Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Austurlandskj ördæmi
Óánægja með
uppröðun á lista
Alþýðubandalags
Einbúar við Arnarfjörð
Síðbúinn jólapóstnr
með varðskipi
„HÖFUÐÁSTÆÐA þess að ég tek
ekki sæti á lista Alþýðubandalags-
ins er sú, að ég tel mig ekki falla
inn í hópinn, sem er í framvarðar-
sveit flokksins á Austurlandi,"
sagði Einar Már Sigurðarson, sem
hefur verið varaþingmaður Hjör-
leifs Guttormssonar í Austurlands-
kjördæmi, en gefur ekki kost á sér
á lista flokksins í komandi kosning-
um. Þá hefur Snorri Styrkársson,
virkur Alþýðubandalagsmaður í
Neskaupsstað til margra ára, sagt
skilið við flokkinn og gengið til liðs
við Þjóðvaka.
Einar Már sagði að ekki hefði
verið unnið af heilindum innan
flokksins. „Hjörleifur Guttormsson
hefur haft aðrar hugmyndir um
skipan flokksins en að hafa mig
sér við hlið. Þetta hefur hann þó
ekki rætt beint við mig, en ef við
eigum að geta unnið náið saman
verða að vera heilindi í því sam-
starfi. Svo hefur ekki verið. Ef
menn eru ekki tilbúnir til að koma
hreint fram næst að sjálfsögðu
ekki að stilla saman strengi fyrir
kosningabaráttu.“
Pólitískt orlof
Einar Már sagði aðspurður að
hann hefði ekki ákveðið hvort hann
gengi úr Alþýðubandalaginu, en
algengt væri að fólk innti hann
eftir því hvort hann ætlaði að
ganga til liðs við Þjóðvaka. „Ég
hef svarað þeirri spurningu á þann
hátt, að nú stefni ég að því að fara
í pólitískt orlof, hversu langt sem
það svo verður."
Hjörleifur fulltrúi
sérkennilegra sjónarmiða
Snorri Styrkársson hefur verið
varamaður í miðstjóm Alþýðu-
bandalagsins, á sæti í bæjarmála-
ráði flokksins í Neskaupsstað og
hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf-
um á hans vegum. Snorri hefur nú
sagt sig úr Alþýðubandalaginu og
gengið til liðs við Þjóðvaka. Um
ástæður þess sagði hann í samtali
við Morgunblaðið í gær, að hann
gæti með engu móti staðið að því
enn á ný að Hjörleifur Guttormsson
kæmist inn á Alþingi íslendinga.
„Hann er í mínum huga fulltrúi
mjög sérkennilegra sjónarmiða,
sem samrýmast ekki hagsmunum
íslenskrar alþýðu. Þá var aðferða-
fræðin á bak við uppstillingu listans
í Austurlandskjördæmi fyrir neðan
allar hellur," sagði Snorri í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Önnur
veigamikil ástæða er sú, að átök
innan Alþýðubandalagsins undanf-
arið hafa verið þannig að ég treysti
þeim flokki ekki lengur til að standa
fyrir jafnaðarmennsku á þarni hátt
sem ég kýs. Ég á erfitt með að
standa fyrir utan pólitík og ætla
að reyna að taka þátt í og vonandi
móta starf Þjóðvaka."
Snorri kvaðst vilja taka skýrt
fram, að hann væri mjög sáttur við
störf Alþýðubandalagsfólks á Nes-
kaupstað.
EINBÚAR á býlunum Hrafna-
björgum og Lokinhömrum við
Arnarfjörð fengu jólapóstinn
sinn með varðskipinu Tý í gær.
Björgunarsveitir á Þingeyri hafa
flmm sinnum reynt að koma pósti
og vistum á bæina undanfarinn
mánuð, en ávallt orðið frá að
hverfa vegna ófærðar og illviðr-
is. Síðast komust menn á Þing-
eyri til bæjanna í byrjun desem-
ber. Símasambandslaust hefur
verið við báða bæina alla vikuna.
Á Hrafnabjörgum býr Sigríður
Ragnarsdóttir og á Lokinhöm-
rum Sigurjón Jónasson, en bæði
eru þau á áttræðisaldri. Höskuld-
UNGT fólk í framhaldsskólum á
höfuðborgarsvæðinu hefur tekið sig
saman og ætlar að standa fyrir
samkomu í Háskólabíói í kvöld til
styrktar Súðvíkingum sem eiga um
sárt að binda eftir náttúruhamfarir
þær sem áttu sér stað að morgni
mánudagsins 16. janúar. Allur að-
gangseyrir rennur óskiptur til söfn-
unarinnar Samhugar í verki.
Á samkomunni verða flutt atriði
frá flestum framhaldsskólum á höf-
uðborgarsvæðinu. Má þar nefna
ljóðaupplestur, dansatriði, frum-
samin tónlistaratriði og kórsöng.
Hljómsveitin Fluga frumflytur lagið
Missi, sem var sérstaklega samið
vegna atburðanna í Súðavík. Aðrir
ur Skarphéðinsson, skipherra á
Tý, sagði að varðskipið hefði siglt
að ströndinni í gær og tekist hefði
að koma jólapóstinum í land með
gúmbát og ganga úr skugga um
að ekkert amaði að einbúunum.
„Það er hér töluverður vindur,
en ekki slæmt í sjóinn. Við áttum
leið hér um og ákváðum að koma
póstinum til Sigríðar og Sigur-
jóns, auk þess sem menn á Þing-
eyri vildu ganga úr skugga um
að þau væru heil á húfi, þar sem
ekkert simasamband hefur verið
við bæina í vikunni," saðgi Hös-
kuldur.
Höskuldur sagði að engar snjó-
flytjendur sem koma fram eru Twe-
ety, Kolrassa krókríðandi, Maus,
Bubbleflies, Raddbandið Kósí, Rut
Reginalds, Birgir Már Benediktsson
og fleiri.
Dagskráin hefst kl. 20 og stend-
ur til kl. 23. Miðasala verður í
Kringlunni í dag frá kl. 10 og í
Hinu húsinu frá hádegi. Miðaverð
er 1.000 krónur.
Allir sem koma fram á samkom-
unni gefa vinnu, aðstöðu og lána
tæki. Eftirtöldum aðilum eru færð-
ar sérstakar þakkir: Extón hf. sem
lánar ljósabúnað, Háskólabíói, Hinu
húsinu og fjölda annarra aðila, sem
lagt hafa hönd á plóg til að gera
þessa samkomu mögulega.
hengjur væri að sjá ofan við bæ-
ina tvo, svo ekki væri að búast
við snjóflóðum þar.
Norðurlandamót
í skólaskák
Hlynur og
Guðjón tefla
fyrir Island
HLYNUR Hafliðason og Guðjón Heið-
ar Valgarðsson verða fulltrúar íslands
í flokki 10 ára og eldri á Norðurlanda-
mótinu í skólaskák sem fram fer
9.-12. febrúar nk. á Laugarvatni.
Hlynur, sem er 9 ára, sigraði í úr-
slitum í undankeppni um rétt til að
keppa á Norðurlandamótinu í skóla-
skák og hlaut 8V2 vinning af 9 mögu-
legum. 1 2.-3. sæti urðu Gunnar Daní-
el Sveinbjömsson og Ingibjörg Edda
Birgisdóttir með 7 vinninga. í 4.-8.
sæti með 6 vinninga urðu Emil Hjör-
var Petersen, Jens Harðarson, Vil-
hjálmur A. Þórarinsson, Hilmar Þor-
steinsson og Stefán Guðmundsson.
Ungt fólk til hjálpar
Samkoma til styrkt
ar Súðvíkingum
Þingsályktunartillaga um mótun opinberrar fjölskyldustefnu kynnt
Aðgangur fjöl-
skyldna að ráð-
gjöf ekki nægur
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
kynnti í gær þingsályktunartillögu
um mótun opinberrar fjölskyldu-
stefnu og aðgerðir til að styrkja
stöðu fjölskyldunnar og einnig
könnun á högum barna og foreldra
á íslandi sem Landsnefnd um ár
fjölskyldunnar stóð fyrir. Lagt er
til að undirbúin verði lagasetning
um stofnun fjölskylduráðs annars
vegar og sjóðs um fjölskylduvemd
hins vegar.
Rannveig Guðmundsdóttir, fé-
lagsmálaráðherra, kveðst telja það
afar mikilvægt að Alþingi samein-
aðist um tillögur um aðgerðir í
málefnum fjölskyldunnar sem
marki lok árs fjölskyldunnar.
„Þama er verið að marka nýja
sýn og leggja áherslu í verki á fjöl-
skylduna sem hornstein samfélags-
ins. Ég mun ennfremur leita leiða
til að fá hljómgrunn í ríkisstjórn
fyrir alþjóðasamþykkt Sameinuðu
þjóðanna um starfsfólk með fjöl-
skylduábyrgð, en um hana er nokk-
ur ágreiningur. Engin ríkisstjóm
íslands hefur mótað skýra stefnu í
þessum málum fyrr en nú, þótt
ýmsir hafi auglýst eftir slíkri stefnu,
og mér er mjög í mun að hún verði
að veruleika enda um nokkur tíma-
mót að ræða,“ segir Rannveig.
Stefnt að 18 millj. framlagi
Hún kveðst telja ljóst að mikið
skorti á að fjölskyldur eigi aðgang
að nauðsynlegri þjónustu, einkum
á sviði fjölskylduráðgjafar. Því hafi
verið ákveðið að veija fé til að
stofna fjölskylduráðgjöf í tilrauna-
skyni í Reykjavík, Mosfellsbæ og á
Eyjafjarðarsvæðinu, sem verður á
vegum viðkomandi sveitarfélaga.
Slík ráðgjöf hafi lent á milli í verka-
skiptingu sveitarfélaga og ríkis, og
þótt að hlutverk félagsmálastofn-
ana í hveiju sveitarfélagi sé meðal
annars að sinna málefnum fjöl-
skyldunnar, vekji nafn félagsmála-
stofnana oft neikvæð viðbrögð í
hugum fólks. Lögð verði áhersla á
faglegt sjálfstæði fjölskylduráð-
gjafarinnar.
Alls er um að ræða 18 milljónir
króna, sem skiptast þannig að 13
milljónir renni til verkefnisins á
höfuðborgarsvæðinu en 5 milljónir
renni til verkefnisins á Norður-
landi. Heildarkostnaður sé áætlaður
á þriðja tug milljóna króna, sem
meðal annars verði varið í að ráða
6-7 sérfræðinga í málefnum ljöl-
skyldunnar sem starfi að ráðgjöf.
Miðað við heildarsýn
í þingsályktunartillögunni er
meðal annars lögð áhersla á mikil-
STYRKJA á stöðu fjölskyldunnar og kanna hagi foreldra og barna á íslandi.
vægi fjölskyldunnar sem grunnein-
ingar sámfélagsins. Vakin er at-
hygli á að af þeim sökum verðskuld-
ar hún að stjórnvöld hlúi að henni
með skipulögðum hætti í formi
stefnu í málefnum hennar. Lögð er
áhersla á að gerð fjölskyldna er
ólík og að stjórnvöld geri ekki upp
á milli fjölskyldugerða og að þær
njóti jafnræðis.
Bragi Guðbrandsson, formaður
Landnefndar um Ár íjölskyldunnar,
segir að í tillögunni sé reynt að fjalla
um þau málefni sem nefndin telji
einkar mikilvæg við mótun fjöl-
skyldustefnu samtímans, frá sjón-
arhóli heildarsýnar. í Landsnefnd
um ár fjölskyldunnar sitja 30 ein-
staklingar, tilnefndir af ýmsum fé-
lagasamtökum og stofnunum.
Meðal annars lúta tillögur að því
að styrkja fjölskylduna til að sinna
verkefnum sínum, ekki síst þau er
varða börn; að atriðum sem beinast
að því að treysta farsæld fjölskyld-
unnar, einkum öryggi og afkomu;
að stuðningi við fjölskyldur sem
verðskulda að þeim sé gefinn gaum-
ur vegna sérstakra þarfa, svo sem
fjölskyldum fatlaðra, nýbúa eða
samkynhneigðra. Einnig er fjallað
um þá þætti sem ógna velferð fjöl-
skyldunnar eða einstakra fjöl-
skyldumeðlima, svo sem vegna
samskiptaörugleika, ofbeldis eða
fíkniefnaneyslu. Loks er rætt um
að efla skilning á mikilvægi fjöl-
skyldunnar, virðingu fyrir ólíkum
fjölskyldugerðum og þörf fyrir
rannsóknir í fjölskyldumálum.
Fráskildir feður ósáttir
Könnun á högum foreldra og
barna á íslandi er ekki lokið að
fullu, en fyrstu niðurstöður leiða
til dæmis í ljós að sá hópur sem
sem virðist eiga erfiðast uppdráttar
fjárhagslega og hafa lakast hús-
næði, sé skipaður fráskildum mæð-
rum með forsjá barna. Sá hópur
sem virðist búa við minnstan stuðn-
ing fjölskyldu og er ósáttastur við
aðstæður sínar, ekki síst tengsl við
börn sín, eru fráskildir feður án
forsjár. Sá hópur sem virðist hafa
mestu tengsl og bestan stuðning
frá upprunafjölskyldu og vera sátt-
astur við aðstæður sínar, eru ein-
hleypir foreldrar með forsjá barna
sinna.