Morgunblaðið - 21.01.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 29
AÐSEIMDAR GREIIMAR PRÓFKJÖR
Rannveig framkvæmir
- og lætur verkin tala
í STUTTRI ráðherratíð hefur
Rannveigu Guðmundsdóttur tekist
að hrinda í framkvæmd viðamiklum
málum sem rekið hafa á reiðanum
í all langan tíma.
Stórmálum sem varða einstak-
linga sem hafa ekki notið sama
réttar og aðrir þegnar landsins.
Þrátt fyrir stutta ráðherratíð Rann-
veigar er af mörgu að taka.
Fyrst er að nefna rétt heyrnar-
lausra til táknmálstúlkunar. Það er
mál sem búið er að liggja (nánast)
óhreyft í félagsmálaráðuneytinu sl.
sex ár.
Heyrnarlausir hafa búið við það
óréttlæti að geta ekki tekið virkan
þátt í samfélaginu sökum þess að
eiga ekki greiðan aðgang að tákn-
málstúlkun. Þeim hefur verið mis-
boðið of lengi og löngu tímabært
að þeir fái notið nauðsynlegra sam-
skipta við aðra og fari ekki á mis
við lögvarin réttindi sín.
Fagleg, góð túlkaþjónusta heyrn-
arlausra í samskiptum við aðra
hjálpar þeim til að hafa
greiðan aðgang að
samfélagi sínu og kem-
ur í veg fyrir einangrun
þeirra.
Sem félagsmálaráð-
herra hefur Rannveig
sýnt vilja sinn til þess
að rétta hlut þessa hóps
með því að tryggja rétt
hreymarlausra til túlk-
unarþjónustu í framtíð-
inni. I tillögum Rann-
veigar sem ríkisstjórnin
hefur samþykkt leggur
hún áherslu á að skipuð
verði nefnd, sem á að
finna heppilegar lausnir
til úrbóta. I tillögum
sínum leggur Rannveig áherslu á
að stuðlað verði að lausnum til
bráðabirgða meðan beðið er eftir
niðurstöðum nefndarinnar. Það
verði gert með þeim hætti að veita
fjármagn til táknmálstúlkunar.
Síðan er áætlað að setja reglur
um rétt heymarlausra
til táknmálstúlkunar
sem taka gildi í febr-
úar og gildi þar til
frambúðarlausn er
fengin.
Með þeim öðlast
þeir rétt til táknmáls-
túlkunar í viðskiptum
við opinberar stofnan-
ir. Einnig mun félags-
málaráðherra beina
þeim tilmælum til
sveitarfélaga að þau
veiti heyrnarlausum
þennan rétt, svo þeir
geti átt þess kost að
geta tekið virkan þátt
í tómstunda- og menn-
ingarstarfi.
Fyrir heymarlausa er þetta stórt
skref í réttindamálum þeirra. Al-
menningur gerir sér ef til vill ekki
grein fyrir því misrétti sem heym-
arlausir hafa mátt sætta sig við í
gegnum tíðina.
Sólveig Helga
Jónasdóttir
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
780. þáttur
Hafðak endr
Ynglings burar,
ríks konungs,
reiði fenpa;
drók djarfhott
of dokkva skgr,
létk hersi
heim of sóttan,
Þessi vísa er úr Arinbjarnar-
kviðu sem eignuð er Agli Skalla-
grímssyni. Hver má trúa því sem
vill um aldur hennar og upp-
runa. Svo sem nafnið Arin-
bjarnarkviða bendir til, er vísan
með kviðuhætti. Eins og hún
er prentuð hér, er hátturinn al-
veg reglulegur, átta vísuorð
(braglínur) og þrjú atkvæði í
frumlínum og fjögur í síðlínum.
Nú skal reynt að endursegja
vísuna á nútímamáli, en verður
svolitlum vandkvæðum bundið,
þar sem skáldið hefur brugðið
til líkingamáls: Ég hafði áður
orðið fyrir reiði hins volduga
konungs af Ynglingaætt. Eg
(dökkhærði maðurinn) tók í mig
kjark (setti dirfskuhattinn yfir
dökka hárið) og heimsótti kon-
ung.
Vísan á að vera frá ferð Eg-
ils til Eiríks blóðöxar Haralds-
sonar hárfagra, en þeir lang-
feðgar röktu ætt sína til Yng-
linga, afkomenda Yngva. Freyr
sjálfur hét öðru nafni Yngvi, og
kunnu menn að rekja ætt til
hans lið fyrir lið.
Bur er sonur, sá sem borinn
er (í heiminn), sbr. að eiga böm
og buru, tvíburar og allt það.
Ríkur merkti að fornu voldug-
ur, sbr. ríki, og nafn Eiríks
merkir annaðhvort „einstaklega
voldugur" eða „sívoldugur“, og
má einu gilda. Völdum fylgir oft
auður, og því breyttist merking
lýsingarorðsins ríkur í það sem
við þekkjum nú best.
Djarfhöttur er „dirfskuhatt-
ur“, og þetta er líkingamál.
Höttur beygðist eins og köttur.
Snautlegt þætti okkur nú, ef
köttur hefði breyst í *kattur,
eins og höttur í hattur. Málið
er duttlungafullt sem betur fer.
Skör er skorið hár. Það var
fremur á körlum en konum, enda
var kvenhár nefnt haddur.
Geislaflóð sólarinnar nefndi Páll
Ólafsson hadd, enda hefur hann
líklega séð sólina í líki fagurrar
konu. Páll var skarpskyggn á
kvenlega fegurð. Merkilegt er
að sol í latínu skuli vera karl-
kyns.
Hersir er einhvers konar her-
foringi, í þessu dæmi konungur,
enda fór herstjórn og konung-
dæmi jafnan saman í fymsku.
Láta er höfð hér sem óeigin-
leg hjálparsögn. Það merkir að
sögnin er aðeins notuð til þess
að mynda samsetta tíð, í þessu
dæmi þátíð: lét sóttan er
= sótti. Sú bábilja hefur verið
kennd að nútíð og þátíð séu
ætíð ósamsettar, en frá því eru
veigamiklar undantekningar.
★
Hlymrekur handan kvað (með
rímhnykkjakveðju til Sverris
Páls sem hér með er komið til
skila):
Þótti á vertshúsum vel syngja Geiri,
en vera hljóð Samúels ringjafleiri.
Svo döpruðust dáðir,
þeir drukku á sig náðir
úti á dalli á Helsingjaeyri.
★
Baldur Pálmason er einn
þeirra baráttumanna sem aldrei
lætur sverð sitt digna í sókn og
vörn fyrir góðri íslensku. Hér
koma nokkrir punktar frá hon-
um fyrr og síðar:
1) Hann er á móti þeim vælu-
tón allmargra að tala svo, að
hitt eða þetta gerist „hér uppi á
skerinu“ eða „hér uppi á klakan-
um“. Hann er að vonum andvíg-
ur því að menn niðurlægi föður-
land sitt með þvílíku orðalagi.
2) B.P. er sammála pistlahöf-
undi um „ádrepuna sem þú veitt-
ir sagnarómyndinni að funda“.
Höfundi þykir gott að eiga liðs-
mann og skoðanabróður í Baldri
Pálmasyni.
3) Þá vill hann að menn
gleyrrri ekki orðinu kornabarn
sem öðru heiti er nefnt ung-
barn, en stundum með lakara
orði „ungabarn" [og jafnvel í
flugstöðvum „infant"].
4) B.P. mislíkar að ég skyldi
taka athugasemdalaust úr Guð-
mundar sögu (byskups) þol-
fallsmyndina „Már“ fyrir Má.
Umsjónarmaður var aðeins að
sýna gamalt mál, en ekki óbeint
að mælast til að menn tækju
þessa orðmynd sér til fyrirmynd-
ar.
5) Bréfritari styður eindregið
baráttu ýmissa manna til við-
halds móðurmálinu, t.d. í þess-
um Morgunblaðspistlum, og
kveður svo hvor annan með
virktum, hann og umsjónarmað-
ur.
★
„Ætli starfsmenn Ríkisút-
varpsins að vera til fyrirmyndar
í málfarsefnum mega þeir ekki
láta það henda sig að nota út-
lenskuna „ókei“. Það hlýtur að
mega taka saman höndum við
að útrýma þessu „orði“ með öllu
þannig að það heyrist alls ekki
í Ríkisútvarpinu. „Ókei“ er
óþarft í málinu, allt sem menn
vilja segja er hægt að segja án
þess að grípa til „ókeisins“.
„Ókei“ hefur ekki beint skýra
merkingu (það er mismunandi
eftir tónfalli og aðstæðum) en
mjög oft er hægt að segja allt
í lagi þess í stað; annars t.d. ég
er sawmála; þetta er tilbúið (eða
ertu sammáia?; er þetta tilbúið?)
o.s.frv. En „ókei“ getur ekki
talist tæk íslenska, lagar sig illa
að íslensku hljóðkerfí og ekki
er hægt að segja að það bæti
úr brýnni þörf.“
(Ari Páll Kristinsson
í Tungutaki.)
★
Fróðárselur: 1) Barnalæknir
á barnadeild... 2) Kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Steingríms-
fjarðar.
Selurinn sleginn: 1) Læknir
á barnadeild... 2) Forstjóri
Kaupfélags Steingrímsfjarðar,
eða: Kaupfélagsstjórinn á
Hólmavík.
Og Bragi Jónsson veðurfræð-
ingur sló selinn niður í einu
höggi, þegar hann sagði að
vindurinn hefði komist í 11
stig.
Auk þess er beðist velvirðing-
ar á rangri skiptingu milli lína
á einum stað í síðasta þætti.
Rannveig Guðmunds-
dóttir setur mannleg
gildi á oddinn, segir
Sólveig Helga Jónas-
dóttir, bæði í störfum
og viðhorfum.
Fjölmiðlar hafa skýrt frá fjár-
hagsvandræðum Samtaka um
kvennaathvarf og Stígamóta. Þetta
eru samtök sem vinna þarft og
gott verk við að aðstoða og koma
þolendum ofbeldis og sifjaspella til
hjálpar. Samtökin hafa innt af hendi
ómetanlegt starf sem er óumdeilan-
legt. Samtökin hafa allt frá stofnun
búið við fjárhagslegt óöryggi.
Rannveig Guðmundsdóttir hefur
ekki látið þessi mál afskiptalaus.
Hún hefur komið því til leiðar
að nú hefur verið undirritaður þjón-
ustusamningur milli samtakanna
annars vegar og félagsmálaráðu-
neytisins hins vegar. Samningur
þessi tryggir samtökunum fjár-
framlög frá ráðuneytinu er nemur
60% af rekstrargjöldum þeirra til
næstu þriggja ára. Með samningi
þessum er væntanlega aregið úr
því rekstraróöryggi sem samtökin
hafa búið við.
Rannveig Guðmundsdóttir setur
mannleg gildi á oddinn í sínum '
störfum og viðhorfum. Hún vinnur
af alhug við þau störf sem hún inn-
ir af hendi. Starf sitt tekur hún
alvarlega og leggur metnað sinn í '
það að gera sitt besta bæði í smáum
sem stórum málaflokkum. Hún
vinnur og kynnir sér málin og kem-
ur þeim í framkvæmd.
Almenningur í þessu landi á rétt
á því að stjórnmálamenn séu ábyrg-
ir gerða sinna og taki störf sín al-
varlega ekki síður en við hin í sam-
félaginu. Stjómmálamenn eiga að
hafa þann metnað fyrir sjálfum sér
að vilja gera sífellt betur og sýna
í verki að þeir sinni störfum sínum
af fullri ábyrgð. Með því öðlast
þeir trúnað og tiltrú fólksins í land*
inu. Þeir eru í raun í vinnu hjá
okkur - þér og mér.
Þetta skilur Rannveig Guð-
mundsdóttir. Hún hefur öðlast tiltrú
ótalmargra með sínum pólitísku
störfum í gegnum árin. Hún hefur
sýnt það í verki að hún ber virðingu
fyrir þér og mér. Þér er óhætt að
treysta Rannveigu Guðmundsdótt-
ur fyrir atkvæði þínu.
Setjum Rannveigu I 1. sætið í
prófkjöri Alþýðuflokksins nk. laug-
ardag.
Höfundur er
heyrnleysingjakennari.
Prófkjör á
Reykjanesi -
Rannveig Guð-
mundsdóttir
EITT af athyglisverð-
ari prófkjörum síðustu
missera er prófkjör Al-
þýðuflokksins á Reykja-
nesi er nú stendur fyrir
dyrum. Prófkjörið er
einkum athyglisvert
fyrir tvennt: í fyrsta lagi
er ljóst að konur verða
framarlega í próflqör-
inu; í öðru lagi er tekist
á um ákveðinn stjórnun-
ar- eða stjórnmálastíl.
Þ.e. þann stíl sem fram
að þessu hefur aðallega
verið rekinn á íslandi
og við þekkjum öll og
svo hins vegar hinn nýi
stíll sem kenndur hefur verið við
endurbætur í íslenskum stjórnmál-
um.
Konur á framabraut
Það hlýtur að vekja vonir um fram-
farir í íslenskum stjórnmálum að af
sjö frambjóðendum á Reykjanesi eru
þijár konur. Reyndar var fjórða kon-
an orðuð við prófkjörið en vegna
anna á öðrum vettvangi dró hún sig
út úr baráttunni. M.ö.o. það var ekki
langt frá því að algert jafnvægi
væri milli kynja á mögulegum fram-
boðslista íslensks stjórnmálaflokks.
Rannveig Guðmunds-
dóttir er, að mati Þóru
Arnórsdóttur, merkis-
berum nýs, fersks
stjórnmálastíls.
Ef það hefði verið raunin hefði það
verið algert einsdæmi í sögu ís-
lenskra stjómmála!
Nýr stíll - Rannveig
Guðmundsdóttir
Því hefur verið haldið fram á
opinberum vettvangi að Rannveig
Guðmundsdóttir, félagsmálaráð-
herra, sé einn af boðberum hins nýja
stjórnmála- eða stjórnunarstíls. í
þessum nýja stíl er talið felast að
stjórnmálamaðurinn
taki allar sínar ákvarð-
anir með hliðsjón af
ströngum reglum
skráðs og óskráðs
stjórnsýsluréttar að
viðbættum siða- og
lagareglum þeim er
taldar eru gildar um
íslenska stjómmála-
menn.
Með viðtöku hins
nýja stíls er hinum
forna og rammíslenska.
stjómmálastíl lagðuri-
fyrir róða. Hinn gamli
stíll byggir ákvarðana-
töku á grunni þéttof-
inna og oft leyndra samskipta- og
hagsmunatengsla. Hann víkur til
hliðar siða- og jafnvel lagareglum
ef því er að skipta.
Hinn. nýi íslenski stjómmálastíll
er í senn lög- og siðhyggjustíll. Hann
er opinn, ljós og tekur hið fyllsta
mark á siða- eða lagareglum. Hinn
nýi stíll felur í sér vonir þeirra lqós-
enda sem dreymir um og óska eftir
hreinskiptum og heiðarlegum ís-
lenskum stjórnmálum.
Rannveig Guðmundsdóttir er einn
af helstu merkisberum hins nýja og
ferska íslenska stjómmálastíls. Þao
hefur hún sannað með störfum sínum
á Alþingi og sem félagsmálaráð-
herra.
Val Rannveigar -
mikilvæg úrslit
Urslit prófkjörsins eru mikilvæg
fyrir margra hluta sakir. Þau em þó
einkum áríðandi vegna vægis þeirra
fyrir konur og möguleika þeirra í
almennu flokkstarfi íslensks stjórn-
málaflokks. Það er þó ennþá mikil-
vægara fyrir þau skil sem það kann
að marka í íslenskum stjómmálum —t
milli hins nýja og nú „afdankaða"
íslenska stjómmálastíls.
Val á Rannveigu Guðmundsdóttur
í fyrsta sæti í prófkjöri Alþýðuflokks-
ins er því mikilvægt spor í rétta átt
í íslenskri stjómmálasögu.
Höfundur er formaður FUJ í
Kópavogi.
Þóra Arnórsdóttir