Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
t
Atökum hópanna tveggja um
yfirráð í Stálsmiðjunni lokið
Ný stjóm í
fyrirtækinu
NÝ STJÓRN var kjörin á hluthafafundi Stálsmiðjunnar hf. í gær og
stjórnarformanni falið að ganga frá ráðningarsamningi við Ágúst
Einarsson sem framkvæmdastjóra. Hann tekur við af Skúla Jóns-
syni, sem verið hefur framkvæmdastjóri í 10 ár. Eins og kunnugt er
af fréttum voru átök á milli tveggja hópa um yfírráð yfir Stálsmiðj-
unni, sem lauk nú fyrr í mánuðinum þegar Slippfélagið og fleiri
aðilar keyptu meirihlutann í fyrirtækinu.
Formaður hinnar nýju stjórnar
er Valgeir Hallvarðsson, varafor-
maður stjórnar Slippfélagsins, en
aðrir í stjórn eru: Gunnar Þór Ól-
afsson framkvæmdastjóri Miðness
hf. í Sandgerði, Hilmir Hilmisson
forstjóri Slippfélagsins, Jón Krist-
jánsson hjá Olís og Sigurður R.
Helgason hjá Björgun hf. Vara-
menn eru Ásgeir Pálsson stjómar-
formaður Slippfélagsins og Hjalti
Geir Kristjánsson.
Stálsmiðjan var í greiðslustöðv-
un og leitaði nauðasamninga á
síðasta ári. Fjárhagsleg endur-
skipulagning fyrirtækisins byggir
að stórum hluta á samningum við
Reykjavíkurhöfn um að höfnin
kaupi dráttarbrautir félagsins.
„Það er gríðarleg vinna eftir við
nauðasamningana, að semja við
alla kröfuhafa," sagði Valgeir
Hallvarðsson aðspurður um hvaða
verkefni biðu hinnar nýju stjórnar.
„Það er mikið starf fyrir höndum
á næstu mánuðum."
Hann sagði að tillögur Sighvats
Björgvinssonar iðnaðarráðherra
um aðgerðir til að ísland stæði
jafnfætis öðrum löndum innan
Evrópska efnahagssvæðisins ykju
mönnum bjartsýni. íslenkur skipa-
smíðaiðnaður hefði liðið fyrir sam-
keppni við ríkisstyrktar skipasmíð-
ar, sérstaklega í Noregi, en nú
kæmum við til með að standa jafn-
fætis Norðmönnum og öðrum
Morgunverð-
arfundur um
Norðurlönd-
EES-löndum, ef tillögumar yrðu
að lögum. Hins vegar yrði áfram
vandamál með Pólveija, þeir virt-
ust geta undirboðið í sífellu.
Byggingarvísitalan og breytingar á henni 1993-1995
200
195
190
11987 = 1001 ^
, é
, \ ,
1 ■■ 1 ■ J , , r j FMAIVll JÁ SOND 1993 JFMAMJJÁSOND 1994 j F •95
iiT
, - J \
w II
jf V
VÍSITALA byggingarkostnaðar mældist 199,4 stig skvæmt útreikningum
Hagstofu íslands eftir verðlagi um miðjan janúar sl. Hækkunin nemur
0,2% frá desember 1994, en þessi vísitala gildir fyrir febrúar 1995.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um
2,0%. Undanfarna þrjá mánuði nemur hækkunin 0,5% og jafngildir sú
hækkun 1,8% verðbólgu á ári.
Gerðardómur ógildir samninga Scandia Group
við fyrrverandi forstjóra sinn á íslandi
Gísli Öm aftur með
35,7% íSkandia ísland
GERÐARDÓMUR hefur í máli
Gísla Amar Lárussonar gegn Scan-
dia Group í Svíþjóð fallist á kröfur
Gísla og ógilt samninga sem gerðir
voru 18. og 29. desember 1992.
Með þeim keypti Gísli fyrst öll
hlutabréfin í Skandia íslands en
seldi þau síðan til baka og hætti
störfum hjá fyrirtækinu. Gísli Örn
hefur haldið því fram að hann hafi
gengið nauðugur til samninganna,
m.a. eftir að fram kom hjá Scandia
í Svíþjóð að það hefði sagt upp
öllum endurtryggingarsamningum
gagnvart íslenska félaginu.
Samkvæmt úrskurði gerðardóms
er Gísli Örn Lárusson aftur orðinn
eigandi 35,7% hlutabréfa í Skandia
íslands. Ragnar Aðalsteinsson,
stjómarformaður Vátryggingafé-
lagsins Skandia, vildi ekki tjá sig
um málið í samtali við Morgunblað-
ið í gær, að öðru leyti en því að
hér væri um að ræða mál sem sneri
að hluthöfum félagsins en hefði
engin áhrif á starfsemi
þess.
í gerðardómnum,
sem ekki verður áfrýj-
að, skiluðu þeir meiri-
hlutaáliti Garðar Gísla-
son, hæstarréttardóm-
ari, sem var formaður
dómsins, og Jón Stein-
ar Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögmaður,
og lýstu dsamkvæmt
upplýsingum Morgun-
blaðsins fyrrgreinda
samninga ógilda þar
sem þeir brytu í bága
við ákvæði samning-
slaga. Gagnkröfur
Scandia vora ekki
teknar til greina en félaginu gert
að greiða Gísla Erni 6 milljónir
króna í málskostnað og 8 milljónir
í gerðardómskostnað.
Minnihlutann í dómnum skipaði
Sven Unger, lögmaður frá Svíþjóð
Gísli Örn Lárusson
og formaður sænsku
lögmannasamtak-
anna, og vildi hann
sýkna félagið.
Réttlæti
Lögmaður Gísla
Arnar Lárussonar var
Hreinn Loftsson, en
hann vildi í samtali við
Morgunblaðið í gær
ekkert segja um mál-
ið. Gísli Örn Lárasson
vildi heldur ekki tjá
sig efnislega um málið
að öðra leyti en því
að hann fagnaði því
að réttlætið hefði sigr-
að í þessu máli og
jafnframt þakka vinum og dætrum
sínum hvernig þau hefðu staðið við
bak sér í þessum erfiðleikum, svo
og lögmanni sínu Hreini Loftssyni
fyrir frábæra frammistöðu í mál-
inu.
Utflutningsráð
Skýrslur um Kína
og Kóreu í vændum
in og ESB
ULF Dinkelspiel, fyrrverandi
utanríkisviðskiptaráðherra Sví-
þjóðar, mun fjalla um Norðurlönd-
in og Evrópusambandið á sameig-
inlegum morgunverðarfundi VÍ og
YSI þriðjudaginn 24. janúar nk. í
Átthagasal Hótels Sögu.
Dinkelspiel mun ræða stöðu
norrænu þjóðanna innan og gagn-
vart ESB og hugsanlega þróun
Norðurlandasamstarfsins. Fund-
urinn mun standa frá kl. 8.00 til
kl. 9.30 og gefst tækifæri til þess
að leggja fram fyrirspurnir og at-
hugasemdir. Erindi Dinkelspiels
ver?ur á ensku.
I frétt frá aðstandendum
fundarins kemur fram að Ulf Din-
kelspiel hefur verið áberandi í
umræðunum um Evrópumálin,
enda hafi hann haft þau á sinni
sönnu sem ráðberra og aðalsamn-
ingamaður Svía í ESB-samning-
unum. Hann er 54 ára gamall
hagfræðingur og hefur starfað í
utanríkisþjónustu Svía frá 1962
að undanskildum tveim árum þeg-
ar hann starfaði í sænska við-
skiptaráðuneytinu. Hann hefur nú
verið ráðinn forstjóri Utflutnings-
ráðs Svíþjóðar.
Tilkynna þarf þátttöku í fund-
inum fyrirfram til Verslunarráðs-
ins
ÚTFLUTNINGSRÁÐ hyggst gefa
út skýrslur um markaðsathuganir
sínar í Suður-Kóreu og Kína nú í
febrúar og mars. í haust er svo
áætluð útgáfa á markaðsathugun
um Víetnam. Skýrslurnar eru
gefnar út í tilefni vaxandi útflutn-
ings íslendinga tii landa Austur-
Asíu, en nú er ár liðið frá útgáfu
fyrstu skýrslunnar, sem fjallaði
um Tævan.
í tilkynningu í tilefni hinnar
nýju útgáfu segir Útflutningsráð
að hjá íslenskum fyrirtækjum sé
vaxandi áhugi á að kanna mark-
aðsmöguleika í Austur-Asíu. ís-
lendingar eigi fullt erindi á þessa
markaði, enda hafa íslensk fyrir-
tæki haslað sér völl á fjarlægum
mörkuðum, svo sem í Suður-
Ameríku og á austurströnd Rúss-
lands.
Vaxandi útflutningur
til Tævan
Upplýsingar um samkeppni,
mögulega samstarfsaðila Og dreif-
iaðila sé algjört grundvallaratriði,
sem geti sparað bæði tíma, íjár-
muni og fyrirhöfn í markaðssetn-
ingu og sölu afurða.
í skýrslunni um Tævan segir
að útflutningur íslands til landsins
hafi hafist árið 1987 þegar íslend-
ingar fóru að selja grálúðu þang-
að. Útflutningurinn hafi vaxið síð-
an og numið um 1.680 milljónum
króna árið 1992.
í skýrslunni er rakið almennt
ástand og viðskiptaumhverfi á
Tævan og siðan fjallað sérstaklega
um sjávarútveg, fiskvinnslu og
fiskeldi í landinu. Meðal annars
segir þar að vaxandi kaupmáttur
hins almenna neytanda í Tævan
geri markað fyrir neytendavörur
meðal hinna áhugaverðustu í
Austur-Asíu. Þá er bent á að vax-
andi samskipti Tævan og Kína,
sem búi við sameiginlega tungu
og menningu, muni hjálpa fyrir-
tækjum sem þrói útflutning til
Tævan inn á hinn stóra markað í
Kína.
Bóksala
stúdenta
á Intemet
BÓKSALA stúdenta byijaði nú í
janúar að bjóða þjónustu sína á
Internetinu, fyrst íslenskra versl-
ana.
Til að byrja með er boðið upp
á bækur af lista yfir tölvubækur
og lögfræðirit. Yfir 1.600 bækur
eru á tölvubókalistanum og um
250 lögfræðirit eru í boði. Fljót-
lega munu bækur í fleiri greinum
bætast við.
Auðvelt er að panta bækur af
listunum. Með því að smella á
bókarnúmer færast upplýsingar
um bókina yfir í pantanaform
sem kaupandinn bætir upplýsing-
um á um sig og sendir síðan með
tölvupósti til bóksölunnar.
Kaupandinn fær senda stað-
festingu á pöntun í tölvupósti og
ef bókin er til á lager fær hann
hana senda í pósti eða getur sótt
hana í Bóksöluna.
Heimasíða Bóksölu stúdenta er
þjá Miðheimum og er:
http://www.sentrum.is/unibo-
oks/
Hrávara
*
Ovissa
treystir
stöðu
málma
London. Reuter.
ÓVISSU gætti á heimsmarkaði í
vikunni vegna uggs um verðbólgu
og efnahagsvanda Mexíkós og
málmar vora vonarglæta fjárfesta.
Verð á áli og kopar hefur ekki
verið hærra í tæp sex ár. Verð á
blýi fór yfír 700 dollara tonnið í
fyrsta skipti síðan 1990.
Veikur dollar og óstöðugt verð
á hlutabréfum og verðbréfum
styrktu stöðu málma og þýzka
marksins. Hráefni héldu áfram að
hækka í verði vegna líflegrar eftir-
spurnar, traustrar efnahagsstöðu
í Bandaríkjunum og líkinda á
auknum innflutningi Japana
vegna viðreisnar eftir jarðskjálft-
ann í Kobe. Þó varð hlé á hækkun
gullverðs.
KOPAR: Seldist á 3,081 dollara
tonnið og verðið hefur ekki verið
eins hátt í tæp sex ár. Þó var
bezta verð í vikunni aðeins 30
dollurum hærra en viku áður. Tal-
ið er að birgðir verði ekki nægar
fyrr en um mitt árið.
ÁL: Seldist á 2,155 dollara
tonnið, hærra verði en metverðið
1990 þegar 2,140 dollarar fengust
fyrir tonnið. Þar með var talið að
„mikilvægur sálfræðilegur þrö-
skuldur“ hefði verið yfirstiginn.
Séfræðingar sögðu að nú væri
helzta spurningin sú hvort verð-
hækkunin mundi halda áfram.
BLÝ og ZINK: Verð var stöð-
ugt. Asískir kaupmenn birgðu sig
upp vegna hugsanlegrar fram-
leiðslutakmarkana eftir jarð-
skjálftann í Japan.
GULL: Hækkaði óvænt um
miðja vikuna í 383 dollara únsan
miðað við 375 dollara í janúarbyij-
un. Veik staða dollars hjálpaði upp
á sakirnar, en ekki var líklegt að
verðið færi yfír 385 dollara þar
sem talið er að vextir verði hækk-
aðir í Bandaríkjunum fyrir mánað-
armót.
HRÁOLÍA: Nokkur áhugi og
heldur stöðugra verð. Viðmiðunar-
verð á Norðursjávarolíu um 17
dollarar tunnan og hækkaði um
50 sent í vikunni.
KAFFI: Ekki mikil breyting
eftir fund sambands kaffífram-
leiðsluríkja (ACPC) í London. Lýsti
yfír stuðningi við fyrirætlanir selj-
enda í Mið-Ameríku um 20% nið-
urskurð á útflutningi, en skipu-
lagði ekki framleiðslutakmarkanir
um allan heim.
SYKUR: Lækkaði nokkur, en
mikil eftirspurn frá Kína og índ-
landi. Seldist nýlega á hæsta verði
í 4 1/2 ár og hefur lítið lækkað
síðan.
HVEITI: Kínveijar keyptu 4
milljónir lesta. Eftirspurn eftir
hveiti frá Vesturlöndum í Egypta-
Iandi, Túnis, Pakistan og Rúss-
landi. Verðið um 140 dollarar
tonnið, 10 dolluram lægra en
hæsta verð 1994.
JURTAOLÍA: Staða pálmaolíu
veik vegna offramboðs og Kínveij-
ar hættu að kaupa.
.
I
I
I
L
i
i
i
I
I
I