Morgunblaðið - 22.12.1994, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓREY
HANNESDÓTTIR
+ Þórey Hannes-
dóttir fæddist á
Bíldudal 26. júní
1919. Hún lést á
Borgarspítalanum
14. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sigríður Pálsdóttir
og Hannes Stephen-
sen Bjarnason kaup-
maður á Bíldudal.
Móðurforeldrar
voru hjónin Arndís
Pétursdóttir Eg-
gertz og séra Páll
Olafsson prestur á
Prestbakka í Hrútafirði og síð-
ar í Vatnsfirði við Isafjarðar-
djúp. Föðurforeldrar voru
hjónin Þórey Kristín Olína
Pálsdóttir og Bjarni Þórðarson
bóndi á Reykhólum. Þórey var
sjöunda í röðinni af níu systkin-
um. Af þeim eru nú fimm á lífi:
Páll, Kristín, Arndís, Jón og
Erla. Þórey stundaði nám fyrst
við Kvennaskólann og síðar við
Verzlunarskólann og lauk það-
an Verzlunarprófi 1938. 1938-
1945 dvaldist hún við nám og
störf í Leipzig í Þýzkalandi.
Eftir heimkomuna hóf Þórey
störf hjá Búnaðarbanka íslands
ÞAÐ hefur verið gæfa mín í lífínu,
að í störfum og einkalífi hef ég
kynnst og átt að vinum nokkra af-
bragðsmenn og konur.
I dag er kvödd hinstu kveðju
kona úr þessum þrönga hópi, Þórey
Hannesdóttir, frænka mín, seinni
kona föður míns og samstarfsmað-
ur minn í nokkur ár, áður en þau
gengu í hjónaband, og aftur að
honum látnum.
Þórey var afbragðs starfsmaður
og samstarfsmaður, ósérhlífin og
ósíngjöm. Það þekkti ég frá sam-
starfsárum okkar í Búnaðarbank-
anum, og því fagnaði ég, þegar hún
réðst til starfa hjá Landnámi ríkis-
ins. Þar starfaði hún síðan, þar til
landnámið var lagt niður, og síðan
í landbúnaðarráðuneytinu, þar til
hún lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir eftir nálega aldarfjórðungsstörf
í þágu þess opinbera.
En það er ekki um hana sem
starfsmann og samstarfsmann, sem
ég er að hugsa, þar sem sit í Kali-
^forníusól og reyni af veikum mætti
að festa minningar mínar um þessa
mætu konu að einhveiju leyti á blað.
Minningarnar hrúgast upp.
Ég minnist stolts „gamla manns-
ins“, sem þá var reyndar á annan
áratug yngri en ég er núna, yfir
syninum, sem hún gaf honum.
Ég minnist heimsókna okkar
hjónanna til þeirra í Hafnarfjörð,
þegar synimir þyrptust að sjónvarp-
inu, sem þá var mikið nýjabrum að.
Ég man aðfangadagsmorguninn,
þegar hún hringdi í mig og sagði
mér föðurlátið.
Og ég man þættina í lífí okkar,
eftir að þau Hannes Már fluttu úr
Hafnarfirði í Álftamýrina, sem
sumir hveijir urðu að nær 30 ára
hefð.
Við hjónin mættum með bama-
hópinn á gamlárskvöld, svo að böm-
in misstu ekki af bæjarbrennunni,
sem blasti við úr gluggunum henn-
ar Þóreyjar, en borð svignuðu und-
ir krásum. Þessi siður hefur ekki
fallið niður í öll þessi ár, þrátt fyrir
að stórhýsi hafi byggt út bæjar-
brennunni fyrir fjölda ára og bama-
hópurinn hafi tvístrast og bama-
bömin þá tekið við.
Afmælisdagur föður míns, 2.
apríl, varð annar slíkur fastur
punktur, árleg veisla, sem ekki var
boðið til, svo sjálfsögð var hún.
Ég man, hver sigur mér fannst
það, þegar mér tókst að sannfæra
hana um, að þau Hannes Már yrðu
ekki til trafala, þótt þau litu inn í
•kvöldkaffi á aðfangadag. Auðvitað
var það-fyrir soninn gert, svo að
og vann þar til árs-
ins 1954. Seinna
starfaði Þórey hjá
Landnámi rikisins
og síðar hjá land-
búnaðarráðuneyt-
inu þar til hún varð
sjötug. Árið 1954
giftist Þórey Sigurði
Þórðarsyni. Sigurð-
ur var sonur hjón-
anna Hansínu Lin-
net og Þórðar
Bjarnasonar kaup-
manns í Reykjavík.
Þórður var bróðir
Hannesar og þau
Þórey og Sigurður því bræðra-
börn. Sigurður lést árið 1965.
Þórey og Sigurður áttu saman
einn son, Hannes Má, viðskipta-
fræðing, f. 1955, nú fram-
kvæmdastjóri hjá Vegagerð
ríkisins. Hannes er kvæntur
Brynju Jónsdóttur og barna-
böm Þóreyjar em fjögur, nafna
hennar Þórey, f. 1983, Jón
Magnús, f. 1986, Sigurður Már,
f. 1990, og síðan stúlkubarn,
sem enn hefur ekki fengið nafn
og fæddist aðeins tveimur vik-
um fyrir andlát ömmu sinnar.
Utför Þóreyjar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag.
hann kæmist í krakkasollinn á
Langholtsveginum, enda komst hún
ekki heim fyrr en undir morgun,
þegar myndraðleiknum var lokið, —
en þetta varð að föstum lið í tilveru
okkar.
Ógleymanlegt verður mér, þegar
þær systur, Þórey og Arndís, ásamt
Salóme frænku, rifjuðu upp hörm-
ungar heimsstyijaldaráranna í
Þýskalandi, loftárásirnar á Leipzig,
þar sem þær systur urðu innlyksa
á verslunarskólanum, sem Salóme
rak með eiginmanni sínum, dr.
Nagel, og hrakninga þeirra á leið-
inni heim í stríðslok.
Og ég man, og ég man, og ég
verð að taka upp klútinn og þurrka
rakann, sem sest á gleraugu þess
klökka, gamla manns, sem ég er
skyndilega orðinn.
Mér gerist áleitin lýsing Halldórs
á gömlu konunum, ömmum sínum
í Laxnesi. Þær sáust aldrei þvo sér,
voru samt alltaf hreinar. Þær heyrð-
ust aldrei fara með gott orð, en
voru samt svo vammlausar tii orðs
og æðis, að hver helgur maður hefði
mátt vera fullsæmdur af öðru eins.
Naumast verður það þó sagt um
Þóreyju, frænku mína, að hún hafi
ekki sést þvo sér, því að hún stund-
aði sundlaugar um áratugaskeið
allar götur fram á mitt síðastliðið
sumar, að hún jók gleði okkar hjóna
einu sinni enn með því að dvelja
með okkur nokkra daga í sumarbú-
stað. Ekki hvarflaði að okkur þá,
að hún væri orðin veik, svo dul var
hún um eigið angur, en vikuna á
eftir barst hún ekki af, og stríðið
stranga var hafið.
Seinni hluti lýsingar Halldórs
átti hins vegar mæta vel við Þór-
eyju.
Ég hef engan þekkst svo orðvar-
an og umtalsfróman sem hana. I
þá nær hálfu öld, sem ég þekkti
hana, heyrði ég hana aldrei hækka
róminn til að auka áherslu orða
sinna, aukin heldur að henni hryti
skammaryrði af vörum.
Hún var umhyggjusöm dóttir,
eiginkona, móðir og amma. Það var
svo sjálfsagt, að naumast er umtals
vert.
Hún var vinföst, en líka vinavönd.
Þess vegna eigum við hjónin svo
mikið að þakka forsjóninni að hafa
fengið að eiga vináttu hennar öll
þessi ár.
Hannes már, minn litli bróðir.
Auðvitað erum við ekki stórir karlar
í dag.
Þín og Brynju og barnanna er
missan mest, að ógleymdri Arndísi,
MINNINGAR
systur hennar, sem tvíefldist til að
geta leyft henni að vera heima sem
lengst, og ekki verður fullþakkað.
En það má ekki gleyma því, að
þeir einir fengu mikið misst, sem
mikið áttu.
Hugur okkar hjóna og þess hluta
fjölskyldunnar, sem er hér vestan-
hafs, er hjá ykkur á þessum degi,
og við biðjum algóðan guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Þórður Sigurðsson.
Hún Þórey frænka er dáin.
Við vitum að öll deyjum við ein-
hvern tíma, en samt verðum við
sorgmædd þegar að þeim tíma kem-
ur hjá þeim, sem okkur þykir vænt
um. Ég syrgi vegna þess tíma sem
ég átti með henni, ég syrgi vegna
þess að hún þurfti að heyja dauða-
stríð, ég syrgi vegna þess að sonur
hennar og tengdadóttir þurftu að
horfa á h'ana þjást, ég syrgi vegna
barnabarnanna sem hafa misst
hana ömmu sína. En hví skyldi ég
syrgja, hví skyldi ég ekki gleðjast?
Gleðjast vegna þess tíma sem ég
átti með henni, gleðjast vegna þess
að dauðastríð hennar varð ekki
lengra, að okkur sem eftir lifum
gafst tækifæri til að segja henni
hvað okkur þótti vænt um hana og
okkur gafst tækifæri til að kveðja
hana. Gleðjast fyrir hönd bama-
barna hennar sem fengu notið
ástríkis hennar og umhyggju meðan
hún lifði. Sorgin er vissulega mikil,
en Þórey skilur eftir hjá okkur sem
eftir lifum margar minningar.
Minningar um æðruleysi hennar,
dugnað, lífsgleði og kraft.
Frá því að ég man eftir mér hafa
þau Þórey og Hannes verið fastir
liðir í þeirri hátíð sem nú er að
ganga í garð, jólahátíðinni. Það var
ætíð gleði að opna jólapakkana sem
barn, en#pakkarnir frá Þóreyju og
Hannesi voru undantekningarlaust
mest spennandi. Þórey og Hannes
komu til okkar á aðfangadagskvöld,
við fórum til þeirra á gamlárskvöld.
Mér er sagt að þessi hefð hafí skap-
ast vegna þess að afi, maðurinn
hennar Þóreyjar frænku, dó á Þor-
láksmessu.
Minningar þegar Hannes frændi
var kominn með kærustu, þegar
Hannes og Brynja eignuðust barn
og Þórey var orðin amma. Minning-
ar um vináttu þeirra og stuðning
þegar við Magnús gengum í gegn-
um erfiða tíma.
Minningar um ferðirnar sem við
höfum farið saman, hve Þórey var
mikill brunnur fróðleiks um landið
okkar og hve gaman hún hafði af
ferðalögum um það.
Elsku Hannes og Brynja, Þórey,
Jón Magnús, Siggi Már og litla
frænka, þið hafið misst svo mikið,
en minningar geymast. Við sendum
ykkur samúðarkveðjur á erfíðri
stund.
Anna Sigr. og fjölskylda.
í dag kveðjum við föðursystur
mína, Þóreyju Hannesdóttur.
Kveðjustundin er alltaf sár og þó
frænka mín hafi verið orðin sjötíu
og fimm ára, þá var hún síung, allt-
af svo glaðíeg og létt í spori og
ævinlega jákvæð. Árin segja svo lít-
ið um aldur fólks, enginn er eldri
en hann vill vera.
Nú þegar komið er að kveðju-
stundinni reikar hugurinn til baka,
vestur til Bíldudals. Það er yndisleg-
ur sumardagur árið 1945. Ég fer
með ömmu minni niður á bryggju,
því ms. Esja er að koma og meðal
farþega eru tvær föðursystur mín-
ar, Arndís og Þórey, eða Addý og
Dollý, eins og við ættingjar og vinir
kölluðum þær. Þær voru að koma
langan veg, alla leið frá Þýskalandi
þar sem þær höfðu dvalið í mörg
ár, þar með talin öll stríðsárin. Ég,
sjö ára gömul stelpan, hafði aldrei
séð þessar frænkur mínar. Amma
mín hafði oft sagt mér frá þeim og
mikið hlakkaði ég til að sjá þær og
ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Ég
held að síðan ég leit þær fyrst aug-
um þennan sunnudag, hafi þær ver-
ið mín fyrirmynd.
Addý og Dollý voru afskaplega
samrýndar alla tíð og auðvitað hafa
Þýskalandsárin gert þær ennþá
samrýndari. Þar hafa þær sannar-
lega lifað saman súr og sætt.
Dollý var mikil gæfumanneskja í
sínu einkalífi. Hún giftist Sigurði
Þórðarsyni, einstökum heiðurs-
manni. Þau áttu saman einn son,
Hannes Má viðskiptafræðing og
deildarstjóra hjá Vegagerð ríkisins,
en Sigurður átti tvo syni af fyrra
hjónabandi, Pétur Friðrik, listmál-
ara, og Þórð Baldur, forstöðumann
Reiknistofu bankanna. Dollý og Sig-
urður bjuggu í Hafnarfirði og áttu
þar yndislegt heimili, þar sem glæsi-
leiki og gestrisni réð ríkjum. Þar sat
ég margar ógleymanlegar veislur.
Eftir að Dollý varð ekkja flutti
hún ásamt Hannesi Má syni sínum
til Reykjavíkur,_ þar sem hún keypti
fallega íbúð í Álftamýri. Alltaf var
sami glæsileikinn yfir öllu hjá henni
og gestrisnin í fyrirrúmi. Þess nut-
um við frændfólk hennar í síðasta
sinn hinn 26. júní sl. á 75 ára afmæl-
inu hennar. Það er svo ótrúlegt að
hugsa til þess að þá hafi hún verið
orðin veik, svo frískleg sem hún var
þá, sem endranær.\
Dollý var einstök kona, svo góð
og umhyggjusöm. Hún var afskap-
lega heilsuhraust og hafði lítið þurft
að leita til lækna alla sína ævi. Þess
vegna var það mikið áfall fyrir okk-
ur, ættingja hennar, þegar hún var
allt í einu orðin mikið veik sl. sum-
ar. Þegar hún hafði leitað læknis
fékk hún fljótlega að vita, að alvara
var á ferðinni og lítið hægt að gera.
En æðruleysið var einstakt. Það var
aldrei kvartað. Hún stóð ekki ein í
sínu veikindastríði. Addý frænka
vék varla frá systur sinni á meðan
hún barðist við þennan erfiða sjúk-
dóm, sem kvatt hafði dyra hjá henni.
Addý var alla daga hjá henni meðan
hún var heima, þar var hún allan
þann tíma sem hún var veik, utan
síðustu vikuna sem hún lifði, þá var
hún á Borgarspítalanum og naut
þar góðrar umönnunar starfsfólks.
Einnig þar var Addý hjá henni á
hveijum degi.
Einstakrar umhyggju naut Dollý
alla tíð hjá syni sínum Hannesi Má
og hans fjölskyldu. Þau reyndust
Dollý alltaf einstaklega vel og þar
veit ég að hún átti sínar sælustu
stundir. Að fylgjast með yndislegum
og mannvænlegum barnabörnum
vaxa úr grasi, veit ég að hefur veitt
frænku minni ómælda gleði.
Elskulega fjölskylda, Hannes,
Brynja og börn, þið eigið um sárt
að binda en minningin er falleg um
yndislega móður, tengdamóður og
ömmu. Addý mín og systkini, ég
veit að þið saknið góðrar systur úr
samrýndum systkinahópi. Mestur
verður söknuðurinn hjá þér, elsku
Addý mín. Þið voruð alltaf saman
þið systurnar. Ég horfði svo oft
hreykin á ykkur ganga léttar í spori
niður Lágmúlann á leið í sundlaug-
arnar, þar sem yngsta systir ykkar
Erla bættist í hópinn, og sundsprett-
urinn var tekinn. Það var ekki hægt
að sjá að þar væru manneskjur á
áttræðisaldri á ferð. Þessar minn-
ingar og margar fleiri ylja þér,
Addý mín.
Guð blessi minningu elskulegrar
frænku minnar.
Sigríður Pálsdóttir.
Það er svo að þegar litið er til
æskuáranna þá er það góða og
bjarta eftirminnilegast í flestra hug-
um, sem betur fer. Hvergi er lognið
við voginn meira né grasið grænna
upp hlíðargeirana. Jafnvel stórgrýt-
isurð við fjallsrætur verður áhuga-
verð sem leikvöllur. Óhætt er að
fara um allt því allir þekkja alla.
Fyrstu árin líða í ljúfum leikjum.
Ekki er meðbyrinn eilífur. Þegar
stórbruni eyðir stóra gamla íbúð-
arhúsinu ásamt verslun, pakkhúsum
og fleiri húsum stendur fjölskyldan
uppi húsnæðislaus og allslaus. Þar
sem þetta gerist um miðjan desem-
ber eru til miklar vörubirgðir en þær
eru ótryggðar. Þórey er þá tíu ára
og nógu gömul til að skynja alvöru
þessa atburðar. Ekki er áföllum lok-
ið því árið 1931 deyr heimilisfaðirinn
úr lungnabólgu, aðeins 53 ára gam-
all. Nú reynir á Sigríði, síðar tengda-
móður mína, og börnin, þau sem
farin eru að stálpast. Allt bjargast
þetta enda gott að eiga stóran
frændgarð í þorpinu og víðar. Þar
á meðal voru tvær systur Sigríðar,
giftar góðum mönnum og höfðu
hjartahlýju og skilning á kringum-
stæðum þótt þær hafí ekki haft
hátt um. Tíminn græðir öll sár er
sagt. Börnin uxu upp og mörg fóru
fljótlega að heiman, þar á meðal
Þórey um 14 ára gömul.
Árið 1956 fluttumst við fjölskyld-
an vestur frá Bíldudal suður tii
Hafnarfjarðar. Meðal nokkurra
góðra Arnfirðinga, ættingja og
kunningja, bjuggu þar þá Sigurður
Þórðarson bókari hjá Búnaðarbanka
í Reykjavík og Þórey Hannesdóttir
mágkona mín, ásamt ungum syni
þeirra Hannesi Má. Það er alltaf svo
að flutningur með fjölskyldu á milli
landshluta er erfiður. Þau Þórey og
Sigurður tóku okkur ákaflega vel
og greiddu á allan hátt götu okkar
og heima hjá þeim vorum við alltaf
velkomin. Þau hjón voru þá nýbúin
að byggja á Hringbraut 38 í Hafnar-
firði. Þórey hafði farið árið 1938
út til Þýskalands til frænku sinnar
sem rak þar ásamt manni sínum
skóla fyrir ungar stúlkur í Leipzig.
Var Þórey ásamt Arndísi systur
sinni öll stríðsárin úti í Þýskalandi
og komu þær ekki heim fyrr en
árið 1945. Ekki þarf að fara mörg-
um orðum um þau áhrif sem stríðið
hefur haft á þær systur sem komu
þarna varla af unglingsaldri og
þurftu að eyða mörgum af sínum
bestu árum í skugga styijaldar.
Þótt þarna væri ekki beint átaka-
svæði voru loftárásir á saklausa
borgara alltaf skammt undan síð-
ustu árin, þó að hernaðarlega séð
hefði þessi forna menningarborg
gjörsamlega enga þýðingu.
Eftir heimkomuna byijaði Þórey
að vinna í bókhaldi í Búnaðarbank-
anum, þar sem hún kynntist Sigurði
sem síðar varð maður hennar. Þau
giftust 20. febrúar 1954 og eignuð-
ust Hannes Má 9. mars 1955. Þá
var Þórey hætt að vinna og þau
byijuðu búskap. Ég held að þetta
hafí verið góð ár sem fóru í hönd
hjá Þóreyju. Hún lagði alúð sína í
að ala upp efnilegan son en Sigurð-
ur var góður heimilisfaðir og ekkert
var of gott sem hægt var að veita
fjölskyldunni. Hann var höfðingi í
lund, enda átti hann ættir að rekja
til slíkra og þau bæði. Ættmörg og
ekki síður vinamörg voru þau svo
oft var æði mannmargt á heimili
þein’a hjóna enda bæði frábærir
gestgjafar. Þessi ár urðu of fá því
að eftir nokkurra ára sambúð fór
Sigurður að kenna heilsubrests sem
hæjft en markvisst dró hann til
dauða langt um aldur fram, aðeins
62 ára. Þau höfðu þá verið gift í
aðeins 11 ár. Þórey flutti fljótlega
til Reykjavíkur og bjó í Álftamýri
54 alla tíð til andláts. Skammt það-
an eða í Álftamýri 32 bjó svo Árn-
dís systir hennar en Ieiðir þeirra
hafa legið mjög saman allt frá
Þýskalandsárunum og hafa þær
stutt hvor aðra til þess síðasta.
Sýndi Arndís mikinn dugnað og
ósérhlífni við að létta systur sinni
síðustu dagana í erfiðum veikindum.
Þórey fór að vinna hjá Landnámi
ríkisins og síðar hjá Stofnlánadeild
landbúnaðarins fljótlega eftir að hún
kom til Reykjavíkur og vann þar til
hún var komin á eftirlaunaaldur.
Ég held að í fáum orðum sé óhætt
að segja að hún hafi gert sig fljót-
lega ómissandi á þeim stöðum sem
hún vann sökum dugnaðar, vand-
virkni og samviskusemi.
Þórey var skynsöm kona og
skemmtileg. Hún var hraust og vel
á sig komin og sýndist ekki einleik-
ið hve fljótt sjúkdómurinn, sem hún
fékk, náði yfírhöndinni.
Þórey hafði miklar mætur á fjöl-
skyldu sinni, einkasyninum Hannesi
Má framkvæmdastjóra hjá Vega-
gerð ríkisins, konu hans Brynju
Jónsdóttur og ekki síst fjórum börn-
um þeirra. Missir þeirra er mikill,
sérstaklega barnanna.
Við fjölskyldan öll þökkum sam-
fylgdina með þessum elskulegu
hjónum, Sigurði og Þóreyju, á liðn-
um árum og með samúðarkveðjum
óskum við Hannesi Má og fjölskyldu
gæfu og gengis á komandi tímum.
Megi þessi ágæta kona, Þórey
Hannesdóttir, hvíla í friði.
Stefán Thoroddsen.