Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Suðurnesja
KEFLAVÍKURVERKTAKAMÓTIÐ,
vanir/óvanir, verður spilað í Stapan-
um þriðjudaginn 27. desember. Áætl-
að er að heíja spilamennskuna kl.
19.45.
Mót þetta er árlegur viðburður í
bridsstarfí félagsins en Keflavíkur-
verktakar hafa styrkt félagið mynd-
arlega undanfarin ár.
Spilað var mánudaginn 19. des-
ember og mættu 14 pör. Var spilað
um konfekt og fengu feðgarnir Óli
Þór Kjartansson og Kjartan Ólason
sitt kílóið hvor fyrir fyrsta sætið.
Þeir skoruðu 203 en Gísli Torfason
og Jóhannes Sigurðsson urðu í öðru
sæti með 200 og Randver Ragnars-
son og Kjartan Sævarsson þriðju
með 182 stig.
Bikarkeppni Bridssambands
Norðurlands
NÚ ER öllum leikjum lokið í 3. um-
ferð bikarkeppninnar og eftir standa
8 sveitir. Skólameistari Verkmennta-
skólans á Akureyri var enn og aftur
fenginn í það vandasama hlutverk
að draga í næstu umferð og mætast
þá eftirfarandi sveitir (sú fyrrnefnda
á heimaleik):
Stefán G. Stefánsson, B. Akureyrar -
Stefán Berndsen, B. Blönduóss
Þorsteinn Friðriksson, UMSE -
Sveinn Aðalgeirsson, B. Húsavíkur
Hermann Tómasson, B. Akureyrar -
Formannasv. Bogi Sigurb., Sigluf.
Stefán Sveinbjömsson, UMSE -
Magnús Magnússon, B. Akureyrar
4. umferð þarf að ljúka fyrir 22.
janúar 1995.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Sl. mánudag 19. desember var
spilaður einskvölds jólasveinatví-
menningur og var formið nýstárlegt
eða áex umferða Barómeter með
Monrad-uppröðun. Úrslit urðu þessi.
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 34
Baldur Bjartmarsson - Óli Bjöm Gunnarsson 29
Erla Siguijónsdóttir - Hulda Hjálmarsdóttir 15
Guðbrandur Sigurbergss. - Friðþjófur Einarss. 15
Ingvarlngvarsson-KristjánHauksson 9
Þetta var síðasta spilakvöldið fyrir
jól og óskar stjórn félagsins öllum
bridsáhugamönnum gleðilegra jóla.
Fyrsta spilakvöld á nýju ári verður
mánudaginn 9. janúar og verður þá
spiluð ein umferð í sveitakeppninni.
Spilað er í íþróttahúsinu við Strand-
götu og hefst spilamennskan kl.
19.30.
Jólamót Sparisjóðs
Hafnarfjarðar og BH 1994
Jólamót Sparisjóðs Hafnarfjarðar
og Bridsfélags Hafnarfjarðar verður
haldið í húsi Bridssambands íslands
í Þönglabakka 1 miðvikudaginn 28.
desember kl. 17. Að venju verður
spilaður Mitchell með tveimur spilum
á milli para, alls 42 spil, og verða
veitt vegleg verðlaun fyrir fímm efstu
sætin í báðar áttir. Keppnisgjald er
1.500 kr. á spilara og er skráning
þegar hafin hjá BSÍ, sími 879360,
og hjá Steinþórunni í síma 50275.
ATVIN N U A UGL YSINGAR
„Au pair“ óskast
til íslensk-skoskrar fjölskyldu, hjón með tvö
börn, tveggja og fjögurra ára. Reyklaust
heimili. Um 1/2 klst. akstur frá Glasgow.
Upplýsingar í símum 91-610442
og 91-37236.
Útgerð
Óskum eftir samstarfsaðila í útgerð sem
getur veitt 320 tonna þorskígildi. Þarf helst
að eiga töluverðan kvóta.
Upplýsingar veitir Guðmundur Karvel,
sími 94-6236 á kvöldin.
Hallvarðurhf.,
Suðureyri.
Skólaskrifstofa
Reykjavíkur
Skóladagheimilið Heiðargerði
óskar eftir uppeldismenntuðum starfsmanni
í hluta úr starfi frá og með nk. áramótum.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 33805 eða Júlíus Sigurbjörnsson, deild-
arstjóri, í síma 28544.
Yfirvélstjóri
Yfirvélstjóri óskast á nótaskip.
Vélarstærð 810 kw.
Upplýsingar í síma 98-11104.
ísfélag Vestmannaeyja hf.
Vélstjóri
Vélstjóra vantar á Heimaey VE 1.
Þarf að hafa réttindi fyrir 995 kw.
Upplýsingar í síma 98-11104.
ísfélag Vestmannaeyja hf.
Athugið!
Félagasamtök í Reykjavík óska eftir að ráða
starfsmann í tímabundið verkefni frá og með
janúar 1995. Umsækjandi þarf að hafa þekk-
ingu á Word Exel og gagnagrunn svo og
menntun eða reynslu í meðferð tölfræðilegra
gagna. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
reynslu eða áhuga á bifhjólum sem og um-
ferðaröryggismálum.
Umsóknum skal skilað fyrir 28.12. í pósthólf
10084, 130 Reykjavík, merktum:
„BL - umferð“.
Framkvæmdastjóri
Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra
fyrir Glit hf. f Ólafsfirði.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
1. Dagleg framkvæmdastjórn, sérstök
áhersla á markaðs- og söluaðgerðir.
Ábyrgð, stjórnun og stefnumótun í fram-
leiðslu og gæðamálum.
2. Stjórnun og ábyrgð á gerð framleiðslu-
rekstrar- og greiðsluáætlana og daglegri
fjármálastýringu.
3. Framkvæmdastjóri hefur frumkvæði að
stefnumörkun og mótun framtíðarmark-
miða í samvinnu við stjórn.
Kröfur til umsækjenda:
Leitað er að áhugasömum og framtakssömum
manni með stjórnunarreynslu á sviði viðskipta,
með áherslu á markaðssetningu erlendis.
Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Glit hf.“, fyrir 30. desember nk.
Hagvaj ngurhf I
Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
RAÐAUGi YSINGAR
Til sölu rækjufrystiskip
Til sölu um 300 brl. rækjutogari ásamt öllum
veiðiheimildum, aðallega stórum rækjukvóta.
Skipið er með frystingu og rækju-vinnslulínu.
Aðalvél um 1000 hestöfl, ný 1990.
Skipasalan Eignahöllin,
Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík,
sfmi 28850, fax 27533.
TILKYNNINGAR
Námsstyrkir í Bretlandi
Breska sendiráðið býður námsmönnum, sem
uppfylla eftirfarandi skilyrði, að sækja um
nokkra styrki til náms við breska háskóla
skólaárið 1995-1996.
Umsækjendur þurfa að hafa tryggt sér skóla-
vist við breska háskóla og þeir einir koma
venjulega til greina sem eru í framhalds-
námi. Styrkirnir eru til greiðslu á skólagjöld-
um, annar kostnaður er ekki innifalinn í þeim.
Umsóknareyðublöð fást aðeins í Breska
sendiráðinu, Laufásvegi 49, 101 Reykjavík
(sími 15883), alla virka daga frá kl. 9-12.
Einnig er hægt að fá þau send.
Umsóknum ber að skila fyrir 31. janúar 1995,
fullfrágengnum. Umsóknir sem berast eftir
það koma ekki til greina.
Vélstjórafélag íslands
Aðalfundur
Vélstjórafélag íslands heldur aðalfund í
Skíðaskálanum f Hveradölum fimmtudaginn
29. desember 1994 kl. 14.00.
Dagskrá samkvæmt 31. gr. í lögum félagsins.
Árshátíð
Árshátíð félagsins verður haldin á sama stað
um kvöldið. Rútuferðir verða frá Borgartúni
18 upp í Skíðaskála kl. 19.00.
Miðasala á skrifstofunni.
Félagsfundur
vélstjóra á fiskiskipum
Þriðjudaginn 27. desember verður haldinn
félagsfundur um málefni vélstjóra á fiski-
skipum. Fundurinn verður haldinn í Borgar-
túni 18, 3. hæð, og hefst kl. 14.00.
Félagsfundur
vélstjóra á farskipum
Miðvikudaginn 28. desember kl. 14.00 hefst
svo fundur með vélstjórum á farskipum.
Sá fundur verður einnig haldinn í Borgar-
túni 18, 3. hæð.
Skipstjórafélag íslands
heldur aðalfund sinn í Borgartúni 18, 3. hæð,
fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 16.00.
Stjórnin.
Myndbandaannáll
Sjónvarpsins 1994
Sjónvarpið auglýsir eftir íslenskum tónlistar-
myndböndum í árlega samkeppni þess um
„Besta myndbandið11. Leikstjóra besta mynd-
bandsins, að mati dómnefndar, verða veitt
hin eftirsóttu verðlaun í sérstökum sjón-
varpsþætti í janúar. Myndböndin skulu send
Sjónvarpinu fyrir 30. desember, merkt:
Myndbandaannáll 1994,
Sjónvarpið,
Laugavegi 176,
105 Reykjavík.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir velkomnir!
Sjábu hlutina
í víbara sambengi!
kjarni málsins!