Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 11
FRÉTTIR
Kaup á slippum sam-
þykkt í Hafnarstjórn
HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hefur sam-
þykkt að ganga til samninga við Stálsmiðj-
una hf. um kaup á dráttarbrautum fyrirtækis-
ins. Kaupverðið er um 70 milljónir króna.
Hafnarstjórn leigir síðan Stálsmiðjunni slipp-
ana og samkvæmt drögum að leigusamningi
verða leigutekjur að lágmarki 7% en að há-
marki 12% af kaupverðinu, eða á 'bilinu
4,9-8,4 milljónir króna á ári. Kaupverðið
greiðist þannig að Hafnarstjórn yfirtekur lán
Stálsmiðjunnar að upphæð um 25 milljónir
króna, viðhaldsvinna við dráttarbrautirnar
sem Stálsmiðjan lætur í té er metin til 25-30
milljóna króna af kaupverðinu og afgangur-
inn, 15-20 milljónir króna greiðist með pen-
ingum.
Reykjavíkurhöfn samþykkti 16. septem-
ber í fyrra að kaupa dráttarbrautir Stál-
smiðjunnar að uppfylltum þeim skilyrðum
að fjárhagsleg endurskipulagning færi fram,
samkomulag tækist um endurleigu á drátt-
arbrautunum, nýtt hlutafé að upphæð 40
milljónir króna og nýir eigendur og stjórn-
endur kæmu að fyrirtækinu. Öll þessi skil-
yrði eru nú uppfyllt en leigusamningur ófrá-
genginn.
Reykjavíkurhöfn átti 7-8% hlut í Stál-
smiðjunni fyrir 40 milljóna króna hlutafjár-
aukningu í fyrirtækinu. Hlutaféð var síðan
skrifað niður um 75% í tengslum við endur-
skipulagningu á Stálsmiðjunni og Reykjavík-
urhöfn ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn
í nýju hlutafjárútboði. Eignarhlutur Reykja-
víkurhafnar er því á bilinu 2-3% núna.
Höfnin ekki að stækka hlut sinn
Arni Þór segir að Reykjavíkurhöfn sé
ekki með kaupunum á dráttarbrautunum
að gerast stærri hluthafi. „Höfnin mun eiga
þessi upptökumannvirki og síðan leigja þau
aftur. Almenna reglan í höfnum landsins
er sú að hafnarsjóðirnar eiga upptökumann-
virkin,“
Árni Þór segir að ríkið mismuni óbeint
höfnum landsins út frá samkeppnissjónarm-
iðum með því að láta sumar þeirra hafa fjár-
magn en aðrar ekki. „Ríkissjóður greiðir
beint niður hafnarmannvirki með fjárveit-
ingum í gegnum fjárlög. í fjárlögum eru
settar verulegar upphæðir til hafnarmann-
virkja sem er deilt út á einstakar hafnir.
Reykjavíkurhöfn hefur aldrei fengið slíka
styrki af opinberri hálfu. Hún verður því
sjálf að standa undir sínum framkvæmdum,
bæði í höfninni og öðru sem hún tekur sér
fyrir hendur eins og kaupum á upptöku-
mannvirkjum fyrir sjálfsaflafé hafnarinnar,"
sagði Árni Þór.
Aðspurður um hvort verið væri að hygla
einu fyrirtæki á kostnað annars með kaupum
á dráttarbrautunum fyrir almannafé sagði
Árni Þór að hinn möguleikinn sem borgin
hefði staðið frammi fyrir hefði verið að láta
þetta afskiptalaust og þar með hefði fyrir-
tækið farið í gjaldþrot. Þar með hefðu farið
forgörðum á annað hundrað störf í borginni
og einnig væri þarna til staðar verkþekking
sem hyrfi fljótt ef starfsemin yrði lögð niður.
Nýjar leið-
beiningar
umframtal
LEIÐBEININGAR Ríkisskattstjóra
með skattframtali eru nokkuð
breyttar frá síðasta ári. Bætt hefur
verið við upplýsingum og framsetn-
ing er breytt. Dreifíng skattfram-
talanna er að hefjast.
í upplýsingaritinu nú eru leið-
beiningarnar tengdar beint við
skattframtalið, þannig er til dæmis
vísað frá einstökum reitum á launa-
seðli inn á viðkomandi reiti í skatt-
framtalinu.
Eyðublöð birt
Einstök eyðublöð eru birt og
skýrð í ríkara mæli en áður hefur
verið gert. Bætt er við upplýsingum
og í lok leiðbeininganna er uppfletti-
listi yfir allar mögulegar tekjur með
stuttum skýringnm.
Prófkjör
Alþýðu-
flokksins á
Reykjanesi
TALNING í opnu prófkjöri Alþýðu-
flokksins á Reykjanesi sem fram
fer um helgina hefst síðdegis á
morgun, sunnudag, og er áætlað
að birta fyrstu tölur á milli klukkan
21 og 22 um kvöldið. Reiknað er
með talning standi fram á nótt.
Kjörstaðir eru í tíu kaupstöðum
og eru þeir opnir klukkan 13 til 18
í dag og 10 til 20 á sunnudag.
■ Á VEGUM Pýramídans og
Lífsskólans verður bæna- og helgi-
athöfn haldin í húsakynnum Pýr-
amídans, Dugguvogi 2, Reykja-
vík, laugardaginn 21. janúar kl.
14-16. Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson mun lesa bænastund-
ina. Margt heilunarfólk mun sam-
einast í hópheilun. Öllum þeim sem
eiga um sárt að binda er boðin
aðstoð.
ÁMHUGUR
IVERKI
Faðir ljósanua,
lífsins rósanna,
lýstu landinu kalda.
Vertu oss í’áum,
fátækum, smáum
líkn í lífsstríði alda.
Sálmaliók 523: 4
Matlhías Jocliumsson
HRINGDU í SIMA
Símamidstöð sötiuinarinnar er opin:
l.augard. 21. jan. kl. 10.00-22.00
Sunuiul. 22. jan. kl. l().()0-22.()()
1>« tilgrclnir |>:i pcnitigafiárlucö sciu þú
\ilt láta sctja scm Iraitilag þitt til lijálpar
I jhlskyliluin í Stiöavik - á grciiislukort
cöa á licimscmlan gíniscöit.
LAN DSSÖFNU N
VEGNA
NÁTTÚ RU HAMFARA
í SÚÐAVÍK
Þjáning og sorg íbúa í
Súðavík og gífurlegt
eignatjón kalla á skjót
viðbrögð okkar allra þeim til
hjálpar og stuðnings.
800 50 50
eða leggðu l'ratnlag þitl inn á baiikareikiiing nr.
U17'26-800
í Sparisjóði Súðavíkur.
llægt er að leggja inii á reikninginn í ölluin sparisjóðum.
bönkum og pósthúsum á laniliiiu.
Sjóösijm n lamf.s.sii(iniiiariiinar cr skipuö lulllrúiim Kauöa kross íslantls. Súiö 1 llyli’jan Kíkisutvarpiö Kikissjiiiivarpiö FM l)S," Aöalsliiöin \-iö
lljálparstoliuinar kirkjunnai’, opinbcna aölla og l'jóðklrkiunnar. Brosiö Mþýöuhlaöiö Dagur l>\ Mortpiulilaöiö Morgiinpóstiiriiin Timiiin
Fjárgatsluaöili siií'nunarinnar cru sparisjóölrulr á tslandi. I’óstur og sími Itauöi kross íslands lljálparstoliiuu kirkjunnar