Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 25 AÐSEMPAR GREINAR Launastefna og verðbólga II LÁGLAUNA- VANDINN hefur verið með okkur svo áratug- um skiptir. ítrekaðar og nokkuð ærlegar til- raunir heildarsamtaka og stjórnvalda til að veita láglaunahópum forgang hafa runnið út í sandinn við það, að kauphækkun rétt- lætt af brýnum nauð- þurftum hefur gengið upp allan stigann og jafnvel orðið frekari gliðnun við ýmsa sér- aðstöðu og sérgildi sérhæfðari stétta. Þetta bendir annars vegar til þess, að málstaðurinn sé fremur félags- legur en hagrænn, þar sem vinnu- markaðurinn meti starfsmenntað- an og sérhæfðan vinnukraft æ meira en almennan og ólærðan, og hins vegar til þess að láglauna- fólkið hafi í minna mæli beitt þeirri aðferð að sérgreina sig til gildis- auka, og hefur þó stefnt í þá átt. Fjölþætt og markviss mannafla- stefna þarf til að koma að leysa úr þessari mótsögn milli hagrænna afla og félagslegra óska. Þess í stað hafa ýmsir viljað flýja af hólmi raunverulegra lausna og lögbjóða lágmarkslaun, miðuð við einhveija framfærsluviðmiðun. Reynslan sýnir, að slík aðgerð á hlut að því að færa vandann í harðan hnút, fjarlægja ungdóminn vinnumarkaðnum og mynda von- lítinn múg á opinberu framfæri. Enda finnst engin slík föst viðmið- un, heldur er háð margbreytileg- um fjölskylduaðstæðum, og í öllu falli utan valds og vörðunar hugs- anlegs vinnuveitanda. Ráðlegg- ingar OECD um sveigjanlegan vinnumarkað hafa ekki síst gengið gegn svo fráleitum „úrlausnum“. Eftir stendur það eitt ráð að reyna enn í alvöru að takmarka almenna kauphækkun sem mest við lægri launin. Er þó borin von, að haldi, nema mönnum lærist betur að hafa hemil á hæstu launaflokkun- um. Stöðugleiki og sveigjanleiki Þeirri kenningu hefur mjög verið haldið á loft, að stöðugleikinn að undanfömu hafi verið sérstaklega á kostnað launþega, sem með því móti hafi eignast innistæðu, og sé hún nú fallin til útborgunar. Rétt er, að launþegar og forystumenn þeirra hafa sýnt lofsverða stillingu á örðugum tímum og átt þar með dijúgan hlut að því að rétta við hag þjóðarbús og atvinnuvega. En þeir gerðu það fyrst og fremst sjálfum sér í hag út frá raunsæju mati á þröngum skorðum þjóðar- búsins. Þannig hafa þeir varðveitt atvinnu sína betur en efni stóðu annars til og víðast hefur tekist og búið í haginn fyrir varanleik hennar og þróun til bættra kjara. Þar með hefur hins vegar ekki myndast nein innistæða til síðari tíma, heldur verða efnahagsskil- yrði, framleiðni og viðskiptakjör hvers tíma að standa undir sam- tíma launakjörum. Lítils háttar viðskiptaafgangur eftir langt tímabil halla og skuldasöfnunar segir lítið í þessu efni, enda frem- ur niðurstaða innlends sparnaðar en afkomu í atvinnurekstri. Hætt er við því, að með ákefð sinni í að taka út „innistæðuna" hjá stöðugleikanum gætu launþega- samtökin ekki áðeins fórnað hon- um heldur og fleygt barni atvinnu- og tekjuhagsmuna sinna út með baðvatni stöðugleikans. Gamalkunn hag- fræðileg hugmynd hefur skotið upp koll- inum í nýju gervi, jafnvel svo að tala megi um endaskipti á samhenginu. Efna- hagsþróunin útheimt- ir sveigjanlegar af- stöður verða og launa á markaðnum. Torvelt er um lækkun samn- ingsbundinna launa og sumra verða, svo að aðlögun þeirra verður að gerast með mismikilli hækkun, þ.á m. með verðáhrif- um launahækkana. Þessi þörf á nokkru svigrúmi þykir mæla með því að setja ekki algjörar skorður við verðbólgunni, heldur umlíða t.d. 1-2% hækkun verðlags á ári. Hér er það svigrúmið fyrir sveigj- anlega aðlögun verðhlutfalla, sem hefur gildi, ekki verðbólgan sjálf, sem brenglar fjármagnskjör og veldur ætíð óvissu og hættu á frek- ari framgangi hennar. Það eru því endaskipti á orsakasamhenginu, eða a.m.k. býður heim mistúlkun í þá veru, að tala í þessu sam- Efnahagsskilyrði, fram- leiðni og viðskiptakjör hvers tíma, segir Bjarni Bragi Jónsson, verða að standa undir sam- tíma launakjörum. bandi um kosti verðbólgunnar, svo sem gert hefur verið í framhaldi af annars skynsamlegri grein Þor- steins Ólafs hagfræðings frá því í sumar. Þegar er um að ræða almenna launahækkun, knúna fram í kjarasamningum, hefur það ekkert með sveigjanleika á mark- aði að gera. Svigrúminu hefur þá verið eytt í þvingaða heildarbreyt- ingu, án þess að nýtist til sveigjan- leika. Lokaorð Þjóðin hefur gengið í gegnum harðan reynsluskóla á undanförn- um árum, af völdum ytri áfalla en ekki síður vanbúnaði sínum til að mæta þeim, og um leið sopið seyðið af stórfelldum mistökum í hagstjórn og fjárfestingu. í harðri baráttu við þessar aðstæður hefur þó tekist að treysta undraverðan stöðugleika samfara nánast fullu fijálsræði í atvinnu- og viðskipta- Iífi. Eru þeir hagstjórnarhættir þegar farnir að skila árangri í auknum styrk út á við og fótfestu til framþróunar. Innan þeirrar umgerðar fijálsræðis til efnahags- athafna, sem þjóðin býr við, er að svo stöddu ekki mikið meira hægt að gera. Þjóðarskútan er að þessu leyti eins og skip, sem hefur feng- ið stefnuna markaða og sjálfstýr- inguna setta á. Allt veltur síðan á, hvernig áhöfnin hegðar sér: Fer hún í hár saman, ruggar skipinu og aftengir stýringuna, eða lætur hún sér nægja að skipta þeim hlut, sem inn fyrir borðstokkinn kemur. Gera verður ráð fyrir, að hún viti, hvar sé að varast grynningar og sker. Að öðrum kosti er hætt við lengri skólavist í hinum harða skóla lífsins. Höfundur er hagfræöilcgur ráðunautur í Seðlabanka, en setur fram cigin skoðanir cn ckki bankans í frreininni. Bjarni Bragi Jónsson ALDARAFMÆLI LÍÐUR BARA BÝSNA VEL Þann 21. janúar 1895 fæddusttveir dreng- ir hvor sínum megin við Eyjafjörðinn. Ann- ar þeirra var Davíð Stefánsson skáld frá Fagradal en hans er minnst á öðrum stað í þessu blaði. Hinn drengurinn lifír enn. Hann fæddist á Svínámesi á Látraströnd og hlaut nafnið Jóhann og ættamafnið Kröyer. Hann býr nú á Helgamagrastræti 9 á Akureyri og þar ræddi Guðrún Guð- laugsdóttir við hann skömmu fyrir jól. JÓHANN var þá rétt að koma heim úr læknis- rannsókn með þann úr- skurð upp á vasann að hann væri stálsleginn til heilsunnar. Kona Jó- hanns, Margrét Guð- laugsdóttir sem er tæp- um þijátíu árum yngri en maður hennar, opn- aði fyrir mér og vísaði mér upp á efri hæð hins glæsilega heimilis þeirra. I hægindastól fyrir miðri stofu sat við- mælandi minn tilvon- andi, sléttur á vangann eins og mikið yngri mað- ur, og beið þess að spjall okkar hæfist. „Faðir minn stundaði búskap og trilluútgerð og ég var kominn á sjóinn sem mótoristi á bátnum hjá honum þegar ég var þrettán ára gamall,“ segir Jóhann þegar spurt er um störf hans á yngri árum. „Það var stundum kalsamt á sjón- um, ekki voru gúmmí- stígvélin komin þá, við vorum á klofháum skinnsokkum og leðurs- kóm og svo í olíubuxum. Þetta var svo vel reimað að oftast nær slapp maður þurr nema kannski þegar þurfti að vaða upp í mitti í brim- lendingu. Látraströndin er sæbrött og klettótt, en í landinu heima var klettavogur sem hægt var að fara inn í á tólf tonna mótor- bát.“ Jóhann Kröyer lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri vorið 1915. „Ég settist í annan bekk og var tvö ár í skólanum. Það var reglulega skemmtilegur tími. Ég var umsjónarmaður í skóla og umsjónarmaður heimavistar svo ég tók verulegan þátt í skólalífinu. Frekari framhaldskólamenntun hlaut ég hins vegar ekki. Eftir námið var ég svo heima við störf hjá foreldrum mínum, sem voru allvel efnum búnir eftir því sem þá gerðist. Árið 1923 tók ég við búskapnum á Svínárnesi. Faðir minn var þá búinn að missa heils- una. Ég keypti af honum búið, þá kostaði kindin 95 krónur loðin og lembd, en svo skall kreppan á og um haustið var aðeins hægt að fá sjö krónur fyrir dilkskrokkinn. Ég var búinn að festa ráð mitt þegar þetta var, það gerði ég árið 1918. Kohan mín var Eva Pálsdóttir kaupmanns frá Hrísey. Okkar hjónaband varaði í 22 ár, þá náði hvíti dauðinn henni frá mér. Við kynntumst þannig að við lékum saman í Skugga-Sveini, hlutverk frosið til Bretlands, þar var þá aðal markaðurinn,“ segir Jóhann. „Ég var í fimm vikur í Liverpool og tvær vikur í London. Ég lærði mikið í þessari ferð. Bretar gerður sérstakar kröfur hvað kjötið varð- aði og við þurftum að keppa við kjöt frá Ástralíu. Kjötið þaðan var gott svo samkeppnin var hörð.“ Margréti Guðlaugsdóttur, seinni konu sinni, kvæntist Jóhann nær fimmtugur, hún var þá tvítug. „Við unnum saman í kjötbúð KEA. Við eigum saman eina dóttur, El- ínu Önnu, sem ber móðurnöfn okk- ar beggja. Auk þess var sonarson- ur minn, Jóhann Kröyer yngri, að nokkru leyti alinn upp hjá okkur.“ Eftir fjórtán ára starf sem kjöt- búðarstjóri hjá KEA kveðst Jóhann hafa verið búinn að fá sig fullsadd- an á þeirri vinnu. „Það var alltaf tap á kjötbúð- inni, það mátti ekki verðá neinn hagnaður á henni, ef svo hefði orðið hefðu bændurnir orðið óánægðir og talið sig ekki fá nóg í sinn hlut. Það endaði með því að ég skrifaði upp- sagnarbréf og tók fram að mér væri ljúft að halda áfram að starfa hjá KEA, en ég vildi ekki vera lengur í nú- verandi starfi. í fram- haldi af því var mér boðið að taka við Sam- vinnutryggingum og við það starf var ég þar til ég hætti störfum sjö- tugur að aldri. Saman- lagt vann ég fjörutiu ár hjá KEA. Nú er ég að verða hundrað ára og mér líð- ur bara býsna vel. Ég hef verið heilsuhraust- ur, þótt kannski sé of- sögum sagt að mér hafi aldrei orðið mis- dægurt. Það verður að heita að ég hafi verið sæmilegur reglumaður á tóbak og áfengi, ég hef neytt þess, en í hófi. Hvað mataræði snertir má segja að ég hafi borðað allt „sem að kjafti kemur“. Það þekktist ekki í mínum uppvexti nokkuð sem heitir matvendni. Ég hef alltaf haft gaman af að skemmta mér, dansaði einsog fífl fram eftir öllum aldri en hætti því þegar ég fór að þyngjast á fæti.“ Um pólitík og trúarskoðanir sín- ar er Jóhann fáorður. Segist að vísu hafa gerst framsóknarmaður þegar hann fór að starfa fyrir KEA, en aldrei tekið virkan þátt í pólitísku starfi. „Og ég trúi svona passlega á framhaldslíf," bætir hann við. Þegar Jóhann er spurður hvernig honum lítist á samfélagið í dag segir hann: „Það er nú það, mér líst ekki betur en svo á það að ef ég mætti stjórna þá hefði ég helst viljað byltingu." Svo hlær hann við og segir: „Annars skaltu ekki taka mig alveg bókstaflega. - En eitt vildi ég að minnsta kosti segja: Ég fæ ekki skilið, að það sé einhver þjóðarnauðsyn að allur þorri almennings í landinu hafi svo lág laun, að fólk í fullri vinnu skuli ekki geta lifað af launum sínum.“ Og hér bregður fyrir í fyrsta sinn ofurlitlum votti af skaphita hjá þessum hógværa aldraða manni. Að svo mæltu kveð ég Jóhann Kröyer, sem enn er svo óbugaður af elli sem raun ber vitni, þrátt fyrir að æviárin séu orðin hundrað. JÓHANN Kröyer og kona hans Margrét Guðlaugsdóttir. Haraldar og Ástu. Einkasyni okkar gáfum við nafnið Haraldur og svo áttum við fósturdóttur sem Ásta heitir. Eftir að við höfðum misst megnið af eigum okkar þegar kreppan skall á fluttum við austur á Norðfjörð, ég fékk þar atvinnu við fískverkun hjá verslun Konráðs Hjálmarssonar, ég var vanur slíkri vinnu heiman frá Svínárnesi. Þar eystra var ég í þijú ár þá fékk ég vinnu hjá KEA á Ákureyri og flutti þangað með fjölskylduna. Nokkru seinna tók ég við útibúi KEA í Ólafsfirði og var þar í fimm ár. Það gekk ansi vel, þótt ég segi sjálfur frá, ég stóijók þar alla umsetningu." Að liðnum þessum tíma á Ólafs- firði tók Jóhann við starfi kjötbúð- arstjóra KEA á Akureyri og flutti þá þangað aftur með fjölskyldu sína. „Fáum árum seinna, árið 1936, tókum við okkur saman nokkrir starfsmenn KEA og mynd- uðum byggingarsamvinnufélag og byggðum okkur hús hér við Helga- magrastræti og i því húsi hef ég átt heima síðan,“ segir Jóhann. Eftir að Jóhann tók við kjötbúð KEA var hann sendur til Bretlands til þess að kynna sér betur kjöt- mat. „Þá var allt lambakjöt selt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.