Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn Islands Sýningin Stofngjöfin til 5. febrúar. lýarvalsstaðir Yfirlitssýning um íslenska leirlist í 65 ár og myndir Jóhannesar Kjarvals úr eigu safnsins. Ásmundarsafn Samsýning á verkum Ásmundar Sveinssonar og Jóhannesar S. Kjarval tii 14. maí. Norræna húsið Ljósmyndasýning til 29. janúar. Gallerí Birgis Andréssonar Halldór Ásgeirsson sýnir út janúar. Gallerí Sólon íslandus Ljósmyndasýning Davíðs Þorsteinsson- ar til 24. janúar. Galleri Stððlakot Grafíksýning Þórdísar Elínar Jóelsdótt- ur til 22. janúar. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Einar Garibaldi Eiríksson sýnir til 22. janúar. Galleri Úmbra Kristján Kristjánsson sýnir til 1. febr- úar. Gailerí Fold Daði Guðbjörnsson sýnir til 29. janúar. Gerðuberg Hafdís Helgadóttir sýnir til 12. febrúar. Café 17 Dósla sýnir til 14. febrúar. Gallerí Sævars Karls Kristinn Már Pálmason sýnir til 2. febr- úar. Hafnarborg Vatnslitaverk eftir þekkta rússneska málara til 30. janúar. Nýlistasafnið 17 ár, samsýning 125 félagsmanna í safninu til 22. janúar. Mokka Ljósmyndasýning Jónasar Hallgríms- sonar til 26. janúar. II hæð, Laugavegi 37 Roger Ackling sýnir til febrúarloka, opið síðdegis á miðvikudögum eða eftir samkomulagi._______________________ TONLIST Laugardagur 21. janúar Szymon Kuran fiðluleikari, Reynir Jón- asson harmonikkuleikari og Guðni Franzson klarinettuleikari halda tón- leika í listasafni Kópavogs - Gerðar- safni. Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Martial Nardeau flautuleikari og Pétur Jónasson gftarleikari á tónleikum í Keflavtkurkirkju kl. 17. Afmælistón- leikar i Gerðubergi - Aldarminning Davíðs Stefánssonar kl. 17._______ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Oleanna sun. 22. jan., mið., lau. Fávitinn lau. 28. jan. Snædrottningin sun. 22. jan. kl. 14. Gauragangur fim. 26. jan. Gaukshreiðrið lau. 21. jan., fós. Á meðan blómin anga - Aldarafmæli Davfðs Stefánssonar, opið hús f Þjóð- leikhúsinu lau. 21. jan. kl. 15. Borgarleikhúsið Söngleikurinn Kabarett sun. 22. jan., mið., fös., lau. Leynimelur 13 iau. 21. jan., fim. Óskin (Galdra-Loftur) fös. 27. jan. Ófælna stúlkan lau. 21. jan. kl. 16., mið., fim. Leikfélag Akureyrar Á svörtum fjöðrum eftir Erling Sigurð- arson. Frums. lau. 21. jan. kl. 20.30., sun. 22. jan. kl. 16. og ki. 20.30. Óvænt heimsókn fos. 28. jan. kl. 20.30., lau. Frú Emilía Kirsubeijagarðurinn lau. 21. jan kl. 20, aukasýn. sun. 22. jan. kl. 15. Leikfélag Mosfellssveitar Mjallhvít og dvergamir sjö lau. 21. jan. kl. 15., sun. kl. 15. Kaffileikhúsið Skilaboð til Dimmu fös. 27. jan., lau. Sápa lau. 21. jan. Möguleikhúsið Trítiltoppur sun. 22. jan. kl. 13.30. og kl. 15.30., lau. 28. jan. kl. 14.___ LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarinn Á flótta undan kertastjaka. Upplestur á smásögum eftir Anton Tjekhov kl. 20.30. ______ KVIKMYNDIR Norræna húsið Kvikmyndasýning fyrir böm; Lad isbjomene danse kl. 14. MIR „Kátir félagar" (Vésjolfe rebjata) kl. 16. Úmsjónarmenn listastofnana og sýn- ingarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar veiói í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181. _______LISTIR______________ Sinfónískur sorgaróður TONLIST Sinfóníutónlcikar í Iláskóiabíói TÓNLIST EFTIR JOONAS KOKKONEN, IGOR STRAVINSKÍJ OG EDW- ARD ELGAR Einleikari: Gary Hoffman. Stjórn- andi Osmo Vanska. Fimmtudagur 19. janúar 1995. FYRSTA viðfangsefni tónleik- anna var sinfónía nr. 4 eftir Kokk- onen. Þetta er alvarlegt tónverk, mjög vel samið, þar sem unnið er úr tónhugmyndum og leyst úr nú- tímalegri hljómskipan, oft á klass- ískan máta. Þannig ríkir ákveðið jafnvægi á milli eldri og nýrri vinnuaðferða, einhvers konar fag- urfræðileg sátt, sem mörgum kann að þykja stuðla að ákveðnu svip- leysi eða að verkið vanti þess vegna KVIKMYNPIR Sagabíó/IIáskóiabíð ÓGNARFLJÓTIÐ „ THE RIVER WILD“ ★ ★ Vi Leiksljóri: Curtis Hanson. Aðalhlut- verk: Meryl Streep, David Strath- airn, Kevin Bacon og Joseph Mazz- ello. Universal. 1994. NÝJASTA mynd spennuleik- stjórans Curtis Hanson, Ógnar- fljótið eða „The River Wild“, er óbyggðatryllir svosem eins og hver annar þar sem sakleysingjar eru á ferð um hættulegt og ólgandi fljót, bófar gera þeim lífið leitt og stór- hættulegar flúðir boða dauða og limlestingu. Dugði Burt Reynolds vel í gamla daga og væri gott efni fyrir hasarmyndahetju dagsins, Keanu Reeves. En hasarmyndun- um hefur borist enn nýr liðsauki. LEIKHÓPURINN Perlan sýnir leik- verkið Síðasta blómið í skóginum og Mídas konung í Perlunni, Öskju- hlíð, sunnudaginn 22. janúar kl. 15. Perlan er leiksýningarhópur skip- aður þroskaheftu fullorðnu fólki og hefur sýnt meira og minna frá árinu 1982, undir leikstjórn Sigríðar Ey- þórsdóttur. Leikhópurinn hefur sýnt víða, bæði hér á landi og í útlönd- um. Perlan hefur þegið boð um að sýna í Þýskalandi í sumar. Sýning Perlunnar í Perlunni er öllum opin. Búninga „Síðasta dirfð þess sem hafnar fortíðinni. Verkið var ágætlega leikið undir frábærri stjórn Vánská. Koss álfkonunnar, sem var ann- að viðfangsefni tónleikanna og eft- ir Stravinskíj, er sömuleiðis vel samið verk, einkum er varðar sam- skipan hljóðfæranna en rúið þeim ferskleika, sem geislar af öðrum og betri verkum þessa snillings. Þama ræður mestu, að Stravinskíj sækir tónefni sitt að miklu leyti til Tsjajkovskíj og nær ekki að gera því eins góð skil og tónefni það sem hann sótti til Pergolesi, í öðm og frægu hljómsveitarverki. Þetta balletverk var ágætlega leik- ið og áttu nokkrir hljómsveitarfé- lagar fallega leiknar einsleikslínur. Eftir hlé minntist hljómsveitin þeirra sem létust í náttúmhamför- unum á Vestfjörðum og lék hljóm- sveitin Dauða Ásu, eftir Grieg. Leikur sveitarinnar var frábær og svo vel mótaður af hálfu hljóm- Ein helsta skapgerðarleikkona bandarísku kvikmyndanna í tvo áratugi situr við árar, mundar byssu og lemur á bófum. Meryl Streep hefur leikið margt bitastæð- ara á sínum ferli en hér sýnir hún að hún getur verið æði röggsamur hasarmyndaleikari. Streep setur óneitanlega sitt mark á formúluna. Ógnarfljótið er ekki eintómur hasar því í bak- granni leynist fjölskyldudrama: Streep og mótleikari hennar David Strathairn fara niður ána í gúmmí- bát með syni sínum og ætla að treysta slitin fjölskylduböndin í leiðinni þegar á vegi þeirra verða ræningjar sem fá þau til að lóðsa sig niður ána. Þar með er kominn í gang hasar sem í leikstjóm Han- son („The Hands that Rocks the Cradle“, önnur mynd um fjölskyldu í hættu) er jafn ábyggilegur og blómsins" hannaði Anna Birgis og saumaði ásamt öðrum Perluvinum. Búningana í „Mídasi konungi" sáu Dominique Poulin og Þórunn E. Sveinsdóttir um. Tónlist samdi Ey- þór Arnalds og sá um upptökur. Handrit og leikstjórn er í höndum Sigríðar Eyþórsdóttur. Kynnir á sýningu Perlunnar í Perlunni verður Felix Bergsson leikari. Með sýningunni vill leikhópurinn Perlan minnast Guðnýjar Ólafsdótt- ir, eins Perlufélaga er lést 26. des- ember sl. sveitarstjórans, Osmo Vánská, að undirritaður man ekki eftir áhrifa- meiri stund á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Tónleikunum lauk með sellókon- sert eftir Edward Elgar, sem er eitt af allra bestu verkum tón- skáldsins. Einleikari var banda- rískur sellósnillingur, Gary Hoff- man, og var leikur hans einkar áhrifamikill, sérstaklega í hæga þættinum, Sellókonsertinn eftir Elgar þykir vera sérlega sorglegur og mun hann hafa hugsað verkið sem sorgaróð til minningar um þá er féllu í nýafstaðinni heimsstyij- öld (1914-18), enda er hægi þátt- urinn einkar áhrifamikil og sorgleg íhugun. Það sem gerði flutning verksins eftirtektarverðan, var samvinna hljómsveitarstjóra og einleikara, er náði mestri reisn í hæga þættinum, sem er sannkall- aður sinfónískur sorgaróður. Jón Ásgeirsson. hann er útreiknanlegur; fjölskyld- an þjappar sér saman, bófarnir sýna klærnar og áin beljar undir. Þess vegna er gaman að þeirri nýlundu að sjá Streep fást við gömlu tugguna. Hún setur ferskan svip á hana í hlutverki hinnar áhyggjufullu en kjörkuðu móður sem gæti þurft að sjá á eftir syni sínum og eiginmanni og sjálf týnt lífí. Kevin Bacon veitir henni harða samkeppni í hlutverki óþokkans, sem ætlar að sleppa niður ána með feng sinn. Hann tekur þetta gjör- nýtta hlutverk traustum tökum og aðrir leikarar standa sig með prýði. En Ógnarfljótið er aðeins form- úluafþreying með góðum leikara- hópi. Það vill teygjast á sögunni og spennan er ekki meira en viðun- andi. Streep og félagar bjarga miklu og enn sýnir þessi fína leik- kona að hún getur leikið allt. Arnaldur Indriðason Listaklúbbur Leíkhúskjallarans Áflótta undan kertasljaka LEIKARAR munu lesa sjö smásög- ur eftir Anton Tjekov mánudaginn 23. janúar. Dagskrá þessi er fengin frá Leikhúsi Frú Emilíu og var flutt í Héðinshúsinu í nóvember sl. í kjöl- far frumsýningar á Kirsubeijagarð- inum eftir Tjekov. í kynningu segir: „Smásögumar eru gamansamur leikur höfundarins að tilteknum hugsunarhætti, hé- gómagirnd og smáborgarabrag. Hann skopast að því hvernig ein hugsun fæðist af annarri og afhjúp- ar með því þann beiska sanneika um líf persónanna sem oftast leyn- ist vandlega hulinn undir yfírborði hversdagsleikans." Leikaramir sem lesa upp eru Árni Tryggvason, Edda Heiðrún Backman, Harpa Arnar- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristbjörg Kjeld. Dagskráin er í umsjón Ásdísar Þórhallsdóttur og hefst kl. 20.30. Vegna hinna hörmulegu atburða í Súðavík var dagskrá Listaklúbbs- ins sl. mánudagskvöld frestað. Dag- skráin bar yfirskriftina Hvað er list? Það var Páll Skúlason heimspeking- ur sem ætlaði að ræða þessa spurn- ingu og efna til viðræðna um hana og Einar Clausen og söngkvartett- inn Út í vorið að syngja íslensk lög. AÐSEIUT Hvers er Sjálfstæðis- flokkurinn megnugur? Sjálfstæðisflokkurinn leggur á næstunni fram stefnu sína fyrir kom- andi Alþingiskosningar. Stefna flokksins mun skipta miklu máli eins og ævinlega. í því umróti sem fram- undan er er mikilvægt að hafa öfluga kjölfestu í íslenzku þjóðfélagi. Slík kjölfesta getur Sjálfstæðisflokkurinn verið. Innan flokksins gætir margra sjónarmiða, en fólk hefur borið gæfu til að ná samkomulagi um þau flest. Aðeins þannig getur hann vænzt þess að njóta þess fylgis sem til þarf. Svo virðist sem straumhvörf séu að verða í íslenzkum stjórnmálum. Ef til vill leiðir núverandi óróleiki og klofningur annarra flokka til þess, að hægt verði að mynda mun víð- tækari samstöðu meðal fólks, og Sjálfstæð- isflokkur- inn þarf með stefnu sinni að ná til mun fleiri en hann gerir nú. Tveggja eða þriggja flokka kerfí hefur í för með sér öllu skýrari línur fyrir kjósandann, myndun ríkis- stjórnar byggir siður á hrossakaup- um og málamiðlunum og stjórn landsins yrði markvissari en í fjöl- flokka stjóm. Við núverandi fyrir- komulag er útlokað að sjá fyrir hvaða flokkar muni stjóma landinu, jafnvel þegar talið hefur verið upp úr kjör- kössunum. Framsókn vegur salt, Kvennalisti er í uppnámi og kratar skiptast í tvo hópa. Þetta er rétti tíminn að mati Katrínar Fjeldsted, til þess að sýna hvers Sj álfstæðisflokkurinn er megnugur. Sjálfstæðisflokkurinn einkennist af mikilli breidd í skoðunum. Fijáls- hyggjan er þar á öðrum pólnum, og hefur reyndar um skeið sett mark sitt mjög á umræðuna. Nú er tími harðrar einkavæðingarstefnu liðinn. Fyrstu merki þess var stefnubreyting (póiitísk U-beygja) fyrir borgar- stjómarkosningar vorið 1994. Þótt heldur kæmi hún seint varð hún þó líklega til þess, að flokkurinn fékk 7 menn kjörna af 15 í stað þeirra 5 sem spáð hafði verið mánuðum sam- an. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru samt að stærstum hluta til fólk sem styður mennta- og velferðar- kerfíð, en vill jafnframt frelsi ein- staklingsins. Flokknum hefur bara ekki tekizt að sýna að frjálst framtak getur verið uppistaða veiferðar en er ekki andstæða við hana. Nú þegar Framsóknarflokkurinn vegur salt milli borgaralegra afla og vinstrimennsku, Kvennalistinn er í uppnámi út af forvalsmistökum og kratar skiptast í sósíalkrata og fijáls- hyggjumenn, er rétti tíminn til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni svo ekki verði um villzt hvers hann er megnugur. Þess vegna verða áherzl- ur við stefnumörkun nú að vera skýr- ar. Stöðugleiki í efnahagsmálum, lægri skattar, hiklaus stuðningur við skynsamlega rekið velferðarkerfi, öflug menntun, vestrænt samstarf um lýðræði og vamir. Einstaklings- framtak, umhverfisvænir atvinnu- vegir, mannúðarstefna í hávegum höfð. Látum það sjást í verki. Höfundur er læknir. Lífróður ofurmömmunnar LEIKHÓPURINN Perlan sýnir leikverkin „Síðasta blómið í skóg- inum“ og „Mídas konung“ í Perlunni á sunnudag. Leikhópurinn Perlan Síðasta blómið í skóg- inum og Mídas konungnr Katrín Fjeldsted

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.