Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 37

Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 37 INGIBJARTUR JÓN ARNÓRSSON + Ingibjartur Jón Arnórsson húsasmíðameistari, fæddist í Tung-u í Dalamynnum í Nauteyrarhreppi í N-í safj ar ðarsýslu 29. ágúst 1904. Hann lést á Drop- laugarstöðum 13. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Arnór Hannibalsson frá Neðri-Bakka Nauteyrarhreppi og Sigríður Ragn- heiður Jónsdóttir frá Botni í Dýrafirði. Systkini Ingibjarts eru: Hannes, f. 1899 (látinn), Sigríður, f. 1901 (látin), Ingi- björg, f. 1902 (látin), Matthías, f. 1905 (látinn), Stefanía, f. 1910 (látin), Guðmundur, f. 1914 (látinn), Ása, f. 1917, hús- móðir í Reyly vík. Uppeldissyst- ir Ingibjarts er Kristín Jóna Benediktsdóttir, f. 1924, hús- móðir í Reykjavík. Hinn 15. júlí 1933 gekk Ingibjartur að eiga Ingunni Jónu Jóhannes- dóttur, f. 13. des- ember 1909 í Dal í Miklaholtshreppi, d. 1986. Börn þeirra eru: 1) Jó- hannes bygginga- fræðingur, f. 8. júní 1935, kvæntur Sig- urbjörgu Jónsdótt- ur. Þau eiga þrjá syni. 2) Sigurður Árnar húsasmíða- meistari, f. 25. júní 1943, kvæntur Signýju Hauksdótt- ur. Þau eiga tvö börn, pilt og stúlku. 3) Svandís, f. 15. febrúar 1950, gift Rafni Eyfell Gestssyni. Þau eiga þrjár dætur. Ingibjartur ólst upp á fæðingarstað sínum, en flutti til Reykjavíkur um tvítugt. Hann nam trésmíðaiðn þjá Geir Pálssyni trésmíða- meistara og lauk sveinsprófi 1929. . Hann starfaði við tré- smíðar og síðan sem trésmíða- meistarí í Reykjavík allan sinn starfsaldur. Útför Ingibjarts fer fram frá Fossvogskirkju í dag. HJARTKÆR tengdafaðir minn er látinn. Á 90 ára afmælinu sínu í ágúst hafði hann á orði, að trúlega yrði hann ekki 100 ára. Hann væri hættur við að stefna að því. Það var alltaf stutt í glettnina hjá hon- um. Eftir að faðir Ingibjarts lést flutt- ist hann ásamt móður sinni og yngri systkinum til Reykjavíkur. Var hann þá um tvítugt. í Reykjavík nam hann húsasmíði og stundaði það starf svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. Hann var verktaki að mörgum byggingum. Hann var ötull í starfi og ósérhlífinn, útsjón- arsamur og vakandi yfir hverju verki sem hann tók að sér og ætlað- ist til þess sama af starfsmönnum sínum. Honum var annt um starfs- menn sína og gladdist yfir fréttum af því, þegar þeim vegnaði vel. Hann var ákaflega hjálpfús og greiðvikinn og skeytti þá ekkert um eigin hag. í Ingunni Jónu Jóhannesdóttur eiginkonu sinni, sem var úr Árnes- sýslu, eignaðist hann góðan lífs- förunaut. Eignuðust þau þijú börn. Lengst af bjuggu þau í Reykajvík, nokkur ár í Garðabæ en síðustu árin sem Inga lifði í Bogahlíð 22. Ekki er hægt að minnast á Bjart, nema að taka Ingu með. Það var gott að koma á heimili þeirra sem tengdadóttir. Inga stóð við hlið hans og studdi hann og dáðist ég oft að því, hvað hún var vel inni í því, sem hann var að gera. Marga snúningana fór hún, þegar starf hans var hvað umfangsmest. Inga hafði yndi af að fá fólk í heimsókn, og vel mundi hún afmælisdaga allra henni náskyldra. „Amma er sko veislukona," sögðu mínir drengir. Eftir að hún lést tók Bjartur eins og við af henni í að muna afmælis- daga allra barnabarnanna. Þau unnu sveitinni og ef tóm gafst á sumardegi var ekið austur í sveitir eða vestur í ísafjarðardjúp og dvalið þar nokkra daga. Þar átti Bjartur sinn óskastað, þótt sumarfrí tæki hann sjaldan, en hann hafði ásamt Hannesi bróður sínum fest kaup á fæðingaijörð sinni um það leyti sem hún fór í eyði. Inga kunni því líka vel að skreppa vestur, taka í stöng i Hvannadalsá eða tína ber á haustin. Margt hefur Bjartur sagt okkur frá bernsku sinni og uppvaxtarár- um, sem var lærdómsríkt að heyra. Þá voru heimilin tvö til þrjú í Tungu. Börnin fylgdust að fótgangandi í skólann á næsta bæ. Þætti nútíma- börnum það löng ganga. Þegar barn var sent á aðra bæi einhverra erinda kom ekki til greina annað en að þiggja góðgerðir. En það komu líka tímar, þegar smitsjúk- dómar gengu og hrifu þá oft börnin í dauðann. Hann sagði svo frá, að hann var sendur með bréf á næsta bæ og sagt að leggja það á túngarð- inn. Húsráðandinn kom svo og sótti það, þegar sendiboðinn var snúinn heim á leið. Svo hrætt var fólkið við að veikjast. Það var gaman að heyra hann segja frá kennileitum fyrir vestan og ýmsum ferðum. Hann gladdist iíka mjög þegar haldið var ættar- mót afkomenda foreldra hans í Tungu fyrir nokkrum árum og sat eins og ættarhöfðingi neðan við brekku og naut samverunnar. Hann hafði einnig gaman af að segja frá ýmsum atvikum sem áttu sér stað í sambandi við starf hans, þá helst einhveiju spaugilegu. T.d. þegar hann var við uppslátt inni í súlu, þegar jarðskjálfti varð, og hélt að strákarnir væru að stríða sér, þegar allt skalf. Ingu og Bjarti þótti sérlega vænt um að fá bamabörnin í heimsókn. Mátti þá oft heyra eina setningu frá þeim báðum: „Hvað segir nú elsku vinan min? eða „vinadrengur- inn minn“. Það var hlýja og kær- leiki í rómnum. Bjartur átti því láni að fagna að eiga einstaklega góða lund. Eftir að hann hætti störfum vegna heilsubrests og aldurs og Inga var orðin heilsuveil var hann hinn hugprúði eiginmaður, sem tók þátt í heimilisstörfunum. Ingu missti hann árið 1986. Þá urðu mikil kafla- skil. Dvaldi hann þá oft á heimili okkar hjóna. Hann var þá orðinn sjónlítill og breyttist það síðar í al- gera blindu. Þægilegur var hann og ljúfur. Aldrei féll frá honum styggðaryrði né var hann með af- skiptasemi, en þakklætið var hon- um efst í huga. Eitt var það í fari hans sem mér þótti eftirtektarvert: Hann talaði aldrei illa um neinn og ef einhveijum var álasað í eyru hans, vildi hann eyða því tali. Eftir að hann varð blindur fylgd- ist hann þó vel með öllu sem var að gerast gegnum útvarp. Síðustu árin var hann heimilis- maður á Droplaugastöðum og and- aðist þar á afmælisdegi Ingu konu sinnar. Við þökkum afa fyrir sam- fylgdina og Guði fyrir að hafa leyft okkur að hafa hann svo lengi á meðal okkar. Blessuð sé minning hans. Sigurbjörg Jónsdóttir. Ég var ekki hár í loftinu, þegar ég fyrst kynntist Bjarti frænda, móðurbróður mínum; einhveijum mesta höfðingja og góðmenni sem MINNINGAR ég hef mætt á lífsleiðinni. Síðan er liðin rúmlega hálf öld. Raunar hafði hann mér óvitandi komið við mína sögu. Því þegar vitað var að von væri á fjölgun í fjölskyldu Ingibjargar systur hans, þótti ekki vanþörf á að stækka húsakynni í Búðardal. Brá þá Bjart- ur skjótt við og reisti á skömmum tíma viðbyggingu við gamla bæinn; trausta mjög svo hún stendur enn og hefur þjónað ýmsum hlutverk- um. Og þótt hún hafi margsinnis verið flutt til á lóðinni á ýmsa grunna, stendur handverk frænda míns óskert enn, traust eins og allt það er hann tók sér fyrir hendur, og er þar margt að telja, enda var Bjartur annálaður fagmaður; ham- hleypa til verka, ósérhlífinn, örugg- ur og traustur. Verkin lofa meistar- ann. En aftur að litla húsinu, sem reist var fyrir væntanlegan erfingja í Búðardal. Þar fæddist ekki bara einn, heldur tveir slíkir á sama degi, ég og Auður systlr mín, og ég veit að ég get mælt fyrir munn hennar fjarstaddrar það sama og ég fann í æsku minni að það hús hafði sál og þar leið okkur vel; kannske aldr- ei eins vel, því auk hússins áttum við ástríka foreldra og afa og ömmu í gamla bænum. Síðar kom að því, eins og fyrr sagði, að ég kynntist Bjarti sem ungur drengur, en þó það skyni borinn að strax frá okkar fyrstu kynnum leit ég upp til hans og varð þá og mun ætíð verða stoltur af því að eiga hann að frænda og vini. Þegar foreldrar mínir fluttu svo til Reykjavíkur og hófu störf og bjuggu um tveggja ára skeið í einu af glæsilegustu húsum sem Bjartur stóð fyrir byggingu á: Sjómanna- skólanum, eignaðist ég enn eina ævintýrahöll, sem ég tengdi honum. Og meiri háttar tilhlökkun var ætíð í því fólgin að fara í heimboð á Gullteiginn á jólum, afmælum, fermingum og oftar til Ingu og Bjarts og „krakkanna“, Jóa, Sigga og Svandísar. Já, Bjartur hafði margvísleg og góð áhrif á líf mitt, allt frá barn- æsku og á unglingsárum, þegar hann borgaði mér kaup fyrir að „vinna“ hjá sér þegar ég var að byija í skóla. Og hann hafði lag á að ná því bezta út úr okkur strákun- um án eftirrekstrar, en með hvatn- ingu og leiðsögn, sem gerði okkur starfið ánægjulegra og árangurs- ríkara. Og síðan á síðari árum þeg- ar hann og „strákarnir" buðu mér oftsinnis vestur að Tungu, bæði til að renna fyrir fisk og þegar ég ungur gifti mig í fyrsta sinn, lifðum við hjónakomin marga dásamlega júlídagá í Tungu í Dalamynnum. Já, Tunga í Dalamynnum var draumaland Ingibjarts frænda míns. Og jafnvel eftir að hann var orðinn blindur, gat hann með fullri vissu og öryggi staðið þar í hlaði og bent á og nefnt örnefni og at- burði þeim tengda; og efaðist eng- inn. Ég er ekki laginn veiðimaður, en af því sem ég hef dregið úr Hvanna- dalsá er ég í dag ánægðastur með það sem ég til skamms tíma taldi mín mestu mistök í veiðimennsku. Það var í ágúst 1987, haustið áður en móðir mín dó, að ég átti því láni að fagna að geta boðið henni í ferð á æskustöðvarnar í Tungu ásamt föður mínum. Veðrið lék við okkur þessa daga og meðan þau nutu þess við beijatínslu, var ég að damla í Djúpafossi. Ég kastaði þrisvar og það var á í öll skiptin. En þetta voru ekki fiskar, heldur steinvölur; óforgengilegur partur af Tungu- landi. Eg hélt þeim til haga, og þegar mamma var kistulögð í febr- úar 1988 laumaði ég einni undir koddann hennar og annarri við höfðagaflinn í gröf hennar. Henni var jú Tunga kærastur staður á jörð ekki síður en Bjarti. Þá var einn steinninn eftir, sá stærsti, og hann færði ég mínum kæra frænda á níræðisafmælinu í sumar. Ég fann að honum þótti vænt um að hand- leika steininn og ég er glaður og þakklátur frændum mínum og frænku fyrir að leggja þann stein undir koddann í kistunni hans, sem við fylgjum til grafar í dag fjarri óskalandinu hans. Það er þó partur af því hjá þeim báðum, sem þeim var svo kært. Þó ég sé ættleri og ófrændrækinn með afbrigðum, vil ég mæla mér það til bóta ef hæt er, að mér hef- ur aldrei fundist ég geta endurgold- ið að verðleikum þá velvild sem mér er sýnd og gerð, og þá helst látið mig hverfa í vanmætti mínum. Ég bið og vona að minn kæri frændi fyrirgefi mér þennan vanþroska minn, sem varð þess valdandi að ég hitti hann alltof sjaldan hin síð- ari ár. Ykkur kæru frændur og frænkur af þremur kynslóðum afkomenda Ingibjarts J. Arnórssoanr, og þér kæra frænka mín, Ásta, sem ein ert eftir af systkinunum frá Tungu, votta ég mína innilegustu samúð og bið Guð að blessa minningu góðs drengs. Þorsteinn. í dag kveðjum við hinstu kveðju tengdaföður okkar, Ingibjart J. Arnórsson, húsasmíðameistara, er lést 13. desember síðastliðinn. Okk- ur langar að minnast hans með örfáum orðum með þakklæti í huga. Það er margt sem leitar á hug- ann á kveðjustund. Við komum bæði ung inn á heimili hans og tengdamóður okkar, Ingunnar J. Jóhannesdóttur, er lést 6. ágúst 1986 og var honum mikill missir. Var okkur tekið þar með einstakri alúð og hlýju. Ingibjartur var einstakt ljúf- menni sem laðaði alla að sér. Við minnumst sérstaklega samveru- stundanna á æskustöðvum hans vestur í Tungu, sem alltaf voru of- arlega í huga hans, með börnum hans og barnabörnum. Elsku Bjartur. Við kveðjum þig með söknuði, en minningin um þig mun ætíð lifa. Hafðu þökk fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Signý Hauksdóttir, Rafn Eyfell Gestsson. Senn fer í hönd hátíð ljóss og friðar og upp úr því fer dag að lengja á ný. Um allan bæinn eru tendruð jólaljós sem lýsa í skamm- deginu og frá andlitum barnanna starfar birtu gleði og eftirvænting- ar. Mitt í þeim erli sem fylgir undir- búningi jólanna berst mér til eyrna sú frétt að sól Ingibjarts Arnórs- sonar sé hnigin til viðar og mig setur hljóðan. Óhjákvæmilega reikar hugur minn til baka til þeirra stunda er ég naut í návist Bjarts. Leiðir okk- ar lágu fyrst saman fyrir átta árum, en þá hafði ég nýlega kynnst konu minni, sonardóttur hans. Ég minn- ist þeirrar alúðar og hlýju sem frá honum geislaði þegar hann bauð þennan aðkomumann velkominn í fjölskylduna. Og ég átti eftir að reyna það hvað eftir annað að alúð og hlýja einkenndu viðmót hans til mín og annarra. Mér er ekki til efs að þessir eiginleikar Bjarts, urðu til þess öðru framar að fólki leið vel i návist hans. Börn hændust sérstaklega að honum, enda naut hann sín innan um þau og átti allt- af eitthvað að miðla þeim. Unun var að sjá hve vel Bjartur rækti ijölskyldu sína. Hann reyndi eftir megni að fylgjast með sínu fólki, hvort sem um var að ræða nána eða fjarskylda ættingja. Ég minnist þess sérstaklega þeg- ar afkomendur foreldra hans komu saman á ættaróðalinu að Tungu í Nauteyrarhreppi við Djúp, þar sem hann ólst upp. Er gesti tók að drífa að, sat öldungurinn úti fyrir dyrum, í sólskininu, með sól í hjarta og bauð þá velkomna í Tungu. Slíkt var stolt hans og ánægja að geta tekið á móti afkomendum og öðrum ættingjum á þessum stað, að eitt andartak þóttist ég þess fullviss að þarna og hvergi annars staðar ætti hann heima. Já, Bjarti þótti svo sannarlega vænt um æskuslóðirnar og það gladdi hans hjarta þegar hann fann fyrir áhuga afkomenda sinna á að heimsækja sveitina sem var honum svo kær og alltaf bað hann að heilsa í Tungu. Bjartur lagði stund á húsasmíðar og var farsæll í því starfi. Víða um bæinn má sjá byggingar sem bera fagurt vitni alúð hans og natni við það sem hann tók sér fyrir hendur. Nægir þar að nefna Sjómannaskól- ann, Sjóklæðagerðina við Skúla- götu og SPRON við Skólavörðu- stíg. Ekki má gleyma símamannab- lokkunum við Birkimel og stórhýs- inu á Kirkjusandi, sem hann byggði fyrir Tryggva Ófeigsson. Það var sérstaklega tekið til þess, þegar hafist var handa við endurbætur á síðastnefnda húsinu, að það auð- veldaði verkið hversu vel það var byggt. Á þá leið voru dómar um öll hans verk. Á ævikvöldi sínu naut hann þess að minnast dagsverksins. Enda þótt elli kerling væri að ná yfir- höndinni, átti hann auðvelt með að muna einstök handtök og rifja upp helstu magntölur við smíðarnar. Fjölmargir nutu leiðsagnar Bjarts í iðninni. Meðal þeirra voru synir hans tveir og tengdasonur. Auk þeirra sóttu sonarsynir í ótæmandi viskubrunn hans. Fyrir nokkrum árum var þessi hópur saman kominn við að skipta um gler og glugga í íbúð hans í Boga- hlíð 22. Þó að sjón gamla mannsins væri þrotin, gat hann á sinn hátt fylgst með verkinu og að því loknu fór hann um það höndum og sann- færðist um að vel hafði verið gert. Það var greinilegt af því stolti sem lesa mátti úr andliti hans að hann taldi sinn þátt nokkurn og það ekki að ástæðulausu. Sá er sæll sem getur lagst til hvílu að svo vel unnu dagsverki. Þau átta ár sem ég þekkti Bjart eru ekki langur tími á níutíu ára ævi hans. Eftir þau kynni er mér efst í huga þakklæti fyrir þá óend- anlegu blíðu, sem ég og kona mín nutum, að ekki sé minnst á litla langafastúlku sem án efa mun sakna heimsókna til hans. Lífsförunautur Bjarts í rúma hálfa öld var Ingunn Jóhannesdótt- ir, en hún lést árið 1986. Ætíð minntist hann hennar af hlýhug og virðingu og hafði gjarnan á orði að senn yrðu þau saman á ný. Og hinn 13. desember, á 85 ára afmælisdegi Ingunnar hefði hún lifað, lagði hann upp í sína hinstu för, á hennar fund. Nú hafa þau náð saman á ný og njóta návistar hvort annars í ríki Himnaföðurins og eilifðin er þeirra. Vigfús M. Vigfússon. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kafíi- hlaðborð, fallegir saiir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIÐIR uðm LsmEiiiR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.