Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
JsMÐU' BÆj'XJRNAeSMng) I ÆTMt&XJ /)P LESA í
Fl=t<K /f BÍlSKOfó-SÖLU! s J/ji þgss/fög£fö)f>í ■
“. ■ ■ L'— --—-y
WF/,É<S /ETIA AÐ
ItfáFA BÍLSFÖFSSÖLO<
Tommi og Jenni
I TMINK l'VE
LEARMEP
50METHIN6
-tt-tWi
Ég held að ég
hafi lært eitt-
hvað.
VOU CAN 5LIPE
DOOJN THE
5TEP5..
'IT
'HHtfr
Maður getur
runnið niður
tröppurnar.
En maður get-
ur ekki runn-
ið...
UPP tröppurnar.
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Um Þorvald
víðförla
Frá Gunnari Kristjánssyni:
BÓKMENNTAGAGNRÝNANDI
Morgunblaðsins var dálítið ráðvillt-
ur í umfjöllun sinni 15. desember
sl. um Þoivald víðförla, hina nýju
skáldsögu Árna Bergmanns. Þótt
hann telji bókinni sitthvað til kosta
er þó deginum ljósara að eitthvað
hefur skort á samband hans við
hana. í það minnsta fannst mér
umfjöllunin afar ófullnægjandi og
misvísandi og það á þessi bók ekki
skilið.
Þorvaldur víðförli er söguleg
skáldsaga sem byggist á rituðum
íslenskum heimildum um þennan
fyrsta trúboða á íslandi. Höfundur
hefur haldið sig við Þorvaldar þátt
víðförla og aðrar heimildir eins og
þær ná.
En bókin er meira en söguleg
skáldsaga. Hún er að mínu viti
þroskasaga Þorvaldar, Bildungs-
roman, sem lýsir ferli hans frá því
að vera dæmigerður fulltrúi hins
forna norræna heiðindóms til þess
að verða sannur fulltrúi hins
kristna siðar. Það er ekki aðeins í
Húnavatnssýslunni sem átök verða
milli kristinnar trúar og heiðni
(bæði í sál Þorvaldar og í samfélag-
inu í heild) heldur einnig þegar
sögusviðið færist í austurveg.
Hefur fullkomið vald á
viðfangsefninu
Þessum átökum milli heiðni og
kristindóms lýsir höfundur skáld-
sögunnar að mínu viti frábærlega
vel, hann hefur viðfangsefnið full-
komlega á valdi sínu. Þorvaldur
er fulltrúi hugmyndafræðilegra
átaka, hann hefur játast þeirri
kröfu sem gerir enga málamiðlun
við hið illa. í ritdóminum segir:
„Þess konar einstaklingar hafa lif-
að og starfað á öllum tímum“ sem
er vissulega rétt, en framhaldið er
torskilið. „En eigi hann að vera
persónugerving kærleiksboðskap-
ar kirkjunnar er hann óneitanlega
fullsnemma á ferð þar eð sá boð-
skapur kom ekki fram í núverandi
mynd sinni fyrr en með lýðhyggju
19. aldar og er vissulega rauði
þráðurinn í prédkun presta nú á
dögum. Þarna hefur eitthvað skol-
ast til í skilningi gagnrýnandans á
boðskap kirkjunnar. Hann hefur
verið sá sami í tæp tvö þúsund ár
eftir því sem ég kemst næst. Minna
mætti á Frans frá Assisi og ótal
þekktar persónur úr kirkjusögunni
á öllum öldum sem eru fulltrúar
fyrir hinn róttæka boðskap kirkj-
unnar um mannúð og mennsku.
Árna Bergmann tekst einmitt vel
að draga upp mynd af þeim átökum
sem gerast með Þorvaldi vegna
þess að hann hefur tekið afstöðu
sem hann vill ekki hvika frá, af-
stöðu trúarinnar.
Litlu sögurnar gefa
skemmtilegan svip
Höfundur hefur ekki aðeins góð
tök á viðfangsefninu heldur einnig
á stílnum. Innan þroskasögunnar
rúmast ævintýrafrásögnin þar sem
höfundur fer víða á kostum, hann
grípur einnig til ýkjustílsins sem á
vel við þegar lýst er stríðsátökum
til forna, og engum lesanda sög-
unnar dylst að höfundur kann að
beita kímni með góðum árangri.
Sérstakt einkenni á þessu skáld-
verki eru litlu sögurnar sem höf-
undur hefur greinilega aflað sér
úr fornri klaustraguðfræði og
rabbínabókmenntum. Þessar sögur
gefa verkinu afar sérstakan svip
og eru hiklaust til bóta. Annað
sterkt einkenni eru trúarheim-
spekilegar pælingar og þar hefur
höfundi að mínu vit.i tekist afar
vel upp.
Höfundurinn hefur sent boltann
til lesandans sem vinnur úr textan-
um og prófar í eigin huga hvort
þessi forni hugarheimur sé kannski
svo órafjarlægur eftir allt saman.
Skáldsagan Þorvaldur víðförli
er með merkari bókum sem ég hef
lesið lengi og hún á það skilið að
njóta sannmælis eins og aðrar góð-
ar bókmenntir.
GUNNAR KRISTJÁNSSON,
sóknarprestur, Reynivöllum í Kjós.
Heilræði
Að skjóta flug-
eldum er ekki á
barna færi.
Sýndu gætni og
farðu alltaf eftir
leiðbeiningum
við meðferð
flugelda.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.