Morgunblaðið - 21.01.1995, Side 14
14 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FRÉTTIR
Nýt velvilja í kerfinu
Edward Derwinsky hefur tekið við starfí aðalræðismanns
Islands í Chicago. Hann var áður mjög hátt settur í utan-
ríkisráðuneytinu bandaríska og þingmaður í 24 ár. Derw-
insky og Urður Gunnarsdóttir ræddu um starfíð, banda-
ríska pólitík og stöðu Clintons forseta
ÞETTA er hvorki um-
| fangsmikið né tíma-
* frekt starf. Ég reyni
að vera stjórnvöld-
um og almenningi til aðstoðar
í fæðingarborg minni. Þá hef
ég boðið stjórnvöldum að leita
til mín ef þau vilja ræða
stjómmálaástandið í Banda-
ríkjunum, ég hef verið stjóm-
málamaður í 36 ár og ætti
að geta verið þeim innan
handar," segir aðalræðismað-
ur Islands í Chicago, Edward
Derwinsky. Hann var þing-
maður í fulltrúadeild Baneda-
ríkjaþings í 24 ár, háttsettur
embættismaður í utanríkis-
ráðuneytinu í sex ár og fór
með málefni uppgjafaher-
manna í stjórn George Bush
frá 1989-1993. Derwinsky er
nú á eftirlaunum en rekur lít-
ið ráðgjafafyrirtæki á sviði
utanríkismála.
Sendiráð Islands í Wash-
ington fór fram á það við
Derwinsky fyrri hluta síðasta árs, að hann tæki
að sér stöðu aðalræðismanns í Chicago, þar sem
hann er fæddur og býr nú, eftir langa dvöl í
höfuðborginni. Derwinsky sættist á þetta eftir
nokkra umhugsun og tók við síðari hluta árs.
„Ástæða þess að ég var beðinn um þetta er
sú að er ég starfaði í utanríkisráðuneytinu,
vann ég að nokkrum málum sem mönnum þótti
íslendingar komast vel frá, m.a. deila um skipa-
flutninga fyrir vamarliðið. Ég á marga vini í
íslenska stjómkerfinu og nýt velvilja þar,“ seg-
ir Derwinsky.
Hann var þingmaður fyrir repúblikana í full-
trúadeildinni í 24 ár og hefur kynnst fjölmörgum
íslenskum þingmönnum og embættismönnum í
utanríkisráðuneytinu. Hann hefur verið harður
stuðningsmaður veru vamarliðsins hér á landi
og hefur komið hingað nokkrum sinnum, í fyrsta
sinn 1969. Segir Derwinsky að síðustu atburðir
í Rússlandi, t.d. innrásin í Tsjetsjníju hafa auk-
ið mikilvægi herstöðvar á íslandi að nýju.
Hann segist enn vera að setja sig inn í mál-
in, kynnast íslendingum og ræða við aðra kons-
úla í borginni, sem em 70 talsins. Hér á landi
hefur hann m.a. fundað í utanríkisráðuneytinu
og Útflutningsráði, þar sem hann hefur kynnt
sér á hvaða sviðum útflutnings hann kynni að
geta aðstoðað. Segir hann það helst vera kynn-
ingu á fiski, ull, ullarafurðum og jafnvel vodka.
Af pólskutn ættum
Derwinsky er fæddur árið 1926 og er af
pólskum ættum en mikill fjöldi fólks sem flutti
til Bandaríkjanna frá Póllandi, Úkra-
ínu, Eystrasaltslöndunum og fyrrum
Júgóslavíu er búsettur í borginni.
Hann segir uppruna sinn hafa ýtt
undir áhuga á utanríkismálum og
hann hafi sérhæft sig í málefnum
Austur-Evrópu.
Derwinsky var sendur í herinn í
heimsstyijöldinni síðari en að stríði Ioknu fór
hann í háskóla þar sem hann lauk prófi í sagn-
fræði. Hann starfaði hjá sambandi sparisjóða
og ijárfestingafélaga þar til hann var kjörinn á
þing Iilinois-ríkis. Þar sat í tvö ár áður en hann
tók sæti á þinginu í Washington. Hann lýsir
sjálfum sér sem hörðum íhaldsmanni en hann
starfaði á sínum yngri árum með andkommún-
ískum félögum. Það sem höfði fyrst og fremst
til hans í stjómmálum sé það að vinna með
fólki og að geta aðstoðað það.
Alþjóðlega sinnaðir repúblikanar
í sex ár, frá 1983-1989 var Derwinsky fjórði
æðsti maður í utanríkisráðuneytinu en George
P. Shultz var þá utanríkisráðherra. Shultz þótti
skeleggur ráðherra, rétt eins og eftirmaður
hans, James Baker. Er Derwinsky var spurður
hver væri skýring þess að repúblikanar virtust
mun meira áberandi í utanríkismálum en demó-
kratar, sagði hann hana iíklega þá að flokkur
sinn væri mun alþjóðlegar sinnaður en demó-
kratar, sem segja mætti að væru einangrunar-
sinnar. „Nýjustu dæmin um þetta eru deilurnar
um viðskiptasamningana GATT og NAFTA sem
mun fleiri repúblikanar
studdu en demókratar.
Verkalýðsfélögin, sem eru
mjög áhrifamikil í Demó-
krataflokknum, eru andvíg
þessum samningum þar sem
þau óttast að þeir hafí í för
með sér atvinnuleysi. Repú-
blikanar eru hins vegar tals-
menn fijálsra viðskipta. Frá
fimmta áratugnum hefur
flokkurinn verið mun harð-
ari andstæðingur Sovétríkj-
anna og fylgismaður hærri
útgjalda til varnarmála en
demókratar.
Það er einfaldlega póli-
tískt slys að síðustu tveir
forsetar demókrata hafa
verið ríkisstjórar lítilla ríkja
og reynslulausir í utanríkis-
málum. Nixon, Reagan og
Bush höfðu hins vegar allir
sérstakan áhuga á utanrík-
ismálum."
Gyðingar áhrifamestir
Derwinsky segir að Clinton hafi, þrátt fyrir
reynsluleysi sitt, verið duglegur að sækja fundi
og ráðstefnur, en honum séu innanríkismálefni
mun kærari. „Christopher [utanríkisráðherra
Bandaríkjannaj er hæfur sérfræðingur en hann
er ekki kraftmikill og það fer lítið fyrir honum.
Margir telja því að þeir séu ekki nægilega sterk-
ir leiðtogar á alþjóðavettvangi. Hins vegar má
ekki gleyma því að þegar áhrifamikill Banda-
ríkjaforseti og öflug utanríkisstefna fara sam-
an, þykir bandamönnum okkar við vera of ráð-
ríkir. Þegar utanríkisstefna Bandaríkjanna er
óljós og kraftlítil kvarta þeir sömu yfir því að
Bandaríkjamenn séu ekki við stjómvölinn.
Bandaríkjamenn sjálfir hafa, rétt eins og
aðrir, mestan áhuga á innanlandsmálum; skött-
um, menntun, atvinnutækifærum, lögum og
reglu, framtíð barnanna, lífskjörum osfrv. Þeir
sem eru ættaðir annars staðar frá hafa mun
meiri áhuga á utanríkismálum en hinn „venju-
legi“ Bandaríkjamaður vegna tengslanna við
föðurlandið.
T.d. hefur aröbum fjölgað mjög og þeir fylgj-
ast grannt með málefnum Mið-Austurlanda.
Þeir hafa hins vegar ekki staðið þétt saman,
þar sem þeir koma svo víða að, andstætt gyðing-
um, sem eru mun samheldnari, stærri og áhrifa-
meiri hópur. Gyðingar eru sá hópur sem hefur
mest áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
-Efasemdarraddir um hlutverk Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) gerast æ háværari. Er
klofningur á milli Bandaríkjamanna annars veg-
ar og Evrópubúa hins vegar hvað varðar örygg-
ismál og utanríkisstefnu?
„Nei. Það sem deilt er um í Banda-
ríkjunum er hvernig og hvenær eigi
að stækka NATO, ekki hvort.'Repú-
blikanar eru mjög áfram um það að
þjóðir Austur-Evrópu, sem voru svipt-
ar frelsi sínu, eigi rétt á því öryggi
sem felst í inngöngu í NATO. Demó-
kratar leggja ekki eins mikið upp úr þessu,
þeir óttast það að ögra Rússum.“
Kosningar marka vatnaskil
-Telur þú að kosningasigur repúblikana í
þingkosningunum í nóvember marki vatnaskil
í bandarískum stjómmálum?
„Já, þetta var merk og vart fyrirsjáanleg
niðurstaða. Bandaríska þjóðin greiddi atkvæði
gegn of stóru og dýru ríkisapparati, skrifræði,
ónauðsynlegri afskiptasemi ríkisins."
-Hefur sigurinn í för með sér varanlegar
breytingar?
„Bandarískur almenningur greiddi atkvæði
sitt stefnumálum repúblikana um frjálst fram-
tak. Þetta á við um þingið og ríkin. Meira að
segja í fjölmörgum Suðurríkjum urðu repúblik-
anar ríkisstjórar. Það var ekki slysni og ég
held að það muni ekki breytast svo glatt. Hvað
gerist í næstu kosningum er hins vegar ómögu-
Iegt að segja. Kosningar snúast jafnt um persón-
ur sem málefni og ómögulegt að segja til um
hvort meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni
helst áfram.“
-Hvað með leiðtoga repúblikana á þingi, Bob
Morgunblaðið/Júlíus
EDWARD Derwinsky, aðal-
ræðismaður Islands í Chicago
og margreyndur stjórnmála-
maður, er af pólskum ættum.
Hann segir það hafa vakið
áhuga sinn á utanríkismálum.
„Harður
íhaldsmaður
sem vill vinna
með fólki og
aðstoða"
Dole og Newt Ginrich, hvers er að vænta af
þeim? Mun annarhvor eða báðir komst í Hvíta
húsið?
„Það sem greinir þá m.a. að er aldurinn.
Dole er 71 árs, Gingrich 51 árs. Aldurinn gæti
orðið Dole fjötur um fót og kosningarnar 1996
eru síðasta tækifæri hans til að fá útnefningu
flokksins í forsetaframboð og ná kjöri. Sumir
myndu jafnvel segja að hann væri nú þegar of
gamall en hann er vel þekktur og nýtur vin-
sælda.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með
Gingrich. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum
en hispurslaus og því vinsælt að hafa beint eft-
ir honum. Það verður gaman að sjá hvort þetta
breytist eitthvað. Ekki er líklegt að hann fari
í framboð 1996, til þess hefur hann of mikið
að gera í nýju starfi. Árið 2000 verður hann
aðeins 57 ára og sýni hann úthald sem forseti
fulltrúadeildarinnar, er hann vissulega líklegur
forsetaframbjóðandi."
-Gingrich virðist óvarkár í tali?
„Vandamál hans er það hversu mikill keppn-
ismaður hann er. Honum hefur verið líkt við
bolabít, þykir þrár en kraftmikill. Eins og mörg-
um öðrum kennurum hættir honum til að telja
sig vera klárastan og greindastan allra. Gingrich
hikar ekki við að tjá sig um málefni, ekki einu
sinni þau sem hann hefur lítið sem ekkert velt
fyrir sér. Hann er afar flokkshollur. Það mun
smám saman draga úr þessum eindregnu ein-
kennum og ég tel hann góðan leiðtoga fyrir
repúblikana. Hann er aðalóvinur demókrata en
það verður að breytast ef hann vill verða for-
seti, hann verður að vera reiðubúinn til að sætt-
ast á málamiðlanir öðru hveiju. Stjórnmálasaga
okkar ber hins vegar vott um það að forsetar
okkar hafa flestir verið afar flokkshollir en
ekki ósveigjanlegir. Því má ekki gleyma að flest-
ir flokksbræður hans þakka honum fremur en
mörgum öðrum ótrúlegan kosningasigur repú-
blikana."
Mörg mistök Clintons
-Clinton forseti hefur ekki átt sjö dagana
sæla í embætti. Telur þú hann eiga möguleika
á endurkjöri eða munu kosningarnar marka
endalok á hans pólitíska ferli?
„Hann á vissulega möguleika en ég tel hins
vegar ólíklegt að hann verði endurkjörinn. Hann
hefur gert mörg mistök, meðal annars hvað
varðar utanríkisstefnu og mannahald. Kom með
ungt, kraftmikið en óreynt lið með sér. Starfs-
fólk hans hefur ekki alltaf sýnt heilbrigða skyn-
semi og það skortir skilning á því hvernig hlut-
irnir ganga fyrir sig í Washington.
Stærð og umfang embættismannakerfisins
virðist hafa komið Clinton í opna skjöldu. Hann
og eiginkona hans mísreiknuðu sig þegar þau
kynntu svokallaðar umbætur í heilbrigðismál-
um. Þau töldu að þau gætu smíðað frumvarp,
sent demókrötum það og skipað þeim að koma
því í gegnum þingið.
Málið er hins vegar ekki svo einfalt, Clinton
skildi ekki hlutverk minnihlutans á þingi. Forset-
inn hefur vissulega lært nokkuð en að öllum
líkindum of lítið og of seint.
Ég get nefnt eitt málefni, sem dæmi um
mistök Clintons. Það er hvort leyfa eigi bæna-
hald í skólum. Clinton hefur skipt svo oft um
skoðun á þessu máli að allir eru á endanum
óánægðir. Hann hefur fengið orð á sig fyrir
óákveðni, menn telja að ef þeir þrýsti nógu
mikið á hann, muni hann snúast á sveif með
þeim. Bestu stjórnmálamennirnir eru taldir þeir
sem sýna sannfæringarstyrk og standa við sitt.
Fjölmiðlamenn eru flestir sammála um að
Clinton skorti hugmyndafræði. Hann virðist sí-
breytilegur, veiklundaður og fá litlu áorkað.
Mál á borð við ákæru Paulu Jones á hendur
forsetanum um kynferðislega áreitni skaða hann
lítið. Svokallað Whitewater-mál gæti reynst
honum skeinuhættara en ekkert þó í líkingu við
stefnumál, eða öllu heldur stefnuleysi hans.“
Clínton gegn Dole?
Derwinsky, sem þekkir Gingrich vel, segir
ólíklegt annað en að Clinton verði forsetafram-
bjóðandi demókrata, ekki verði um raunverulegt
mótframboð að ræða. Of snemmt sé að spá um
repúblikana. Dole sé líklegur, svo og nokkrir
ríkisstjórar t.d. í Kalifomíu, Michigan og Wisc-
onsin. Dan Quayle fari í framboð en tapi líklega.
-Hverjir eru þá líklegir árið 2000, varaforset-
inn Al Gore og Newt Gingrich?
„Það er líklegt og í raun auðveldara að spá
um það. Gore mun tæpast bjóða sig fram gegn
Clinton, en tapi Clinton næst er hann vissulega
líklegur. Gore er að mörgu leyti reyndari stjóm-
málamaður en Clinton þar sem hann hefur átt
sæti bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeild-
inni. Standi Gingrich sig vel sem forseti fulltrúa-
deildarinnar kemur hann vel til greina.“
Langbylgjusendir
Sam-
komulag
um fjár-
mögnun
RÍKI leggur til 200 milljónir og rík-
isútvarp 100 milljónir til kaupa og
uppsetningar á 300 kílóvatta lang-
bylgusendi á Gufuskálum á Snæ-
fellsnesi. Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, segir að tekið verði lán
fyrir framlagi ríkisins. Lánið greið-
ist á fimm árum. Eyjólfur Valdi-
marsson, framkvæmdastjóri tækni-
sviðs ríkisútvarpsins, segir að öflug-
ur langbylgjusendir auki öryggi í
vályndum veðrum, bæti samband
við óbyggðir á vestanverðu landinu
og á hafsvæðum, t.d. undan Vest-
ur-, Suðvestur- og Norðvesturlandi.
Davi'ð Oddsson sagði að ákveðið
hefði verið að ríkisútvarpið tæki við
mastri Bandaríkjamanna á Gufu-
skálum. „Þar verði 300 kílóvatta
sendir sem verði mjög öflugur fyrir
Vestur-, Norðvestur- og Suðurland.
Ríkisútvarpið leggi til 100 milljónir
króna eða hið sama og það þyrfti
að kosta til ef Vatnsendasendirinn
yrði endurnýjaður sem búast má
við að þyrfti að gerast ella fjótlega.
En síðan myndi ríkisvaldið að öðru
leyti leggja fram 200 milljónir
króna og taka til þess lán sem
myndi greiðast á fimm árum. Með
því yrði tryggt að mjög öflugur
langbylgjusendir yrði til staðar á
þessu landsvæði,“ sagði Davíð.
Hann sagði að útvarpsstjóri væri
sáttur við niðurstöðuna og útvarpið
hefði fengið grænt ljós á að hefja
framkvæmdir þegar í stað.
Ekki einsdæmi að
sendingar detti út
Eyjólfur Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Ríkisút-
varpsins, segir kosti öflugra lang-
bylgjusendinga einkum þrjá. Með
þeim sé í fyrsta lagi hægt að tryggja
valkost og ákveðið öryggi við að-
stæður að borð við náttúruhamfar-
irnar á Vestfjörðum undanfama
daga. Öflugur sendir nái í öðru lagi
ekki aðeins til allra byggðra bóla,
eins og núvemandi dreifikerfi, held-
ur um allar óbyggðir á vestanverðu
landinu. Að lokum verði með send-
inum hægt að tryggja betra sam-
band við ákveðin hafsvæði, t.d.
undan Vestur-, Suðvestur- og Norð-
vesturlandi.
Eyjólfur sagði því miður ekki
einsdæmi að FM-sendingar dyttu
út á einstökum svæðum eins og
gerst hefði fyrr í vikunni. Hann
rakti bilunina til þess að eftir sífelld-
ar rafmagnstruflanir hefði startari
í vararafstöð fyrir endurvarpstöðina
á Arnarnesi við Skutulsfjörð bilað.
Afleiðingamar hefðu orðið þær að
ekki hefðu náðst FM-sendingar í
Súgandafirði, Önundarfirði og
Dýrafírði frá því klukkan 9 á mánu-
dagskvöld til klukkan 13 á þriðju-
dag. Hins vegar hefðu sendingar
frá Bæjum á Snæfjallaströnd náð
til Súðavíkur og ísafjarðar. Sjón-
varp hefði ekki náðst á Súganda-
firði á miðvikudagskvöld vegna bil-
unar í vararafstöð á 'Botnsheiði en
unnið var að viðgerð síðdegis 1 í
gær. Langbylgjusendir á Vatnsenda
nær að sögn Eyjólfs í Amarfjörð
en skilyrði eru ekki góð.
Dreift um
ljósleiðara
Ásmundur Einarsson, mynd-
tæknistjóri hjá íslenska útvarpsfé-
laginu, segir að sendingar Bylgj-
unnar og Stöðvar 2 hafi haldist í
hendur við rafmagn á stöðunum.
Sendingarnar fari um ljósleiðara og
detti ekki út nema rafmagn á dreifi-
stöðum detti út eins og hafi gerst
tímabundið á nokkrum stöðum, t.d.
á ísafirði.