Morgunblaðið - 22.12.1994, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.12.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 39 + Guðfinna Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 15. mars 1917. Hún lést á Vífilsstöðum 15. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jónsson verksljóri í Reykja- vík, f. 5. júní 1884, d. 14. september 1929, og Sesselja Stefánsdóttir, f. 29. apríl 1890, d. 2. jan- úar 1965. Systkini Guðfinnu eru ívar, f. 19. janúar 1912, Kristin Guð- rún, f. 13. september 1913, Hans Andrés Níelsen, f. 24. október 1914 (látinn), Guð- mundur Ragnar, f. 13. nóvem- ber 1919, Jóna Guðbjörg, f. 13. desember 1920. Magnúsína Guðrún, f. 1. apríl 1922, Arn- dís, f. 17. júní 1924, Jón, f. 7. ágúst 1926 (látinn), Susie Bach- DROTTNING Efstasundsins er horfin á braut; hefur eflaust stigið með sömu tigninni yfir móðuna miklu eins og önnur skref sem hún tók í tilveru sinni hér á jörð. Þegar við ungu hjónin fluttum með barnaskarann inn í Kleppsholt árið 1965 var andrúmið í Efsta- sundi líkt og í litlu sjávarþorpi. í bílskúrum voru auk heldur reiðhest- ar og kindur og hófadynur ekki óalgengur í götunni á þessum fyrstu árum. Við þekktum engan á staðnum en komumst fljótt á snoðir um að þar bjó fjölskylda Guðfinnu og Björns Halldórssonar, að mér fannst í öðru hverju húsi. Þarna fór kraftmikil, samheldin fjölskylda sem virtist líða best þegar allir voru saman komnir í litla, gula húsinu númer 44. Glaðvært fólk sem naut þess að lifa lífinu saman. Húsmóðirin sem svo oft stóð á tröppunum að taka á móti gestum eða blessa fyrir heimför vakti strax athygli sökum glaðlyndis og glæsi- leika í fasi. Þetta reyndist vera hún Guðfinna, eða Finna frænka, sem í ljós kom að var skyld börnum okkar í föðurætt. Aldrei öll árin sem við bjuggum í næstnæsta húsi tróðum við hvor annarri um tær en skiptumst ætíð á fallegum kveðjum þegar við sáumst. Hún sigldi um götuna há, grönn og bein í baki eins og skonn- orta undir fullum seglum. Göngu- lagið eitt og sér hefði vakið athygli við hvaða konungshirð sem var. Móðir mín sagði mér aðspurð að sér væri í bamsminni úr Aðalstræt- inu þar sem hún ólst upp hversu tignarleg Salvör móðir Guðfinnu hefði verið sem hún stóð fyrir utan sitt litla hús með drifhvíta, stíf- straujaða svuntuna að stjórna barnaskara sínum. Þær hafa löng- um sett myndarlegan svip á bæinn Reykjavíkurkonur á sinn hljóðláta hátt. Þeir sem lifa lífínu af þeirri at- hygli og áhuga sem Guðfinna gerði, eldast lítið nema að árum. Slíkir varðveita barnið í sálu sinni og eiga oftast gott með að umgangst börn á gefandi hátt. Lítil dóttursonur minn var farinn að venja konur sínar til Guðfinnu næstum daglega. Stakk sér inn til hennar í tíma og ótíma, án okkar vitundar, bauð jafnvel með sér gest- um. Það var alltaf gestkvæmt á númer 44 og honum virtist finnast sjálfsagt að kíkja inn til Finnu eins og hinir. Hann hændist að þessari glaðlegu, góðu konu og kallað hana ömmu Finnu. Nú verður ekki oftar kallað glaðri röddu: „Hæ amma Finna“ þegar farið er fram hjá húsinu hennar. Það verður vandi fyrir hann að taka því að hún sé líka horfin eins og amma Gréta. Fyrir okkur hin í fjölskyldunni verð- ur Efstasundið heldur ekki það sama að Finna frænku horfinni. mann, f. 21. febrúar 1929. Þá átti Guð- finna tvo hálfbræð- ur, samfeðra, þá Jón og Sigþór sem báðir eru látnir. Hinn 18. janúar 1937 gekk hún að eiga Björn Magnús Halldórsson let- urgrafara, f. 8. des- ember 1907, d. 25. ágúst 1971. For- eldrar hans voru Halldór Sigurðsson úrsmiður og Guð- rún Eymundsdóttir. Börn Guðfinnu og Björns eru Erla Ingileif f. 20. desember 1937, ekkja Einars Jónssonar frá Einarsstöðum, Guðmundur, giftur Díönu Nancy Herberts, Ragnar Björn, giftur Guðrúnu Jónínu Snorradóttur, og ívar Þórólfur, giftur Gerði Sand- holt. Útför Guðfinnu fer fram frá Áskirkju í dag. Fyrir hönd okkar granna í Efsta- sundi 40 er góð samfylgd kærlega þökkuð. Elín G. Ólafsdóttir. Getur þú sofið um sumamætur? Senn kemur brosandi dagur. Hitnar þér ekki um hjartarætur, hve heimur vor er fagur? (Sr. Sig. Ein. í Holti) Ein af austurstrætisdætrum Tómasar, Finna móðurystir mín, hefir kvatt þessa jarðvist, og minn- ist ég hennar með virðingu og þakk- læti fyrir allar þær góðu og dýr- mætu stundir er ég átti sem bam og oft síðan í Efstasundi 44 hjá Finnu, Bjössa og þeirra börnum. Ekki er hægt að minnst Finnu án þess að hafa Bjössa í sama orðinu, svo samvalin sem þau voru. Líf og fjör ásamt sérstökum „húmor“ ein- kenndi heimilislífið. Bjössi vann heima við leturgröft, meistari á sínu sviði sem ófá listaverk er eftir hann liggja bera vitni um. Mannmargt var ætíð í sundinu á þessum árum. Viðskiptavinir Bjössa, að ógleymd- um hestamönnum sem geymdu hesta sína fyrir framan hús meðan drukkið var kaffi í eldhúsinu hjá Finnu. Rómantískt samband þeirra hjóna var eitthvað það skemmtileg- asta sem ég hef orði vitni að á lifs- leiðini. Finna var drottningin hans. Það hafði aldrei áður fæðst slík kona, hún var hans dýrasta djásn. Bjössi, sem gefin var sérstök frá- sagnargáfa, fór á mikið flug og loftið varð rafmagnað þegar hann lýsti leggjalöngu fegurðardísinni Guðfinnu á ferð hennar eftir Aust- urstræti á árum áður. „Hún var eins og arabískur veðhlaupahest- ur.“ Augn í Bjössa skutu gneistum í endurminningunni. Finna var úr Fichersundi og taldist því Vest- urbæingur. Bjössi bjó hins vegar á Laufásvegi og yar því Austurbæ- ingur. Hann sagði mér á efri árum þegar talað var um að Vesturbær- inn hefði verið ríkur af fallegum stúlkum að þá hefði hann verið þeim mun snauðari af gjörvilegum karlpeningi. Þær höfðu allar með tölu gifst austur yfír læk. Við mamma heimsóttum Finnu á Vífílsstaðaspítala 15. desember síastliðinn. Hún sat frammi á gangi ásamt Dísu systur sinni og Óla manni hennar. Hún fagnaði okkur og lék á als oddi. Mikið var grínast að vanda. „Það er ekkert að mér, ég hef það prýðilegt," sagði hún. „Þeir senda mig trúlega heim fyrir jól.“ Við kvöddum um fimmleytið. Tuttugu mínútum síðar var hún öll. Finna kvaddi með þeirri reisn sem henni var í blóð borin. Kæra frændfólk, Erla, Muggur, Rabbi, ívar, ykkar makar, börn og bamabörn. Minningamar getur enginn frá okkur tekið. Þær eru dýrmæt eign að oma sér við. Ég læt þesar ljóðlínur séra Sigurðar Einarssonar í Holti enda þetta kveðjubrot til Finnu frænku. Er ekki indælt að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn, og mega svo rólegur kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn? Anna Agnars. t Eiginmaður minn, ÍSAK ÖRN HRINGSSON, Lyngbrekku 21, Kópavogi, lést í Landspítalanum aðfaranótt mið- vikudagsins 21. desember. Bryndfs Brynjúlfsdóttir. t Elsku litli drengurinn okkar, ÓLI ÞÓR ÖNNUSON, Borgarhrauni 6, Hverageröi, andaðist í Barnaspítala Hringsins þriðjudaginn 20. desember. Anna Birna Björnsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Björn Friðriksson. t Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, KORNELÍA ÓSKARSDÓTTIR, Hjallalandi 13, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt desember. 20 Magnús Haukur Guðlaugsson, Hanna Sigríður Magnúsdóttir, María Hrönn Magnúsdóttir. GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR t Ástkær faðir minn, JÓN INGVAR SKAGFJÖRÐ KRISTJÁNSSON, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Kristján Jónsson. t Móðir okkar, VALBORG INGIMUNDARDÓTTIR, Ægisgötu 5, Akureyri, lést 20. desember. Erla Hrönn Ásmundsdóttir, Guðjón Björn Ásmundsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu samúð og hjálpsemi við aldlát og útför ÞORGRI'MS BJARNASONAR, Vik við Stykkishólm. Guð blessi ykkur öll. Dagbjört Davíðsdóttir, Halldóra Davíðsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Hátúni 4. Sérstakar þakkir til Ársæls Jónssonar læknis og starfsfólks 3. hæðar á Droplaugarstöðum. Sigríöur Jóhannesdóttir, Bergsveinn Jóhannesson, Þóra Jóhannesdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför BJÖRNSBRAGA BJÖRNSSONAR, Klapparstíg 13A. Sérstakar þakkir færum við meðlimum úr kór íslensku óperunnar, einsöngvur- um og söngstjóra. Fjölskylda og aðrir aðstandendur. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför systur okkar og frænku, ÞÓREYJAR SIGURRÓSAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Eiríksgötu 9. Guð blessi ykkur öll. Ásgeir Þórarinsson, Kristin Þórarinsdóttir, Jósefína Gfsladóttir. Gréta Gísladóttir Kinsley, Þórarinn Gíslason. t Við þökkum af heilum hug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, sam- býliskonu, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, Brekastfg 23, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Erla Óskarsdóttir, Adolf Ásgrímsson, Sigurbjörg Óskarsdóttir, Sigurður Óskarsson, Þórhildur Óskarsdóttir, Jónas Bergsteinsson, Dagmar Óskarsdóttir, Hafdís Óskarsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Ólafur Óskarsson, Inga Jóna Jónsdóttir, Óskar Óskarsson, Bergþóra Jónsdóttir, Þráinn Óskarsson, Guðný Júliana Garðarsdóttir, Páll Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.