- ingar og vangaveltur verið settar fram með þeim hætti að almenn- ingur telur að um stað- reyndir sé að ræða. Þar sem ég starfaði tímabundið við hið un- fangsmikla list- og landkynningarverkefni 50 Northem Lights Ye- ars, sé ég ástæðu til að varpa ljósi á nokkur atriði er varða þetta mál: 1. Framlög ríkisins til verkefnis- ins nema í heild 12 milljónum króna en ekki 17 eða 18 eins og haldið hefur verið fram. Ber þar fyrst að nefna framlag utanríkisráðuneytis og ríkisstjórnar vegna lýðveldisaf- mælis að upphæð 9 milljónir, eina milljón sem veitt var til kynningar og útgáfustyrkja vegna íslenskra bóka í enskum þýðingum og tvær milljónir úr kynningar- og markaðs- sjóði EES. 2. Skrifstofa menningarfulltrúa aflaði samtals 6 milljóna frá at- vinnulífi, Reykjavíkurborg, sölu á sjónvarpsþætti frá hátíðinni o.fl. Mættu fleiri ríkisstarfsmenn taka sér það til fyrirmyndar að minnka útgjöld ríkissjóðs með slíku fram- taki. 3. Athugasemdir embættis- manna sem hafa kynnt sér starf- semina munu ekki snúast um hvort verkefnið fór fram úr áætlun, enda mun það vera innan tilskilins ramma, heldur með hvaða hætti bókhald hefur verið fært í einstök- um tilfellum. Þó bókhald og bókfærsla flokkist tæplega undir starfssvið menning- arfulltrúa hefur sá þáttur þessar sjálfsögðu og reglubundnu könnun- ar ríkisendurskoðunar verið blásinn upp í fjölmiðlum og gerður tor- tryggilegur. í þessu sambandi er rétt að taka fram að annars konar reglur gilda í Bretlandi en á íslandi þegar bókhald er annars vegar. T.d. eru forprentuð og númeruð reikningseyðublöð ekki lögboðin í Bretlandi og algengt er að símsenda (,,faxa“) smærri reikninga, einkum ef um fyrirfram- greiðslur er að ræða. Nú velta menn fyrir sér því hvort eigi að styðjast við breska bókhaldshefð eða ís- lenska í tilfelli sem þessu. Mér er kunnugt um að menningarfulltrúi brást skjótt og vel við þegar óskað var frek- ari gagna og munu þau öll í hús komin. Það ber hins vegar að benda á að hið geysi- viðamikla verkefni 50 Northern Lights Years var enn í fullum gangi þegar tekið var að kanna þetta mál, en eðlilegast hefi verið að skoða verkefnið í heild sinni Umfjöllun um skrifstofu menningarfulltrúa verð- ur vonandi til þess, seg- ir Svanhildur Kon- ráðsdóttir, að athyglin beinist að aðalatriðinu; því gríðarlega starfi sem þar hefur verið unnið. þegar það var yfirstaðið og frá- gengið. 4. Aldrei hefur verið efast um fullkominn heiðarleika menningar- fulltrúans í starfi sínu, enda ekki um að ræða neitt sem flokkast gæti undir fjármálaóreiðu eða vafa- söm viðskipti. 5. 50 Northem Lights Years er stærsta samfellda verkefni sinnar tegundar sem íslendingar hafa staðið fyrir. Verkefnið hófst í jan- úar á þessu ári og því lauk fyrr í þessum mánuði. Að fenginni reynslu mat menningarfulltrúi það svo að nýta bæri þann áhuga sem skapa mætti í tengslum við lýðveld- isafmælið og þjappa saman í eins árs dagskrá því sem undir venjuleg- um kringumstæðum hefði talist eðlilegt á 2-3 ára tímabili. Með Svanfríður Konráðsdóttir Gáfu hálft tonn af kartöflun JÓLAPORTIÐ í húsi Kolaportsins og Anna Gunnarsdóttir, bóndi og kartöflusali, hafa gefið Rauða krossinum hálft tonn af íslenskum kartöflum í jólagjöf. Þessi jólagjöf verður seld í Jólaportinu og allur ágóði af sölunni rennur til Rauða krossins. Á myndinni afhendir Guðmundur G. Kristinsson, markaðsstjóri Jóiaportsins, Kristjáni Sturlusyni frá Rauða krossinum hálft tonn af kartöflun í jólagjöf frá Jólaportinu og Onnu Gunnarsdóttur. þessum hætti vekti átakið meira umtal og betur yrði eftir því tekið. Árangurinn lét ekki á sér standa og aðsókn og undirtektir Lund- únabúa hafa verið með miklum ágætum. Fyrir utan umfjöllun stærstu blaða Bretlands, hefur ný- leg samantekt sýnt fram á að sam- anlagt fékk ísland og það sem tengdist 50 Northern Light Years sem svaraði 22 klukkustundum í ljósvakaumfjöllun á árinu. Hér er um að raéða BBC, LBC, Sky og aðra risafjölmiðla og sé lágmarkst- alan 50 þúsund krónur á mínútu notuð til viðmiðunar (yfirleitt er hver mínúta mun dýrari í auglýs- ingatímum), kemur í ljós að 12 milljón króna fjárfesting hefur skil- að sér í a.m.k. 66 milljóna króna fjölmiðlaumfjöllun á stærsta mark- aðssvæði íslendinga, Bretlandi. Þá er ótalinn sá markaður og þau sam- bönd sem íslenskir listamenn, út- flytjendur o.fl. hafa skapað sér beint eða óbeint gegnum verkefnið. Sé 50 Northern Light Years verk- efnið borið saman við t.d. Gaia verk- efnið sem kostaði 25 milljónir árið 1991, að ekki sé talað um einn til- tekinn dag á Þingvöllum fyrr á þessu ári sem mun hafa kostað a.m.k. 120 milljónir króna, þá fara menn e.t.v. að sjá í nýju ljósi upp- hæðina 12 milljónir í 12 mánaða verkefni í einni dýrustu stórborg veraldar. Nú má ímynda sér að sú mikla umfjöllun sem skrifstofa menning- arfulltrúa hefur fengið undanfarna daga verði til þess að athyglin bein- ist smám saman að sjálfu aðalatrið- inu, þ.e. því gríðarlega starfi sem þar hefur verið unnið á undanförn- um misseriim. Þar skyldu menn eins og annars staðar, fá að njóta sann- mælis. Höfundur er blaðamaður og fjölmiðlafræðingur með búsetu í Bretlandi. Notum íslenskar vörur, veitum íslenskri vinnu brautargengi (3) SAMTÖK ™ IÐNAÐARINS Sparaðu kr. 35.000 á ári fyrir heimilið! Ef þú bakar eitt brauð á dag í sjáifvirku EL-GENNEL brauðvélinni, sparar þú 35 þúsund krónur á ári í heimilisrekstrinum og getur að aukið boðið fólkinu þínu upp á nýbakað, ilmandi og hollt brauð án aukaefna! Vélin hnoðar, hevar og bakar algjörlega sjálfvirkt og notar lítið rafmagn. Nýja gerðin af þessari geysivinsæiu vél, bakar nú stærri brauð og hægt er að velja um Ijósan, millidökkan eða dökkan baksturlíslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja. Kr. 2(>.9«0 stgr. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 g 622901 og 622900 BLÆSILEQUR VELSLEBA Vélsleöafatnaöur frá ARCTIC CAT er hlýlegur, vandaöur, þægilegun og glæsilegun. Allt þaö nýjasta. k. GALLAR BOMSUR HAIMSKAR HJÁLMAR o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.