Morgunblaðið - 21.01.1995, Side 4
4 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
HORFT upp í hlíðina fyrir ofan Súðavík, þaðan sem snjóflóðið féll á þorpið. Skarðið í byggðina sést greinilega hægra megin..
Athafnalíf á
ísafirði að
komast í lag
ísafirði. Morgunblaðið.
„ÉG HEF ekki farið úr húsi í fimm
daga,“ sagði Jónas Magnússon,
fullorðinn maður sem býr við Pól-
götu á ísafirði, við Morgunblaðið
þegar óveðrinu sem gengið hefur
yfir Vestfírði slotaði.
Hann og aðrir ísfírðingar voru
önnum kafnir í gær að moka frá
húsum sínum og huga að bílum og
öðrum eignum. Enn er snjóflóða-
hætta í Hnífsdal. Dísilrafstöðvar
voru keyrðar á öllum þéttbýlisstöð-
um á Vestfjörðum í gær, en reikn-
að er með að bráðabirgðaviðgerð
ljúki í dag.
Óshlíðarvegur
stórskemmdur
Veður var skapiegt á ísafirði í
gær og fyrradag. Snjóruðningstæki
unnu við að moka götur og koma
samgönguæðum í lag. Víða voru
bflar á kafi í snjó. Ekki er vitað til
þess að miklar skemmdir hafi orðið
á eignum í veðurhamnum. Snjóflóð
féll á sumarbústað við Grænagarð
á Isafírði sem beið þess að verða
fluttur inn í Tungudal. Flóðið féll
líka á Steinsmiðjuna og komst snjór
inn í húsið. Óverulegar skemmdir
urðu innan dyra. Þá féll snjóflóð á
fjárhús við Skíðaveg. Nokkrar
kindur drápust í flóðinu.
Mikil vinna er framundan við að
koma Óshlíðarvegi milli ísafjarðar
og Bolungarvíkur í lag. Stórt skarð
hefur myndast í veginn við innsta
vegskálann. Gert var við veginn til
bráðabirgða með því að ryðja snjó-
flóðavörn í burtu. Vörubíll, sem
vann við að fylla í skarðið, valt á
hliðina í fyn-akvöld. Enginn slasað-
ist við óhappið. Ljósleiðari fór í
sundur þar sem skarðið myndaðist
og eins fór rafmagnslína fyrir götu-
ljósin í sundur.
Fjöldi viðgerðarmanna unnu að
því að koma rafmagnslínum í lag
í gær, en gífurlegt tjón hefur orðið
á raflínum í óveðrinu. Mest er tjón-
ið í Dýrafirði þar sem þrjár línur
sópuðust á haf út þegar um 500
metra breitt snjóflóð féll á þær.
Staura rak á land hinum megin
fjarðarins.
Dísilrafstöðvar keyrðar á
öllum stöðum
Dísilrafstöðvar voru keyrðar á
öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörð-
um í gær. Síðdegis tókst að koma
rafmagni á suðurfirðina. Vonast
er eftir að viðgerð í Dýrafirði ljúki
í dag og að þá verði hægt að hætta
rafmagnsskömmtun á Isafirði.
Snjóflóðahættu hefur ekki verið
aflýst í Hnífsdal. Enn er bannað
að fara í þau 11 hús sem voru yfir-
gefin sl. mánudag. Fyrri hluta dags
í gær var hitastig yfir frostmarki
á ísafírði, en við þær aðstæður
eykst snjóflóðahætta. Síðdegis var
farið að frysta aftur.
Engin kennsla var í skólum á
ísafírði í þessari viku, en gert er
ráð fyrir að skólahald hefjist á ný
á mánudag. Björgunarsveitarmenn
af höfuðborgarsvæðinu hafa haft
aðsetur í barnaskólanum og þess
vegna var ákveðið að hefja ekki
kennslu þar þrátt fyrir að veður
væri orðið gott.
Björgun heldur áfram í
Súðavík
Snjóruðningsmenn luku við að
ryðja snjó af veginum til Súðavíkur
í fyrrinótt. Fjöldi snjóflóða hafði
fallið á veginn. Snjóflóðahættan er
enn til staðar. Lögreglan lokaði
veginum til Súðavíkur og hleypti
engum í gegn nema með leyfí al-
mannavamanefndar. í Súðavík eru
nú að störfum hópur iðnaðar-
manna, sem vinnur að því að veija
eignir í bænum frá frekari
skemmdum. í hópnum eru pípu-
lagningarmenn, húsasmiðir, raf-
virkjar o.fl. Snjóruðningstæki voru
einnig að störfum í þorpinu í gær.
Snjóflóð um
allan Vest-
fjarðakjálka
SNJÓFLÓÐ hafa fallið í byggð
um allan Vestfjarðakjálkann í
óveðrinu sem geysaði á þessum
slóðum fyrri hluta vikunnar. Einn-
ig hafa fallið flóð á Norðurlandi
Snjóflóðin hafa kostað 15
mannslíf. Búfénaður hefur drepist
og verulegt tjón hefur orðið á
fasteignum.
Nærri sjöhundruð manns á
þessu svæði hafa orðið að yfirgefa
íbúðir sínar vegna snjóflóðahættu.
Rafmagnslaust hefur verið meira
og minna á öllum Vestfjörðum, á
sumum svæðum í marga daga,
eftir að snjóflóð hafa slitið raflín-
ur.
A kortinu hér að ofan sjást þeir
staðir þar sem snjóflóð hafa fallið
í vikunni samkvæmt upplýsingum
Almannavarna og hvar fólk hefur
þurft að yfirgefa hús sín vegna
snjóflóðahættu.
Bolungarvik:
30 hús rýmif,
um 100 manns
Hnifsdalur:
16 hús rýmd,
um60manns
Yfirlit yfir helstu snjófióð síðustu daga
og fólksflutninga vegna snjóflóðahættu
Snlállóð á Flaleyri,
ollu litlum skemmdum
34 hús rýmd,
um 90 manns
Snjóflpð á veginn
milli Isafjarðar og
Hnltsdals
Snjóllóð á Núpi
í Dýratirði, eyði-
leggur íbúðarhús
Snjóflóð við
sleil rallínur
Þingeyrar- ogl
Mýranreppar: \
5 hús rýmd
Bolungarvíka
Hnífsdalur
Rörður,
Snjóllóð á á Súðavik
114 manns tórust,
22 hós ónýt eða skemmd
Drangsnes:
/| /ymcfaVHS \ 7húsrýmd, 16manns \
Þingeyri^ , Snjóíióð innan við Isaljörð, skemmdi sumarbústað 1 hús rýmt, 2 menn Lítil snjóllóð, skemmdir á rallínum
/ 1 Blönduós: 1 hús rýmt, 5 manns
Patreksfjog
Bíldudalur:
31 húsrýmt,
um 90 manns
Snjóllóð innan við
Palreksljörð,
ollu ekki skemmdum
109 hús rýmd,
um 300 manns
Snjóllóð í Djúpadal
í Reykhólahreppi,
óvísl um skemmdir
Snjóllóð á Grund í
- /\ Reykhólasveil.
\ Ejnnmaðurlórsl.
Utihús i rúst og
um 200 fjár og
20 nautgr. drápust.
Drangsnes
Samúðar-
kveðjur
berast
víða að
f
FORSETA íslands og forsæt- |
isráðherra hafa í gær og S
fyrrádag borist samúðar-
kveðjur vegna afleiðinga snjó-
flóðanna á Vestfjörðum frá
Margéti II Danadrottningu,
Jóhannesi Páli II páfa, Poul
Nyrup Rasmussen forsætis-
ráðherra Danmerkur, Willy
Claes aðalframkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins og
frá stjórnvöldum í Japan og
Póllandi.
Þá bárust síðdegis í gær
samúðarkveðjur frá stjórn-
völdum í Kanada og Slóveníu.
Kveðja frá Lögþinginu
Marita Petersen forseti lög-
þingsins í Færeyjum hefur
sent forseta Alþingis, Salome
Þorkelsdóttur, og íslensku
þjóðinni dýpstu samúðar-
kveðjur vegna atburðanna í
Súðavík.
Kirkjur senda
samúðarkveðjur
Biskupi íslands hafa borizt
samúðarkveðjur vegna at-
burðanna í Súðavík frá bisk-
upnum á Grænlandi, erkibis-
kupnum í Uppsölum í Svíþjóð
og Heimssambandi lúthersku
kirkjunnar.
Kveðja frá íslendingum
í Namibíu
Hópur íslendinga sem dvel-
ur í Lúderitz í Namibíu hefur
sent samúðarkveðjur vegna
slyssins í Súðavík. Segir í
skeyti frá íslendingunum að
hugurinn dvelji hjá þeim sem
eiga um sárt að binda vegna
snjóflóðanna.
íslendingar í Lúxemborg
safna fé
Félag íslendinga í Lúxem-
borg gengst fyrir söfnun með-
al Islendinga og íslandsvina í
Lúxemborg og nágrenni til
styrktar Súðvíkingum. Söfn-
unarféð rennur óskipt til söfn-
unarinnar Samhugar í verki.
Söfhunin hefst á mánudag
og stendur til föstudags.
Reikningsnúmer hennar er
30-037917-29-1 í Banque
Generale du Luxembourg.
Reikningseigandi er Assoc-
iation d’Islandais - Samhugur
í verki. í lok vinnudags á
föstudag verður söfnunarféð
sent óskipt til íslands.
Stuðningur Seltirninga
Á fundi bæjarstjórnar Sel-
tjamarness 18. þ.m. voru
eftirfarandi bókanir sam-
þykktar samhljóða:
„Þeir hörmulegu atburðir
sem átt afa sér stað á Súða-
vík hafa snert okkur öll á
djúpan og tilfinningalegan
hátt.
Fyrir hönd íbúa Seltjamar-
ness vill bæjarstjórn Seltjarn-
arness votta Súðvíkingum
samúð sína og biður algóðan
guð að styðja og styrkja þá
sem misst hafa ástvini sína í
þessum hamförum líðandi
daga.“
Ennfremur: „Bæjarstjóm
Seltjarnarness samþykkir að
styðja Súðavíkurhrepp með
kr. 225.000, vegna gífurlegra
skemmda er urðu í snjó-
flóðunum 16. og 17. janúar
sl. Upphæðin svarar til 50 kr.
framlags hvers íbúa Sel-
tjarnarness.“