Morgunblaðið - 21.01.1995, Page 8
8 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTiR
Brian Tobln sjávarútvegsráðherra Kanada
Framkvæmdastj óri EFTA segir rekstur EES hafa gengið vel
ísland þarf að greiða
meira til stofnana EFTA
KJARTAN Jóhanns-
son, framkvæmda-
stjóri Fríverzlunar-
samtaka Evrópu,
EFTA, segist telja að
framkvæmd samn-
ingsins um Evrópskt
efnahagssvæði hafi
gengið nokkuð vel,
þótt verið sé að gera
tillögur til úrbóta á
nokkrum atriðum.
Hann segir að íslend-
ingar verði að búa sig
undir að greiða meira
fé til eftirlitsstofnana
EFTA en áður. Þetta
kom fram á blaða-
mannafundi, sem
Kjartan hélt í gær, en hann er nú
í opinberri heimsókn á íslandi til
viðræðna við ráðamenn og hags-
munaaðila.
Morgunblaðið spurði Kjartan
hvert væri raunsætt mat hans á
möguleikum íslendinga til að hafa
áhrif á setningu nýrra reglna Evr-
ópusambandsins, sem síðan yrðu
teknar upp í samninginn um EES.
Kjartan sagði að embættismenn
EFTA hefðu að undanförnu verið
að fara í gegnum reynsluna af því
samráðskerfi ESB og EFTA um
mótun ákvarðana, sem sett var upp
með samningnum, og gera tillögur
til úrbóta.
„Ég held að hægt sé að segja
að rekstur EES hafi tekizt bæri-
lega vel, að minnsta kosti miðað
við aðstæður, þar sem fjögur að-
ildarlönd EFTA voru ekki fyrst
og fremst með hugann við rekst-
urinn á þessum samninguni, held-
ur að komast inn í Evrópusam-
bandið,“ sagði Kjartan. „Við erum
nú að komast á sléttari sjó hvað
þetta varðar. Aðildarríkin, Island,
Noregur og væntanlega bráðum
Liechtenstein eiga mikið undir
góðri framkvæmd samningsins og
munu einbeita sér að henni. Við
erum með á teikni-
borðinu tillögur um
hvernig taka megi á
málum til þess að ná
meiri og betri árangri
að því er varðar áhrif
á ákvarðanatöku. Ég
held að það hijóti að
skila árangri."
Gengur hægt á
sumum sviðum
Aðspurður hvaða
galla menn sæju helzt
í framkvæmd EES-
samningsins, nefndi
Kjartan að það hefði
dregizt að EFTA-ríkin
kæmust inn í ákvarða-
namótun á sumum sviðum samn-
ingsins, en á öðrum sviðum hefði
það gengið ágætlega. Hann sagði
að ákvarðanataka tengd EES inn-
an ESB hefði verið stirð til að
byrja með, en sá vandi væri að
leysast.
Þegar hefur verið ákveðið að
fækka starfsmönnum aðalskrif-
stofu EFTA um tvo þriðjuhluta.
Þar af munu flestir starfa í Bruss-
el, en nokkrir, þar á meðal fram-
kvæmdastjórinn, verða áfram í
Genf. Kjartan sagði mikilvægt að
höfuðstöðvar EFTA yrðu áfram í
EFTA-ríki.
Eftirlitsstofnanir munu
kosta ísland meira
Fækkun í starfsliði eftiriits-
stofnana samtakanna, Eftirlits-
stofnunar EFTA og ÉFTA-dóm-
stólsins, hefur enn ekki verið
ákveðin í smáatriðum. Kjartan
sagði að kostnaðarskipting milli
íslendinga og Norðmanna, sem
fyrst um sinn munu reka þessar
stofnanir einir, hefði ekki heldur
verið ákveðin, en það myndi senni-
lega gerást á næstu vikum. Kostn-
aður Islands vegna reksturs sjálfr-
ar aðalskrifstofunnar myndi líka
hækka. „Menn verða að vera við
því búnir að kostnaður við Eftirlits-
stofnunina og dómstólinn hækki,
vegna þess að hlutfallslega er ekki
hægt að skera það jafnmikið nið-
ur,“ sagði Kjartan.
Hann sagði að af hálfu ESB
hefðu engar athugasemdir verið
gerðar við fækkun í eftirlits-
stofnunum EFTA og þar á bæ virt-
ust menn telja að þær gætu sinnt
hlutverki sínu samkvæmt EES-
samningnum með trúverðugum
hætti.
Góðar horfur í tollamálum
Enn hefur ekki verið samið við
íslendinga og Norðmenn um lækk-
un tolla á sjávarafurðum, sem
fluttar eru út til Svíþjóðar og Finn-
lands, en tollar hækkuðu sjálfkrafa
í þessum löndum er þau gengu í
Evrópusambandið. Kjartan benti á
að það væri íslands að reka tolla-
mál við Evrópusambandið, en sagði
að þær viðræður virtust í góðum
farvegi. Það hefði komið fram í
samtölum hans við fulltrúa ESB,
að þeir væru tilbúnir að ræða
málin. Kjartan sagðist búast við
að íslendingar fengju samning,
sem veitti þeim jafngóðan mark-
aðsaðgang og áður.
Fram hefur komið að Norðmenn
telji sér ganga illa að semja við
ESB um tolla. Kjartan sagði að
þeir yrðu að átta sig á að þeir
hefðu fellt ESB-aðild, og í samn-
ingum fengist aldrei neitt nema
leggja eitthvað á móti.
Kjartan Jóhannsson er hér í
opinberri heimsókn og hefur áður
heimsótt öll hin EFTA-ríkin. Á síð-
asta ári Iagði hann áherzlu á að
heimsækja ríkin þtjú, sem gengu
úr EFTA um áramót, auk Noregs,
sem jafnframt stefndi á ESB-aðild.
Kjartan sagðist hafa tekið ákvörð-
un um að halda starfí sínu sem
framkvæmdastjóri EFTA áfram
næstu árin.
Kjartan
Jóhannsson
Bæjarstjórinn á ísafirði
Menn lög'ðu
hjálparstarfið
fúslega á sig
SNORRI Hermanns-
son björgunarsveitar-
maður á ísafírði og
Kristján Þór Júlíusson bæj-
arstjóri og formaður al-
mannavamanefndar
stjórnuðu á vettvangi við
björgunaraðgerðirnar í
Súðavík. Dvöldu þeir í
þorpinu í einn og hálfan
sólarhring, stjómuðu um
230 manna björgunarliði
og komu upplýsingum á
framfæri símleiðis og
gegnum talstöð til yfír-
stjórnar aðgerðanna. Hef-
ur forsætisráðherra lýst
því yfir fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar að björg-
unaraðgerðimar hafi verið
hetjudáð.
- Hvers vegna fór for-
maður almannanefndar
ísafjarðar til Súðavíkur?
„Ástæðan var sú að
þetta áfall er af þeirri stærðargr-
áðu ?ð sveitarfélagið verður
óvirkt. Þær aðstæður skapast að
ómögulegt er fyrir heimamenn að
hafa fulla yfírsýn og stjóm á hlut-
unum. Einnig þurftu þeir alla þá
aðstoð sem tiltæk var.“
- Hvenær fórstu?
„Tímasetningar og dagsetning-
ar em talsvert á reiki í höfðinu á
mér. Almannavarnanefnd byijar
sinn fund klukkan hálfníu á
mánudagsmorgun og mig minnir
að ég hafi verið kominn til Súðar-
víkur um tvöleytið. Við fóram með
togaranum Stefni.“
- Hvernig var aðkoman?
„Það sá ekki út úr augum.
Maður sá ekki upp í byggð eða
nokkurn hlut.“
- Hvað gerðist næst?
„Hópurinn fór í stjómstöðina
og ég fór ekkert þaðan út aftur
fyrr en um ellefuleytið á þriðju-
dagskvöld þegar við fórum frá
bryggju. Stjórnstöðin var færð um
borð í Fagranesið þegar símasam-
ban'd rofnaði en ég var alltaf í
landi. Snorri Hermannsson var
kominn til Súðavíkur á undan mér
og var um borð í Fagranesinu
meðan ég var í landi."
- Gátuð þið hvílt ykkur eitt-
hvað?
„Já við reyndum það. Menn
dottuðu aðeins. Annars ber ég
ekkert skynbragð á það hvað ég
svaf mikið. Þetta var mikil vinna
fyrir alla sem að komu og auðvit-
að eru menn þreyttir en menn
lögðu þetta fúslega á sig.“
- Hvernig var skipulagið?
„Ég get ekki rakið það ná-
kvæmlega. Snorri
hafði yfirumsjón með
framkvæmd björg-
unaraðgerðanna á
staðnum. Björgun- _____________
arsveitarmenn höfðu
samskipti sín á milli með talstöðv-
um og við vorum í símasambandi
við yfirstjórn. Ég var meira í
mannlegu þáttunum og tilkynn-
ingaskyldunni til yfirstjórnar sem
var hér á ísafírði í höndum sýslu-
mannsins, Ólafs Helga Kjartans-
sonar. Endanlegt ákvörðunarvald
var í hans höndum."
- Getur þú lýst því nákvæm-
lega hvernig þetta var?
„Það er eins og það er. Það er
ekki hægt að lýsa þessu í stuttu
máli. Leikið er á allan tilfinninga-
skala manneskjunnar; frá dýpstu
sorg til mikiliar gleði. Það sem
einkennir þetta er mikið tilfinn-
ingarót. Annars er erfitt að tjá
sig mikið um þetta því maður
heldur ekki utan um allt það sem
Kristján Þór Júlíusson
► KRISTJÁN Þór Júlíusson
bæjarstjóri á Isafirði fæddist 15.
júlí 1957 á Akureyri. Foreldrar
hans eru Ragnheiður Sigvalda-
dóttir skjalavörður á Dalvík og
Júlíus Kristjánsson forstjóri.
Hann er kvæntur Guðbjörgu
Ringsted myndmenntakennara
og eiga þau þijú böm.
Ekki hægt að
lýsa reynsl-
unni
gerst hefur. Ekki til þess að segja
frá. Þetta er mjög mikil reynsla
sem maður gengur í gegnum og
tekur örugglega mjög langan tíma
að melta hana.“
- „Hvað leituðu margir í einu?
„Það voru 20-25 menn úti á
flóðinu í einu. Sumir með yfir-
burðareynslu en sjálfsagt var eitt-
hvað um reynsluminni leitarmenn.
Það var misjafnt hvað þeir leituðu
lengi í einu. Sumir leituðu allt upp
í tvo tíma í rústunum. Þeir sýndu
allir fádæma dugnað."
- Hvað fannst þér erfiðast við
þetta?
„Ég get eiginlega ekki svarað
því. Maður hugsar ekki út í það.
Það fer öll orka manns og hugsun
í það að þetta starf gangi sem
best og maður reynir að leiða
ekki hugann að öðra á meðan.“
- Hvernig er starfi þínu háttað
núna?
„Almannavarnastarfið hefur
algeran forgang. Nefndin kom
saman til fundar á mánudags-
morgun og það má segja að þeim
fundi hafi einfaldlega ekki verið
slitið ennþá. Sem stendur er ég
að útbúa aðstöðu fyrir sveitarfé-
lagið Súðavík inni á bæjarskrif-
--------- stofunni á ísafirði.
Þannig að hreppurinn
hafi einhveija aðstöðu
enda er húsnæðið
_________ óbrúkhæft sem stend-
ur og ekki vitað hvern-
ig ástatt er um þeirra gögn.“
- Hvað með samskipti við fjöl-
miðla?
„Þau hafa gengið þokkalega
vel og eru komin í ágætis horf
núna. En mér þætti mjög þarft
ef stéttarfélög fjölmiðlafólks gætu
beitt sér fyrir því ásamt opinber-
um aðilum að fara yfir þessa hluti,
þannig að báðir hafi vinnureglur
til að fara eftir. Það er í mínu
hlutverki sem sveitarstjóm-
armanns að sinna fjölmiðlum en
það getur verið erfitt að standa
í þeim samskiptum því ágengnin
er mjög mikil. Í fyrsta lagi eru
þeir mjög margir og hringja á
öllum tímum. Slundum allir í einu
þegar önnur brýnni verkefni eru
aðkallandi.“