Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 27
26 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DAVIÐ
ÞEGAR Davíð Stefánsson kvaddi sér hljóðs kvað
við nýjan tón í íslenzkri ljóðlist. Hann gekk,
ungur og ferskur, fram á sviðið og einstæð rödd
hans heyrðist víða enda var tungutakið nýtt og
öðruvísi enn menn áttu að venjast. Því fylgdi fersk-
ur blær og annar en hefðbundinn skáldskapur bauð
upp á. Samt var skáldskapur Davíðs hefðbundinn
að formi þótt innihaldið væri með nýstárlegum
hætti.
Það var eins og þjóðfélagið hafi þurft á þessum
ísabrotum að halda ef marka má þær viðtökur sem
skáldið hlaut. Má ætla að þær hafi verið betri og
almennari en skáld hafa átt að venjast hér á landi.
Kveðskaparþjóðin eignaðist skáldskap um frelsi og
ástir sem beðið hafði verið eftir, enda nærðist skáld-
skapur hans á þjóðfélagi í deiglu og þá ekki síður
þeim gamla arfi sem var innsti kjarni þess fólks
sem barðist fyrir sjálfstæði sínu með arfleifð sina
að vopni og þær vongóðu og allt að því rómantísku
væntingar sem slíkum hugsjónum eru samfara.
Þjóðin fann þennan tón í Ijóðum hins unga skálds
og ákvað þá þegar að hún og skáldið ættu samleið.
Það var síður en svo vegna þess að hún ætti ekki
völ á öðrum skáldskap, því hann var hátt á hrygg-
inn reistur með Einar Benediktsson í broddi fylking-
ar og önnur þau skáld sem mörkuðu sín djúpu spor
í menningarsögu okkar. Þrátt fyrir Jóhann Sigur-
jónsson og Stefán frá Hvítadal og aðra þá sem
breyttu erlendu nýnæmi í íslenzkan veruleika með
svo eftirminnilegum hætti að við búum að því enn,
kom Davíð eins og vorhlýir vindar og leysti úr læð-
ingi þann íslenzka skáldskaparveruleika sem átti
spöl í landi með þjóðinni fram undir miðja öldina.
En þá urðu ný ísabrot og veitti ekki af.
Nýr tími gekk í garð eftir hildarleik heimsstyrj-
aldarinnar og ungu skáldin gerðu sér ljóst að sú
gamla hefð sem við höfðum búið.við öldum saman
var gengin sér til húðar og væri á góðum vegi að
breytast í venju og kæk, ef ekki yrði brugðizt við
af afli og einlægni. Þá komu nýir spámenn til sög-
unnar og má til sanns vegar færa að Steinn Stein-
arr hafi verið einskonar forystumaður þeirra þótt
skáldskapur hans hefði ávallt verið með hefðbundn-
um hætti öðrum þræði.
Davíð sætti sig ekki við þessa þróun og lenti upp
á kant við hana, öllum til óþurftar og raunar leið-
inda. Ágreiningur Steins og Davíðs voru óþarfar
andlegar kræsingar, en við slíku má alltaf búast
þegar nýr tími gengur í garð og gamalt og nýtt
tekst á. Á þessum árum var Davíð þjóðskáldið, en
nýskáldin allt að því fyrirlitin. En þróunin varð
þeim hagstæð og eftir dauða Davíðs tók að fyrnast
yfir skáldskap hans. Það var slæm þróun fyrir ís-
lenzkt þjóðlíf og menningu, svo mikilvægur og gef-
andi sem skáldskapur Davíðs er.
Það er því kominn tími til að hann endurheimti
sinn fyrra sess og skipi hann ásamt öðrum þeim
skáldum íslenzkum sem hafa hvað mest auðgað
skáldskapararfleifð okkar og hefðbundna ást á ljóð-
list.
Þess er að vænta að hundrað ára afmæli hins
ástsæla skálds verði til þess að minna rækilega á
fegurstu og beztu verk hans því þau eru meðal
helztu dýrgripa sem okkar hafa verið gefnir. Það
eru ekki einstaklingar eða ákvörðun þeirra sem
hafa síðasta orðið, heldur tíminn sem kemur okkur
alltaf í opna skjöldu og fer sínu fram hvað sem
hver segir. Nú er skáldið unga frá Fagraskógi enn
í fylgd með honum, því tíminn tengir sig við þá sem
skilja eftir sig mikilvæg verðmæti, hvað sem öllum
átökum, já, hvað sem allri samtíð líður.
ALÞÝÐUFLOKKUR Á REYKJANESI
Snýstum
stílog
áherslur
FJÖLMARGIR blaðamenn mættu á fund Guðmundar Árna Stef-
ánssonar þegar hann í septembermánuði gerði grein fyrir sjónar-
miðum sínum. Það stöðvaði ekki atburðarásina sem endaði með
afsögn hans sem ráðherra.
af
INNLENDUM
VETTVANGI
Þau mál sem leiddu til afsagnar Guðmundar
Áma Stefánssonar úr embætti félagsmálaráð-
herra vaka í undirmeðvitund kjósenda í prófkjörí
Alþýðuflokksins. Á yfirborðinu er ekki að sjá að
þau valdi framb]'óðandanum teljandi erfíðleikum
í baráttunni við Rannveigu Guðmundsdóttur um
forystusætið, hvað svo sem gerist í kjörklefanum.
Helgi Bjamason kynnti sér viðhorf frambjóð-
enda og spáir í spilin fyrir prófkjörið.
Rannveig og Guðmundur Árni
eru sammála um að málefnaágrein-
ingur sé ekki teljandi milli þeirra,
þau hafi yfirleitt staðið fyrir sömu
viðhorf í flokknum. „Þetta snýst
frekar um stíl og áherslur," segir
Guðmundur Árni. Hann leggur
áherslu á að flokkurinn þurfi öflug-
an málsvara og að æskilegt sé að
hann sem varaformaður fái góða
kosningu. Rannveig leggur frekar
áherslu á reynslu sína, sáttasemj-
arahlutverk á erfiðum tímum í
flokknum og að hún sitji nú í for-
ystusæti listans.
„Gerandi, ekki talandi"
„Ég er gerandi í pólitík, ekki
talandi. Tel að til séu nógu margir
stjórnmálamenn sem tala en of fáir
sem framkvæma. Gerendum er
hættara við mistökum og fá á sig
meiri gagnrýni en skilja aftur á
móti eftir sig fleiri verk í pólitík,“
segir Guðmundur.
Hann segir að kosningabaráttan
hjá alþýðuflokksmönnum á Reykja-
nesi komi í beinu framhaldi af próf-
kjörinu. „Hvernig sem mál þróast
verður Alþýðuflokkurinn áfram fyr-
ir gagnrýni. Honum er því
þörf á öflugum málsvara
í kosningabaráttunni."
Segir Guðmundur Árni að
________ átök hafi verið milli ein-
“ staklinga í flokknum á
undanfömum mánuðum og vilji
hann leggja sitt af mörkum til að
flokkurinn geti komið einhuga fram
fyrir kosningarnar. Leiðin til þess
sé að hann sem varaformaður
flokksins fái traust til að leiða list-
ann.
„Róandi áhrif “
Rannveig segir að lengi hafi leg-
ið fyrir að bæði sæktust eftir fyrsta
sætinu sem hún hafi skipað síðustu
árin, eða frá því breytingar urðu í
þingmannahópnum. Telur hún eðli-
legt að hún skipi það sæti áfram
og bendir á mikla stjórnmála-
TVEIR þingmenn úr hópi
helstu forystumanna Al-
þýðuflokksins sækjast
eftir efsta sætinu á fram-
boðslista flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi. Rannveig Guðmundsdóttir
er núverandi félagsmálaráðherra,
fyrrverandi þingflokksformaður og
varaformaður flokksins. Guðmund-
ur Árni Stefánsson er núverandi
varaformaður og fyrrverandi fé-
lagsmálaráðherra. Bæði komu inn
í landsmálin efti'r langan feril I
sveitarstjórn, Rannveig úr bæjar-
stjóm Kópavogs og Guðmundur
Árni sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Barátta þeirra setur mestan svip á
prófkjör Alþýðuflokksins sem fram
fer í dag og á morgun.
Frambjóðendur hafa sammælst
um að kaupa ekki auglýsingar og
því hefur verið frekar hljótt um
prófkjörið. Frambjóðend- ______
ur og stuðningsmenn
reyna þó að ná til kjós-
enda með fundum, sím-
hringingum og útgáfu-
starfsemi og fer próf-
kjörsbaráttan mest fram á þeim
vettvangi.
Mismunandi ímynd
Töluverð barátta er einnig um
þriðja sætið milli Petrínu Baldurs-
dóttur þingmanns úr Grindavík og
Hrafnkels Óskarssonar læknis úr
Keflavík en þau gefa bæði kost á
sér í 2.-3. sæti listans. Þá gefa
þrír frambjóðendur kost á sér í 3.-4.
sæti, Elín Harðardóttir matreiðslu-
meistari úr Hafnarfirði, Garðar
Smári Gunnarsson verkstjóri úr
Hafnarfirði og Gizur Gottskálksson
læknir úr Garðabæ.
GuAmundar-
mál vaka
undir niðri
reynslu sína, fyrst í
sveitarstjórn armálum
og síðan í landsmálum.
Sem kona hafi hún orð-
ið til að bijóta ýmsa
múra á þessu sviði og
sé stolt af því en segir
óþolandi hvað það þyki
sjálfsagt að karlar
hljóti forystusætið og
bendir í því sambandi
að hún eigi mun lengri
stjómmálaferil að þaki
en Guðmundur Árni.
„Óháð því býð ég mig
nú fram til að axla
áfram þær skyldur að
vera oddviti listans í
Reykj aneskjördæmi, “
segir hún.
Hún bendir einnig á
að vegna þess að ekki
hafi verið átök í kring-
um sig megi vera að
fólk telji forystu hennar
á listanum hafa róandi
áhrif eftir þau innan-
flokksátök sem verið
hafi í Alþýðuflokknum.
Áhrif
afsagnarmálsins
í kynningu stuðn-
ingsmanna Rannveigar
og stuðningsgreinum í
blöðum er meðal ann-
ars lögð áhersla á heið-
arleika og heilbrigða
siðferðiskennd frambjóðandans.
Aðspurð segist Rannveig ekki telja
að með þessu sé verið að vísa til
þeirra atburða sem leiddu til af-
sagnar Guðmundar Árna sem ráð-
herra fyrr í vetur. „Ég vona það
ekki, ætlunin er ekki að leggja að
öðrum frambjóðendum. Ég vil ná
árangri út á kosti mína frekar en
samanburð við aðra,“ segir hún.
„Ég les- það ekki úr þessum orð-
um,“ segir Guðmundur Árni spurð-
ur um það sama. „Ég vil
heyja þessa prófkjörsbar-
áttu á grundvelli þess sem
ég er og stend fyrir, þann-
ig berst ég.“ Hann segist
telja að málið sitji enn í
einhveijum en hann hafi fundið
mikinn stuðning frá kjósendum,
bæði innan Alþýðuflokksins og
utan, sem hefði þótt fjölmiðlaum-
fjöllunin ósanngjöm.
Þrátt fyrir þessi orð frambjóð-
endanna er ljóst af viðtölum að þau
mál sem komu upp í aðdraganda
afsagnar Guðmundar Árna og
ákvörðunin sjálf vaka í undirmeð-
vitundinni hjá væntanlegum þátt-
takendum í prófkjörinu og hefur
áhrif á afstöðu þeirra til Guðmund-
ar Árna, bæði með og á móti. Guð-
mundur Árni er í raun að leggja
málin í dóm stuðningsmanna
flokksins í kjördæmi
sínu og leita eftir upp-
reisn æru hjá þeim.
Útkoman hlýtur að
ráða miklu um póli-
tíska framtíð hans, að
minnsta kosti' næstu
árin.
Frambjóðendur
hafa hlutverkaskipti
Erfitt er að ráða í
stöðuna, einmitt vegna
þess máls sem hér er
nefnt, því flestir hafa
tekið ákveðna afstöðu
til málsins á sínum
tíma. Á yfirborðinu er
ekki að sjá að málið
valdi Guðmundi Árna
teljandi erfiðleikum í
prófkjörsbaráttunni,
hann virðist á góðri
siglingu, hvað svo sem
gerist í kjörklefanum.
Það er eins og Rann-
veig og Guðmundur
Ámi hafi haft hlut-
verkaskipti í þessari
baráttu og viðurkennir
Rannveig það. Hún var
í 3. sæti listans við síð-
ustu kosningar og
færðist upp í oddvita-
sætið þegar þingmenn-
imir sem fyrir ofan
hana vom hurfu til
annarra starfa. Guð-
mundur Árni var varaþingmaður
til sama tíma. Staðan nú er hins
vegar sú í hugum margra að Rann-
veig sé að sækja að Guðmundi
Árna en ekki öfugt. Rannveig seg-
ist hafa orðið vör við þessa ímynd
sem gert hefur baráttu hennar erf-
iðari.
Suðurnesjamenn kljást
Nær öruggt má teljast að sá
frambjóðandi sem tapar í barátt-
unni um fyrsta sætið
hljóti annað sætið.
Keppnin um þriðja sætið
virðist vera milli tveggja
suðumesjamanna, Petr-
ínu Baldursdóttur alþing-
ismanns úr Grindavík og Hrafnkels
Óskarssonar læknis úr Keflavík en
aðrir frambjóðendur fá vafalaust
mörg atkvæði í það sæti einnig.
Það er mat margra að Petrína
standi vel að vígi í baráttunni enda
er keppinautur hennar lítið þekktur
utan eigin byggðarlags.
Suðumesjamenn Qölmenntu í
prófkjör Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks fyrr í vetur og settu
mark sitt mjög á þau. Hrafnkell
kemur úr stærra bæjarfélagi en
Petrína og við mikla þátttöku á
svæðinu getur saxast á forskot
þingmannsins.
Rannveig
Guðmundsdóttir
Guðmundur Árni
Stefánsson
Hver er að
sækja að
hverjum?
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 27
Landssöfnunin Samhugur í verki fær eindreginn stuðning þjóðarinnar
Gefið án tillits til
aldurs eða efnahags
SEX ára gömul stúlka opnaði spari-
baukinn sinn í gær og gaf allt sem-
þar var í landssöfnunina Samhugur
í verki, landssöfnun vegna náttúm-
hamfaranna í Súðavík. Séra Pálmi
Matthíasson, talsmaður söfnunar-
innar, segir framlag stúlkunnar ekki
einsdæmi, ótal dæmi séu um vilja
einstaklinga og fyrirtækja til að
leggja söfnuninni lið.
„Attræð kona gaf tæplega eina
milljón króna, eldri borgarar hafa
ákveðið að gefa dagpeninga sína í
eina viku, starfsfólk á sjúkrahúsi
ákvað að gefa daglaun sín, sauma-
klúbbur í Vesturbænum sem hafði
fyrirhugað sólarlandaferð gaf and-
virði hennar, framhaldsskólanemar
hafa margir hveijir gefið ferðasjóði
sína og meðal annars útgerðarfyrir-
tæki hafa verið mjög öflug við að
láta eitthvað af hendi rakna.
Börn hafa sent vasapeninga
Böm í leikskólum og gmnnskóla-
nemar hafa sent vasapeninga sína,
bæði stóra og smáa, ótal dæmi em
um að konur hafi ekki gefið mönnum
sínum blóm á bóndadaginn heldur
gefíð andvirði blómvandar til söfnun-
arinnar. Starfsmannahópar hafa
hætt við leikhúsferðir, kvöldverði á
veitingahúsum og árshátíðir og gefið
andvirði þeirra í söfnunina. Fjöldi
einstaklinga hefur einniggefið stórar
upphæðir, og þeir sem eiga minnst
gefa oft hlutfallslega mest. Fólk
gefur eftir efnum og ástæðum en
um allt land leggst fólk á eitt um
að gefa.
Um 600 sjálfboðaliðar
Söfnunin hefur mikinn hljóm-
grunn, auk þess sem fjölmiðlar hafa
aldrei áður sameinað kraft sinn með
þjóðinni í þágu eins verkefnis af
þessum toga. Fólki er mikið niðri
fyrir vegna harmleiksins í Súðavík,
hluttekningin heyrist í röddum þeirra
sem hringja, og allir vilja láta gott
af sér leiða,“ segir Jón Axel Ólafs-
son, fulltrúi íslenska útvarpsfélags-
ins í stjórn söfnunarinnar.
. ^ Morgunblaðið/RAX
SEÐ yfir Súðavík. Eyða er í mitt þorpið, þar sem snjóflóðið féll og jafnaði húsin við jörðu. Ofarlega til hægri
er frystihús Frosta, þar sem stjórnstöð björgunaraðgerða var. Á neðri myndinni lítur Sigurður Andri Hjör-
leifsson, sjálfboðaliði í landssöfnuninni, á spjald sem á er prentuð heildarupphæðin, sem safnazt hefur.
Morgunblaðið/Kristinn
Síðdegis í gær var 30 símalínum
bætt við þær 30 línur sem miðstöð
söfnunarinnar hafði til umráða, til
að taka við þeim hringingum sem
voru í vændum á meðan átakið næði
hámarki í gærkvöldi hjá ljósvaka-
miðlum. Framlög bárust jafnt og
þétt í gær, bæði símleiðis og beint
inn á bankareikning söfnunarinnar.
Á milli 500-600 sjálfboðaliðar
störfuðu að söfnuninni I gær.
„Við erum fyrst og fremst snortin
og þakklát yfir þeim hug sem þjóðin
sýnir í verki. Ég átti langt samtal í
gær við Sigríði Hrönn Elíasdóttur,
sveitastjóra Súðavíkur, sem kom á
framfæri þökkum allra Súðvíkinga
sem eru meiri en orð fá lýst fyrir
þann samhug sem fólk sýnir þeim í
yfirstandandi sorgum," segir Pálmi.
Ávarp biskups
BISKUPINN yfir íslandi, Ólafur
Skúlason, flutti í gær eftirfarandi
ávarp í tengslum við söfnunina
„Samhugur í verki":
Náð sé með yður og friður frá
Guði föður vorum og Drottni Jesú
Kristi. Amen.
Mér er það meira en ljúft að nota
þetta tækifæri til þess að þakka,
þakka fjölmiðlum. Það er að þeirra
frumkvæði, að íslendingum gefst
kostur á því að sýna hug sinn í því
tákni, sem fé okkar er, og gefa þeim,
sem svo mikið hafa misst. Það eru
mér forréttindi að þakka fjölmiðlum,
bæði þetta og eins, hvernig þeir hafa
fjallað um viðkvæmt mál, þar sem
smáviðvik frá varfærni og mýkt,
hefði skilið eftir sig dýpri sár og
aumari und.
Þó er ég ekki kominn hingað að
morgni annars dags söfnunar vegna
íbúa Súðavíkur til þess fyrst og
fremst að segja þetta. Aðaltilgangur
minn er að beina hug hlustenda til
hæða. Að biðja ykkur um að sjá eins
og svo glöggt hefur komið í ljós vik-
una alla, að það sem fyrr fyllti yfir-
leitt hug okkar er ekki þess virði að
ríki þar, þegar borið er upp að hinu
stóra og ógnþrungna. Það hefur ver-
ið lágt og lítið sem áhugi
alltof margra hefur
beinst að og fangað at-
hygli, - þangað til við
vorum hryssingslega'
hrifin af lágum beði og
neydd til að horfa á
það, sem í raun skiptir
máli.
Örlögin eru . aldrei
trygg. Það eru fleiri en
harmkvælamaðurinn
Job, sem hafa sagt: „Því
að óttaðist ég eitthvað,
þá hitti það mig, og það
sem ég hræddist, kom
yfir mig.“ (Job. 3,25.)
Landið okkar fagra og
hátignarlega getur sýnt ýmsar hliðar
og þarf þó ekki náttúruhamfarir ein-
ar til þess að valda óvissu. Slys á
götum, slys á sjó, slys í lofti, já, jafn-
vel og ekki sýst slys á heimilum eru
ekki aðeins tíð heldur eins og fylgi
dögum. Það er þess vegna engin
furða þótt margt valdi kvíða, ótta
og kalli fram beyg. Það fylgir því
að vera maður, sem hugsar, sem
byggir á reynslu og þekkir mismun
brauta.
En Job sem allir þeir, er vilja
beygja eyra að öðru en
ógn umhverfis, og
hlusta eftir rödd Föður-
ins himneska, þiggja
líka líkn, þótt síst skuli
loka augum fyrir hætt-
um og áföllum, já, þeim
myrkasta örlagavaldi,
sem er dauðinn sjálfur.
Og þá heyra þeir ekki
aðeins um kærleika,
heldur sjá hann í Jesú
Kristi. Hann er kærleik-
urinn holdtekinn, vonin
sem lifir, framtíðin sem
hann opinberar í bjartri
eilífð.
Það er á hann, sem
ég bendi. Bendi þeim, sem sorgin
hefur vitjað með svo ógnþrungnum
hætti. Og ég hrópa til þeirra, sem
fjær hafa staðið og hvet þá til þess
að láta ekki hið lága fylla vitund að
nýju, heldur hafa augu opin og eyru
næm fyrir því, sem eitt skiptir máli,
svo allt annað bliknar andspænis,
jafnvel dauðinn, já, ekki síst hann.
Af því að Jesús Kristur er lífíð og
hann gefur okkur hlutdeild í því með
sér.
Ég tala þess vegna um lífið, þegar
ég beini orðum til sorgmæddra Súð-
víkinga sem landsmanna allra, lífið
í Jesú Kristi. Sorgin er raunveruleg,
hún er líka eðlileg, en þegar við leyf-
um honum að leggja ljúfa hönd að
aumri und, fær sorgin líka annan
svip. Það gerist, þegar vonin leikur
um hana og trúin opnar dyr að himn-
um sjálfum.
Biðjum því Drottin um líkn. Hann
líkni þeim, sem þjást, þjást á sálu,
þjást á líkama, þjást í vonbrigðum
vonleysis. Hann snerti alla og opni
skjá mót himni, svo við fáum að líta
dýrð drottins.
Já, blessa þú himneski faðir
byggðir lands og landsmenn alla.
Vitjaðu þeirra, sem skuggar ógna
og lát bjarma eilífðar leika um hvem
og einn.
Og svo sem við felum þér þá, sem
enn eru á meðal okkar, þá gleymum
við síst þeim, bömum sem fullorðn-
um, er ekki áttu afturkvæmt í samfé-
lag ástvina eftir örlagamorguninn
harða. Leið þá í himni þínum og lát
frið ríkja í sálum okkar allra.
í Jesú nafni biðjum við, og hjá
honum þiggjum við líkn og von, þótt
hættur hverfi aldrei. Heyr þú bænir,
Drottinn Jesús, Amen.“